Morgunblaðið - 03.10.1958, Side 6

Morgunblaðið - 03.10.1958, Side 6
MORCVNRLAÐIÐ Föstudagur 3. október 1958 Uppreisnarforingi sezt í ráðherrastólinn MÚHAMEÐSTRÚARMENN IRNIR, sem hófu borgarastyrj - öld í Líbanon í sumar unnu mik- inn stjórnmálasigur fyrir nokkr- um dögum þegar Chehab, hinn nýkjörni forseti landsins, fól for- ingja uppreisnarmanna, Rashid Karami, að mynda nýja stjórn. Karami þessi er slóttugur stjórnmálamaður. Hann hefur kunnað að fara ýmsa útúrdúra í stjórnmálunum. Þeir sem þekkja hann bezt segja að einn rauður þráður gangi þó í gegnum allar hans stjórnmálaskoðanir, — það er aðdáunin á Nasser ein- ræðisherra Egyptalands. Karami dýrkar Nasser og hann á sér ekkert æðra baráttumál en að Líbanon sameinist Arabalýð- veldinu. Hins vegar veit hann, að hann nær aldrei því marki með einstrengingsskap. Til þess er andstaðan of hörð. Karami hef ur staðið 7 ár í stjórnmálabarátt- unni. Hann hefur kunnað að sækja á og láta undan síga, þeg- ar hvort um sig átti bezt við. Fréttamenn sem fóru til Líban- on að fylgjast með borgarastyrj- öldinni í landinu fengu margir tækifæri til að hitta þennan pólitíska piparsvein. Þeir minn- ast þess enn, hve snyrtilegur og virðulegur hann var, þar sem hann hafði sett upp aðalbækistöð uppreisnarmanna í sjálfu íbúð- arhúsi sínu í Tripóli. Hann var meðal fyrstu múha- meðstrúarmanna, sem greip til vopna í borgarastyrjöldinni og í kringum hús hans voru reist öflug varnarvirki úr sandpokum og gaddavírsgirðingum. Fyrir ut- an húsið lágu fylgismenn Kara- mis í skotgröfum, órakaðir og þreyttir eftir langa nótt með dýnamitsprengingum og vél- byssuskothríð. Ef útlendingar komu að húsi leiðtogans, hrópuðu fylgismenn Karamis: „Lengi lifi Nasser". — Þegar inn í húsið kom hittu gest- irnir Karami vel og snyrtilega klæddan og rólegan. Hann er myndarlegur maður á austur- lenzka vísu. Augun eru skær- brún, hár og yfirvaraskegg kol- svart. Er gestirnir gengu í garð, var hann vanur að segja: „Verið hjartanlega velkomnir“. Orð þessi mælti hann ýmist á franska tungu, sem hann talar reiprenn- andi, eða á ensku, sem hann er stirður í. I samtali sem á eftir fylgdi var hann oft vanur að leggja megináherzluna á það að hann væri alls ekki að beita sér fyrir því að Líbanon sameinaðist Arabalýðveldinu. Yfirlýsingar hans um samein- ingu breyttust þó nokkuð við byltinguna í írak. Siðan hún fór fram er hann vanur að segja, að hann voni að Líbanon sameinist, einhverntima Arabalýðveldinu. Hins vegar muni hann ekki beita sér fyrir sameiningu. Rashid Karami fæddist 1921 í Tripoli. Hann var sonur trúar- leiðtoga múhameðstrúarmanna í Líbanon, stórmúftans Abdel Hamid Karami. Faðir hans var einnig stjórnmálaleiðtogi og um sinn forsætisráðherra Líbanon. Rashid stundaði háskólanám í Tripoli og í Cairó og varð lög- fræðingur. Einnig var hann styttri tíma við framhaldsnám í Bretlandi og Frakklandi. Loks hóf hann lögfræðistörf í Beirut. Þegar faðir hans dó 1950 varð Bílageymsla Þeir sem pantað hafa pláss fyrir bifreið sína í vetur, gjöri svo vel að hafa samband við okkur sem fyrst. Pláss tekin frá nú þegar gegn tryggingu. OÍSLI JÓNSSON & CO. Ægisgötu 10 — Sími 11740 Ungling vantar til aðstoðar og sendistarfa allan eða hálfan daginn. Upplýsingar á Aðalskrifstofu Landssímans. Einkaritari Heildverzlun óskar að ráða einkaritara. Kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli nauðsynleg. Um- sókn sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 10. þ.m., merkt: „Gott kadp — 7860“. Klifurkranar ryðja sér til rúms í Svíþjóð NÝ BYGGINGARAÐFERÐ er nú stöðugt að ryðja sér til rúms í Svíþjóð. Hún er i því fólgin að nota stálmót til þess að stejíp„ upp heila húsveggi, allt að 10 metra á lengd. Það er sérstaklega ein tegund stáimóta, «em hefur sigrað sænska byggingamarkaðinn. Það eru hinir svokölluðu Lindén klifurkranar. Rashid Karami Karami yngri á einni nóttu stjórn málaleiðtogi múhameðstrúar- manna í Tripoli. Hann var kos- inn þingmaður 1951 fyrir Tripoli, en það er önnur stærsta borg Líbanon. Liggur hún næst sýr- lenzku landamærunum. Yfir- gnæfandi meirihluti íbúa borgar- innar er múhameðstrúar og hafa þeir um langt skeið viljað sam- einingu við Sýrland. Karami stofnaði 1952 samtök Tripolibúa um að berjast fyrir slíkri sam- einingu og það er víst, að ef hann hætti einhvern tíma að beita sér fyrir henni, þá næði hann ekki framar kosningu í því kjördæmi. Allt annað mál er, þótt hann gefi við og við yfirlýsingar um að hann berjist ekki fyrir samein- ingu. Yfirlýsingarnar eru aðeins herbragð, gefnar einmitt í þeim tilgangi að koma á endanlegri sameiningu. Munurinn er aðeins sá, að nú vill Karami ekki láta sér nægja, að Tripoli sameinist Sýrlandi. Nú vinnur hann að því að tjaldabaki, að allt Líbanon verði innlimað í Arabalýðveldið. Áður en borgarastyrjöldin í Líbanon brauzt út í maí sl. hafði Karami verið í nokkur ár einn af helztu foringjum múhameðs- trúarmanna. Þótt hann væri ung- ur gegndi hann ýmsum ráðherra- embættum. Hann var jafnvel for- sætisráðherra frá því í septem- ber 1955 fram í marz 1956. — Reyndi hann þá að koma á hern- aðarbandalagi við Sýrland, sem hinn kristni meiri hluti Líbanon vildi ekki fallast á. Með því hljóp harka í samskipti þessara tveggja trúflokka í Líbanon. Rashid Karami hefur verið álitinn andsnúinn kommúnist- um. Þó er vitað að sendiherra Rússa hefur reynt að hafa áhrif á hann og hann hefur farið í heimsókn til Moskvu. ÞESSIR klifurkranar sjást nú á toppi flestra stórhýsa, sem verið er að byggja í Stokkhólmi, þar á meðal á fyrstu sænsku skýja- kljúfunum, sem verið er að reisa í miðborginni. Mótin eru 10 metr ar á lengd, en þau eru flutt langs- um til á hverjum degi og má sjá hvernig húsin lengjast með hverj um deginum sem íiður. Nú er t. d. verið að byggja stóra íbúðarsamstæðu í Táby- úthverfi við Stokkhólm. Þar á að reisa mörg fjölbýlishús. Hvert Fæddur 20. nóvember 1881 Dáinn 26. september 1958 ÞAÐ eru ekki margir skátar hér í Reykjavík, sem óslitið hafa starfað í félagi sínu um 30 ára skeið. Einn þessara fáu manna var Guðmundur Magnússon, klæð skeri og skátaforingi, sem í dag er til moldar borinn. Árið 1928 gerðist hann skáti og starfaði mörg ár í II. Væringjasveit. Guð- mundur tók þátt í skátastarfinu af lífi og sál, mætti á öllum fundum og var reiðubúinn til þess að takast þau störf á hendur, sem honum voru falin. Hann tók þátt í öllum landsmótum skáta og þegar hann gat því við komið fór hann utan sem skáti á mörg alþjóðamót. Alls staðar var Guðmundur Magnússon störfum hlaðinn, og sá ævinlega um sitt starf af kost- gæfni og samvizkusemi. Guðmundur tók ástfóstri við skátafélagsskapinn og var stolt- ur af því að klæðast skátabún- ingnum sínum, enda var hann snyrtilegur í klæðaburði hvort sem hann bar skátabúning eða sín daglegu föt. Hin síðari ár hefur Guðmundur aðallega hugsað um gamla Vær- ingjaskálann að Lækjarbotnum, og undi hann sér hvergi betur en þar. Þeir skátar eru margir, sem fyrr eða síðar hafa kynnzt Guð- mundi hér í bænum, á skátamót- um eða upp í skála. Enda hafa skátarnir viljað sýna honum sóma og þakkir fyrir vel unnin störf í þágu skátafélagsskaparins hér þeirra verður 9 hæðir, 55 metra langt og 15 metra breitt. Tveir klifurkranar og 14 starfsmenn, þar sem sex smiðir vinna að því að steypa húsin upp. Lindén klifur-kranarnir voru fundir upp fyrir 10 árum. Var þá skortur í Svíþjóð á ýmsum tækjum til húsbygginga. Þeir hafa stöðugt verið endurbættir og hafa verið í fjöldaframleiðslu síðan 1955. Svíar hafa þegar selt um hundrað krana af þeirri teg- und til annarra landa. í bænum, með því að láta búa til myndastyttu af Guðmundi Magnússyni, sem stendur í Skáta- heimilinu í Reykjavík. Guðmund- ur var beðinn um að vera við- staddur þegar myndastytta hans var afhent skátaheimilinu 2. nóv. í fyrra og afhjúpa hana sjálfur. Nú er Guðmundur Magnússon horfinn, en minningin um góðan dreng lifir, og Reykjavíkur-skát- ar þakka honum vel unnin störf og minnast hans — með virðingu og þökk — um leið og þeir kveðja hann í hinzta sinn með skáta- kveðju. Tryggvi Kristjánsson. Cuðmundur Magnússon klœðskeri — minning skrifar ur dagleqq lifinu ) Snoturt umhverfi — snyrtileg umgengni. YRIR skömmu hafði ég orð á því hér í dálkunum í sam- bandj við skrautgarða, að eftir því sem umhverfið væri snyrti- legra, þeim mun betur gengi fólk um. í fyrradag fékk ég enn eina staðfestingu á þessari kenningu minni. Þá fékk ég tækifæri til að skoða kaffistofu verkamannanna, sem vinna í vöruskemmum Eim- skipafélagsins í Borgartúni. Kaffi stofa þessi var tekin í notkun í desember í fyrra og hefur því verið í notuð í 8 mánuði af mönn- um, sem vinna við alls konar vörur, úti eða inni eftir atvikum. Þrátt fyrir það, sér hvergi á neinu, og allt er eins hreint og snyrtilegt og það væri nýtt. Kaffistofa þessi er til fyrir- myndar að öllum frágangi og vissulega það, sem koma skal. Þarna geta verkamennirnir setið inni í björtum og hlýjum sal og snyrtilegu umhverfi og borðað nestið sitt. Frammi eru snyrti- herbergi og skápar fyrir föt og annað, læstur skápur fyrir hvern. Auk þess eru „sturtuböð", þar sem menn geta tekið bað áður en þeir halda heim eða þegar þeir kæra sig um. Ef til vill kunna menn að segja: Nú, er þetta nokkuð til að hafa orð á? Er þetta ekki alveg sjálf- sagt. Jú, vissulega, þannig ætti það áð vera víðar. En það nægir ekki að hafa aðeins þak yfir höf- uðið, borð og bekki, heldur á að koma þeim fyrir af jafn mikilli smekkvísi og snyrtimennsku og þarna er gert. Þó kaffistoían sé inni í vörugeymsluporti er síein lögð stétt upp að húsinu og gras- flötur fyrir framan, lítill að vísu, en nægilegur til þess að nienn geti setið úti með nestið sitt í góðu veðri, ef þeir vilja. Og á vetrum, eða þegar veður er slæmt, sitja menn í skála, máiuð- um björtum, fallegum litum. Þegar þannig er um búið, hef- ur fólk löngun til að halda í horf- inu og ganga vel um. Kaffistofa verkamannanna, sem þarna vinna, er öllum til sóma. Pílur og strik á götunum EGAR ekið er um bæinn, verð- ur maður hvarvetna var við, að regluleg ,,umferðar-herferð“ er í gangi. Eitt af því, sem nú er verið að gera til bóta er að mála á einstefnuakstursgötur og hring- torg pílur og strik, er beina bíl- um, sem ætla að beygja í ytri röð og þeim, sem ætla að halda áfram eftir sömu götu eða í kttngum torgið í innri röð. Flýtir þetta ekki svo lítið fyrir umferðirmi og gerir hana öruggari. í vetur eiga þessir vegvísar að vísu sjálf sagt eftir að hverfa undir snjó öðru hverju, en þá verða bif- reiðastjórar vonandi búnir að læra hvernig aka beri á þessum stöðum — og er á meðan er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.