Morgunblaðið - 11.10.1958, Qupperneq 1
16 síður og Lesbók
45 árgangur 232. tbl. — Laugardagur 11. október 1958 Prentsmiðia Morgunblaðsins
Kristínus Arndal Magnús Hákonars.
Tryggvi Gunnl.son Jóhann Sigurðsson Jón Hjálmarsson Daníel Daníelsson
Sigfús Guðnason Guðm. Nikulásson Sig. Guðmundsson Geir Þorvaldsson
Guðm. Jónsson Sig. Magnússon Þórður Gíslason " v'”son
Baldvin Baldvinss. Gunnar Erlendsson Jón Sigurðsson Halldór Runólfsson
Guðm. Kristinsson 3unnar Steinþórss. Björn Sigurhansson .. _...ugss.
Jón Kristófersson Sigurbjartur Guðm.Steinberg Þórarinss.Páll I. Guðmundss.
Birgir Þorvaldsson Aðalsteinn Októss. Sumarl. Kristjánss. Karl Sigþórsson
Gunnar Sigurðsson Torfi Ingólfsson
,£g harma Jbcrð oð góöir og
gamlir nágrannar skuli „svo
mikla ógæfu saman eiga""
sagði forseti íslands við setningu Alþingis i gær
ALÞINGI var sett við hátíðlega
athöfn í gær. Hófst hún kl. 1,30
með skrúðgöngu úr Alþingishús-
inu til Dómkirkjunnar. Fremstir
gengu forseti íslands og séra Páll
Þorleifsson, prófastur á Skinna-
stað. I Dómkirkjunni var hlýtt
á messu hjá séra Páli, en síðan
gengið til Alþingishússins aftur.
Þar tók fyrstur til máls for-
setinn, og fórust honum orð á
þessa leið:
HINN 1. okt. s.l. var gefið út svo-
hljóðandi forsetabréf: FORSETI
ÍSLANDS gjörir kunnugt.
Ég hef ákveðið samkvæmt til-
lögu forsætisráðherra að reglu-
legt Alþingi 1958 skuli koma sam
an til fundar föstudaginn 10. októ
ber 1958.
Um leið og ég birti þetta, er
öllum sem setu eiga á Alþingi
boðið að koma nefndan dag til
Reykjavíkur og verður þá Al-
þingi sett að lokinni guðsþjón-
ustu í dómkirkjunni, er hefst kl.
13,30.
Gjört í Reykjavík, 1. okt. 1958.
Ásgeir Ásgeirsson,
Hermann Jónasson.
FORSETABRÉF um að reglu-
legt Alþingi 1958 skuli koma sam
an til fundar föstudaginn 10. októ
ber 1958.
Samkvæmt því bréfi er ég
hefi nú lesið, lýsi ég yfir því, *8
Alþingi íslendinga er sett.
Frá því er Alþingi var stofnað
eru nú 1028 ár, frá því er Alþingi
var endurreist og kom saman af
nýju fyrir 113 árum, er þetta 93.
samkoma þess, en frá því það
fékk aftur löggjafarvald, fyrir
84 árum, er þetta þing hið 78. í
röðinni, en 61. aðalþmg.
Ágætur maður, sem heimsótti
ísland fyrir nokkrum árum,
taldi íslendinga búa á yztu þröm
hins byggilega heims. Sjálfir
kvörtum vér þó ekki, en teljum
legu landsins góða m.a. vegna
fiskisældar og friðsældar. íslands
Framh. á bls. 3.
Veit vinstri höndin
sú hægri gsrir ?
Aumlegt yfirklór Eðvarðs Sigurðssonar
ÞEGAR upplýst var á Dagsbrún-
arfundinum í fyrrakvöld um það
loforð ríkisstjórnarinnar að taka
aftur af Dagsbrúnarmönnum í
hækkuðu verðlagi kauphækkun
þó, sem kommúnistar hafa gum-
að svo mikið af, missti Eðvarð
Sigurðsson algerlega stjórn á
skapi sínu, enda mun hann greini
lega hafa fundið undrun og andúð
fundarmanna á því óverjandi
framferði Dagsbrúnarstjórnar-
innar að leyna félagsmenn þessu
mikilvæga atriði samninganna.
f DAG og á morgun fer fram alls
herjaratkvæðagreiðsla um kjör
fulltrúa á Alþýðusambandsþing
í Verkamannafélagimi Dagsbrún.
Kosið er í skrifstofu félagsins í
Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. —
Kosningin hefst kl. 2 e. h og
stendur tii kl. 10 síðd. Á morgun
hefst kosningin kl. 10 árd. og
stendur til kl. 10 síðd. og er þá
lokið.
Tveir listar eru í kjöri: B-listi,
sem skipaður er lýðræðissinnum
og studdur af þeim Dagsbrúnar-
félögum, sem andstæðir eru
stefnu núverandi valdamanna í A.
S.f. og ríkisstjórn í kaupgjalds-
og verðlagsmálum og svo A-listi,
sem skipaður er þeim mönn-
um, sem bæjarfulltrúi Framsókn-
ar í Reykjavík færði sérstakar
þakkir vegna stuðnings þeirra við
stefnu ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmáiunum.
í þessum kosningum stendur
baráttan fyrst og fremst um það,
hvort halda beri áfram á þeirri
braut, er núverandi forusta í Al-
þýðusambandinu hefur markað á
tveimur síðustu árum þ.e.a.s.
áframhaldandi dýrtíð og kjara-
Eina svar Eðvarðs, að fródregn-
um fúkyx-ðum og persónulegum
svívirðingum um þá Dagsbrúnar
menn, sem afhjúpuðu blekkinga
tilraun félagsstjórnarinnar, var
það, að hann hefði ekki haft hug-
mynd um þessa yfirlýsingu.
Ekki er nú þessi frásögn Eð-
varðs Sigurðssonar sennileg.
Eru ekki bæði hann og Þjóð-
viljinn búnir að flytja Lúðvík
Jósefssyni sérstakar þakkir
fyrir framlag hans til lausnar
vinnudeilunni? Hvernig var
skerðing og að völdin séu tekin
at verkalýðsfélöguirum og ieng-
in i hendur fárra flugumanna
stjórnarvaldanna eða að samtök-
in verði gerð frjáls og óháð ríkis-
valdinu og einbeiti sér að þvi að
vinna að hagsmunamálum félaga
sinna án pólitískra fjötra vissra
tækifærissinnaðra valdabraskara.
Núverandi forusta Dagsbrúnar
hefur af alefli stutt stefnu nú-
verandi valdhafa og ef þeir fá
fulltrúa sína kjörna nú, mun eng-
in stefnubreyting verða þrátt
fyrir alla svardaga fyrir kosning-
ar.
Dagsbrúnarmenn, fylkið þvi
liði til baráttu fyrir sigri B-list-
ans. Hefjið Dagsbrún úr þeirri
niðurlægingu, sem núverandi
stjórn hefur sett félagið í. Kjósið
verkamannalistann, en ekkx hina
pólitísku hentistefnu-menn, sem
hafa það æsta takmark að styðja
Hannibal og valdabraskara hans
til áframhaldandi forustu í hcild-
arsamtökum verkamanna.
Dagsbrúnar-menn fram til
starfa fyrir verkamannalistann.
Munið, að það er í ykkar hendi
hver úrslitin verða.
ekki hvað
hægt að bera fram slíkar þakk
ir nema vita í hverju afrekin
voru fólgin. Til þess að forða
Dagsbrún frá verkfalli, sem
kommúnistaforingjarnir óttuð
ust eftir að hafa einangiað
félagið, gaf einmitt túðvíg
Jósefsson vinnuveitendum yf-
irlýsingu þessa. Á grundvelli
loforðs Lúðvíks Jósefssonar og
Hcrmanns Jónassonar um að
hækka „sem fyrst“ verðlag til
samræmis við kauphækkunina
leystist deilan.
STÓRVÍTAVERÐ
BLEKKINGARTILRAUN
Þessu mikilvæga atriði í sam-
bandi við lausn deilunnaar leyndi
Dagsbrúnarstjórnin, þegar hún
lagði samningana fyrir Dagsbrún-
arfund. Og í stað þess að bregðast
heiðarlega við og biðja Dagsbrún
armenn afsökunar á þessari leynd
á fundinum í fyrrakvöld, barði
Eðvarð Sigurðsson höfðmu við
steininn og hélt því fram, að
samninganefnd Dagsbrúnar hefði
aldrei „séð né heyrt þessa yfir-
lýsingu".
Með þessum orðum Eðvarffs er
ótvírætt staðfest, að ætlun
kommúnistaforingjanna. í
Dagsbrún var að leynra verka-
menn þessu mikilvæga atriði
— að minnsta kosti fram yfir
kosningarnar til Alþýðusam-
bandsþings. Vfirlýsingin ligg-
ur fyrir skjalfest og er tilgangs
laust að neita tilveru htirnar,
en algert einsdæmí mun vera,
að stjórn verkalýðsfélags leyfi
sér að beita jafn-óhæfilegum
blekkingum gagnvart meðlim
um félagsins.
Virðing kommúnistaforingjanna
fyrir dómgreind Dagsbrúnar-
manna birtist ljósast í þeirri fyr-
irætlun að reyna að fá þá til að
trúa því, að Lúðvík Jósefsson hafi
leynt flokksbróður sinn Eðvarð
Sigurðsson því, hvernig hann
leysti vinnudeilu Dagsbrúnar.
En ef menn trúa þessari yfir-
lýsingu Eðvarðs, þá felst í því
hin harðasta fordæming á athæfi
ríkisstjórnarinnar og þá ekki sízt
þeim Lúðvík Jósefssyni og Hanni
bal Valdimarssyni. Láti Þjóðvilj-
inn vera að fordæma svik þeirra,
Frh. á bls. 14.
Kosningarnar í Dagsbrún
hefjast i dag og lýkur á morgun