Morgunblaðið - 11.10.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.10.1958, Qupperneq 3
Laugardagur 11. okt. 1958 MORGVNBLAÐIÐ 3 — Alþingi Framh. af bls. 1 álar eru djúpir og greina landið glögglega frá öðrum þjóðlöndum. Það er sannmæli, að ísland byrji, áður en það rís úr sæ, og „lands- brún“ heitir frá fornu fari, það sem vér nú köllum landgrunn. Landkostir hafa jafnan verið hálfir í sjó, og sjávaraflinn, sem er vor erlendi gjaldeyrir, gerir það kleift, að halda uppi nútíma menningu á þessari „yztu þröm“. Það er tækni nútímans, sem gerir oss kleift að njóta landsins gæða í ríkum mæli, bæði til lands og sjávar. En jafnframt veldur hin sama tækni vaxandi ágangi og ofveiði á fiskimiðum. Frá byrjun togaraaldar og til skamms tíma hafa íslendingar búið við fimmtíu ára samning við Breta um þriggja mílna land- helgi. Þennan samning héldu ís- lendingar vel, og vita þó allir, sem muna aftur til síðustu alda- móta, hve þungum búsifjum hann olli íslenzkum fiskimönn- um. Það þarf því engan að undra, að íslendingar höfðu mikinn við- búnað til að endurheimta gömul fiskimið, þegar samningurinn rann út, og kæmi ekki til hugar að tímabundinn samningur ynni hefð. Að þessum undirbúningi hefir verið unnið dyggilega af ríkisstjórnum og sérfræðingum þeirra í rúmlega tíu ár, og málið flutt á vettvangi Hinna samein- uðu þjóða. Það hefir verið sýnt fram á algera sérstöðu íslend- inga um fiskveiðar, ofveiði, og saga íslenzkrar landhelgi rakin. Framundan er sívaxandi tækni í fiskveiðum og fljótandi fiskiðju- ver. Öllum er kunnugt um afleið- ingar ofveiðinnar í Norðursjó, við Skotlandsstrendur og á Fær- eyjabanka. íslendingar vilja ekki bíða aðgerðarlausir sama örreyt is á sínum fiskimiðum. Þeir hafa flutt mál sitt á alþjóðavettvangi í þeirri von, að settar yrðu al- þjóðareglur um víðáttu land- helgi, og að viðurkennd væri sér- staða þeirra strandríkja, sem byggja afkomu sína að mestu á fiskveiðum. En sú von hefir brugðizt til þessa. Þar fyrir hefir mikið áunnizt um skilning á sér- stöðu íslands. Það hefir verið gengið frá hinni gömlu kenn- ingu um þriggja mílna fallbyssu- landhelgi dauðri, og hugsunar- háttur í landhelgismálum er ger- breyttur. Mest er það þó ennþá í orði og minna í framkvæmd. Hér er eins og oftar beitt þófi, þegar hagsmunir rekast á, og fá- mennar þjóðir vilja rétta sinn hlut. En það ætti öllum að vera orðið ljóst, að meðan engar al- þjóðareglur eru settar, munu þau ríki, sem aðskipt eru um fisk veiðilandhelgi, halda áfram að taka sér sjálfdæmi. Landhelgis- deilur eru engin nýjung, og hafa stundum orðið býsna langdregn- ar. En breyttur hugsunarháttur og vaxandi alþjóðasamstarf ætti nú að geta gert þessar deilur stuttar. Til þess eru samtök þjóð- anna, að leysa knýjandi viðfangs- efni með sanngirni á friðsamleg- an hátt. íslendingar sætta sig ekki lengur við þóf um ófyrirsjáan- legan tíma. Reglugerðin um tólf mílna landhelgi gekk í gildi fyrsta september síðastliðinn. Vér undrumst það ekki sérstak- lega, þó ýmsir hrykkju við af þessum tíðindum. Einn árangur- inn mætti verða sá, að vekja aðr- ar þjóðir til þess að sinna hinni aðkallandi nauðsyn strandríkja um fiskveiðar, og láta ekki drag- ast úr hömlu, að setja alþjóðalög, þar sem engin eru til, og forðast þannig hættulega árekstra í fram tíðinni. Er þetta eitt af hinum sjálfsögðu viðfangsefnum Hinna sameinuðu þjóða, og íslendingar hafa nú öðru sinni, lagt til, að Hinar sameinuðu þjóðir leiddu landhelgismálin í heild sinni til lykta. Það hnykkti að vísu ýmsum við, þegar hin nýja fiskveiðar- reglugerð gekk í gildi, en þó eng- um meir en íslendingum sjálfum. Það mun vera í fyrsta sinn, sem herflota er beint gegn stækkun fiskveiðalandhelgi, þegar Bretar Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson setur Alþingi í gær. sendu herskip sín, veiðiskipum til trausts og halds innan íslenzkrar laridhelgi. Vér höfðum vænzt þess, að njóta fiskisældar og frið- sældar, sem fylgt hefir legu lands ins í miðju Norður-Atlantshafi, og gerðum ráð fyrir því ef ein- hver teldi brotin á sér lög, að þá mundi það mál sótt á alþjóðavett vangi. Sjálfir höfum vér verið vopnlaus þjóð um margar aldir, og ætlum oss engan hlut í vopna- viðskiptum. En Bretar hafa að sinni, kosið sér vopnað sjálfdæmi um hagsmunaágreining við bandalagsþjóð. Ég harma það að góðir og gamlir nágrannar skuli „svo mikla ógæfu saman eiga“. En gott tækifæri hafa Bretar til að hætta þessum hættulega leik nú þegar Hinar sameinuðu þjóðir taka málm í heild aftur til athug- unar. Um hitt standa allir íslend ingar samnn sem einn maður, að hvorki herfloti Breta, né nokkur annar herskapur, verður látinn ráða þessum málum til lykta, hverju sem fram vindur. Það er vá fyrir dyrum, ef Bret- ar halda uppteknum hætti, og vaxandi nú, þegar vetur gengur í garð með auknum bátaflota á ver tíð. íslenzk varðskip hafa farið með löndum af varfærni og þó með festu. Þjóðin fagnar einróma drengilegri framgöngu í land- helgisgæzlu og mættum vér, sem sitjum öruggir í landi, hafa meir það fordæmi í umræðum og orð- bragði. Þjóðareining þolir ekki sífelldar hnippingar á gamla flokksvísu. Það verður jafnan nokkur ágreiningur um aðferðir, þó markmið sé eitt. En á alvöru- og úrslitastundum verður þjóðar einingin að skyggja á allt slíkt. Að svo mæltu óska ég þess og vona, að Alþingi og ríkisstjórn beri gæfu til, að leiða vandamál og viðfangsefni þjóðarinnar svo til lykta, að atkoma hennar, ör- yggi og heiður verði tryggður á komandi árum. Á Er forsetinn hafði lokið máli sínu, tók aldursforseti, Jóhann Þ. Jósefsson, þingmaður Vestmanna eyinga, við fundarstjórn. I upp- hafi máls síns minntist hann Sig- urjóns Þ. Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns, sem látizt hafði eftir síðustu þinglok. Rakti ald- ursforseti æviatriði Sigurjóns og starfsferil, en þingmenn risu úr sætum og vottuðu með því minn- ingu hins látna virðingu sina. Þá tilkynnti aldursforseti, að samkvæmt ósk hæstvirtrar ríkis- stjórnarinnar yrði fundi samein- Samkomulag um fœreyska landhelgi? Fólkaflokkurinn skiptir viða um frambjóðendur í kosningunum Kaupmannahöfn, 10. okt. I Færeyinga, Dana og Breta GERT er ráð fyrir, að sér-|um landhelgismálin verði fræðingaviðræðunum milli! hætt á morgun. Fréttamenn ALDREI hefur það komiff jafn skýrt fram og í yfirstandandi Al- þýffusambandskosningum hversu skefjalaust kommúnistar og fylgi sveinar þeirra beita flokkssam- tökum sínum til áróffurs og íhiut- unar í kosningar í verkalýffsfé- lögum. Hafa margir fundir ver- iff haldnir í kommúnistaflokkn- um og Framsóknarflokknum til þess aff ræffa sérstaklega kosn- ingarnar til Alþýffusambands- þings og flokkslegan áróffur þeirra í sambandi viff þær. Þessi starfscmi kommúnista og framsóknarmanna sést bezt á mefffylgjandi auglýsingu, sem birtist í Þjóffviljanum og Tíman- um nýlega. Félagar verkalýffssamtakanna Framsóknahneun- i verká- ;■ tamnafélaginu Dagsbrún halda 'f fuud í skriístofu Framaéknsur- | flókksína i Báúuhúsinu suanudag tn i S. ekt nnæstkoinattdS kl Z 1 e.h. — ÁriffABdi mál á dagsknú IJndirbúaiiicsweíaáStt, munu svara þessari pólitísku árás kommúnista og Framsóknar á viffeigandi hátt og sameinast í stéttarlegri baráttu gegn þess- ari árás þeirra á hagsmunasam- tök sín. segja, að sérfræðing'arnir hafi komizt að samkomulagi um samningsuppkast. Af kosningunum í Færeyjum er það helzt að segja, að það hefur vakið mikla athygli, að Fólkaflokkurinn Refur hvorki í framboði Rikard Long, fyrrum landsstjórnarmann, né Ole Jen- sen, núverandi landsstjórnar- mann. Aðalframbjóðandi flokks- ins verður Knud Wang, ritstjóri Dagblaðsins. Wang og Jensen eru báðir hlynntir samningaleiðinni í landhelgismálinu. Býður vopnahlé í Alsír TÚNIS, 10. okt. — Forsæt- isráðherra uppreisnarstjórn- arinnar í Alsír, Ferrat Abh- as, skrifar grein í blaðið Mounjaliidi í dag' og býðst til þess að taka upp samn- ingaviðræður við frönsku stjórnina um vopnahlé í Alsír. Segir hann, að umræð ur geti hafizt nú þegar, ef de Gaulle vilji. Stepinac f er livergi BELGRAD, 10. okt. — Tilkynnt var í aðalbækistöðvum kaþólskra manna í Zagreb í Júgóslavíu, að Stepinac kardínáli muni ekki fara til Róms að kjósa nýjan páfa. Hann hefur verið heilsutæpur og auk þess situr hann í eins konar stofufangelsi á heimili sínu. — Kardínálinn er sextugur. STAKSTEIÍAR Hver tekur mark á þeim? Blaff kommúnista segir í gær, aff „ekki komi til mála að afnema eða skerða vísitölu á kaup verka- manna“. En hver getur tekiff mark á þessari yfirlýsingu þegar þaff er vitaff aff sjálfur forseti Alþýffusambands íslands, Hanni- bal Valdimarsson, er aff semja um þaff viff Eystein Jónsson og Hermann Jónasson aff vísitölu- uppbætur á kaup skuli afnumd- ar. Þaff eru kommúnistar, sem kusu þennan mann í stöðu for- seta ASÍ. Þeir bera alla ábyrgff á setu hans í ríkisstjórn. Það er þess vegna í þeirra umboffi, sem hann er aff semja við brodda Framsóknarflokksins um afnám vísitölukerfisins, nýja skatta og álögur á almenning. Það var líka hann, sem sór og sárt viff lagffi á síðasta Alþýffusambandsþingi, aff 'þörflum framleiffslunnar fyr- ir aukinn stuffning skyldi aldrei mætt meff „nýjum álögum á al- þýffuna“. Hann efndi þetta heit þannig, aff fyrst Iagffi vinstri stjórnin 300 millj. kr. nýja skatta á almenning og síðan 800 millj. kr. nýjar álögur. Fólkið man svikin Fólkið man þessi svik, einnlg verkamennirnir í Dagsbrún. En nú koma kommúnistar til þess- ara verkamanna og biðja þá aff kjósa fulltrúa handa Hannibal og Eysteini, fulltrúa til þess aff hjálpa vinstri stjórninni til þess aff leggja „nýja skatta á alþýff- una“, fulltrúa til þess aff sam- þykkja afnám framfærsluvísi- tölunnar og „nýjar ráffstafanir" Eysteins og Hannibals! Þetta er þaff, sem kommúnlst- ar eru aff biðja verkamennina í Dagsbrún um aff hjálpa vinsíri stjórninni að gera. Þaff sætir því vissulega engri fturffu þótt kommúnistum sé nú þungt fyrir fæti í áróffrinum fyrir kosningu fulltrúa handa Hannibal og Eysteini. Halda kjörskránni Það er eitt dæmiff um ofbeldi kommúnista í stjórn Dagsbrún- ar aff þeir halda kjörskrá félags- ins fyrir andstæffingum sínum þangaff til kosning hefst. Sam- kvæmt lögum Alþýffusambands íslands skal kjörskrá í verka- lýffsfélögum almennt leggjast fram tveimur sólarhringum fyr- ir kjördag. En stjórn Dagsbrún- ar, undir forystu kommúnista, hefiur þverbrotiff þetta fyrir- mæli. Andstæffingar kommún- ista eiga engan affgang aff kjör- skrá Dagsbrúnar fyrr en um leiff og kosning hefst. Slík framkoma tíðkast ekki í neinu verkalýffs- félagi nema Dagsbrún. En hvers vegna gera kommún- istar þetta? Auffvitaff til þess aff eiga hægra meff aff falsa kjörskrána sér í hag. Þaff er líka vitaff aff komm- únistar hafa leikiff þann leik undanfarin ár aff halda fjölda verkamanna, sem eiga full félags réttindi í Dagsbrún, utan viff kjörskrá félagsins. Hins vegar halda þeir þar fjölda manna, sem fyrir löngu ættu aff vera farn- ir þaðan, eru alls ekki verka- menn og eiga engra félagsrétt- inda aff njóta í verkamanna- félagi. Þannig er „lýffræffi" komm- únista. En meff þessum fanta- tökum gagnvart verkamönnum hafa þeir haldiff stjórn Dags- brúnar. Þannig héldu þeir líka stjórn Iðju um áraskeið. En verk- smiffjiufólkinu tókst aff hrinda ofbeldisstjórninni af sér. Dags- brúnarmönnnm mun einnig tak- ast þaff, fyrr effa síðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.