Morgunblaðið - 27.09.1958, Page 2
2
MORGVTSBLAÐ I Ð
Laugardagur 27. sept. 1958
Harður árekstur varð í gærmorg-
un á Miklubrautinni milli þessara
tveggja bíla, sem á myndinni eru.
Við fyrstu sýn, virðist manni sem
bíllinn úti í skurðinum, sem er
Skodabíil, hafi verið svona hart
Ieikinn, jafnvel þó hann hafi ekið
eftir aðalbraut. Þannig er því þó
ekki varið, heldur þveröfugt. —
Skodabíllinn ók inn á Miklu-
brautina frá Seljalandsvegi, fram
hjá „stanz-spjaldinu“, sem sést á
myndinni, beint framan á bílinn,
sem stendur á miðjum gatnamót-
» - -'4 í
unum, og sneri honum. Síðan
rann Skodabíllinn stjórnlaus á-
fram ská yfir Miklubrautina og
lenti út í skurðinum. Bílstjórinn
fékk höfuðhögg við áreksturinn
og skrámaðist. „Vaka“ þurfti að
senda kranabíla sína á vettvang
Fyrstu kynþáttadeilurnar í Crœnlandi
Danir vilja ekki sækja bió meðEskimóum
ÁSTANDIÐ í grænlenzka
þorpinu Sukkertoppen minn-
ir nú nokkuð á ástandið í
Little Rock í Ameríku, eftir
því sem dönsk blöð herma.
Kynþáttadeilur hafa brotizt
þar út milli Dana og Eski-
móa. í Sukkertoppen er ekki
deilt um skólagöngu, heldur
um kvikmyndasýningar.
Danskir íbúar Sukkertopp-
ens neita að sitja í sama kvik-
myndahúsi og Eskimóar. Hafa
Danirnir stofnað með sér
kvikmyndaklúbb, sem Græn-
lendingum auðnast vart að fá
aðgang að.
Landshöfðingi bregður skjótt við
Landshöfðingi Dana í Græn-
landi frétti nýlega um þéssa hreyf
ingu til kynþáttaaðgreiningar í
Sukkertoppen. Hann brá skjótt
við, líkt og Eisenhower, þegar
hann heyrði fréttirnar frá Little
Rock. Lagði landshöfðinginn
bann við starfsemi hins „hvíta“
kvikmyndaklúbbs. En Danir
vilja ekki una við slíkt bann.
Hafa þeir nú samtök sín á miili
um að sækja alls ekki kvikmynda
Merl,
gur
hús, sem Eskimóar hafa aðgang
að. Landshöfðinginn situr við
sinn keip, og engar kvikmynda-
sýningar verði í Sukkertoppen,
nema aðgangur sé öllum heimill.
Eskimóar kunnu ekki að meta
Kai Mnnk
Danska blaðið B.T. segir, að
deilan hafi í rauninni komið upp
í sambandi við sýningar á kvik-
mynd Dreyers um Orðið, eftir
Kai Munk. Kvikmyndin er á ev-
rópskan mælikvarða talin stór-
kostlegt listaverk. Þegar kvik-
myndahúsið í Sukkertoppensýndi
hana, hreif hún mjög danska
áhorfendur, sem bíóið sóttu
Myndin hafði hins vegar allt
Eskimóar höfðu ekki efnj á að
ganga í klúbbinn.
Að lokum segir B.T. að spenn-
an í Sukkertoppen fari stig-
vaxandi með gremju beggja
kynþáttana. Vekur deilan
mikla athygli um gervallt
Grænland.
Bretar vilja bráðabirgða-
samkomulag meðan land-
helgismálið bíður dóms
Haag
LONDON, 26. sept. (Reuter).
— Brezku blöðin styðja yfir-
leitt tillögu Selwyn Lloyds
um að fiskveiðideilan við ís-
lendinga verði lögð fyrir al-
þjóðadómstólinn í Haag. Blöð-
in benda á það hve Færeying-
ar taki landhelgismálin öðrum
tökum en íslendingar, þar sem
þeir vilji fara samkomulags-
leiðina.
Hér er það talið ólíklegt að
íslendingar fallist á að leggja
málið fyrir Haag-dómstólinn
fyrr en umræðum á þingi S.Þ.
er lokið.
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins sagði í dag, að
ef fslendingar tækju tilboði
Selwyn Lloyds, þá vænti Bret-
ar þess, að gert yrði bráða-
birgðasamkomulag milli Breta
og fslendinga um fiskveiðarn-
ar, meðan beðið er dóms. —
Myndu brezku togararnir þá
Refa- og minkabani grun-
aður um stórfelld fjársvik
Hefur fengið a.m.k. 60 þús. greidd í sumar
MAÐUR nokkur utan af landi
situr í gæzluvarðhaldi hér í
Reykjavík fyrir svik. Hann hef-
öimur áhrif á Eskimóana, sem I ur að því er þegar hefur tekizt
Menniiigar- og
miimingars
kvenna
í DAG er merkjasöludagur Menn-
ingar- og minningarsjóðs kvenna.
En 27. september er afmælisdag-
ur Bríetar Bjarthéðinsdóttur og
var sjóður þessi stofnaður með
dánargjöf hennar.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja
konur til mennta, bæði til náms
og vísindastarfa og varðveita
minningu látinna kvenna. Árið
1946 var fyrst veitt úr sjóðnum
og hafa 130 konur nú fengið
styrki, einu sinni eða oftar og
hafa alls verið veittar kr.
300.000.00. Hitt hlutverkið, að
varðveita minningu kvenna, er
rækt þannig, að myndir og æviá-
grip þeirra kvenna, sem minn-
ingargjafir að vissri lágmarksupp
hæð eru gefnar um, verða um ald
ur og ævi geymdar í sérstakri
bók. Er bókin með útskornum
spjöldum eftir Ágúst Sigmundss.
og silfurspennum, sem Leifur Kal
dal hefur smíðað. Er búið að
prenta æviágrip 61 konu og er
annað hefti í undirbúningi.
Fyrsta bókin, sem kom út 1955,
er til sölu í skrifstofu Kvenrétt-
indafélagsins.
Auk merkjasölunnar hefur sjóð
urinn haft tekjur af gjöfum, sem
honum hafa borizt, og af sölu
minningarspjalda. Merkjasalan
fer fram 27. september ár hvert.
Eru merkin afgreidd í dag kl.
10—12 á Skálholtsstíg 7 og í Al-
þýðuhúsinu í Hafnarfirði.
í bíóinu voru. Þeir tóku að
skellihlæja að ýmsum átakan-
legustu atriðum myndarinnar
og höfðu í frammi sköll og
hlátra svo að hinir hrifnu
dönsku áheyrendur gátu ekki
lcgur heyrt samtölin í kvik-
myndiniri.
Hátt þátttökugjald.
Þetta varð tilefni stofnunar
kvikmyndaklúbbsins. Forráða-
menn klúbbsins láta nú í það
skína, að ætlunin hafi ekki verið
að útiloka Eskimóa, heldur að
eins að gefa mönnum tækifæri
til að sjá góðar kvikmynd,r. F’.est
ir munu þó vita, að hin ástæðan
liggur hér einnig til grundvallar.
I reglum klúbbsins var Græn-
lendingum ekkf bönnuð þátttaka
með beinum orðum, en þátttöku-
gjald var svo hátt, kr. 50,00, að
I
að upplýsa, fengið greiddar alls
60 þús. kr. í verðlaun fyrir refa-
og minkadráp nú í sumar. Leik-
ur ákveðinn grunur á að hér séu
veruleg brögð í tafli, og hafi
maðurinn svikið út verðlaunafé
á þann hátt að leggja fram
sem sönnunargögn tilbúin minka-
og refaskott.
Rannsókn máls þessa er á byrj-
unarstigi og nær ekki aðeins til
Reykjavíkur, heldur og miklu
fremur til bæjanna næst Rvík,
svo sem Kópavogs, Hafnarfjarð-
ar, Keflavíkur, Seltjarnarness
og jafnvel enn víðar.
Sá háttur er hafður á því, þá
er opinberir aðilar, greiða veiði-
mönnum verðlaun fyrir refi eða
minka, sem þeir hafa drepið, að
veiðimaðurinn leggur fram
skott dýranna, sem hann hefur
lagt að velli. Fyrir minksskottið
Útlagastjórn Serkja
kallar þjóðaratkvœða-
greiðsluna móðgun
KAIRO, 26. sept. (Reuter). —
Ferhat Abbas forsætisráðherra
útlagastjórnar Serkja lýsti því
yfir í dag, að stjórn hans vildi
fara samningaleiðina við Frakka
til að leýsa Alsír-vandamálið.
Abbas sagði að Serkir væru
staðráðnir í að berjast áfram fyr-
ir sjáifstæði sínu. Hann sagði að
eina orsök þess, að vandamálið
væri ekki leyst væri þvermóðska
frönsku stjórnarinnar.
Þetta var fyrsta stefnuyfirlýs-
ing útlagastjórnarinnar eftir að
hún var mynduð 19 sept.
Abbas forsætisráðherra sagði
að þjóðaratkvæðagreiðslan um
stjórnarskrá De Gaulles væri
óþolandi mógun.
Alsír er ekki hluti af Frakk-
landi og Serkir eru ekki franskir.
Það er rangfærsla og beinlínis
giæpsamlegur verknaður, þegar
nú er reynt að láta líta svo út,
að landið sé franskt. Það er brot
á stofnskrá SÞ.
Hann bætti því við, að 600 þús-
und Serkir hefðu látið lífið fram
til þessa í baráttu fyrir frelsinu.
Serkir myndu aldrei leggja niður
eru greiddar 200 krónur en fyrir
refsskottið 350 krónur. Ekki hef-
ur það yfirleitt tíðkazt að geyma
skottin, sem veiðimennirnir af-
henda, heldur er þeim fleygt og
sem kvittun fyrir greiðsluna úr
almannasjóðum er greiðslukvitt-
un veiðimannsins látin duga.
Fyrir nokkru barst það rann-
sóknarlögreglunni hér til eyrna,
að þessi veiðimaður væri öllum
öðrum og jafnvel gamalreyndum
veiðimönnum afkastameiri
minkabani. Það var svo farið að
athuga málið nánar. Hér í
Reykjavík voru af tilviljun nokk-
ur „skott“, sem ekki var búið að
brenna, en veiðimaðurinn mikli
búinn að fá sín verðlaun fyrir.
Við athugun kom brátt í Ijós að
hér voru vissulega brögð í tafli.
— „Minkaskottin" voru skinn-
pjötlur, í lögun sem skott. Höfðu
þær verið ristar úr feldi dýrsins.
Svo líkar eru pjötlurnar venju-
legum skottum minka, að auð-
velt er að blekkja menn með
þeim.
Það mun upplýst nú að veiði-
maður þessi hóf svikaiðju sína í
byrjun júní og hélt henni áfram
til 15. sept. síðastl. Á þessum
tíma mun hann hafa fengið
greiddar alls 60 þús. kr., sem
fyrr greinir, aðallega frá opin-
berum aðilum hér í nágrenni
Reykjavíkur og á Suðurnesjum.
Rannsókn málsins heldur á-
fram.
ekki þurfa lengur vernd her-
skipa.
Siglfirðingar
búast við liörðiim
Þróttarkosningum
SIGLUFIRÐI, 26. sept. — Gagn-
stætt venju komu nú fram tveir
listar í verkamannafélaginu
Þrótti við kjör á þing Alþýðusam-
bands Islands. Kommúnistar settu
fram slík skilyrði fyrir áfram-
haldandi samkomulagi um full-
trúakjör, að þau voru ekki talin
aðgengileg og má búast við hörð-
um kosningum.
Á öðrum listanum eru eingöngu
kommúnistar, en hinn er að
mestu skipaður jafnaðarmönnum.
Kommúnistar telja Þrótt á Siglu-
firði annað höfuðvígi sitt í verka
lýðshreyfingunni og leggja allt
kapp á að hafa undirtökin í fé-
laginu.
Það vekur furðu hér á Siglu-
firði, að stjórn ASÍ hefur skipað
Þórodd Guðmundsson formann
kjörstjórnar við fulltrúakjörið.
Lýðræðissinnaðir verkamenn í
Þrótti munu að sjálfsögðu sam-
einast um A-listann og freista að
hnekkja veldi kommúnista í fé-
laginu. '
Kosningarnar fara fram á
sunnudag og mánudag. Á kjör-
skrá eru 527. — Stefán.
vopn fyrr en Alsír væri frjálst.
Ferhat Abbas tók það fram í
stefnuyfirlýsingu sinni, að ef
Aisír væri gefið frelsi yrði eng-
inn kynþáttamunur gerður í hinu
nýja ríki. Þar yrðu allir jafnir
fyrir lögunum evrópskir menn
sem serkneskir, kristnir sem
múhameðstrúar.
Að lokum þakkaði hann þeim
ríkjum, sem veitt hefðu útlaga- | QUEMOY, 26. sept. — Fréttarit-
PÓST- og símamálastjórnin gef-
ur út nýtt frímerki 1. desember
nk. í tilefni af 40 ára afmæli
fánans. Merki þess verða tvö, að
verðgildi kr. 50 og kr. 3.50, lit-
prentuð hjá fyrirtækinu Thomas
de la Rue & Co., Ltd., London.
Merkin eru teiknuð af Árna
S veinbj örnssyni.
í tilefni af opnun FRIMEX-
sýningarinnar verður póstsofan í
Reykjavík opin til kl. 18 í dag,
laugardag. Einnig verður sett upp
pósthús í Þjóðminjasafninu vegna
frímerkjasýningarinnar, og verð-
ur það opið í dag klukkan 16—22
Eftir fjögurra daga sform
var hafnbann á Quemoy
rofið
stjórninni viðurkenningu. Það
hefði styrkt hana í baráttunni.
Kvaðst hann vona að sem flestar
þjóðir sameinuðust í baráttunni
gegn nýlendukúgun.
Fjórir í landhelgi
Frá landhelgisgæzlunni í gær.
í MORGUN var einn brezkur tog-
ari að veiðum innan landhelgi út
af Patreksfirði, en 13 fyrir utan
12 mílna mörkin.
Við Langanes voru þrír brezkir
togarar fyrir innan en tveir fyrir
utan landiielgisiinu.
ari Reuters, sem fékk i dag að
vera viðstaddur, þegar birgðir
voru fluttar í land á eyvirkinu
Quemoy, segir að hafnbann
kommúnista á eyna virðist rofið.
Greinilegt sé, að kínversku þjóð-
ernissinnarnir hafi æfzt svo í með
ferð landgöngubáta, að þeir nruni
geta flutt birgðir til eyjarinnar,
þó að því tilskildw, að kommún-
istar auki ekki enn verulega fall-
byssuskothríðina frá ströndinni.
Veðrið við Quemoy hefur ver-
ið rysjótt og stormasamt að und-
anförnu, svo að engum birgðum
hefur verið landað í fjóra daga.
Löndunaraðgerðirnar gengu að
fyrr. Samtímis því sem 18 land-
göngubátar sigldu upp að strönd-
inni komu flutningaflugvélar yf-
ir eyna og vörpuðu niður um 90
tonnum af vistum.
Um nóttina, frá miðnætti til
sólarupprásar féllu um 5500 fall-
byssukúlur á Quemoy. Þjóðernis-
sinnar kveðast munu geta ger-
eytt fallbyssuvirki kommúnista á
ströndinni ef Bandaríkin hætti að
binda hendur þeirra og nemi úr
gildi bannið við loftárásum á
meginlandið. Yfirforingi kín-
versku þjóðernissinnanna sagði í
dag, að félögum hans virtist slík
árás bezta leiðin til að afnema
hafnbannið á Quemoy. Hins veg-
ar sagði hann að þjóðernissinnar
myndu hlíta banninu, þeir skildu
hættuna samfara útbreiðslu
þessu sinní betur en nokkru sinni stríðsins.