Morgunblaðið - 29.08.1958, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 29. ágúst 1958
SUEIE.WONör
S>kÁLPt>/AC-A EPTIR RlCHARO MA>ON
nokkrir eigendanna stóðu við
dyrnar og horfðu á. Ég gat hvergi
fengið vín, en mér tókst að kom-
ast inn í fatabúð, og keypti ég
þar stóra, þykka karlmannspeysu.
Ég flýtti mér síðan aftur til
Suzie og færði hana í peysuna. —
Hún vissi naumast, hvað ég var
að gera, þar sem hún horfði án
afláts á brakhrúguna, og hún tók
ekki eftir því, að ermarnar voru
allt of langar, og ég braut þær
því upp fyrir hana. Regnið lamd-
ist inn í dyraskotið, þar sem við
Stóðum, og ég svipaðist því um
eftir stað, þar sem hún gæti ver-
ið, án þess að peysan blotnaði. —
Ég minntist þess, að ég hafði séð
dráttarkerru í reiðileysi skammt
frá segldúksábreiðunum. Ég sótti
hana og kom henni þannig fyrir,
að opið sneri að svæðinu, þar sem
unnið var í rústunum. Ég leiddi
Suzie úr dyraskotinu að kerrunni,
fékk hana til að setjast í hana og
þreiddi síðan hlífðarábreiðuna yf-
ir hné hennar. Hún mælti ekki orð
frá vörum. Hún sat þarna graf-
kyrr, að því undanteknu, að ákaf
an hroll setti að henni öðru hvoru,
og starði án afláts á hverjar
börur, sem bornar voru frá rúst-
unum. Mér var orðið kalt, og ég
klifraði fram og aftur um brak-
hrúguna til að halda á mér hita.
Öðru hverju leit ég við á náfölt,
kringluleitt andlit Suzie, sem
starði án afláts undan hlífðar-
tjaldi kerrunnar á rústirnar.
Innan skamms var tilkynnt
bæði á ensku og kínversku, að ekki
væri búizt við að fleiri myndu finn
ast með lífsmarki. Öþekkjanleg lík
og jafnframt þau lík, sem ættingj
ar óskuðu ekki eftir að sjá um,
yrðu grafin á ríkisins kostnað. —
Með morgninum gæfist ættingj-
um kostur á að sjá þau lík, sem
fundizt hefðu, og þótt uppgreftr-
inum yrði haldið áfram, væri fólki
ráðlagt að halda til heimila sinna.
Ég fór til Suzie og þrábað hana
að fara að þessu ráði, en hún
hristi höfuðið.
„Ég bíð eftir barninu".
Önnur klukkustund leið, unz ég
hrökk allt í eimi upp úr kulda-
doðanum, er ég tók eftir því, að
verið var að fara með lík fóstr-
unnar gömlu fram hjá okkur, á
börum. Ég þorði tæpast að vona,
að lík barnsins myndi finnast á
þessum sömu slóðum; en skömmu
síðar, er ég var á lpiðinni til þess
að skýra Suzie frá fundi líks fóstr
unnar, sá ég, að Suzie stóð upp úr
dráttarkerrunni og hélt í áttina að
öðrum börum, sem verið var að
fara með frá rústunum. Það var
engu líkara en hún léti stjórnast
af einskærri eðlishvöt, þar sem
óhugsandi var, að hún hefði get-
að séð það úr sæti sínu, hvað á
börunum lá. Ég var kominn að
hlið hennar, er hún nam staðar
og horfði á börurnar, þegar þær
voru bornar hjá. Á þeim lá barns-
lík. Það virtist ótrúlega lítið, smá-
vaxinn, skaddaður líkami á miðj-
um börunum, í rauninni allt of
lítill og léttur til þess, að tveir
fílefldir karlmenn þyrftu að bera
hann á milli sín. Andlit þess var
svo skaddað og illa útleikið, að
það var með öllu óþekkjanlegt.
Það vantaði einnig á það annan
handlegginn.
Suzie hélt í humátt á eftir bör-
unum, og starði án afláts á barn-
ið. Regninu hafði slotað fyrir
hálfri stundu, og segldúksábreið-
unni hafði verið flett ofan af röð
barnslíkanna. Börurnar voru lagð
ar á jörðina, og byrði þeirra lögð
við hliðina á hinum. Suzie kraup
við hliðina á þeim. Brezka lög-
regluþjóninum varð á að beina
vasaljósinu að sundurtættu andlit
inu, en flýtti sér að færa það til,
þannig, að það lýsti á líkamann,
en andlitið var í skugga. Suzie
lyfti hendi þess og skoðaði smáa
fingurna. Síðan lagði hún hana
frá sér og þreifaði eftir hinni
mmm
Hjd okkur er það sérþjdlfaður
maður sem smyr alla
Volkswagen-bíla
Höfum ávallf allar algengar
bílaolíur
P. Stefánsson hf.
Hverfisgötu 10?
hendinni. Hún fann hana ekki. -
Svipur hennar lýsti undrun þess
manns, sem týnt hefur einhverju
á sömu stundu og hann leggur
það frá sér. Hún bylti líkinu gæti
lega til og leitaði vandlega. Lög-
regluþjónninn snart öxi hennar.
Hann hristi höfuðið.
„Nei“, sagði hann. „Hún er ekki
þarna“.
Suzie starði á barnið, eins og
hún gæti ekki trúað því, að hand
leggur þess væri horfinn. Barn-
ið hlaut að hafa handlegg. Allt í
einu tók hún eftir gapandi axlar-
liðnum, þar sem handleggurinn
hafði slitnað frá. Hún virti hann
fyrir sér nokkra stund, en beindi
síðan athygli sinni að fótunum.
Hún skoðaði þá hvorn fyrir sig
og siðan báða í einu, hélt hælun-
um í lófum sér. Síðan lagði hún
þá gætilega niður aftur.
„Já“, sagði hún. „Mitt barn“.
Hún stóð upp og bjóst til að
ganga burtu.
„Afsakið", sagði lögregluþjónn-
inn. „Bíðið andartak! Heyrið mig,
unga stúlka“. Suzie nam staðar
og leit við. „Hvað um útförina?
Óskið þér eftir að sjá sjálfar um
hana?“
„Nei“, sagði Suzie. „Því er lok-
ið“. —
„Þér ætlið að láta okkur um
það?“
„Já — þér jarðið hann“. Hún
sneri frá aftur.
Ég flýtti mér á eftir henni. -
„Suzie“, sagði ég. „Þú þarft ekki
að hafa áhyggjur af kostnaöinum
við jarðarförina. Ég skal sjá um
þá hliðina".
Hún hristi höfuðið. „Nei. ÖIIu
lokið".
„Ertu viss um það, Suzie? Er
víst, að það sé ekki fjárhagshlið-
in, sem ræður gerðum þínum?“ —-
Ég botnaði ekkert í, hvað réði
gerðum hennar. Mér var að vísu
kunnugt um, að það var ekki venj
an að jarða kínversk ungbörn með
sömu viðhöfn og fullorðna, og jafn
vel ríkustu foreldrum var trúandi
til að fela einhverjum, gegn nokk
urra dala greiðslu, að annast um
greftrun barna sinna, en engu að
síður kom hegðun Suzie mér mjög
á óvart með tilliti til þess, hve
umhugað henni hafði verið um að
bíða þess, að lík barnsins fyndist.
Ég hafði ekki búizt við, að hún
gæti yfirgefið það svo umsvifa-
laust.
Hún hristi höfuðið. „Nei, það
eru ek-ki peningarnir".
„Ég vona að minnsta kosti, að
svo sé ekki, Suzie“, sagði ég. „Það
er til-gangslaust fyrir þig að hafa
á móti því að þiggja lán hjá mér
núna — ég verð að fá að hjálpa
þér að koma undir þig fótum á
ný“.
Henni varð litið niður á hendur
sér, eins og hún væri að gá að
handtöskunni, en hún áttaði sig
brátt á, að einnig hún var henni
glötuð. Hún nam staðar. „Er þér
sama, þótt þú lánir mér tíu dali?“
„Það er sjálfsagt, Suzie. En þú
hlýtur að þurfa á meira en því að
halda“.
„Ég þarf ekki nema tíu dali
núna, til þess að kaupa ýmislegt
handa barninu mínu“. Hún sá
undrunina í svip mínum og bætti
því við, rólegri röddu: „Barnið
mitt er nefnilega alls ekki dáið.
Þetta var ekki barnið mitt, sem
við sáum áðan. Það var aðeins
lí-kami þess. Barnið rnitt hefur
flutzt til annars staðar, og ég verð
að halda áfram að annast það. Ég
verð að senda því gjafir“.
Mér var farið að skiljast, hvað
hún átti við. „Þú átt við pappírs-
gjafir?"
„Já. Drengurinn minn mun
þurfa á mörgu að halda á nýja
staðnum, þar sem hann er nú“.
Það voru margar pappírsverzl-
anir á næstu grösum, en þær voru
allar lokaðar. Að endingu fundum
við eina, sem lokuð var með nokkr
um trjástöngum í stað hurðar. —
Við gægðumst inn. Olíulampi log-
aði á eins konar altari uppi við
vegginn, o-g fyrir neðan það lá mað
ur í trérúmi og steinsvaf. Hann
var í bláum leikfimi-stuttbuxum
og húðgötóttum hvítum bol. Við
börðum að dyrum, þangað til hann
vaknaði. Hann smeygði sér í
tréskó og skokkaði yfir gólfið. —
Hann opnaði fyrir okkur með því
að taka eina stöng úr dyrunum.
Búðin var hlaðin reykelsum, flug-
eldum, myndum af kínverskum
guðum og öllu, sem nöfnum tjáði
að nefna, varðandi kínverskt helgi
hald og trúarsiði, en nokkrar hill-
ur voru þó helgaðar kúlupennum,
umslögum og salernispappír. Nið
ur úr lóftinu héngu svo pappírs-
líkön, og búðareigandinn tíndi
þau niður með staf sínum jafnóð-
um, er Suzie hafði valið úr þeim.
Hún valdi brú, til þess að auð-
velda förina inn í næstu tilveru,
þl-enn föt í mismunandi stærðum,
hlaða af eftirlíkingum miiljóna
dala seðla og pappírsskútu — því
að þótt ekki væri víst, að dreng-
urinn hennar kærði sig um sjó-
mennsku, myndi hann alltaf geta
leigt skútu með góðum hagnaði.
Hún keypti einnig hús úr pappír
á stærð við fuglabúr, vegna þess
áð með því að búa í eigin húsi,
gæti hann séð um, að því væri
nægilega vel við haldið til þess,
að það hryndi ekki í rigningatíð.
Aðeins eitt af því, sem hún bað
um, reyndisi ekki vera til, og búð-
areigandinn bjóst samstundis til
að bæta úr þeirri vöntun, sam-
kvæmt ósk hennar. Hann klippti
út með skærum og límdi gulan
pappír innan í rauða kápu.
„Hvað er þetta, Suzie?“ spurði
ég. „Bækur?“
„Já, skólabækur. Þessar bækur
munu kenna drengnum mínum að
lesa og skrifa, til þess að hann
þurfi ekki að verða burðarkarl".
Hún sagði búðareigandanum fyrir
um, hvað hann ætti að skrifa ut-
an á hverja bók fyrir sig.
’ Kuldinn nísti okkur í gegnum
merk og bein, í þann mund, er
við yfirgáfum búðina. Við gengum
eftir kyrrlátum, mannlausum
strætunum á leið heim, hlaðin
varningi Suzie.
Ég vék mér að Suzie. „Segðu
mér, Suzie, viltu koma með til
Nam Kok, eða viltu heldur fara á
annað gistihús?"
„Ég vil fara til Nam Kok“,
sagði hún.
„Ágætt. Þú getur eflaust feng-
ið herbergi þar“.
Hún var þögul um stund, en
sagði síðan hikandi: „Ágætt".
THAT’S why r
HAVE THIS DRILLED
ROCK... ANP THIS
DYNAMITE H
CAP/ . y1*'
BUT YOU HAVE TO HAVE
EVIPENCE THERE WAS SOME
_ MONKEY BUSINESS/
LOOKS AS IF-
TUGGLE’S GOT US
LICKED ON THIS
ROAD BUSINESS, y
MARK/ )
/ iW I’LLADMIT ^
' IT'S NOT MUCH
EVIDENCE, BUT WE'LL
PUT IT BEFORE THE JURV
TOMORROW AND SEE
- WHAT HAPPENS/ jg
" NOTYET... *-
WE CAN STILL
APPEAL OUR CASE
TO THE COUNTY a
JURV/ utÆ
lítur út fyrir að Tryggvi
cé búinn s-gra okkur í þessari
vegard.<”~«. Mjrkús". „Ekki enn.
Við getu«n ennþá skotið máli okk
ar til iýsluráttarins.“
2) „En þú verður að geta sann-
að að hér hafi einhver svik verið
í tafli“, segir Siggi. „Til þess hef
ég þennan gegnumboraða stein
og þessa sprengihettu."
3) „Ég skal viðurkenna að það
eru ekki merkileg sönnunargögn,
en við skulum leggja þau fyrir
dómstólinn á morgun og sjá hvað
setur.“
„Þú getur verið hjá mér í her-
berginu, ef þú vilt, Suzie“, sagði
ég. „En ég hélt ef til vill, að þú
myndir heldur vilja vera ein í
nótt“.
Hún hristi höfuðið. „Nei“.
„Áttu við, að þú viljir .heldur
vera hjá mér í herbergi ?“
„Já, en ekki nema þú óskir eft-
ir því“.
„Auðvitað óska ég eftir því“.
Klukkan var orðin hálf-fimm,
er við komum til Nam Kok. Ah
Tong hímdi sofandi við borð sitt.
Ég vakti hann, og hann færði okk
ur hrein handklæði, sem við not-
uðum til að nudda okkur með, unz
okkur var farið að hlýna. Að því
loknu settumst við á rúmið og
drukkum sjóðheitt te. Suzie var
þögul, og örvænting skein úr aug
um hennar. Hún leit sem snöggv-
ast á blautan, þvældan kjólinn á
stólbakinu, gauðrifna, slettótta
sokkana og gegnvota skóna — það
eina, sem eftir var af veraldarleg
um eigum hennar. Henni virtist
hughægara, er henni varð litið á
pappírshlutina á snyrtiborðinu. —
Hún stóð upp.
„Jæja ég sendi barninu mínu
gjafirnar núna. Áttu eldspýtur
handa mér?“
„Ég á kveikjara".
Hún fór með pappírseftirlíking
arnar út á svalirnar og lét þær á
steypt gólfið. Hún kom í gættina
aftur.
„Ég held, að ég ætti að loka
dyrun-um, annars getur verið að
þú fáir hósta af reyknum", sagði
hún.
Ég fór upp í rúmið. Þaðan gat
ég séð Suzie gegnum rúðuna í hurð
inni. Hún sat á hækjum sér og
raðaði pappírshlutunum af mik-
illi natni og nákvæmni eftir því
í hvaða röð hún hugðist brenna
þeim. Hún var klædd náttbuxum
af mér og einni af skyrtum mín-
um að ofan, þar sem ég var búinn
að slíta út úr jakkanum. Hún
handlék kveikjarann nokkra stund
og er henni hafði tekizt að kveikja
á honum, kveikti hún í fyrsta
hlutnum. Hún beið, þar til log-
arnir sleiktu fingur hennar, en
sleppti síðan og lét logandi papp-
írinn falla á gólfið. Hún starði
ailltvarpiö
Föstudagur 29. ágúst.
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
19.30 Tónleikar: Létt lög (plöt-
ur). 20,30 Þýtt og endursagt: —
Mesta sjóslys sögunnar (Jónas
St. Lúðvíksson). 21,00 íslenzk
tónlist: Tónverk eftir Sigfús Ein-
arsson (plötur). 21,35 Útvarpssag
an: „Konan frá Andros" eftir
Thornton Wilder; III. (Magnús
Á. Árnason listmálari). 22,10
Upplestur: „Á ólguskeiði", smá-
saga eftir Ivar Lo-Johanson (Bald
ur Pálmason þýðir og les). 22,25
Fræg nútímatónskáld (plötur).
23,05 Dagskrárlok.
Laugardagur 30. ágúst.
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Umferðar
mál: Merking gatna (Ásgeir Þór
Ásgeirsson umferðarverkfræðing-
ur). 14,10 „Laugardagslögin". —
19,00 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson). 19,30
Samsöngur: — Winkler-systkinin
syngja lög frá Tíról (plötur). —
20.30 Raddir skálda: „Konan með
hundinn", smásaga eftir Ingólf
Kristjánsson (Höfundur les). —
20,55 Tónleikar (plötur). — 21,30
Leikrit: „Vasapelinn" eftir
Alexandre Metaxas (áður útv. í
september í fyrra). Þýðandi:
Stefán Jónsson. — Leikstjóri:
Þorsteinn .0. Stephensen. Leik-
endur: Lárus Pálsson, Róbert Arn
finnsson og Þorsteinn Ö. Stephen-
sen. 22,10 Lýst fyrri hluta lands-
keppni í frjálsum íþróttum milli
Dana og íslendinga, er fram fer í
Randers (Sigurður Sigurðsson).
22.30 Danslög (plötur), — 24,00
J Dagskrárlok r
T