Morgunblaðið - 11.10.1958, Blaðsíða 16
VEÐRID
Allhvasst norðan, léttskýjað,
hiti um frostmark í nótt.
232. tbl. — Laugardagur 11. október 1958
Dagsbrúnarfundurinn
Sjá grein á bls. 6
Kiósið
B
lisfann
Guðjón Sigurðsson Ingim. Erlendsson Þorvaldur Ólafsson Ingólfur Jónasson
Guðni H. Árnason Kári ísl. Ingvarss.
Eggert Ólafsson Magnús Jóhanness. Þorv. Ó. Karlsson
Ingibjörg Arnórsd. Jóna Magnúsdóttir Steinn Jóhannsson Björn Jónatansson
Ragnh. Sigurðard.
Pétursson Eyjólfur Davíðsson
Trésmiðir, vinnið að sigri B-listans
Kosning hefst i dag
í DAG hefst fulltrúakjör á Al-
þýðusambandsþing í Trésmiðafé.
lagi Reykjavíkur. Tveir listar eru
í kjöri: B-listi, borinn fram af
stjórn og trúnaðarráði og studd-
ur af öllum lýðræðissinum í fé-
laginu og A-listi, kommunista og
fylgismanna þeirra.
Kosið er í skrifstofu félagsins,
Laufásvegi 8 og hefst kosningin
kl. 2 e. h. í dag og stendur til kl.
10 sd. Á morgun verður kosið á
sama stað frá kl. 10 árd. til kl.
12 og 1 e. h. til 10 sd.
Kosningaskrifstofa lýðræðis-
sinna er á Bergstaðastræti 61,
simi 1.91.13.
Undanfarna daga hefur það
komið greinilega í ljós, að kom-
múnistar og stuðningsmenn
þeirra, framsóknarmennirnir,
hafa lagt ofurkapp á allan kosn-
ingaundirbúninginn og beitt bæði
blíðmælgi og hótunum við tré-
smiði til þess að reyna að fá þá
Guðm. Jónsson Reinh. Reinhardtss. Þorvarður Eiríkss. Ólöf Pétursdóttir
Iðju-félagar fylkja sér um B-listann
IÐJA, fél. verksmiðjufólks í
Reykjavík, kýs nú um helgina 16
fulltrúa til Alþýðusambands-
þings. Viðhöfð verður allsherjar-
atkvæðagreiðsla og stendur hún
yfir frá kl. 10 f. h. í dag til kl.
7 e. h. og frá kl. 10 f. h. á morg-
un til kl. 11 e. h. Kosið er í
skrifstofu félagsins að Þórsg. 1.
Tveir listar eru í kjöri. A-listi,
sem borinn er fram af kommún-
istum og B-listi, listi lýðræðis-
sinna, borinn fram af stjórn og
trúnaðarmannaráði félagsins.
Það hefir vakið sérstaka at-
hygli, að þótt Birni Bjarnasyni
hafi nú loksins verið sparkað af
lista kommúnista, eru þar enn
sömu menn, er stóðu að óreið-
unni og óstjórninni í stjórnartíð
kommúnista í félaginu. Meira
að segja þeir, sem lánuðu sjálf-
um sér stórfé úr sjóðum Iðju,
fara nú fram á að vera kosnir
fuiltrúar félagsins á ' Alþýðu-
sambandsþing.
Á B-listanum eru þeir menn
sem undnfarið hafa gegnt for-
ystu í félaginu og unnið að marg-
víslegum hagsmunamálum iðn-
verkafólks, svo sem stofnun líf-
eyrissjóðs og byggingafélags, auk
Kosningaskrifstofur
B-listans
f ALÞÝÐUSAMBANDSKOSNINGUNUM, sem fram fara í
dag og á morgun verða kosningaskrifstofur lýðræðissinna á
eftirtöldum stöðum:
Lýbræbissinnar i Dagsbrún:
Breiðfirðingabúð efri hæð, símar 17343 og 13450.
Lýðræðissinnar i Iðju:
V.R., Vonarstræti 4, símar 14189 og 10530.
Lýðræðissinnar i Trésmiðafélaginu:
Bergstaðastræti 61, sími 19113.
Lýðræðissinnar í framangreindum félög<um eru hvattir til
að hafa samband við kosningaskrifstofu síns félags og veita
stuðningsmönnum B-listans alla þá aðstoð er þeir mega.
Kjósið snemma.
Kjósið B-listann
kauphækkana og fleiri mikil-
vægra kjarabóta. Á Alþýðusam-
bandsþingi munu þeir starfa að
málefnum launþega með sama
hætti og þeir hafa unnið fyrir
Iðju.
Iðjufólk mun fjölmenna á kjör
stað um helgina og fylkja sér
um lista lýðræðissinna, B-listann.
X - B
Mislingar
í bænum
MORGUNBLAÐIÐ fékk þær
upplýsingar í skrifstofu borgar-
læknis í gær, að mislingar séu
farnir að gera vart við sig hér
í bænum. Mislingar hafa ekki
gengið hér í bæ undanfarin 3—4
ár, þar til nú. Ennfremur hefur
verið nokkuð um veirusótt, ekki
nánar tilgreinda, sem sumir
Iæknar kalla þó heilahimnubólgu.
Virðist þessi veirusótt nú í rén-
un. Að öðru leyti er lítið um
kvilla í bænum.
Handknattleiks-
mót í kvöld
í KVÖLD kl. 8,15 hefst að Há-
logalandi fyrsta handknattleiks-
mót vetrarins, en það er afmælis
mót Fram og Víkings. Er hér urn
hraðkeppni að ræða í mfl. karla,
en gestaleikir verða í öðrum
flokkum. í kvöld fara þessir leik-
’.r fram:
Þróttur-Fram í mfl. kvenna,
Í.R.-Afturelding í mfl. karla
Víkingur-Þróttur í mfl. karla
Fram-F.H. í mfl. karla
Árm.-Víkingur í 3. fl. karla
Ármann-K.R. í mfl. karla.
Það lið, sem tapar, er úr keppni,
en sigurvegararnir keppa síðan
sín á milli annað kvöld, og fást
þá endanleg úrslit. Annað kvö'd
fer einnig fram leikur í 2. fl.
kvenna milli Ármanns og Vík ngs
og sennilega verður leikur í 2. fl.
karia.
til að kjósa lista sinn. Eiu mörg
dæmi þess að trésmiðum hafa
ofboðið þessar aðfarir og munu
þeir svara þessari pólitísku árás
á þann hátt að sameinast í bar-
áttu fyrir sigri B-listans og
tryggja glæsilgan sigur lýðræð-
issinna.
Trésmiðir eru beðnir að koma
í skrifstofu B-listans og ve:ta alla
þá aðstoð, sem þeir mega. Meðal
annars er nauðsynlegt, að allir
þeir trésmiðir, sem hafa bila til
umráða láni þá við kosningarnar.
Trésmiðir, munið að kjósa
snemma. Það léttir alla vinnu við
kosningarnar. Listi ykkar er B-
listinn.
Ásmundur Cuðmundsson
lœtur af biskupsdómi
Biskupskjör innan þriggja mánaða
BISKUP íslands, herra Ásmund-
ur Guðmundsson, mun nú láta af
biskupsdómi, og efnt verður til
biskupskjörs, að því er kirkju-
málaráðuneytið tilkynnti í gær-
dag. Varð biskupinn sjötugur
hinn 6. þ.m. en þá höfðu prestar
landsins sent kirkjumálaráðu-
neytinu áskorun um að biskupinn
héldi embætti sínu enn um ára-
bil.
í fréttatilk. kirkjumálaráðu-
Asmundur Guðmundsson biskup
neytisins segir svo um þetta mál:
Biskup íslands, herra Ásmund-
ur Guðmundsson, varð 70 ára
hinn 6. þ.m. — Kirkjustjórninni
hafði nokkru áður borizt áskor-
un undirrituð af velflestum prest
um landsins um að framlengja
embættisþjónustu biskups um 5
ár með vísun til ákvæða síðustu
málsgreinar 1. gr. laga nr. 27
1935, um aldurshámark opinberra
embættis- og starfsmanna.
Af þessu tilefni var óskað álits-
gerðar tveggja prófessora laga-
deildar háskólans, Ármanns Snæ
varrs, kennara í kirkjurétti, og
Óiafs Jóhannessonar, kennara í
stjórnarfarsrétti, um það, hvort
telja bæri að biskup íslands væri
einn þeirra embættismanna, sem
kosnir eru almennum kosningum,
þannig að hann geti gengt em-
bætti eftir 70 ára aldur sam-
kvæmt fyrrnefndu ákvæði 1. gr.
laga nr. 27 1935, sbr. 13. gr. laga
nr. 38 1954.
Álitsgerð prófessoranna hefur
nú borizt ráðuneytinu hinn 9.
þ.m. og er niðurstaða hennar á þá
leið, að ekki verði talið að um-
rædd lagaákvæði eigi við um em
bætti biskups íslands.
í samræmi við þetta mun nú
verða stofnað til biskupskjörs svo
sem lög mæla fyrir, en herra Ás-
mundi Guðmundssyni, biskupi,
hefur verið falið að gegna em-
bætti unz biskupskjör hefur far-
ið fram.
Kirkj umálaráðuney tið,
10. október 1958.
I lögunum frá 1935 sem vitnað
er í í fréttatilk.segir m.a. . „opin
ber starfsmaður skal leystur frá
þegar hann er fullra 70 ára. Ef
embættismaður sem hlotið hefur
embætti sitt með almennri kosn-
ingu, fer frá samkv. ákvörðun
þessara laga, skal honum heimilt
að sækja um embættið að nýju.
Hljóti hann kosningu, skal hann
fá veitingu fyrir embættinu um
5 ár“.
Þess eru mörg dæmi að prest-
ar hafi þjónað embætti sínu
langt yfir sjötugt. Þess munu þó
vart dæmi að þeir hafi sótt
um embættin að nýju. Það hefur
verið látið nægja að ákveðinn
fjöldi sóknarbarna þeirra sendi
áskorun til kirkjumálaráðuneyt-
isins.
Kjör nýs biskups mun fara
fram innap þriggja mánaða.
I lögunum um biskupskjör seg-
ir á þá leið að biskup sé sá rétt
kjörinn sem fær % greiddra at-
kvæða. Nú fær enginn þann at-
kvæðafjölda og skal þá embætt-
ið veitt þeim þriggja er flest
fengu atkvæðin, sem kirkjustjórn
in (þ.e. ráðherra) telur bezt til
þess fallinn.
Fyrsta hausthretið á
Vestur- og Norðurlandi
í GÆRKVÖLDI kom fyrsta haust
hretið á Vestur- og Norðurlandi.
Spáði Veðurstofan slyddu eða
hríð þar í nótt. Er tíðindamað-
ur blaðsins hringdi til Veður-
stofunnar í gærkvöldi og spurði
hvort hér væri um alvarlega
veðrabreytingu að ræða, var því
svarað til, að veðrið mundi ganga
niður í nótt. í gærkvöldi var
allhvasst á Vestfjörðum og hiti
2 til 4 stig og talið að þar mundi
snjóa niður undir sjó. Á Norður-
landi var hins vegar rigning er
síðast fréttist og einnig þar var
veðrið að ganga niður.