Morgunblaðið - 03.10.1958, Síða 1
2Ö síður
Hermarm Jónasson gerir yfirhót
Fellst á kröfur SjálfsfæBis-
manna um ab brezkir togarar
flytji sjálfir sjúka í land
HER I BLAÐINU hefur að undanförnu verið gagnrýnd harð-
lega framkoma Hermanns Jónassonar forsætisráðherra í sam-
bandi við flutninga brezkra herskipa á sjúkum mönnum af tog-
urum til lands og þess krafizt að togararnir sjálfir flytji hina
sjúku í hendur íslenzkra lækna.
Um þetta atriði fórust Ólafi Thors þannig orð í ræðu er hann
flutti á flundi í Stúdentafélaginu 28. sept:
— Það hefur alltaf og mun alltaf liggja ljóst fyrir að íslenzk
líknarhönd býður alla Breta velkomna, en eins og nú standa
sakir krefjumst við þess, að skip hins sjúka flytji hann sjálft
til hafnar.
Ennfremur sagði Ólafur Thors:
— Við neitum því eindregið að létta ránsmönnum afbrotin
með því að leyfa verndurum þeirra, herskipunum að flytja þá
sjúku í líknandi læknishendur.
Sem kiunnugt er hefur blað forsætisráðherrans Tíminn ráðizt
á Ólaf Thors út af þessari ræðu, en í gær barst blaðinu svohljóð-
andi yfirlýsing frá ríkisstjórninni:
neytið vildi ekki af mannúðar-
„Hermann Jónasson, forsætis-
ráðherra, kvaddi ambassador
Breta, herra A. G. Gilchrist, á
sinn fund 30. f.m. og afhenti hon-
um eftirfarandi orðsendingu, þar
eð dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem fer
með utanríkismál, var utanbæjar:
„Tvívegis hefur nú á skömmum
tíma verið leitað til íslenzkra
yfirvalda um leyfi til þess að her-
skip mætti flytja sjúklinga til
hafnar hér. f annað sinn var um
að ræða sjóliða af tundurspillin-
um Diana, en í hitt skiptið sjó-
mann af togaranum Paynter, en
togarasjómaðurinn hafði verið
fluttur yfir í tundurspillinn og
var talinn of veikur til þess að
flytja hann á *ý yfir í togarann
til þess að togarinn gæti flutt
hann til lands.
í bæði skiptiu veitti ráðuneyti
mitt leyfi til þess, að herskipið
fengi að flytja hina sjúku menn
til lands. En vegna þessara at-
vika tel ég rétt að taka fram,
að þótt heimilað hafi verið að
herskip flytti sjúkan togarasjó-
mann til íslenzkrar hafnar, þá
helgaðist það af því, að íslenzkum
yfirvöldum var tjáð, að hann
væri of veikur til þess að flytj-
ast á ný yfir í togarann, en ráðu-
Símskeyti um kúgun
Ungverja ekki lekið
lil fiulnings
Kaupmannahöfn, Z. okt.
(Páll Jónsson).
STJÓRN ritsíma Rússlands
hefur neitað að taka til flutn-
ings símskeyti frá norrænu
verkalýðssamböndunum til
verkalýðssambands Rússlands
þar sem mótmælt er nauðung-
arflutningum ungverskra
verkamanna til Rússlands og
kúgun ungverska verkalýðs-
ins.
Hefur stjórn ritsimans end-
ursent til danska alþýðusam-
bandsins slíkt skeyti með þeim
ummælum að skeytið verði
ekki tekið til flutnings, þar er
efni þess komi rússneska
verkalýðssambandinu ekki
við.
ástæðum synja undir þeim kring-
umstæðum um læknishjálp mann
inum til handa. En mér þykir rétt
nú þegar ekkert sjúkdómstilfelli
Tass
viðurkennir
WASHINGTON OG MOSKVU,
2. október. — NTB —
Kjarnorkunefnd Bandaríkja-
anna tilkynnti í dag, að sann-
að væri að Rússar hafi ný-
lega sprengt tvær kjarnorku-
sprengjur í Norður-íshafinu.
I kvöld viðurkenndi Tass-
fréttastofan að þetta væri
rétt. Rússar hefðu byrjað að
nýju atomsprengjutilraunir.
Þar með er lokið í bili bar-
áttu Rússa fyrir banni við
kjarnorkutilraunum.
liggur fyrir, að láta yður vita að
herskipum mun ekki framvegis
verða leyft að flytja brezka tog-
arasjómenn til hafnar á fslandi
meðan það ástand ríkir í land-
helgismálinu sem nú er. íslend-
ingar eru hins vegar reiðúbúnir
til þess nú eins og áður að láta
sjúkum sjómönnum-í té hjúkrun
og læknishjálp, ef skip þau, sem
þeir eru skipverjar á, leita sjálf
með þau til íslenzkrar hafnar.
Um hvort og hvenær herskipum
verður leyft að leita hafnar með
sjúka menn af áhöfn sinni, verð-
ur tekin ákvörðun hverju sinni,
enda verður þess þá jafnframt
krafizt, ef leyfi verða veitt, að
sannað verði fyrir íslenzkum yfir-
völdum, að sjúklingurinn tilheyri
áhöfn herskipsins.
Þetta vil ég láta yður, herra
ambassador, vita í tæka tíð“.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 2. okt. 1958.“
o—+—o
Mbl. fagnar því að sjálf-
sögðu, að forsætisráðherra
hefur í þessum efnum séð sig
um hönd og beygt sig fyrir
kröfium Sjálfstæðismanna sem
meginþorri þjóðarinnar hefur
einnig tekið undir.
Það er alkunna að vegna hermdarverka Serkja ríkir hin mesta
ógnaröld í Frakklandi, einkum í höfuðborginni París. Á
hverjum degi berast fregnir þaðan af skemmdarverkum og
launmorffum. Mynd þessi var nýlega tekin að næturlagi á
gar.gstétt í miðri París. Launmorðingjar Serkja höfðu verið
þar að verki. —
Loftbrúin til Quemoy styrkt
TAIPEI, 2. okt. — (Reuter).
— Herstjórn þjóðernissinna
tilkynnir að síðasta sólarhring
hafi enn verið sett nýtt met
í birgðaflutningum til Que-
moyeyjar. Voru þrjú stærri
flutningaskip affermd við
strönd eyjarinnar þrátt fyrir
stöðuga fallbyssuskothríð
kommúnista.
Hu Lien hershöfðingi, yfir-
maður setuliðsins á Quemoy,
sagði fréttamönnum í dag, að
flutningar til eyjarinnar væru
nú það miklir, að birgðirnar
væru loks farnar að aukast.
Dulles hefur ekki breytt um
stefnu í Formósumálinu
WASHINGTON OG TAIPEI, 2. okt. — NTB — Dulles utanríkis- «“
ráðherra Bandaríkjanna, sendi Chiang Kai-shek, foringja kín-
verskra þjóðernissinna bréf þar sem hann tekur það fram að
ummæli sín á blaðamannafundi á þriðjudaginn megi alls ekki
skilja svo, að nein breyting hafi orðið á stefnu Bandaríkjanna
varðandi málefni Kína og deilurnar á Formósusundi.
Þó sagði hann að birgðaskort-
ur væri enn alvaríegur á smá-
eyjunum Tatan og Ertan, sem
eru rétt hjá Quemoy.
í dag afhentu Bandaríkjamenn
flugher þjóðernissinna þrjár
risavaxnar flutningaflugvélar af
gerðinni C-119. Mun hver þeirra
geta borið 15 tonn af vistum, sem
hægt er að varpa niður í fall-
hlífum. Er ætlunin, að þjóðernis-
sinnar fái 16 flugvélar af þessari
tegund, en hver þeirra mun geta
farið þrjár ferðir daglega milli
Formósu og Quemoy og væri
þannig hægt að flytja flugleiðis
til eyjarinnar megnið af þeim
vistum, sem hún þarf.
A umræddum blaðamanna-
fundi lét Dulles í það skína að
Bandaríkin gætu látið sér til
hugar koma að hvetja Chiang
Kai-shek til að flytja herlið
þjóðernissinna frá smáeyjunum
við meginland Kína, svo fram-
arlega sem kínverskir kommún-
ista féllust á tryggt vopnahlé.
Á miðvikudaginn hélt Chiang
Kai-shek fund með blaðamönn-
um í Taipei, höfuðborg Formósu.
Lét hann í ljós mikla undrun yf-
ir ummælum Dullesar og lýsti
því yfir að honum stæði alveg
á sama hvaða skoðun Dulles
hefði á þessu máli. Kínverskir
þjóðernissinnar ætluðu alls ekki
að yfirgefa eyjarnar.
Nú segir Dulles í bréfi sínu til
Chiangs, að það sé ekki mein-
ingin að breyta stefnu Banda-
ríkjanna í þessum málum. Telur
hann að Chiang hafi rangtúlkað
ummælin.
NÚ eru skólarnir að byrja og
veldur það miklum breyting- j
um á útburðarstarfsliði blaðs- I
ins. Má búast við að þetta I
valdi nokkrum erfiðleikum |
við að koma blaðinu til kaup- |
enda a.n. k. fyrstu daga mán-
aðarins En að sjálfsögðu verð-
ur allt gert sem hægt er til
þess að það gangi sem greið-
Iegast.
Stuttur fundur Dana
oq Breta um
landhelgina
Og Kampmann snýr heim aftur
LONDON, 2. oki. (Reuler). —
í dag liófusl að nýju samn-
ingaviðræður niilli Dana og
Breta um stærð færeyskrar
landhelgi. Formaður dönsku
samninganefndarinnar er Viggo
Kampmann f jármálaráðherra,
en formaður ensku samninga-
nefndarinnar er John Hare
landhúnaðar og fiskimálaráð-
lierra.
Sanmingafundur slóð aðeins
slutt í dag og var síðan gefin
úl tilkynning um að málið yrði
nú um sinn fengið í liend.ir
sérfræðingum frá báðum lönd-
um. Sagt er þó að ráðherrarnir
muni hittast innan skamms.
Fundurinn í dag var lokaður
og liefur ekkert fengizt upp-
lýst hvað fór fram á honuni.
Danska sendiráðið í Lundún-
um upplýsir að Kampman ráð-
herra niuni snúa heim þegar á
morgun (föstudag).