Morgunblaðið - 27.09.1958, Síða 3
Laugardagur 27. sept. 1958
MORCUNBLAÐÍB
3
Ný framhaldssaga
hefst í blaðinu í dag
í DAG hefst í blaðinu ný fram- I gerðist þreyttur á lífinu þar,
haldssaga, sem vakið hefur mikla
athygli úti um heim. Heitir hún
„Brúin yfir Kwai-fljótið“ og er
eftir franska rithöfundinn Pierre
Boulle. Saga þessi hefur nýlega
verið kvikmynduð og myndin
hlotið hið mesta lof. Verður sag-
an hér í blaðinu prýdd myndum
úr kvikmyndinni.
Pierre Boulle, höf. sögunnar, er
fæddur í Avignon í Frakklandi.
Hann lærði verkfræði og hóf
starf á gúmmíekru í Malaya ár-
ið 1936. Á stríðsárunum gekk
Boulle í her frjálsra Frakka og
var sendur í hættulegan leiðang-
ur til Indókína, þar sem hann
var tekinn til fanga, ekki þó af
Japönum, eins og sagan um brúna
yfir Kwai-fljótið gæti gefið til
kynna, heldur af frönsku Vichy-
stjórninni. Eftir stríðið komst
hann aftur til plantekrunnar, en
og árið 1948 ákvað hann að
verða rithöfundur — „gegn allri
skynsemi", segir hann. Hann býr
nú í París með systur sinni, og
er orðinn frægur höfundur. Sjálf-
ur segist hann hafa það fram yfir
aðra rithöfunda, að hann hefur
aldrei skrifað staf um veru sína
í fangabúðum. Út hafa komið 8
bækur eftir Pierre Boulle, og er
STAKSTEINAR
Hluti frímerkjasýningarinnar
é>-
Fyrsta frtmerkjasýningin hér á landi
opnuð í Bogasat Þjóðminjasafnsins
í DAG verður opnuð í Bogasal
Þjóðminjasafnsins fyrsta frí-
merkjasýningin, sem haldin er
hér á landi. Ber hún nafnið
„Frímex 1958“, og verður hún
sett kl. 2 síðdegis að viðstöddum
boðsgestum, en opnuð almenningi
kl. 4. Á sýningu þessari gefur að
líta mörg eftirtektarverð söfn
innlendra og erlendra frímerkja
og hafa þegar verið veitt verð-
laun og heiðursskjöl fyrir beztu
einkasöfnin.
í sýningarskrá segir: „Þegar
Félag frímerkjasafnara ákvað að
beita sér fyrir frímerkjasýningu
hér á landi, var tvennt haft í
huga. í fyrsta lagi að kynna fólki
helztu frímerkjasöfn, sem hér eru
til, og í öðru lagi að vekja áhuga
manna á frímerkjasöfnun og
gildi hennar".
Frímerkj un»m á sýningunni er
einkar smekklega komið fyrir á
122 römmum, sem standa á miðju
gólfi og fylla Bogasalinn. Skipu-
lagningu og uppsetningu önnuð-
ust þeir Guðmundur Kr. Krist-
insson arkitekt og Diter Rot,
teiknari. Er frímerkjasöfnunum
komið þar fyrir í fimm deildum,
sem bera heitin: íslenzk frímerki,
Erlend frímerki, Flugfrímerki,
„Motive“-söfn og Umslög o. fl.
í forsal Þjóðminjasafnsins er
komið fyrir sýningu Póststjórn-
arinnar. Eru þar sýnd öll íslenzk
frímerki, sem út hafa komið, þar
á meðal hið dýrmæta 10 aura frí-
merki frá 1902—3. Er það safn
utan samkeppni frímerkjasýn-
ingarinnar. Þar er einnig sýning-
arborð, þar sem sýnd er prentun-
araðferð á 25 kr. Bessastaðafrí-
merkinu. Fremst í anddyrinu er
svo póststofa.
í sambandi við sýningu þessa,
sem mun verða opin í a.m.k.
hálfan mánuð frá kl. 2—10 e.h.,
er söludeild, þar sem höfð verða
til sölu umslög með álímdum
nýju 10 aura og kr. 2.25 hesta-
merkjunum, sem gefin eru út í
dag, og verður hægt að fá þau
með sérstimpli sýningarinnar.
Fyrstadagsstimpilinn verður aft-
ur á móti að fá á Pósthúsinu í
Reykjavík. í söludeildinni fást
einnig sýningarskrár, nýjasta
heftið af fagblaði frimerkjasafn-
ara, sem í þetta sinn kemur út
í sambandi við sýninguna, póst-
kort jneð mynd af tveimur drengj
um að skoða frímerkjasafn, en
stækkuð mynd af drengjunum
blasir við framan við dyr Boga-
salarins, og loks lítið hefti með
nýju frímerkjunum tveim, en það
er hugsað sem minjagripur fyrir
þá sem sækja sýninguna, en eru
ekki frímerkjasafnarar.
Meðan frímerkjasýningin stend
ur yfir, verða á kvöldin sýndar
kvikmyndir og haldnir fyrirlestr
ar til fræðslu um frímerki.
Eins og áður var getið, hafa
verið veitt verðlaun og heiðurs-
skjöl fyrir beztu söfnin á sýningu
þessari, samkvæmt úrskurði
5 manna dómnefndar. í flokkn-
um „íslenzk frímerki" voru veitt
tvenn verðlaun. 1. verðlaun hlaut
Brynjólfur Sveinsson, Ólafsfirði,
en í safni hans eru næstum öll
ísl. frímerki frá upphafi, öll ónot-
uð. 2. verðlaun hlaut Karl
Þorsteins. Fyrir íslenzk frímerki
hlutu þrír menn heiðursskjöl.
Fyrstu verðlaun fyrir erlend frí-
merki komu í hlut Guðmundar
Árnasonar, en hann á safn
norskra frímerkja frá upphafi og
eru öll merkin notuð. Auk þess
þótti bezt frá því safni gengið.
2. verðlaun hlaut Guido Bern-
höft og 3. verðlaun Karl Þor-
steins. Heiðursskjöl fengu 10
menn. f flokknum „Flugfrímerki"
hlutu Sigmundur Ágústsson og
Árni Jónsson 1. og 2. verðlaun og
1 maður fékk heiðursskjal, og fyr
ir „Motiv“-söfn fengu Sigurður
Ágústsson og Ágúst Sigurðsson
Lætur af störfum
1. verðlaun og Sr. Jónas Gísla-
son í Vík 2. verðlaun. f þeim
flokki hlutu 3 heiðursskjöl.
Félag Frímerkjasafnara, sem
að þessari sýningu stendur, var
stofnað 11. júní 1957 og voru
stofnendurnir 35 að tölu. Stjórn
félagsins skipa eftirtaldir menn:
Guido Bernhöft, Guðmundur
Árnason, Sigurður H. Þorsteins-
son, Magni R. Magnússon og
Jónas Hallgrímsson. Sýningar- og
framkvæmdanefnd skipa Jónas
Hallgrímsson, Guðmundur Árna-
son og Leifur Kaldal, en fram-
kvæmdastjóri er Þór Þorsteins.
Pierre Boulle
Brúin yfir Kwai-fljótið tvimæla-
laust þeirra þekktust.
Vonum við að lesendur blaðsins
hafi gaman af að kynnast hinum
furðulega, stolta brezka ofursta,
sem er aðalpersónan í sögunni,
og samföngum hans.
BELGRAD, 25. sept. — NTB —
Reuter. — Norski forsætisráð-
herrann Einar Gerhardsen kom
síðdegis í dag til Belgrad. Mun
hann dveljast í 8 daga í Júgó-
slavíu. Júgóslavneski varaforset-
inn, Kardelj, tók á móti Ger-
hardsen á flugvellinum. Á morg-
un mun Gerhardsen ræða við
Kardelj, en á laugardaginn ræðir
hann við Tító.
SjÖtugur í dag
Valdimar Kristjánsson
KARL O. BJARNASON, vara-
slökkviliðsstjóri hér í Reykjavík,
hefur fyrir nokkru beðizt lausnar
vegna heilsubrests.
Karl O. Bjarnason, sem um
langt árabil hefur verið vara-
slökkviliðsstjóri, gerðist bruna-
vörður þegar eftir brunann mikla,
er Hótel Reykjavík brann, í
aprílmánuði 1915. Tók Karl virk-
an þátt í slökkvistarfinu, en bruni
þessi er hinn mesti, sem orðið
hefur í sögu Reykjavíkur. Um
leið og Karl gerðist brunavörður,
gekk og í þjónustu slökkviliðsins
Anton Eyvindsson varðstjóri, er
einnig var við slökkvistarfið í hin
um mikla bruna.
Þannig hefur Karl nú, er hann
lætur af störfum, verið bruna-
vörður í rúmlega 43 ár
í DAG er Valdimar Kristjánsson
umsjónarmaður íþróttaheimilis
knattspyrnufélagsins Vals að
Hlíðarenda við Laufásveg, sjöt-
ugur.
Valdimar er borinn og barn-
fæddur í hinni söguriku Þing-
vallasveit, að Kárastöðum, en
þar bjuggu foreldrar hans.
Valdimar hafðj þegar í æsku
mikinn áhuga á smíðum, og á
unga aldri nam hann húsasmíði.
Stundaði hann þá atvinnu um
árabil, bæði hér í Reykjavík og
víðar, en hingað fluttist Valdi-
mar árið 1919 og hefir verið
búsettur hér upp frá því. • Um
skejð varð hann að hætta húsa-
smíðum vegna veikinda, en tók
til við þær aftur, er heilsan
leyfði.
Valdimar fluttist að Hlíðarenda
árið 1940 eða skömmu eftir að sá
staður komst í eigu Vals, með
það fyrir augum að byggja þar
upp félags- og íþróttaheimili. Um
leið og Valdimar fluttist að Hiíð-
arenda, gerðist hann að nokkru
leyti starfsmaður Vals, en frá
árinu 1948 hefir hann verið um-
sjónarmaður staðarins og gætt
þar húsa og íþróttavalla og ann-
arra mannvirkja af mikilli trú-
mennsku og áhuga.
Að Hlíðarenda sækir mikill
fjöldi eldri og yrtgri pilta til æf-
inga, mest þó að sumri til, eins
og að líkum lætur, en einnig mik-
ið að vetrinum, til fundahalda og
ýmiss konar félagsstarfsemi.
Má því segja að margt sé þar
um manninn, alla tíma ársins.
Lætur að líkum, að mikið starf
og margþætt, hvíli á þeim sem
valizt hefir þar til umsjónar og
fyrirsvars. En það lysir Valdi-
mar — Valda, eins og hann jafn-
an er nefndur í hópi Valsmanna
— hversu vel honum tekst að
halda þar öllu i röð og reglu
þrátt fyrir þrengsli, án þess að
til nokkurra árekstra komi, við
einn eða neinn, í þeim fjölmenna
hópi ungra pilta, sem sækja stað-
inn, er þar þó eins margt sínnið
sem skinnið. Leikur það og ekki
á tveim tungum, aó Valdimar
nýtur mikilla vinsælda og al-
mennra í störfum sínum hjá
þeim æskumönnum, er sækja fé-
lagsheimili Vals. En þess skal
getið að Valdimar hefir ekki ver-
ið einn um vandasamt starf, kona
hans, Helga Sigurbjörnsdóttir,
hefir staðið við hlið hans og verið
honum einkar samhent um að
láta allt umsjónar- og eftirlits-
starf að Hlíðarenda,- fara sem
allra bezt úr hendi. Þá hefir frú
Helga séð um allar veitingar að
Hlíðarenda, í sambandi við sam-
komur og fundi þar, og gert það
með eindæma myndarbrag. Þeim
Helgu og Valdimar hefir orðið
tveggja sona auðið, sem báðir eru
hinir mestu myndarmenn, svo
sem þeir eiga kyn til.
Eg vil leyfa mér á þessum
tímamótum í ævi Valdimars
Kristjánssonar að árna honum
og fjölskyldu hans allra heilla og
þakka fyrir ágætt samstarf og
viðkynningu á liðnum árum.
Lifðu heill, Valdi.
Einar Björn.sson.
„Engum blöðum um það
að fletta“
Alþýðublaðið kemst m. a. áð
orði á þessa leið í gær:
„Það er engum blöðum um það
að fletta, að ríkisstjórninni hefur
ekki tekizt það, sem var aðal-
grundvöllurinn að stofnun henn-
ar, að stemma stigu við vaxandi
dýrtíð, —“
Bragð er að þá barnið finnur.
Forystumenn Alþýðuflokksins
hafa hingað til remhzt við það
eins og rjúpa við staur að telja
þjóðinni trú um að vinstri stjórn-
in hafi haldið einkar vel á stjórn
efnahagsmálanna. Á s. 1. vori lét
Alþýðublaðið eins og stórkost-
leg tímamót væru í vændum í
þessiu máli. Það var áður en
„bjargráð" ríkisstjórnarinnar litu
dagsins ljós á Alþingi og meðal
þjóðarinnar. Nú verður aðalmál-
gagn Alþýðuflokksins að lýsa því
yfir, að „það sé engum blöðum
um það að fletta að ríkisstjórn-
inni hefur ekki tekizt það, sem
var aðalgrundvöllurinn að
stofnun hennar, að stemma stigu
við vaxandi dýrtíð“. Þetta er svo
merkileg yfirlýsing af hálfu eins
stuðningsblaðs ríkisstjórnarinnar
að ætla mætti að hún boöaði ein-
hver tímamót í íslenzkum stjórn-
málum, ekki sizt, þegar málgagn
stærsta stjórnarflokksins, Alþýðu
bandalagsins, hefur einnig lýst
því yfir, að ríkisstjórnin hafi á
s. 1. vori „horfið frá verðstöðv-
unarstefnunni", og hellt nýrri
verðbólguöldu yfir þjóðina.
Er „aðalgrundvöllur-
inn“ þá ekki bruninn?
•Mörgum mun nú verða á að
spyrja: Ef ríkisstjórninni hefur
ekki tekizt það, sem var „aðal-
grundvöllurinn að stofnun henn-
ar“, hlýtur þá ekki grundvöllur
hennar að vera hruninn? Ber
stjórninni þá ekki að koma fram
fyrir þjóðina og lýsa því hrein-
lega yfir, að forsendan fyrir
áframhaldandi starfi hennar sé
brostin? Hún muni þess vegna
segja af sér og gefa þjóðinni kost
á að velja sér nýja forystu.
En enginn skyldi samt ætla, að
leiðtogar Framsóknarflokkslns
sem forystu hafa í vinstri stjórn-
inni muni mæta yfirlýsingum
málgagna Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins með þessum
hætti. Þeir Hermann og Eysteinn
munu þvert á móti vilja sitja
sem fastast og halda áfram að
reikna það út með forseta Al-
þýðtusambandsins, hvernig hægt
verði að halda stjórnarræksnlnn
á floti enn nokkra mánuði með
„nýjum álögum á alþýðuna".
Hiiororun harmi gegn
En eina huggun á þó Alþýðu-
blaðið í gær um leið og það lýsir
yfir því að „aðalgrundvöllurinn
að stofnun" vinstri stjórnarinn-
i ar sé hruninn. Það segir að stjórn.
inni hafi tekizt „síðan hún tók
| við völdum“ að „tryggja meirl
vinnufrið í landinu en áður var
l °S það er geysilega þýðingarmik-
ið. Áður logaði allt i verkföllum
og þjóðin tapaði ógurlega á því.
Engin teljandi verkföll hafa orðið
eða stöðvun atvinnuveganna, síð-
'an hún tók við“.
Þegar nánar er aðgætt getur
þessi staðhæfing Alþýðublaðsins
ekki orðið því langvinn huggun.
Allir íslendingar vita, að vinnu-
friðurinn hefur sjaldan verið ó-
traustari en einmitt á valdadög-
um vinstri stjórnarinnar. Fjöldi
verkfalla, þar á meðal hið lengsta,
sem um getur í sögunni hér á
landi, hafa verið háð sl. tvö ár.