Morgunblaðið - 29.08.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.1958, Blaðsíða 15
Föstudagur 29. ágúst 1958 MORGUNBLAÐIÐ 15 — íþróftir Framh. af bls. 9 maðurinn sem íslendingar „skírðu“ en viðurnefni hafa nær allir sænskir íþróttamenn í sænsk um blöðum. Evrópumeistarinn frá 1954 Yulin, Rússlandi varð að láta sér nægja 5. sæti, en landi hans Lituev vann sigurinn og þar með gullið. Svisslendingur- inn Galliker kom mjög á óvænt og náði 3. sæti. í kringluk'asti kvenna var keppt til úrslita og þar stóð bar- áttan eins og í flestum hinna kvennagreinanna milli Rússlands og Þýzkalands, en Tékkóslóvakía blandaði sér í málin þennan dag. Rússneska stúlkan Press sigraði, en síðan fylgdu fast á eftir hin tékkneska og þýzka. Þarna var Ataðir aur til ilja eftir STOKKHÓLMI, 23. ágúst — Það urðu fleiri votir af hellirigningu dagsins, en þrístökkvarar og kúluvarparar, sem þegar hefur verið sagt frá. Það, sem hélt fólkinu lengst í spenning, var greinin, sem var síðust á dag- skránni, 5000 m hlaupið. Tólf keppendur áttu þessa þraut fyrir höndum. — Til að létta þeim svolítið var látið hlaupa á 3 brautum og heljarmikil slanga sett á hlaupabrautirnar til að af- marka þennan stærri hring, en nokkurt langhlaup á Evrópu- meistaramóti hefur farið fram á. En þegar þeir höfðu hlaupið 2—3 hringi höfðu þeir hrært svo í efsta lagi brautarinnar að þeir óðu for. Bernard, Frakklandi, tók for- ystuna og fór fyrsta hring á 65,5. Fast á eftir fylgdu Zimny, Póllandi og Iharos, Ungverja- lanai. Eftir 1500 metra hafði Ar- tynuk, Rússlandi, tekið foryst- una og tíminn var 4:21,6. Um mitt hlaupið var Zimny í farar- broddi, en fast á sóttu Iharos, Kriskowiak, Pirie og Bernard. Og nú kom alvaran. Þegar kílómetri er eftir hafa Pólverjarnir Zimny og Krisko- wiak forystu, en Pirie og Clarke, Englandi, koma á eftir og þá tekur Clark sprett og nær for- ystu. Þessu svöruðu Pólverjarnir fljótt og brunuðu fram fyrir. Þetta var ensk-pólskt stríð. Pól- verjarnir geystust fram saman, náðu um 30 m forskoti, þar voru Englendingarnir saman og höfðu álíka langt forskot á þá næstu. Á síðasta hringnum var Kris- kowiak sterkari Zimny, sem þó átti bezta Evróputímann í ár, og Pirie skyldi Clark eftir, en röðin hélzt óbreytt. Kriskowiak hefur þá leikið það sem Zatopek gerði og varð frægur fyrir. Zatopek á þó metið enn — gullverðlaunin þrjú á Helsingforsleikunum. En útgangurinn á mönnunum eftir hlaupið á þessari braut var ferlegur. Þeir voru ataðir aur- slettum frá hvirfli til ilja. Fólkið hélt að þessu hlaupi loknu heim — ánægt yfir afrek- um dagsins, en hálfóánægt með blautt umhverfið, blautan völl, sem aldrei gaf Svíþjóð neitt gull- ið. — En við skulum minnast lítil- lega á aðrar greinar þennan dag. í kúluvarpi kvenna varð hörkukeppni. Langmesta athygli vakti rússneska stúlkan Tyshke- vich, sem vegur 112 kg. Kúlan var eins og smábolti í höndum eins og algengt er orðið sett nýtt Evrópumet. 50 kílómetra göngukeppni var fyrsta greinin sem hófst þennan dag en ekki sú fyrsta sem lauk. Göngumennirnir gengu 1 km. á vellinum en kvöddu síðan og komu ekki aftur fyrr en eftir rúma fjóra tima. Þá var í farar- broddi Maskinskov, Rússlandi, en skammt á eftir komu Pamich, Ítalíu og Weber frá Þýzkalandi. Enn einu sinni fengu menn að heyra rússneska þjóðsönginn sem allir eru nú farnir að kunna og geta vel trallað með þegar hann er leikinn 2—4 sinnum á dag. í dag fóru einnig fram undan- keppni og milliriðlar í ýmsum greinum, en umtal um þær grein ar látum við bíða þar til úrslit fara fram. frá hvirfli 5000 m. hl. hennar. En nú var hún stöðvuð á sigurgöngu sinni. Þýsk stúlka, Werner, varpaði 20 sm lengra og kom „rússneska fjallinu“ jafnvægi. Vakti þetta óskaplegan fögnuð áhorfenda, einkum Þjóð- verja og þegar þær stóðu á verð- launapallinum og þýzki fáninn var dreginn að hún, sungu hinir mörgu Þjóðverjar hér, „Deutseh- land iiber alles“, en hér var þjóðsöngur Þjóðverja ekki leik- inn. Stafar það af því að A- og V-Þýzkaland senda sameiginlega til keppninnar, en mótsstjórn viðurkennir ekki nema einn þjóð söng. Komu A- og V-Þjóðverjar sér ekki saman um hvorn þjóð- sönginn ætti að leika, svo að ákveðið var að blásturssveit blési á lúðra meðan fáninn væri dreginn að hún. En nú ómaði þjóðsöngurinn og gerði það eftir þetta, þegar Þjóðverji stóð á efsta palli. í 200 m hlaupi kvenna sigraði pólska stúlkan Janiszewska á 24,1. Hún er af ýmsum talinn fegursti kvenkosturinn meðal keppenda á móti þessu. En hlaupið varð annars hálfgerð sorgarsaga. Stubnik, hin fræga þýzka hlaupakona, haltraði í mark í 5. sæti. Hún var meidd er hún gekk til hlaupsins. Og brezka stúlkan Paula tognaði í miðju hlaupi og var borin út af Stadion á börum, sýnilega mikið Þjúð. 200 m hlaup karla var æsi- spennandi grein. Eftir tvö þjóf- stört voru hlaupararnir orðnir kaldir og votir í rigningunni. Þáð hlaut því að verða sá, sem bezt þyldi slíkt, sem ynni. Og það reyndist Germar, Þýzka- landi. Létt og örugglega hljóp hann vegalengdina og sigraði með miklum yfirburðum. Keppn- in um annað sætið var mjög tví- sýn og varð mynd úr að skera. Silfrið fór til Englands (Segal) en bronsið til Frakklands (Dela- cour). Þá fóru fram undanrásir í boð- hlaupunum öllum. Þar skeði það markverðast, að Svíar féllu úr keppninni í 4x100 m hlaupinu. Við fyrstu skiptingu urðu þau mistök að Trallsðs og Malmroos náðu ekki saman. Trollsás reyndi að henda keflinu til hans, en það féll til jarðar og þýddi ekki eftir það að reyna að halda áfram. í sama riðli var Ungverjaland dæmt úr leik vegna rangrar skiptingar. Hið sama henti frönsku sveitina í 4x100 m boð- hlaupi kvenna. A. St. Kristín Einarsdóttir frá ísafirði, sjötug KRISTÍN S. Einarsdóttir frá ísa- firði á í dag sjötugsafmæli. Hún fæddist að Hríshóli í Reyk hólasveit hinn 29. ágúst árið 1888. Foreldrar hennar voru Einar bóndi Pétursson og kona hans Elin Jóhannesdóttir ættuð frá Blárnýrum í Ögursveit við ísa- fjarðardjúp. Pétur afi Kristínar var Gestsson, Einarssonar úr Rauðseyjum. En bróðir Gests var Sturlaugur hinn ríki úr Rauðseyj um. Systir Péturs var Ragnheið- ur móðir Gests Pálssonar. Pétur Gestsson, afi Kristínar, var kvæntur Ástríði Magnúsdótt- ur en móðir hennar var Sigríður, systir Þóru í Skógum móður Matt híasar Jochumssonar. Kristín giftist árið 1911 hinum annálaða dugnaðar og drengskap armanni Eiríki Br. Finnssyni, sem þá var verkstjóri hjá stærsta fyrirtæki íslendinga, hinni frægu Hún og fjölskylda hennar nutu vinsælda og virðingar á ísafirði meðan hún bjó þar. Börn þeirra hjóna eru öll einkar myndarlegt og vel gert fólk. Þessar merku konu munu í dag berast árnaðar- óskir frá stórum hópi vina og venzlamanna. Hún dvelst í dag á heimili Braga sonar síns að Miklubraut 20. Vestfirðingur. Sem ný hrærivél (Sunbeam), til sölu á Vestur- götu 30. Verð 1500,00. Til sýn- is föstudagskvöld, milli 7 og 10 og laugardagsmorgun. Elliot setti glœsilegt heimsmet GAUTABORG, 28. ágúst. — Ástralíumaðurinn Elliot setti nýtt glæsilegt heimsmet í 1500 m hlaupi á miklu frjálsíþróttamóti, sem fram fór hér í kvöld. Tími hans var 3.36,0 mín., eða 2,1 sek. betri en fyrra heimsmetið, sem Tékkinn Jungwirth setti í fyrra. Árangur annarra hlaupara var einnig mjög góður, enda voru þarna samankomnir flestir mestu 1500 m hlauparar heimsins. Annar var Jungwirth, Tékkósló- valcíu, 3,39,0 mín. 3. Halberg Nýja Sjálandi, -3,39,4 mín.,4. Rózsa völgyi, Ungverjalandi, 3.40,0 mín., 5. Dan Waern, Svíþjóð, 3.40,9 mín., 6. Lewandowski, Pól- landi, 3.42,1 mín., 7. Ulf Bertil Lundh, Noregi, 3.42,1 mín., Ing- var Eriksson, Svíþjóð, 3.47,3 mín. og 9. Ibbotson, Bretlandi, 3.50,5 mín. — NTB. Ásgeirsverzlun á ísafirði. Þau hjón áttu sex börn: Jóhann, yfir- fiskimatsmann í Vestfirðinga- fjórðungi, Baldur, bæjarfulltrúa á Siglufirði og forseta bæjar- stjórnar þar, Braga, starfsmann hjá Samlagi Skreiðarframleið- enda, Arnfríði, sem búsett er í Minneapolis, gift Harry Berg- ström, Iðunni, kaupkonu á ísa- firði, gift Böðvari Sveinbjarnar- syni framkvæmdastjóra þar, og Einar Hauk, kennara við Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja og rit stjóra Fylkis, blaðs Sjálfstæðis- manna í Eyjum. Ásamt manni sínum gekk Kristín í I.O.G.T. regluna, stúk- una Vöku á ísafirði, árið 1928 og hefur verið virkur félagi ávallt síðan og gegnt þar fjölda trúnað- arstarfa og verið fulltrúi stúku sinnar á stórstúkuþingum. Frú Kristín Einarsdóttir er mannkostakona, drengileg og prúð í framkomu og dugmikil að hvaða starfi sem hún gengur. Vinna Þýzk, reglusöm stúlLa (20 ára), óskar eftir vist. — Irene Noelle, Nordseeinsel Baltrum Haus Cordes, Deutschland. Nýir, gullfallegir svefnsófar á aðeins kr. 2.900,00. Gamla verðið. — Grettisgöiu 69, kl. 2—9. — Babmottusett í litúrvali á kr. 170. — Stakar setur á kr. 65,00. — Einnig fal legir og góðir dömusundbolir á kr. 271,10. Fiðurhelt léreft frá kr. 23-—35 meterinn. Tvist- tau. Einlit léreft, rósótt sirz frá kr. 10,00 meterinn. Hand- klæði á kr. 16,25. Hvítur dreg- ill 90 cm. breiður á kr. 28,65. Barnagammosíur, margar gerð ir. Bleyjur á kr. 6. Einnig bleyjugas, tvíofið o. fl. o. fl. Verzluniii ÓSL Laugavegi 82. NE8TLE — permanent — hárskol — hárlagn- ingavokvi Austurstræti 7. 1 herbergi, eldhús og köid geymsla er TIL LEIGU rétt við Miðbæinn 1. sept. Tilb. sendist afgr. blaðsins merkt: „Rólegt — 6875“. Ný steypuhrærivél rafknúin, 150 1. (poka'-él), til sölu. — Upplýsingar eftir kl. 5, í síma 3-23-81. Hugheilar hjartans kveðjur og þakkir sendi ég ykkur öllum, elsku vinir mínir, sem glöddu mig á margvíslegan hátt á 75 ára afmæli mínu 12. ágúst. Bið Guð að blessa ykkur og launa allt frá öllum liðn- um tímum. Ykkar Margrét Jónsdóttir frá Brunnastöðum. Si m i -24-80 Hjartans þakklæti sendum við ykkur, sem glödduð okkur með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 75 ára afmæli okkar 18. ágúst síðastliðinn. Guð blessi ykkur og gleðji á allan hátt. Guðrún og Ingibjörg Ölafsdætur, frá Þórustöðum. Ástkær eiginmaður minn, okkar elskulegi faðir, tengda- faðir og afi GUÐMUNDUR EINARSSON Lönguhlíð 13, sem andaðist í Landspitalanum 25. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 30. þ.m. kl. 10.30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vin- samlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna skal bent á að Breiðfirðingafélagið hefur stofnað Minn- ingarsjóð með hans nafni og verða minningarspjöld seld í verzlun Ólafs Jóhannessonar, Grundarstíg 2, Verzlun- inni Þórsmörk, Laufásvegi 41 og Hattabúð Reykjavíkur, Laugavegi 10. Gunnjóna Jensdóttir, Anna Guðmundsdóttir Allen Jens Guðmundsson, Marta Hagalínsdóttir og barnabörn. Þökkum innilega samúð og hluttekningu við andlát og útför föður okkar GUÐNA VTGFUSSöNAR Vatnahjáleigu. Sérstaklega þökkum við heimilisfólkinu Svanavatni, Miðey og Borgareyrum frábæra hjálpsemi í veikindum hins látna og við útför hans. Jóhann G. Guðnason. Haraldur Guðnason. Þökkum innilega öllum þeim er auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNÁR jónsdóttur frá Löndum Sérstaklega viljum við þakka Kvenfélagi Grindavíkur og þeim félagskonum, sem aðstoðuðu við jarðarför hinnar látnu. Vilmundur Árnason, börn, tengdabörn og barnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.