Morgunblaðið - 27.09.1958, Síða 12
12
MORGVNBLAÐ1Ð
Laugardagur 27. sept. 1958
r/tfflmt
FYRSTI HLUTI.
Hið óbrúanlega djúp, sem í
Margra augum ríkir á milli Aust-
urs og Vesturs er e. t. v. ekkert
annað en blekking og misskilning-
ur. Kannske er það aðeins hin
venjulega aðferð til þess að láta
í ljós alþýðlega og almenna skoð-
un, sem byggð er á ófullnægjandi
sönnunum og dulbúa hana sem al-
gilda staðreynd, emda þótt hún
hafi ekkert til réttlætingar, ekki
einu sinni þá málsbót að í henni
felist einhver sannindi.
Á árum síðari heimsstyrjald-
arinnar var Bretum það kannske
jafnnauðsynlejt og Japönum að
„bjarga andlitinu".
Kannske réði það gerðum hinna
fyrrnefndu, án þess að þeir gerðu
sér það sjálfir ljóst, að jafnáhrifa
mikinn og örlagaríkan hátt og
það stjórnaði breytni hinna síð-
arnefndu og eflaust allra annarra
þjóðflokka um víða veröld.
Ef til vill var stjórn og breyttni
þessara tveggja aðila, sem á yf-
irborðinu eru svo andstæðir og
ólíkir, raunverulega aðeins ólík,
en þrátt fyrir allt jafnþýðingar-
laus, staðfesting á sömu andlegu
staðreyndinni.
Kannske voru hinir andlegu
hæfileikar japanska ofurstans,
Saitos raunverulega hinir sömu
og fanga hans, Nicholsons ofursta.
Þessar og þvílíkar voru spurn-
ingarnar sem ásóttu Clipton
major og veittu honum aldrei
etundlegan frið. Hann var einnig
fangi, eins og hinir fimm hundr-
uð bágstöddu og hrjáðu menn sem
Japanirnir höfðu hrúgað saman
í fangabúðum sínum við Kwai-
fljótið og eins og hinar sextíu
þúsundirnar, Englendingar, Ástra
Jíumenn, Hollendingar og Amer-
íkubúar, sem safnað hafði verið
saman í fjölmai'ga flokka, smærri
og stærri, á einum villtasta og
ósiðaðasta hjara heimsins, frum-
Skógasvæðum Burma og Siams,
þar sem þeim var ætlað að leggja
járnbrautarteina, er tengja skyldu
Bangkok og Singapore við
Bengalsflóann.
Stundum svaraði Clipton þess-
um og þvílíkum spurningum ját-
andi, enda þótt hann gerði sér
það fyllilega ljóst að slíkt sjónar-
mið fæli í sér sína eigin mótsögn.
Til þess að tileinka sér það varð
maður að fyrirlíta og einskis
meta allt ytra útlit.
En umfram allt annað varð mað
ur að slá því föstu að hin grimmd
arlega villimennska Japananna,
barsmíði þeirra, misþyrmingar og
jafnvel enn dýrslegra athæfi
þeirra, þar sem andlegir
hæfileikar þeirra birtust, væri ná-
kvæmlega jafntilgangslaust og
hinn þurri virðuleiki Nicholsons
ofursta, sem var hans frægasta
vopn, notað sem merki og tákn
um brezka yfirburði.
En Clipton viðurkenndi fúslega
þessar ályktanir, í hvert skipti
sem framkoma yfirforingja hans
reitti hann svo mjög til reiði, að
hann fann einungis huggun í ein-
lægri hlutlægri rannsókn frumor-
saka.
Hann komst ávallt að þeirri nið-
urstöðu, að þau einstaklingsein-
kenni, sem til samans mynduðu
persónuleika Nicholsons ofursta
(skyldutilfinning, hlýðni við sett-
ar reglur, strangur agi og ást á
vel unnu verki) yrðu naumast
nefnd annað en rétt og slétt hé-
gómagirnd. Á þessum stundum
ákafrar rannsóknar leit hann á
ofurstann sem hvern annan upp-
skafning — fullkomið dæmi . um
ninn snobbaða hermann — tegund,
sem hefur verið að skapast, hægt
og nákvæmlega, allt frá steinöld
og hefur m-ið venjum sínum
tryggt viðhald tegundarinnar.
Clipton var samt sem áður
hleypidómalaus og hlutlegur að
eðlisfari og hann var búinn þeim
sjaldgæfa eiginleika, að geta skoð-
að hvert viðfangsefni frá öllum
sjónarmiðum. Þegar hinu andlega
óveðri, sem sórstök atriði í
breytni ofurstans höfðu vakið
innra með honum, slotaði, fann
Clipton til endurnýjaðrar hugar-
rósemi og viðurkenndi, næstum
með hlýjum huga, ágæti yfirboð-
ára síns. Ef þetta var hégóma-
girnd, ályktaði hann, þá mátti eins
vel nefna hinar göfugustu tilfinn-
ingar mannsins því sama nafni og
þá yrði þess ekki langt að biða,
að jafnvel móðurástin yrði talin
eitt gleggsta merki hégóma-
girndar og yfirborðsmennsku.
Ofurmat Nicholsons ofursta á
löðhlýðni og aga var víðþekkt
hvarvetna i Asíu og Afríku. Árið
1942 kom það enn einu sinni ber-
lega í Ijós, þegar eftir innrás-
ina á Malakkaskagann.
Þegar skipanirnar komu frá
höfuðstöðvunum um að hætta skot
Þrjár stúlkur óskast
til aðstoðar í eldhúsi nú þegar eða 1. okt. —
Mötuneyti skólanna,
Laugarvatni.
Upplýsingar í síma 9.
hríðinni, hafði hópur af ungum
liðsforingjum í herdeild Nichol-
sons ofursta áformað að brjóta
sér leið til strandar, ná þar í skip
og sigla til hinna hollenzku Aust-
ur-Indía. Enda þótt Nicholson
gæti ekki annað en dáðst að dugn-
aði þeirra og hugrekki, hindraði
hann samt áform þeirra eftir því
sem honum var unnt.
1 fyrstu reyndi hann að sýna
þeim fram á það, að þetta áform
þeirra væri algert brot á þeim
skipunum, er hann hafði fengið.
Úr því að yfirhershöfðinginn
hafði undirritað uppgjöf alls
Malakka-skagans, gat enginn af
þegnum hans hátignar komizt und
an, án þess að sýna vítaverða
óhlýðni. Að hans áliti var ekki um
neitt annað að ræða, en að bíða
þar til einhver japanskur liðsfor-
ingi kæmi til að semja um upp-
gjöf hans og herliðsins og þeirra
fáu, sem tekizt hafði að sleppa
lifandi úr blóðbaði síðustu vikn-
anna.
„Það væri fagurt fordæmi, eða
hitt þó heldur, fyrir hermennina",
hafði hann sagt — „ef liðsforingj-
arnir brygðust þannig skyldum
sínum“.
Þessum orðum hafði svo fylgt
hið hvassa, einbeitta augnaráð
hans, eins og alltaf á miklum úr-
slitastundum. Augun í honum
voru eins á litinn og Indlandshaf-
ið í logni. Og svipur hans, sem
alltaf var rólegur, bar vott nm
hreikna samvizku. Snotra, rauð-
birkna efrivararskeggið hans var
efrivaraskegg hugprúðrar hetju.
Og hinn rjóði hörundslitur bar
vott um hreint blóð og heilbrigt
hjarta. Clipton, sem hafði lotið
stjórn hans frá upphafi herþjón-
ustutímans, gat aldrei hætt að
dást að þessu lifandi dæmi um
„liðsforingja indversku herdeild-
arinnar", tegund sem hann hafði
alltaf haldið að væri aðeins til í
munnmælasögum einum, en sem nú
staðfesti svo kröftuglega tilveru
sina á hverjum degi, að það varð
honum ýmist til reiði eða aðdá-
unar.
Clipton hafði tekið málstað
ungu liðsforingjianna. Hann var
þeim algerlega samþykkur og
reyndi heldur ekki að leyna því.
Nicholson ofursti hafði ávítað
hann og tjáð sig bæði særðan og
undrandi yfir því að sjá miðaldra
mann í mjög ábyrgðarmikilli
stöðu ganga í flokk með ofsafengn
um og ábyrgðarlausum ungling-
um og hvetja til léttúðarfullra og
vanhugsaðra framkvæmda, sem
aðein-s gætu haft illar afleiðingar
í för með sér, erfiðleika og tjón.
Er hann hafði útskýrt ástæðurn
ar fyrir framkomu sinni og af-
stöðu, gaf hann út strangar og
ákveðnar fyrirskipanir. Allir liðs-
foringjar og óbreyttir hermenn
skyldu biða þar til Japanirnir
kæmu. Uppgjöfin var ekki sam-
kvæmt þeirra vilja og óskum. —
Þess vegna þurfti enginn þeirra
að finna til neinnar auðmýkingar.
Hann og hann einn ætlaði að taka
alla ábyrgðina á sínar herðar.
Flestir af liðsforingjunum
höfðu snúizt til fylgis við hann,
því að sannfæringarkraftur nans
var mikill og myndugleiki hans
enn meiri og hið viðurkennda hug-
rekki hans varð þess valdandi að
uppgjöfin var einungis eignuð sér-
stakri skyldutilfinningu. Nokkrir
þeirra höfðu þó óhlýðnazt fyrir-
skipununum og horfið inn í skóg-
inn. Nicholson ofursta gramdiist
mjög hegðun þeirra. Hann hafði
stimplað þá sem strokumenn og
liðhlaupa og beðið með vaxandi
óþreyju eftir komu Japananna.
Hann hafði þegar ákveðið hvern
irnir skildu ekki bón hans. Her-
mennirnir urðu óþjálir og rudda-
legir, en N. C. O. rak upp sker-
andi öskur og benti á rifflana.
Ofurstinn hafði skipað mönnum
sínum að standa í röðum og hreyfa
sig ekki úr stað. — Vél-
byssum var miðað á þá,
meðan ofurstanum var hrint
úr einum stað í annan. Honum
tókst þó að hafa stjórn á skapi
sinu og endurtók kröfuna. Bretarn
ir voru farnir að verða uggandi
og Clipton braut heilann um það,
hvort ofurstinn ætlaði að láta
murka lífið úr þeim öllum vegna
hlýðni við fastar reglur og ytra
form, þegar bifreið full af liðs-
foringjum birtist að lokum. Einn
Einn þeirra bar tignarmerki majors í japanska liernum. —
ig athöfnin skyldi fara fram, þann
ig að hún bæri svip kyrrláts virðu
leika. Hann ætlaði að afhenda liðs
foringja óvinanna skammbyssuna
sína, sem tákn fullkominnar upp-
gjafar. Hann hafði endurtekið
hreyfingarnar nokkrum sinnum og
æft sig í því að losa skammbyssu-
hylkið frá beltinu með einu, ör-
uggu handtaki. Hann hafði klæðzt
bezta einkennisbúningnum sínum
og fullvissað sig um, að menn sín-
ir væru hreinir og hirtnislegir í
útliti. Loks hafði hann skipað
þeim að fylkja liði.
Fyrst komu nokkrir óbreyttir.
japanskir hermenn, sem ekki virt-
ust kunna eitt orð í neinu siðaðra
manna máli. Nicholson ofursti
hreyfði sig ekki. Því næst kom
N. C. O. (liðsforingi sem ekki hef-
ur konunglegt skipunarbréf), ak-
andi í flutningabifreið og skipaði
Englendingunum með bendingum,
að kasta vopnunum inn í ökutækið.
Ofurstinn bann-aði mönnum sínum
að hreyfa sig. Hann krafðist þess
að fá að tal'a við yfirforingja. En
þarna var enginn slíkur, hvorki
yfir- né undirforingi og Japan-
a
r
í
u
ó
1) Nóttina eftir drepur hvítii 2) Ungi Indíáninn vindur sér
morðinginn aftur. fram úr rúminu.
* 3) „Gerðu þetta ekki. Ef þú
drepur heilaga ljonið, þá deyjum I ekki á Göngugarp og það sem
við kannske. Þú heyrðir hvað hann segir Ég held að hann se
Göngugarpur sagð:.“ — „Ég trúi fullur af lygum.“
þeirra bar tignarmerki majors t
japanska hernum. Faute de mieux.
Nicholson ofursti ákvað að beina
máli sínu til hans. Hann heilsaM
að hermannasið, með frábærileg-
um glæsibrag, losaði skammbyssu-
hylkið frá beltinu og rétti majorn-
um.
1 fyrstu virtist majorinn sem
furðu lostinn og hörfaði nokkur
skref til baka. Svo varð hann
vandræðalegur á svipinn, en að
lokum hristist hann allur af áköf-
um, ruddalegum hlátri. Fylgdar-
menn hans tóku brátt undir við
hann, En Nicholson ofursti yppti
aðeins öxlum og varð enn drembi-
legri á svipinn. Engu að síður gaf
hann mönnum sinum skipun um
að kasta vopnunum inn í bifreið-
ina.
sfltitvarpiö
Laugardagur 27. september
Fastir liðir eins og venjulega.
— 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn
dís Sigurjónsdóttir). — 14.00 Um
ferðarmál. — 14.10 „Laugardags-
lögin“. — 19.00 Tómstundaþáttur
barna og unglinga (Jón Pálsson).
— 19.30 Samsöngur: Kór og hljom
sveit Rauða hersins flytja russ-
nesk lög; Alexandrov stjórnar
(plötur). — 20.20 Minnzt aldar-
afmælis Þorsteins Erlingssonar
skálds: a) Sigurður Nordal pró-
fessor flytur erindi. b) Helgi
Hjörvar, Lárus Pálsson, Tómas
Guðmundsson og Þorstemn Ö.
Stephensen lesa úr verkum skálds
ins. c) Þuríður Pálsdóttir og Guð
mundur Jónsson syngja lög við
ljóð eftir Þorstein Erlingsson. —
22.10 Danslög (pl.). — 24.00 Dag-
skrarlok.