Morgunblaðið - 03.10.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.10.1958, Qupperneq 10
1 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 3. október 1958 J®l0r2PEMaM!> Utg.: H.l. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastióri: tjigíus Jónsson. Aðarritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar K.ristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalst.ræti 6 Sími 22480 AsKriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 iausasölu kr. 2.00 eintakið. A RIKISUrVARPIÐ AÐ VERA EINKAÚÍVARP VINSTRI STJÓRN- ARINNAR ? SÚ meginregla að ríkisút- varpið skuli vera- hlutlaus stofnun, óháð pólitískum flokkum á hverjum tíma, á áreið- anlega ríkan hljómgrunn í rétt- lætistilfinningu flestra íslend- inga. Öllum lýðræðissinnuðum mönnum er það ljóst, hvílík hætta væri í því fólgin, ef ríkis- útvarpið teldi það hlutverk sitt að vera nokkurs konar einka út- varpsstöð ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma. Því miður hefur það komið í ljós, að núverandi ríkisstjórn og fulltrúar hennar í útvarpsráði líta öðru vísi á þetta mál. Þetta varð ljóst þegar tekin var ákvörðun um það í útvarpsráði s.l. þriðjudag, hvort útvarpa skyldi umræðufundi Stúdentafé- lags Reykjavíkur um landhelgis- málið. Það hefur verið siður und anfarin ár að almennum umræðu fundum Stúdentafélagsins væri útvarpað. En nú brá svo við, að meiri- hluti útvarpsráðs, þeir þrír full- trúar, sem kosnir eru af vinstri flokkunum, greiddu atkvæði gegn þvi að umræðum fyrr- greinds stúdentafundar yrði út- varpað. Reynt að kæfa rödd stjórnarandstöðunnar Engum hugsandi manni getur dulizt, hvað fyrir rrieirihluta vinstri stjórnarinnar í útvarps- ráði vakir með þessari ákvörðun. Tilgangur meirihlutans er greini- lega sá að kæfa rödd stjórnar- andstöðunnar. Ólafur Thors, fyrr verandi forsætisráðherra, formað ur Sjálfstæðisflokksins var frum- mælandi á stúdentafundinum og flutti þar þróttmikla og skil- merkilega ræðu um landhelgis- málið. Allir vita, að hann hefur á undanförnum árum haft meiri afskipti af þessu máli en nokkur annar íslendingur. Hann hefur staðið fremstur í fylkingu þeirra manna, sem barizt hafa drengi- legast fyrir rétti íslands, til auk- innar verndunar fiskimiða sinna. En það er einmitt rödd þessa manns, sem fulltrúar vinstri stjórnarinnar í útvarpsráði vilja kæfa, hindra að þjóðin öll fái að heyra. Þannig vinn- ur vinstri stjórnin að því að skapa þjóðareiningu um land- helgismálið! Rök meirihluta útvarpsráðs fyr ir banni sínu á útvarpi frá stúdentafundinum eru næsta fáránleg. Meginatriði þeirra er, að óeining hafi ríkt innan stjórn- ar Stúdentafélagsins um val á ræðumanni. En hvað kemur það málinu við? Hefur ekki vinstri stjórnin sjálf logað að innan af ágremingi um landhelgismálið í allt sumar? Engu að síður hafa ráðherrar hennar komið fram í útvarpið og haldið ræður um mál- ið hver á fætur öðrum. Meiri- hluti útvarpsráðs hafði ekkert við það að athuga. En þegar formað- ur stjórnarandstöðunnar, sem helmingur þjóðarinnar stendur á bak við, flytur ræðu á stúdenta- fundi — þá þykist meirihluti út- UTAN UR HEIMI Grœnlenzku stúlkurnar táldregnar versnandi heilhrigðis ástand varpsráðs verða að banna útvarp á ræðu hans, vegna þess að stjórn Stúdentafélagsins hafi ekki ver- ið sammála! Skrúfað fyrir hljóðnemann Almenningur sér í gegnum þessi yfirskinsrök meirihluta út- varpsráðs fyrir þeirri valdníðslu, sem beitt hefur verið gagnvart útvarpi frá landhelgisfundi Stú- dentafélagsins. Kjarni málsins er, að vinstri stjórnin er hrædd við hinn skilmerkilega málflutning Ólafs Thors. Þá grípur hún til þess fantabragðs að láta fulltrúa sína í útvarpsráði skrúfa fyrir hljóðnemann. Alvatflegt tilræði við lýðræðið Það er vissulega alvarlegt til- ræði við lýðræðið, sem meiri- hluti útvarpsráðs hefur að fyrir- lagi vinstri stjórnarinnar gerzt sekt um. Ríkisútvarpið á ekki að vera einkaútvarpsstöð ríkisstjórn ar landsins á hverjum tíma. Ríkis útvarpið er stofnun, sem öll þjóð- in á, og ber að vera hlutlaust í stjórnmálum, hver sem með völd- in fer. Vitanlega hljóta ráðherr- ar og ýmsir aðrir forystumenn þjóðarinnar að eiga aðgang að útvarpinu til þess að flytja al- menningi fréttir og ýmis konar yfirlýsingar. En það er fjarstæða að ríkisstjórnin eigi að hafa ein- hvern einkarétt á útvarpinu, og ' að því beri að loka að verulegu leyti fyrir þeim flokki eða flokk- um, sem kunna að vera í stjórn- arandstöðu á hverjum tíma. Spor í einræðisáít Bannið við útvarpi frá stúd- dentafundinum, þar sem formað- ur stjórnarandstöðunnar flutti þýðingarmikla ræðu, sem alþjóð átti rétt á að heyra er greinilegt spor í einræðisátt. Þess vegna munu allir sanngjarnir menn víta það harðlega. Sjálfstæðismenn lögðu til, að fundinum í heild yrði útvarpað. Kæmi þá einnig fram rödd stuðn ' ingsmanns stjórnarinnar á fund- i inum. I Tvö af stuðningsblöðum ríkis- . stjórnarinnar höfðu lýst því yfir, að þessi stuðningsmaður stjórn- arinnar hefði borið mikið sigur- orð af Ólafi Thors. En fulltrúar vinstri stjórnarinnar í útvarps- ráði vildu ómögulega að þjóðinni gæfist tækifæri til þess að kynn- ast því, hvernig vinstri maður- inn „sigraði" Ólaf Thors. Vinstra liðið felldi útvarp frá stúdenta- fundinum. Gefur það betri hug- mynd en nokkuð annað um það, hver hafi gengið þaðan með sig- ur af hólmi. Þjóðin mótmælir ofbeldi meirihluta útvarpsráðs um leið og hún krefst þess, að ríkis- útvarpið verði áfram hlutlaus og sjálfstæð stofnun, en verði ekki gert að einkaútvarpsstöð , vinstri stjórnarinnar, eins og auðsýnt er að forystumenn ' hennar hafa fullan hug á. * Aukið heilbrigðiseft- irlit, menntun og nánara samband við umheiminn belzta bjargráðið GRÆNLAND er nú meira á dag- skrá í Danrr/orku en oft áður. Fregnirnar frá Nanortaiik hafa vakið óskipta athygli í Dan- mörku, en í þeim grænlenzka bæ er sögð spilling mikil og sjúk- dómabæli. Kynferðissjúkdómar hafa sjaldan leikið Grænlendinga verr, enda hefur sjaldan eða aldrei verið jafn gestkvæmt á Grænlandi og nú — síðan námu- vinnsla og margs konar önnur starfsemi hófst þar. Mikill fjöldi danskra verkamanna hefur verið fluttur vestur til Grænlands — og þeir eiga gjarnan vingott við grænlenzkar stúlkur. ☆ Danskur klerkur í Grænlandi hefur látið svo um mælt, að það væri Dönum til skammar hvernig þeir kæmu fram við grænlenzku stúlkurnar. Það þykir auðvitað mikill heiður og frami meðal grænlenzkra ungmeyja að eign- ast danskan unnusta — og dönsku piltarnir, sem unnið hafa í Græn- landi á sumrin, hafa ekki látið sitt eftir liggja. Grænlenzku stúlk urnar hafa vonazt til að geta haldið þeim — gengið í hjóna- band, en þær hafa sjaldnast hald- ið öðru en barninu, sagði danski presturinn. Auk þess, að danskir piltar hafa dregið grænlenzkar stúlkur á tálar, þá hefur margs konar spilling komið í kjölfar samskipta Dana og Grænlend- inga. Grænlendingarnir líta mjög upp til Dana og finnst Danirnir hljóta. að vera betur úr garði gerðir, segir klerkurinn. Þess [g Og það eru ekki einungis skólar, sem reisa þarf svo að undirstaða menntunar sé fengin. I mörg horn er að líta — og margt er það, sem að menningarmálum lýtur og úrbóta þarfnast. Sam- ir löngu, en þeir þurftu mikillar viðgerðar við — og eru enn ekki komnir í umferð. gj Að sinni virðist því ekki út- lit fyrir að Danir hefji innan- landsflug í Grænlandi, en í fyrra ætluðu grænlenzkir aðilar að beita sér fyrir stofnun félags til að annast innanlandsflug þar. Það þykir alltaf tíðindum sæta á hinni strjálbýlu Grænlands- strönd, þegar skip siglir að landi . . . göngumálin eru m. a. einn liður menningarbaráttunnar. Betri og nánari sambönd við umheiminn hafa mikið að segja og geta haft mikil áhrif í menningarbarátt- ☆ Danir hugsa þá aðallega til flugsins. Um skeið hefur mjög verið haft í huga að taka upp flugsamgöngur á Grænlandi. Dan svo ekki sé minnzt á flugvélakomur. Þá er öllum fleytum hrundið úr vör vegna taka þeir upp marga slæma siði, sem Danirnir leggja að ein- hverju stund á til þess að drepa tímann þegar þeir dveljast lang- dvölum fjarri heimilum sínum í Danmörku. Hér er aðallega átt við drykkjuskap og lauslæti — og þykir nóg af því víðast hvar í Grænlandi. Danir gera sér Ijósa grein fyrir hættunni, sem áfengis- neyzlan veldur í Grænlandi. Menn eru á einu máli um það, að betra heilbrigðiseftirlit og mennt unarskilyrði verði það jina, sem bætt geti úr. Danir hafa gert mikið á þessum sviðum á und- anförnum árum, en Ijóst er, að betur má ef duga skal. ir hafa löngum talið, að danska flughernum bæri að annast þessa hlið málsins, því að undanfarin sumur hefur herinn haft tvo flug- báta við Grænland við margs konar störf. Aðallega hefur verið um að ræða sjúkraflug, póstflug og flutningar í þágu landsstjórri- arinnar grænlenzku. jg Nú eru þessir flugbátar orðn- ir gamlir og úr sér gengnir, armar er t. d. smíðaður árið 1934 og samkvæmt dönskum blaða- fregnum er hann ævinlega veð- urtepptur á Islandi, þegar eitt- hvað reynir á. Danski flugheriKn keypti sjö notaða katalínabáta af bandaríska hernum ekki alls fyr í Sögðu dönsku blöðin, að ætlun Grænlendinganna væri að leigja flugvélar hjá Flugfélagi íslands. Grænlendingarnir létu að vísu sjá sig hérlendis, ræddu lítillega við forráðamenn Flugfélagsins — en ekkert varð úr flugvélaleig- unni. ☆ Enn sem komið er annast Flug. félag íslands mest af því farþega- flugi, sem fram fer innan Græn- lands. Að vísu má segja, að hafn- ar séu reglubundnar ferðir milli. Kaupmannahafnar og Syðri- Straumfjarðar, en þar koma flug- vélar SAS við á leiðinni til Los Angeles. Félagið mun samt sem áður taka lítinn eða engan flutn- ing milli Grænlands og Danmerk- ur, en mönnum er það mikið áhugamál í Grænlandi að fá full not af þessum ferðum. gj Vandinn er að vísu ekki leyst ur þar með, því að Græn- landsbyggð er strjál og strand- lengjan löng. Það er mikið verk og erfitt að halda uppi samgöng- um milli byggðarlaganna, sér- staklega þó að vetrinum — en samgöngubæturnar eru eitt helzta framfaramál Grænlend- inga og mikið menningaratriði. Cagnlegur bæklingur IÐNAÐARMÁLASTOFNUN Is- lands hefur sent frá sér leið- beiningabækling um hagræðingu vinnunnar, sem nefnist: Léttið störfin. Er bæklingurinn eftir Dr. Hermann Böhrs, framkvæmda- stjóra framkvæmdanefndar verk athugunarsamtakanna í Vestur- Þýzkalandi og er leitazt við að myndskýra forsagnir um beztu tilhögun vinnu og vinnustaðar í mörgum starfsgreinum. Fyrst og fremst er leiðbeiningar fyrir verk stjóra og aðra þá, sem hafa um- sjón með starfshópum. Bókin get- ur einnig verið gagnleg öllum þeim, sem nálægt viðkomandi störfum koma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.