Morgunblaðið - 29.08.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1958, Blaðsíða 1
45 árgangur 195. tbl. — Föstudagur 29. ágúst 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins Atlantshafsbandalaginu ber að hindra valdbeitingu Fávísleg tilraun til aS sinn og megin Islenzka stjórnin á umsvifalaust að krefjast ráðherrafundar í Atlantshafsbandalaginu MEÐ siglingu sinni við ís- landsstrendur hinn 1. sept. og næstu daga þar á eftir, hafa Bretar ekki í hyggju venjulegar fiskveiðar, þó und ir herskipavernd sé, heldur hreina valdbeitingu. Þetta kom glögglega fram í fregn, sem Morgunblaðið birti í gær, eftir brezka blaðinu Daily Telegraph. Það blað er talið áreiðanlegt fréttablað, og er hið helzta af yfirlýstum stuðn ingsblöðum brezku ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt þessari frásögn er ætlunin sú, að um 100 stór- um, hraðskreiðum togurum sé stefnt inn fyrir hin nýju fiskveiðimörk hinn 1. sept. undir leiðsögu og forystu herskipa. Togaraskipstjórar hafa fengið strangar fyrir- skipanir frá togaraeigendum um að fara yfir 12 mílna lín- una aðeins í herskipavernd. Undir þessari forystu eiga skipin að „fiska“ á hinu nýja fiskveiðisvæði íslendinga í þrjá daga, „jafnvel þó engan fisk sé að hafa“. Eftir þrjá daga á að „leyfa togurunum“ að fara út fyrir 12 mílna lín- una til að halda áfram venju- legum fiskveiðum! Daily Telegraph sjálft segir: „The plan is rather like esta- blishing a public right of way“ Ætlunin er líkust því sem stacfestur sé réttur til alfaraveg- ar, segir hið brezka blað. Heimskulegt og tilgangslaust flan Breta Þar með viðurkennir blaðið það, sem lýsing þess raunar nóg- samlega sannar, að hér er á ferð- um valdbeiting en ekki fiskveið- ar. Erfitt er að hugsa sér tilgangs- rninni og heimskulegri ráðagerð en þessa. Bretar þurfa ekki að senda hingað herskipaflota í broddi fylkingar 100 togara til að sanna, að þeir eigi alls kostar við ís- lendinga, ef þeir vilja neyta afls- munar. Ef Bretar telja réttinn sín meg- inn, er ráðið ekki það, að sýna vald sitt með þessu móti. Þessi aðferð leysir engan vanda, ekki einu sinni fyrir Breta sjálfa. Slík valdbeiting hindrar islendinga engan veginn í að gæta fiskveiði- takmarka sinna, ef Bretar leita inn fyrir þau, þegar þeir hafa aftur tekið upp fiskveiðar með venjulegum hætti. Ef þessi her- skipasýning sannar nokkuð, þá er það, að erfitt muni vera eða ómögulegt að stunda venju- legar fiskveiðar undir herskipa- vernd. Bretar eru því fjær marki sínu en nokkru sinni fyrr. Þeir fjarlægjast að leysa þann vanda, sem þeir telja við að etja, og búa sjálfum sér og öðrum annan miklu alvarlegri. Ekki er um að villast, að með þessum að- gerðum skapast það ástand, sem Sjálfstæðismenn í bréfi sínu til utanríkisráðherra frá 22. ágúst sl., vöruðu við, að verða kynni. FriShelgi íslenzks landsvæðis ógnað Með þvílíku atferli Breta er ótvírætt ógnað friðhelgi land- svæðis, sem Island telur sig eiga rétt til. Um það tilvik segir í stofn samningi Atlantshafsbandalags- ins svo: „Aðilar munu hafa samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landsvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálf- stæði eða öryggi ógnað“. Atlantshafsbandalagið er stofn að til þess að koma í veg fyrir þvílíka ógnUn utan að frá, og því fremur til að hindra, að banda- lagsríkin sjálf ógni hvert öðru með þessum hætti. íslenzku ríkisstjórninni ber því í senn skylda og réttur til þess umsvifalaust að kæra þessa ráðagerð Breta fyrir Atlants- hafsbandalaginu. Eðlilegasta leiðin og hin áhrifa ríkasta er sú, sem Sjálfstæðis- menn bentu á í bréfi sínu til ut- anríkisráðherra, að hann óski þegar í stað eftir, að ráðherra- fundur bandalagsins komi saman og fjalli um þetta efni. Þangað til sá fundur getur komið saman, verður bandalagið að hlutast til um, að Bretar láti af ráðagerð sinni. Og um það verður banda- lagið að sjá, hvort sem úr ráð- herrafundinum verður eða ekki. Einmitt þeir, sem telja vest- ræna samvinnu mikilvæga fyrir ísland, hljóta að heimta, að ís- lenzka stjórnin krefjist þess af bandalaginu, að þetta sé tryggt, og krefjist þess tafarlaust. Ekki tjáir lengur að láta fljóta sofandí að feigðarósi. Ríkisstjórnin hafnar samvinnu Sjálfstæðismenn hafa æ ofan í æ borið fram tillögur um efni og meðferð þess vandamáls, sem hér er við að etja. Engin af tillögum þeirra hefur að neinu verið virt af hálfu-stjórnarvalda landsins. Þau höfðu yfirlýsingu flokksins frá 21. maí að engu. Vegna þess, hversu stækkun fiskveiðitak- markanna er mikið lífshags- munamál þjóðarinnar, létu Sjálf- stæðismenn það ekki á sig fá, heldur lýstu sig fúsa til sam- vinnu. á þeim grundvelli, sem lagður var. Þegar stöðugar ýfingar stjórn- arliða innbyrðis stefndu þjóðar- einingu í voða og sýndu, að rikis- stjórnin kom sér alls ekki saman Breta sýna mátt um, hvernig með málið skyldi fara, óskuðu Sjálfstæðismenn greinargerðar stjórnarinnar og birtingar allra gagna, svo að skil- yrði sköpuðust fyrir að kveða ó- eininguna niður með heilbrigðri dómgreind almennings. Þessari málaleitan Sjálfstæðismanna, sem fram var borin hinn 7. ágúst, hefur aldrei verið svarað og að engu höfð sú tillaga, sem þar var flutt. Sjálfstæðismenn ítreka samstarfsvilja sinn Sjálfstæðismenn létu það þó ekki hagga samstarfsvilja sínum um lausn málsins. Þeir hafa ver- ið til viðtals fyrirvaralaust, hve- nær sem ríkisstjórnin hefur látið svo lítið að vilja við þá ráðgast og er það þó ekki ýkja-oft. Hinn 22. ágúst báru þeir fram við utanríkisráðherra tillögu sína um, að ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins yrði kvaddur saman. Jafnframt lýstu þeir sig fúsa til þess að senda ráðherranum ekki bréf þessa efnis né birta tillögu sína fyrr en honum hefði gefizt færi á að íhuga hana, því að flokkurinn hafði ekki í huga stjórnmálaleg- an ávinning, heldur einungis að koma í veg fyrir að vandræði ykjust og reyna að finna lausn á þeim vanda, sem þegar hafði skapazt. Enn í dag hefur hvorki ríkisstjórninni í heild né utan- ríkisráðherra þótt taka því að gefa neitt svar við þessari tillögu Sj álf stæðismanna. Réttarríki hljóta að geta leyst vandann Að skoðun Sjálfstæðismanna er það vonlítið að láta nokkra valdalausa sérfræðinga toga þetta mál aftur og fram suð- ur í París, á meðan eitt banda- lagsríki okkar býr sig undir að ógna friðhelgi þess landssvæðis, sem við teljum okkur að lögum eiga einkafiskveiðirétt á. Með öllu þessu athæfi sýnist vera gerður leikur að því að reka mál- ið í hnút í stað þess að leysa það. Engin þjóð hefur fyrr og síðar farið fegurri orðum um tryggð sína og virðingu fyrir lögum og rétti en einmitt Bretar. Um ís- land er það svo, að það á alla til- veru sína undir gildi réttarins. Þær þjóðir, sem báðar votta þess- um hugsjónum jafneindregna hollustu og Bretar og íslending- ar, hljóta að geta fundið lausn á vandanum eða að minnsta kosti forðað algerum voða, ef nokkur vilji er fyrir hendi. Sir Richard Gale hershöfðingi tekur við af Montgomery mar- skálki sem næstæðsti maður NATO-herjanna í Evrópu. — Á myndinni er hann að kveðja fallhlífarherdeild í Bretlandi, áður en hann tekur við hinu nýja embætti. ir PARÍS, 28. ágúst. — Þúsund- ir Afríkumanna, sem búsettir eru í Frakklandi, voru í dag hand- teknar og teknar til yfirheyrslu í sambandi við leitina að meðlim- um hermdarverkasamtakanna sem gert hafa mestan usla í Frakklandi undanfarna daga. í morgun var kveikt í olíugeymum í Rúðuborg, en í kvöld var búið að ráða niðurlögum eldsins. Brun inn olli margra milljón króna tjóni. Tveir Afríkumenn, sem kveiktu í geymunum, létust af brunasárum á sjúkrahúsi í kvöld. ir AMMAN, 28. ágúst. — Haft er eftir góðum heimildum í Amm an, að Rifai forsætisráðherra Jór- daníu hafi tjáð Hammarskjöld framkvæmdastjóra S.Þ., að stjórnin í Jórdaníu mundi ekki fara þess á leit að brezku hersveit irirnar verði kvaddar frá land- Samningsviðræðurnar i París stranda ,e$ocialdemokraten4/ skýrir frá meginefni málamiðlunartillög- unnar Kaupmannahöfn, 28. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. STJÓRNARBLAÐIÐ „Social- demokraten“ skýrir svo frá í dag, að búizt sé við að fiskveiðideiian leysist með málamiðlun, senni- lega í dag. Málamiðlunartillagan, sem fulltrúar íslands á Parísar- fundinum hafa fallizt á og utanríkismálanefnd Dana sam- þykkti í gær, felur í sér eftirfar- andi höfuðatriði: 1) Kvödd verði saman ráð- stefna á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem geri alþjóðasáttmála um fiskveiðilögsöguna. 2) Þangað til ráðstefnan verð- ur haldin gangast íslendingar inn á bráðabirgðaskipan, en sam- kvæmt henni viðurkenna ríkin sjö, sem taka þátt í ráðstefnunni, i óbeint 12 milna fiskveiðilögsögu íslands, þó þannig að þessi sjö ríki hafa heimild til að veiða á nánar tilteknu svæði, sennilega milli 6 mílna og 12 mílna mark- anna. 3) Þessi skipan hefur gildi i hæsta lagi í þrjú ár og skuld- bindur ekki umrædd ríki til á- kveðinnar afstöðu þegar málið verður endanlega afgreitt. 4) Náist ekki samkomulag inn- an þessa tiltekna tima, verða tean ir upp samningar að nýju. ----□----- Blað rússneska landvarnarráðu neytisins „Sovétskiflot" skrifar Framh. á bls. 2 Innrás á Quemoy í aSsigi Peking-útvarpið hvetur til uppgjjafar Taipei og Peking, 28. ágúst. NTB-Reuter. PEKING-ÚTVARPIÐ hvatti i dag herstyrk þjóðernissinna á eynni Quemoy til að gefast upp og hélt því jafnframt fram að allar undankomuleiðir frá Que- mo til Formósu væru lokaðar. Formælandi landvarnaráðuneytis þjóðernissinna á Formósu vísaði þegar á bug hvatningunni um að gefast upp og sagði, að hersveit- irnar á meginlandinu vissu mæta vel hvað biði þeirra, ef þær reyna að gera innrás á Quemoy. Afstaða Bandaríkjanna óljós Á háum stöðum í Washington er sagt, að ekki liggi enn ljóst fyrir hvort Bandaríkin muni gera ráðstafanir til að verja smáeyj- arnar undan ströndum megin- landsins, ef hersveitir Peking- stjórnarinnar geri árás á pær. Er bent á yfirlýsingu Eisenbowers forseta þess efnis, að taka verði tillit til svo margra atriða áður en slíkt skref sé stigið, að óger- legt sé að segja nokkuð um það fyrirfram, hver verði hin endan- lega ákvörðun. Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.