Morgunblaðið - 11.10.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVTSni Á ÐIÐ Laugardagur 11. okt. 1958 i I Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastióri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrætí 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 AsKnftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. YFIRLÝSINGIN, SEM ÁTTI AÐ LEYNA Yfirlýsing sú, sem ríkis- stjórnin gaf í sambandi við lausn Dagsbrúnar- deilunnar, mun hvarvetna vekja hina mestu athygli af marghátt- uðum ástæðum. Sjálf hljóðar yfir lýsingin svo: „Sú meginregla skal gilda við ný verðlagsákvæði eftir gildis- töku hins nýja Dagsbrúnarsamn- ings, að miðað sé við hið um- samda kaup við ákvörðun verð- lagningar og nýjar verðreglur ákveðnar sem fyrst, hafi kaup- breytingin teljandi áhrif á verð- lagsútreikninginn." Hið fyrsta, sem menn spyrja, er: Af hverju var þessi yíirlýs- ing ekki birt þegar í stað? Þessu geta V-stjórnarherrarnir einir svarað. En víst er það merkilegt, ef satt er, sem Þjóð- viljinn hefur eftir Eðvarð Sig- urðssyni á Dagsbrúnarfundinum: „Eðvarð Sigurðsson kvað samn inganefnd Dagsbrúnar aldrei hafa séð né heyrt þessa yfirlýs- ingu og spurði hverjum hún hefði verið afhent.“ ★ Óumdeilt er, að það voru Her- mann Jónasson og Lúðvík Jós- efsson sem yfirlýsinguna gáfu. V-stjórnin náði völdum með lof- orðum um það, að hafa samráð við stéttarfélögin og sérstakiega Alþýðusamband íslands um allar meiri háttar ákvarðanir í efna- hagsmálunum. Dæmin um svik þeirra loforða eru orðin býsna mörg. E. t. v. er þó ekkert átakan legra en þetta. Kaupsamningar standa yfir milli atvinnurekenda og verka- manna. I>á tekur ríkisstjórnin sig til og gerir sérsamninga við vinnuveitendur, þeim í hag. En samráðið við stærsta verkalýðs- félag landsins er ekki meira en ísvo, að samninganefnd þess er dulin tilvist sérsamningsins við vinnuveitendur. Nær þrem- ur vikum síðar fullyrðir Eðvarð Sigurðsson, að samninganefnd Dagsbrúnar hafi aldrei séð né heyrt þessa yfirlýsingu! Um sannleiksgildi þeirrar full- yrðingar Eðvarðs Sigurðssonar verður hver að trúa því sem hon- um þykir líklegast. Óhugsandi er, að þeir Hermann Jónasson og Lúðvík Jósefsson hafi ekki sagt samráðherrum sínum í V-stjórn- inni frá þessum sérsamningi við vinnuveitendur. Líklegast er m. a. s., að þeir hafi fengið samþykkf stjórnarinnar áður en yfirlýsingin var gefin. Öruggt er, að Hannibal Valdi- marsson forseti Alþýðusambands íslands, hefur vitað um þessa yfir lýsingu vikum saman. Er trúnað- ur milli hans og stærsta verka- lýðsfélag landsins ekki meiri en svo, að hann hafi allan þennan tíma þagað um þetta grundvallar atriði við sjálfa samninganefnd Dagsbrúnar? ★ Leyndin sýnir, hver alvara er hér á ferðum. Á þögn V-stjórnar- innar er engin skýring önnur en sú, að stjórnin telji sjálf, að með þessum sérsamningi hafi hún ver- ið að vega aftan að verkalýðn- um. Með þessu eigi að gera kaup- hækkanirnar að engu með marg- földum verðlagshækkunum. Annað mál er það, hvort þessi skoðun sjálfrar stjórnarinnar fær staðizt. En ef sérsamningur stjórn arinnar við vinnuveitendur hefur verið gerður að nauðsynjalausu, er hann þeim mun fremur óverj- andi. Ef ástæða var til að gera hann, þá varð að sjálfsögðu að gera öllum aðilum grein fyrir honum þegar í stað. Um skoðun Hermanns Jónas- sonar forsætisráðherra á kaup- hækkunum nú, þarf ekki að fara í grafgötur. Hinn 30. ágúst birti Tíminn ræðu eftir Hermann, þar sem m. a. er að þessu vikið í eftirfarandi orðum: „En hann kvað það jafnskað- legt að tekið væri meira en fram- leiðslan gæti þolað, eins og því miður ætti sér stað nú, sem hefði í för með sér vaxandi dýrtíð, vegna þess, að þegar tekið væri hærra kaup af framlciðsiunni en hún gæti greitt, gæti það auðvit- að ekki endað með öðru en því að rikið yrði að taka það aftur af hinum vinnandi stéttum með álögum og greiða það til baka til framleiðslunnar. Þetta væri það, sem nú tíðkaðist og hefði í för með sér það, sem nú blasir við hverjum manni.“ ★ Ef mannlegt mál hefur nokkra merkingu, segir forsætisráðherr- ann þarna, að kaupgjaldið fyrir 30. ágúst hafi þegar verið orðið svo hátt, að stórhætta stafaði af. Af því hlýtur að leiða, að nýjar hækkanir kaupgjalds hafi í för með sér nýjar hættur. Ef for- sætisráðherrann meinti eitthvað með orðum sínum, hlaut hann þess vegna að standa á móti nýj- um kaupgjaldshækkunum eða a. m. k. vara menn við óhjákvæmi- legum afleiðingum þeirra. I stað þess sendu Framsóknar- broddarnir deiidarstjóra Ey- steins, Kristján Thorlacius, á bæjarstjórnarfund, þar sem harm á sínum tíma bar fram kröfu um, að orðið væri við kröfum Dags- brúnar í meginatriðum, þ. e. a. s. kaupgjaldið væri hækkað mun meira en að lokum var þó samið um. I beinu framhaldi þessa greiddi forsætisráðherrann fyrir 9,5% kaupgjaldshækkun með því að lofa atvinnurekendum í laumi, að hækkununum skyldi jafn- skjótt velt yfir á allan almenning! Forsætisráðherrann hafði á þennan veg sjálfur forystu um það, sem hann fáum vikum áður hafði sterklega varað við, og gerði það með því móti að blekkja verkamenn til að halda, að þeir væru að fá veruiegar kjarabætur, þegar hann samtímis gerði ráðstafanir til, að þær yrðu lítils eða einskis virði. öll er þessi hegðun svo, að orð skortir til að lýsa henni, svo sem verð- ugt væri. ískyggilegast af öllu er, að með þessu er enn verið að villa um fyrir mönnum í hverju vandi efnahagsmálanna raunverulega er fólginn. Þar sem þar veltur á öllu að hætt verði öllu laumu- spili og menn geri sjálfum sér og öðrum hiklaust grein fyrir hinu sanna samhengi. UTAN UR HEIMI Þoturnar verða líka gamlar HEIMURINN okkar „minnkar“ sífellt. Frá ári til árs „minnka" fjarlægðirnar með vaxandi hraða samgöngutækjanna. Ekki eru liðin nema 55 ár síðan Wright- bræðurnir fóru í fyrstu flugferð- ina. Þessi fyrsta flugvél var undratæki þeirra tíma, hún flaug — og margir vildu ekki trúa. Þegar Louis Blériot flaug fyrst- ur manna yfir Ermarsund, fyrir 49 árum, urðu menn að trúa því, að hægt væri að fljúga. Og einn merkasti þáttur flugsögunnar var lugferð Lindberghs yfir Atlants- hafið fyrir 31 ári. Hann var 33 stundir á leiðinni og flugvél hans náði 179 km meðalhraða. *** f mannkynssögunni er 31 ár ekki langur timi. En í flug- En heppnin var ekki með Comet I. Nokkrar flugvélar fór- ust, þotan var tekin úr umferð og við nákvæma rannsókn kom í ljós, að málmþreyta svokölluð, olli slysunum. Nú var Comet end urbyggð, en fyrir bragðið misstu Bretar sex ára forgjöf fram yfir aðrar þjóðir á sviði flugsins — og brezkur flugvélaiðnaður hlaut meira áfall en Bretar gátu með góðu móti sætt sig við. ■sJ* Á næstunni verða fjórar aðrar farþegaþotur teknar í notkun. Þetta eru bandarisku þoturnar Douglas DC-8, Boeing-707 og Convair 880 — og svo franska þotan Caravelle. Af öllum þess- um þotum hefur Boeing-707 hlot- ið mesta reynslu. Hún hefur um Dynjandi „gömlu“ hreyflanna hverNir sögunni er þetta tímabil óralangt, það nær yfir mörg þróunarskeið. Nú hafa enn orð- ið tímamót í sögu flugsins. Nýi og gamli heimurinn hafa enn verið færðir saman, heimurinn okkar hefur minnkað. í dag tek- ur aðeins sex stundir að fara með nýjustu farþegaþotunum yfir Atlantshafið — milli heims- álfa. Brezka þotan Comet IV frá De Havilland-verksmiðjunum flaug nýlega milli New York og London á liðlega 6 stundum, meðalhraði hennar í ferðinni var 928 km á klst., en mesti hraði í ferðinni var 1024 km. Hún flaug í 11 km hæð — í 55 gráða frosti. Engum kom það á óvart, að Bretar urðu fyrstir til þess að taka upp reglubundið farþega- flug með þotum. Fyrir sex árum var Comet I tekin í notkun á flugleiðinni til S-Afríku og þá var allt útlit fyrir, að Bretar mundu öðlast slíka yfirburði í farþegafluginu, að flugvélafram- leiðslu annarra þjóða væri ógn- að. langt skeið verið í notkun hjá Bandaríkjaher. Allir, sem með flugmálum fylgjast, kannast við flutningaþotuna KC-135, sem er ein og sama þotan og Boeing-707. Comet IV hefur verið reynd í 50.000 flugstundir og hreyflar hennar hafa verið reyndir í 25 þúsund klukkustundir. Cara- velle hefur verið reynd allt þetta ár, tiltölulega skammt er síðan Convair og Douglas hófu sinn reynslutíma. Enda þótt Bretar yrðu fyrstir til þess að hefja ferðir með þot- um yfir Atlantshafið og Comet IV hafi gengizt undir jafnmikla prófraun og raun ber vitni — þá ber ekki að neita því, að ekki er laust við, að hjá fólki gæti enn nokkurs ótta við Cometuna. Flugslysin eru mönnum enn í fersku minni o£ það mun taka all-langan tíma að efla traust almennings á þessari nýju þotu. Samkeppnin í farþegafluginu verður á næstu árum enn harðari en nokkru sinni fyrr. Flug- félögin verða nú að leggja meira fé í þotukaupin en þau hafa nokkru sinni lagt í flugvéla- kaup í einu og andvirði þotanna, sem nú eru í pöntun, er mun meira en andvirði allra farþega- flugvéla, sem nú eru í notkun. Ve„..a þessarar miklu fjárfest- ingar og ýmissa breytinga á rekstri, sem eru samfara far- kostaskiptunum, verða flugfélög in nú að spjara sig hvert sem betur getur. 10 stærstu flugfélög heims «ru nú Pan American, BOAC (Bret- land), KLM (Holland), Air France, SAS, Trans World Air- lines (Bandaríkin), BEA (Bret- land), Swissair, Quantas (Ástra- lía) og Sabena (Belgía). Til sam- ans eiga þessi félög hundruð nýrra þota í pöntun og jafnframt eru þau farin að hugsa til þess að losna við eldri flugvélar, sem allt fram á þennan dag hafa þótt hinar beztu farkostir. Hinn nýi flugvélakostur félaganna verður mun minni að tölu en hann áður var. Fyrst og fremst eru nýju þoturnar stærri en eldri flugvél- ar svo og hraðfleygari — og á flestum flugleiðum geta þær far- ið tvær ferðir á sama tíma og gömlu flugvélarnar fóru eina ferð. Þessar breytingar munu m. a. hafa það í för með sér, að þrátt fyrir ört vaxandi flutninga þurfa flugfélögin ekki að bæta við starfsfólki að ráði næstu ár- in. SAS hefur t. d. tilkynnt, að á næsta ári verði engir nýir flug- menn né flugfreyjur ráðnar — og svo er jafnframt um önnur flugfélög. Pan American, stærsta flugfélagið hefur um 25.000 mannj í þjónustu sinni. Fiugvél- ar félagsins skipta hundruðum, en með tilkomu þotanna fækkar farkostum þess töluvert og hefur jafnvel heyrzt, að fækkað verði starfsfólki. Af nýju þotunum eru Douglas DC-8 og Boeing-707 stærstar en Convair 880 er litlu minni. Flug- vélar þessar geta flutt allt að 170—180 farþega, ef þær eru innréttaðar fyrir ferðamenn, en sætafjöldinn verður í flestum mun minni. Er flugvélunum skipt í mörg farrými, misjafniega rúm- góð — og á dýrustu farrýmum verður að gera ráð fyrir einka- klefum, reyksölum og vínstúkum svo að í flestum tilfellum ftytja þessar þotur ekki nema um eða rétt yfir 100 farþega. Þannig er það t. d. með Comet IV. Hún getur flutt 90 farþega, en flytur nú aðeins 48 manns. Afgangsrúm inu er varið til alls kyns þæg- inda. Allar fyrrgreindar þotur fljúga með allt að 100 km hraða á klst. og hafa fjóra hreyfla. Caravelle er að nokkru leyti sérstæð. Hún er tveggja hreyfla og er þeim komið fyrir utan á búknum, aftarlega. Dregur þetta fyrirkomulag mjög úr hávaðan- um inni í farþegarýminu jafn- framt því sem viðgerðir og hreyflaskipti eru mun auðveld- ari.Þá segja hinir frönsku smiðir Framh. á bls. 14 . . . fyrir hvini þotunnar. (Caravelle — örin bendir á hreyfilinn).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.