Morgunblaðið - 27.09.1958, Page 14
14
MORGVHBLAÐ1Ð
Laugardagur 27. sept. 1958
Tóbaksbuð
Af sérstökum ástæðum er til sölu Tóbaks- og sæl-
gætisverzlun. —
Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 1.
október merkt: „Tækifæri — 7795“.
Matráðskona óskast
Yfirmatráðskona óskast í Vífilsstaðahæli um eins
árs skeið frá 15. október næstkomandi. Laun sam-
kvæmt VIII. flokki launalaga. íbúð fylgir.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist fyrir 10. okt. n.k. skrifstofu ríkis-
spítalanna, er veitir nánari upplýsingar.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Kaupendur
eru vinsamlega áminntir um að borga blaðið skil-
víslega. Kaupendum úti um land er um þessar mund-
ir sendar póstkröfur fyrir blaðgjaldinu. Athugið
að innleysa þær í tæka tíð. Þeim kaupendum, sem
ekki innleysa póstkröfuna eða greiða á annan hátt
verður hætt að senda blaðið án frekari aðvörunar.
Bróðíyndin kímnibók
Hlýjar hjartarætur
EFTIR GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON
Það sem einkennir skrif Gísla J. Ástþórssonar fyrst og
fremst er markviss kímni, sem oft verður að ádeilukenndu
háði. Þátturinn Listin að byggja, sem birtist í Árbók
skálda 1956, hefur komið mörgum fslendingi til að hlæja,
og sama verður áreiðanlega hægt að segja um þessa bók,
hún á eftir að skemmta mörgum.
Hlýjar hjartarætur er rituð í léttum og fjörlegum stíl og
er bráðfyndin frá upphafi til enda. Þetta eru þrettán þætt-
ir og tvær smásögur. Tekur hofundur hér fyrir fjarskyld-
ustu efni, svo sem kartöflurækt og pólitík, konungsheim-
sóknir og kokteilveizlur, íþróttir og dapra heimspekinga
með sál, svo að eitthvað sé nefnt. Bókin er um 203 bls. og
myndskreytt af höfundi sjálfum.
Bókin fæst í öllum bókabúðum og hjá umboðs-
mönnum Bókafélagsins um allt land.
Ásbjörn Pálsson-minning
jAUGARÐAGSMORGUNINN 13.
sept. er ég var nývaknaður í al-
björtu varð sú óvenja, að öll Ijós-
in kviknuðu í vetfangi á þríálma
ljósakrónu, sem er yfir rúmgafli'
mínum. Engin var þar sýnilegur
við dyrastafinn og opin var hurð-
in upp á gátt. Hver kveikti, varð
mér að orði, mér var svarað með
sömu orðum „Já, hver kveikti?"
Við athuguðum straumrofann
gaumgæfilega, hann var eins og
venjulega, dálítið stirður og langt
frá því að geta opnast sjálfkrafa,
enda aldrei komið fyrir áður. —
Taldi ég ljósa lausn þessarar gátu
er mér var tilkynnt að fölskva-
laus vinur minn, Ásbjörn Páls-
son, hefði látizt næstum á sömu
stund, , þó örlítið fyrr, sama
morgun. Sé ég ekki betur en þetta
fyrirbrigði hafi verið hinzta
kveðja hans til mín.
Ásbjörn var fæddur 21. okt.
1883 í Nýjabæ í Hvalsneshverfi
á Miðnesi, sonur Páls bónda þar,
Jónssonar bónda á Grímsstöðum
og víðar í Landeyjum Pálssonar.
Kona Jóns Pálssonar var Ragn-
heiður fædd 31. júlí 1826 í Litla
Rimakoti í Hófssókn í Holta-
hreppi forna, Jónsdóttir bónda
þar Guðnasonar og Elínar Jóns-
dóttur konu hans. Þau hjón, Jón
og Ragnheiður, eignuðust 5 syni,
hvern öðrum mannvænlegri, full-
ir áhuga og dugnaðar, er allir
fluttust á Miðnes og urðu bænd-
ur þar, voru það þeir: Páll, sem
fyrst bjó á Melabergi og svo alla
tíð í Nýjabæ. Daði, bjó fyrst á
Melabergi, svo á Hvalsnesi en
síðast og lengst á Bala í Stafnes-
hverfi. Jón, bjó allan sinn bú-
skap á Melabergi. Guðni, bjó
fyrst í Fólkhúsum, svo í Hóla-
koti en fluttist þá til Keflavíkur,
bjó þar lengi og dó þar. Grímur,
bjó í Glaumbæ og síðar í Sand-
gerðishverfi. Grímsstaðahjónin,
afi og amma Ásbjarnar, fluttu
einnig á Miðnes 1885, á vegum
Daða, sem þá bjó á Hvalsnesi,
byggði hann yfir þau smábæ 1887
er nefndist Kirkjuhóll, stóð hann
norðvestan við kirkjugarðinn
rétt við Hvalsnes. Þar dó Ragn-
heiður 28. marz 1894 70 ára gömul.
Jón Pálsson dó hjá Daða syni
sínum í Bala 18. marz 1897, 81
árs að aldri. Kona Páls í Nýja-
bæ og móðir Ásbjörns var Guð-
rún fædd 24. sept. 1854 á Hjalla-
nesi á Landi Sveinbjarnardóttir
Sjómannafélagar, Hafnarfirði:
Allsherjar
otkvæðogreiðsla
um kjör fulltrúa á 26. þing Alþýðusambands Islands
fer fram laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. sept-
ember n.k. í skrifstofu félagsins Vesturgötu 10.
Kosningin hefst laugardaginn 27. sept. kl. 16 og
stendur til kl. 24 og sunnudaginn kl. 13 til kl. 22.
Kjörstjórnin.
Hús óskast til kaups
Hefi kaupanda að steinhúsi sem í væru tvær íbúðir
3ja—4ra eða 3ja til 5 herb. helzt í úthverfum bæj- *
arlns. Þarf ekki að vera nýtt. Útb. gæti verið að
minnsta kosti 500 þúsund.
Málflutningsstofa Ingi Ingimundarson hdl.,
Vonarstræti 4, sími 24753.
Framtíðaratvinna
Stúlka, sem áhuga hefur fyrir útsaumi
með vélum óskast.
Ennfremur óskast ung stúlka til að
slá hnappa og spennur.
Upplýsingar í búðinni milli kl. 2—4
í dag.
Skólavörðustíg 12
Jónssonar og Ástríðar Einars-
dóttur, sem voru hjón lengi bú-
andi þar, ólst Guðrún upp hjá
foreldrum sínum til 14 ára aldurs
og varð vel gefin kona. Hún dó
í Nýjabæ 28. marz 1931.
Ævisaga Ásbjörns mun ekki
þykja stórbrotin, það stóð aldrei
neinn styr um hann. Ég kynntist
honum, sem prúðum og hugljúf-
um ungling er réri til fiskjar
með föður sínum, sem þá var títt.
En mun ekki hafa látið honum
vel, því hann hafði fengið í
vöggugjöf sterka náttúru til
smíða, enda lagtækur í bezta
lagi bæði á tré og járn, gjörði
einnig við ýmsa hluti, klukkur,
saumavélar o. fl. Þó ólærður
væri í þessum greinum lágu þessi
vélaverk opin fyrir skilningi
hans. En að læra nokkuð, sem
ekki yrði strax látið í aska, var
honum útilokað, svo háð voru
börnin flestum foreldrum á þess-
um árum til fullorðins aldurs.
Hinn 9. des. 1906 kvæntist Ás-
björn myndarstúlkunni Sigríði
Snorradóttur, bónda í Miðkoti á
Miðnesi, sem var sænídarmaður
og sjósókinari mikill, Snorrason-
ar bónda. En móðir Sigríðar var
Guðríður Einarsdóttir frá Kirkju-
bóli Pálssonar, hálfsystir Þórunn-
ar á Býjaskerjum, konu Páls
bónda þar, ættuðum frá Geir-
landi á Síðu. Byrjuðu ungu hjón-
l in strax búskap í Hábæ, tómt-
húskoti þar í hverfinu. Bjuggu
þau þar í 12 ár.
Á þessum árum byrjaði vél-
bátaútgerðin í Sandgerði, þurfti
þá margt lagfæringar við í dag-
legum rekstri bátanna og margt
þurfti að smíða nýtt, bæði hús
og annað er allt var í vexti, fékk
Ásbjörn þar næga atvinnu við
smíðar, sem og líka varð ævistarf
hans. Tók hann þá niður Há-
bæinn og byggði nýbýli á svo-
nefndum Löndum, nærri Sand-
gerði og nefndi bæ sinn Sólheima,
var það 2. býlið í röðinni þar
á flötunum, sem nú er orðið lag-
legt þorp. Bjuggu þau þar í 38
ár, eignuðust 5 börn, hvar af til
aldurs komust tvær dætur: Jón-
ína, gift Magnúsi bílstjóra Lofts-
syni frá Haukholtum í Hruna-
mannahreppi, búsett í Kópavogi
og Sigríður, gift Eggerti Ólafs-
syni frá Þjórsártúni í Holtum
ísleifssonar, búa þau í Höfnum
suður og er hann oddviti í Hafna-
hreppi.
Allt líf vort er eintóm sam-
skipti við samferðafólkið á lífs-
leiðinni, eins og við séum öll á
langferð í einum bát eða bíl,
skiptir þá eigi litlu hvernig sam-
ferðamennirnir reynast. — Ás-
björn var vel greindur og bók-
hneigður, talsvert víðlesinn,
minnugur og því fróður um
margt, viðfeldinn og skemmti-
legur í viðtali, Ijúfur í viðmóti,
góðviljaður öllum, áreiðanlegur
í orðum og viðskiptum, samvizku
samur í verkum, bóngóður og
greiðasamur, vildi allt fyrir alla
gjöra ef hann mögulega gat og
vildi ekki vamm sitt vita í neinu.
Svona var Ásbjörn. Þess vegna
var öllu samferðafólkinu vel til
hans.
Heilsuleysi með þess afleiðing-
um amaði mjög heimili hans alla
tíð og olli margháttaðri mæðu,
en unnið var við smíðarnar allar
stundir meðan unt var, unz elli
færðist yfir með sjóndepru. Flúði
hann þá með konu sína til dóttur
sinnar Jónínu, um tíma veturinn
1956, en svo heim um sumarið,
eins og til að kveðja vini, kunn-
ingja og endað lífsstarf. Seldu
þá Sólheima og fengu þau hjón-
in gott herbergi til dvalar á Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund og
| leið þar vel, nema hvað iðjuleys-
ið þjáði sárt hinn starfsama
nann, sem þó hafði oftast fóta-
vist og sárast var að sjá ekki á
bók. — Að töluðum þeim orðum
að hann væri ekki veikur venju
fremur, lézt hann í miðju samtali
við konu sína árla morguns hinn
13. september.
Góði vinur. Ég þakka þér öll
ljósin, sem þú hefir kveikt í minni
sál, bæði fyrr — og síðast. Ég
I gleðst af lausn þinni, en bið ást-
I vinum þínum huggunar og styrks.
Magnús Þórarinsson.