Morgunblaðið - 12.10.1958, Blaðsíða 6
f
MORCVTSBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. okt. 1958
Trésmiðir, hrindið árás
kommanna á félag ykkar!
ÞJÓÐVILJINN gerir í gær að
umræðuefni félagsmál trésmiða.
Öll er greinin með endemum lág-
kúruleg og lýsir glöggt þeirri ör-
væntingu, sem gripið hefir liðið,
sem ekki tókst að vinna félagið
úr höndum lýðræðissinna, við
stjórnarkjörið í vetur þrátt fyrir
það þó allir sjóðir S.Í.S. væru
opnaðir til að greiða skuldir
kommúnista svo þeir gætu kosið.
Mannauminginn sem látið hef-
ir hafa sig til þess að fara að
rifja upp „málefni félagsins" hef-
ir verið svo slappur á taugum, að
aumkunarvert er. Það er út af
fyrir sig, hitt er alvarlegra fyrir
hann að hann virðist hafa misst
minnið.
Það er þess vegna ekki úr vegi
að hressa svolítið upp á minni
mannsins. í greinni er sagt að
Morgunblaðið og Alþýðubl. hafi
hrópað það út fyrir kosningar í
fyrra, að kommúnistar í félaginu
hefðu lánað sjálfum sér 150,000
kr. úr sjóðum félagsins. Þetta seg
ir hann að hafi verið marghrakið.
Eitthvað hringla kvarnimar í
höfði hans út af þessu, því komm
únistar lýstu því yfir á prenti
sjálfir í vaðli sínum um þetta
mál, að þeir hefðu ekki einung-
is lánað sér 150.ÖÓ0 — heldur
rúmar 200,000 kr. úr sjóðum fé-
lagsins. Þetta ætti hann að at-
huga betur áður en hann fer að
skrifa í blöðin næst. Einnig er
hollt fyrir hann að minnast þess
að á fundi þeim sem þetta mál
upplýstist, lyppuðust foringjar
kommúnista niður, og keyrðust
lengra og lengra niður í sæti sín,
eftir því sem á fundinn leið, og
sannaðist þar á þeim hið forn-
kveðna, að „ber er hver að baki
nema sér bróður eigi“. Þeir
höfðu ekki skriffinna Þjóðvilj-
ans, né aðra ,,máttarviði“ að bak
hjarli á stundinni.
Greinarhöfundur minntist lítil
leg á framhaldsaðalfund, það er
að segja, að hann er að vísu bú-
inn að gleyma því, að fundur sá
sem hann á við var framhalds-
aðalfundur, vegna þess að komm
únistai höfðu haldið uppi mál-
þófi og nöldri á aðalfundi, og
tafið með þvi tíma svo ekki var
lokið nema litlu einu af aðalfund
arstörfum.
Á framhaldsaðalfundi var síð-
an samþ. tillaga kommúnista með
fárra atkvæða mun þess efnis, að
fresta bæri afgreiðslu reikninga
og óska eftir endurskoðun á
þeim. Ástæðan fyrir því að til-
laga þessi kom fram var sú, að
foringi kommúnista í félaginu,
Benedikt Davíðsson var búinn að
gleyma því, eins og öðru að hann
hafði fengið greiðslu fyrir bíl
sinn, úr félagssjóði, og neitaði
hann að viðurkenna það, hins
vegar liggur fyrir kvittun undir-
rituð af honum sjálfum fyrir þess
ari greiðslu, og erfitt mun fyrir
hann að sannfæra fylgismenn
sína um það öðru sinni, að hann
hafi ekki fengið þetta greitt.
Um 10 þúsund króna hallann,
sem greinarhöfundur talar um,
er rétt að ráðleggja honum með
tilliti til minnisins, að bíða þar
til endurskoðun er lokið, þákynni
að renna upp fyrir honum ljós.
Rétt er að rifja upp fyrir mann-
inn svolítið í sambandi við inn-
heimtuna. Það er rétt, sem hann
segir, það var deilt á kommúnista
fyrir slælega innheimtu og aldrei
hefir innheitan verið í meiri
ólestri en undir þeirra stjórn,
þrátt fyrir það að upp í hendur
þessara manna væri lögð ná-
kvæm og síendurnýjuð spjald-
skrá til þess að vinna eftir. Öllu
þessu komu þeir fyrir kattarnef
í sinni stjórnartíð, og allir þeir
menn, sem safnað hafa stórskuld
um í félaginu, byrja að safna
skuldum undir forystu kommún-
ista. Þetta hefir að mjög miklu
leyti verið lagað nú, og eru þeir
orðnir mjög fáir sem skulda stór-
ar upphæðir í félagsgjöld hjá fé-
laginu.
í greininni er lítillega minnzt á
að fáir séu á kjörskrá nú, sakir
þess hve innheimta sé léleg. Ekki
er minnið á marga fiska hér. Þeg
ar lýðræðissinnar buðu fram
á móti kommúnistum 1957, og
félagið hafði verið í höndum
þeirra í þrjú ár, voru á kjörskrá
samtals 234 menn, að frádregn-
um þeim, sem skulduðu félags-
gjöld. Nú eru á kjörskrá 320, að
frádregnum skuldugum, eða með
öðrum orðum 40% fleiri fullgild-
ir félagsmenn, en voru þá. Af
þessu sést að full ástæða er til
þess að vorkenna mannaumingj-
anum, svo ekki sé meira sagt.
Það er ekki ástæða til að fara
frekar út í að elta þetta orða
hjal þessa mannaumingja, hins
vegar væri ekki úr vegi að minna
hann á nokkur afrek sjálfs sín
og sinna máta í trésmiðafélaginu.
Skal þá fyrst nefnt það afrek
þeirra 1957, er þeir neituðu um
20 manns að kjósa, og voru auk
þess búnir að týna af meðlima-
skránni milli 10 og 20 mönnum,
sem þeir sögðu ýmist látna, eða
flutta úr bænum. Allir skiluðu
þeir sér samt á kjörstað og gátu
kommúnistar ekki á móti mælt
að þar væru menn á ferð, og með
hörku hafðist það að þeir fengju
að kjósa. Slík var reglan á þeim
hlutum.
Trésmiðafélagið hafði áður en
kommúnistar komust til valda
haldið uppi ýmislegri starfsemi
svo sem starfrækslu pöntunarfél.,
og einnig var starfandi málfunda
deild innan félagsins, og óhæít
er að fullyrða að þar fengu komm
únistar sinn skóla eins og aðrir 1
í þeim efnum. Þessi starfsemi
lagðist algerlega niður og skyldu
þeir svo við Málfundadeildina,
að ekki fundust einu sinni fund-
argerðarbækur þegar þeir skildu
við.
Um pöntunarfélagið er það
að segja, að í stað varanna í hill-
unum sem þeir tóku við af fyrir-
rennurum sínum skyldu þeir eft-
ir tómar brennivínsflöskur í
hundraðavís, og kenndi þar ým-
issa grasa, mátti gjörla sjá að ein-
hverjum hefir orðið óglatt af
drykkjunni, því ekki var ör-
grannt að spýja og annað sem
ógleði leiðir af sér væri þar fyrir.
Ótal margt fleira mætti tína
til, svo sem eins og það hve meist
aralega Benedikt og hans mönn-
um tókst að fá dæmdan af tré-
smiðum réttinn til að endurnýja
rúðugler í gömlum húsum og
margt fleira, en það gefst von-
andi tækifæri til þess að upplýsa
það mál almennt fyrir félags-
mönnum, þó síðar verði. Að end-
ingu er rétt að minna hinn vank-
aða greinarhöfund Þjóðvilja-
greinarinnaráþað að jafnlágkúru
legar blaðagreinar, og sú er hann
lét frá sér fara í gær eru ekki
’il þess fallnar að auka traust á
mönnum, þær hafa þvert á móti
öfug áhrif.
Trésmiðir eru farnir að þekkja
til vinnubragða kommúnista, og
þeir gera sér það ljóst sjálfir.
Það hefir einnig komið skýrt í
ljós að svo er og sýna það glöggt
framboð þeirra í þessum kosning-
um, þar sem goðinu Benedikt er
steypt af stalli eins og Stalin
forðum, og víst er það að ekki
munu stoðirnar styrkjast þótt
reynt sé að berja Framsóknar-
mönnum í brestina. Trésmiðir
vita hvers er að vænta þaðan. Nei
góðir hálsar þessi „taktik“ dugar
ekki við reykvíska trésmiði, þeir
eru þroskaðri en það. Þeir munu
reka þann flótta sem brostinn er
lið kommúnista og aftaníossa
þeirra það eftirminnilega, að þeir
hugsi sig vel um áður en
þeir leggja til atlögu í annað
sinn gegn Trésmiðafélagi Reykja
víkur.
Trésmiðir, allir eitt — X-B.
Zóphómas Jónsson:
,,Kjörskrá Dagsbrúnar
verður aldrei nógu mikið
fölsuð
rr
ÞEGAR fulltrúar lista lýðræðis-
sinna í Dagsbrún fengu loksins
í gærmorgun afhenta kjörskrá
Dagsbrúnar, aðeins 2 klukku-
stundum áður en kosning átti að
hefjast, hittu þeir fyrir í skrif-
stofu Dagsbrúnar Zóphónías
nokkurn Jónsson, sem var að
leggja síðustu hönd á kjörskrána.
Kjörskránrii hafði verið lofað
kl. 11, en ekki fengu fulltrúar
B-listans hana afhenta fyrr en kl.
12. Létu þeir þá orð falla um það,
hvort ekki væri búið að falsa kjör
skrána nóg.
Svaraði þá Zóphónías Jónsson
með þjósti: KJÖRSKRÁ DAGS-
BRÚNAR VERÐUR ALDREI
NÓGU MIKIÐ FÖLSUÐ.
Þessi hógværi starfsmaður
kommúnistastjórnarinnar í Dags-
brún er þekktur fyrir heimsókn
sína í rússneska sendiráðið til að
hylla Rússa eftir blóðbaðið í Ung
verjalandi. Var hann þá svo
smekklegur að reka út úr sér
tunguna í áttina til mannfjöld-
ans, sem safnazt hafði saman fyr
ir utan sendiráðið til þess að mót
mæla ofbeldisverkunum í Ung-
verjalandi.
SKAK
SKÁKSTÍLL Michaels Thal, sig-
urvegarans frá Portoroz, er mjög
vinsæll. Hann er eins og eldfjall,
lítils háttar órói og skruðningar
og svo stendur allt í ljósum loga.
Hér kemur skák sem hann tefldi
nú í vikunni á Olympíuskákmót-
inu í Múnchen. Það er ójafn leik-
ur, sá sterkasti á móti þeim veik-
asta.
Hvítt: Michael Thal
Svart: Russel, írlandi
Skozkt bragð
1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3.d4, exd4;
4. c3, dxc3; 5. Rxc3, d6; Þetta
bragðs hvíts í 4. leik er ekkert
sérstakt, en svartur verður þó að
úr
skrifar
dagtega lifinu
„Stælgæji og skutla“
SÍFELLT er verið að kvarta
undan því hvað ungdómur-
inn tali mikið hrognamál og í
hvílíkri hættu íslenzkt mál sé á
þessum síðustu og verstu tímum.
Ég hefi alltaf verið þeirrar skoð-
unar að óþarfi sé að bera kvíð-
boga fyrir þessu. Jafnvel þó ein-
stöku sinnum heyrist viðhöfð
orð eins og „stælgæji", og
„skutla“, „gúbbi“ og „sveskja“,
sem ku þýða piltur og stúlka, þá
held ég að slíkt sé eingöngu sagt
í gamni, og til að vekja hlátur.
Og hvað beygingum viðkemur, á
ég bágt með að trúa því að ungl-
ingar komist í gegnum 9 vetra
skyldunám, án þess að hafa feng-
ið talsverða hugmynd um hvern-
ig fara eigi með íslenzk orð. Að
minnsta kosti væri meira en lítið
bogið við skólakerfið okkar, ef
svo væri.
og fremst í stássstofunni, sem
oft var með karnap og spegl-
um fyrir utan gluggana til
að sjá umferðina. Fyrir inn-
an sátu stássmeyjar og bald-
ýrðu eða bróderuðu, hedobo-
eða hexesting, kontorsting eða
krosssaum. Annars önnuðust þær
kokkhús og spískamers. sem svo
hétu lengi frameftir. Það var tal-
að lélegra mál í mörgum húsum
Reykjavík þá en nú..............“
M
Stuepige með *tufukúst“
ARGIR hafa vafalaust verið
mér sammála, þegar þeir
hlustuðu á Vilhjálm Þ. Gíslason,
útvarpsstjóra draga upp skemmti
lega mynd af því hvernig talað
var á uppvaxtarárum hans hér
í Reykjavík í bráðskemmtiiegu
erindi í útvarpinu í erindaflokkn-
um Æskuslóðir. Hann sagði:
„ ... Hversdagslega sátu menn
heima. Á mörgum heimilum voru
vinnukonur, stundum barnfóstr
ur að auki, og í fínum húsum
stofustúlka eða stuepige. Hún
gekk rnn með stufukúst og
fægiskúffu og stufaði af, fyrs1
og sömu eða svipuð orð eru til
í báðum málunum.
fara mjög varlega. Hér mátti
einnig leika Bb4; 6. Bc4, Rf6 með
góðri stöðu. 6. Bc4, Be7? Betra
Be6 7. Db3, Ra5; 8. Bxf7j', Kf8;
9. Da4, KxB; 10. DxR, Be6;
11. o-o, Kf8; 12. Rd5, c6; 13. Rc7,
Bf7; 14. Rd4; Dc8; Hótunin Re6f
kemur nú svörtum í óleysanlega
klípu og sýnir að Kf8 hefir verið
óheppilegur leikur. 15. RxH, DxR
16. Rf5, b6; 17. Dc3, Bf6; 18. Dg3,
Re7; Í9. Dxd6, Ke8; 20. Bh6, Hg8;
21. Hadl, Dc8; 22. Bxg7, RxR;
23. exR, Be7; 24. Hfel, Be6; 25.
HxBe6, HxBg7; 26. f6 og svartur
gafst upp.
Já, það er áreiðanlegt, að þá
var talað lélegra mál en nú. Við
höfum verið dugleg að hreinsa
burt úr málinu dönskusletturnar,
sem svo algengar voru fyrir
nokkrum áratugum. En mér er
ekki grunlaust um, að í ákafanum
fljóti með hjá okkur ágæt íslenzk
orð, eingöngu af því að danskan
er af sama stofni og íslenzkan
„Að krossa strítuna“
UR því að slettur og bjagað mál
er til umræðu, ætla ég til gam
ans að birta nokkrar setningar
upp úr kverinu, sem kom út fyrir
1930 og nefnist „Sýnishorn af
vestur-íslenzku“. Mér er þó alls
ókunnugt um hvort slikt mál hef-
ur í rauninni verið talað í ís-
lendinganýlendunni.
„Við krossum strítuna hérna og
tökum karið þarna á horninu.
Hefur þú ferið reddí? Jes, ég
skildi segja svo. Þegar við svo
arævum í parkinu, þá sögghjedja
ég að við gottum okkur æskrím
á standinum hjá Thordarson, sje-
um á lúkkát fyrir peintur, og
vindum svo upp einterteinment-
inu með því að pleija púl hjá
Missu Hol.“ Þetta útleggst: „Við
göngum hérna yfir strætið og för
um upp í sporvagninn þarna á
hinu horninu. Hefur þú fargjaldið
við höndina? Já, blessaður vertu.
Þegar við svo komum I lystigarð-
inn, þá sting ég upp á því, að við
fáum okkur rjómaís hjá Þórðar-
son, förum svo að skyggnast um
eftir „máluðum meyjum" og end-
um svo þessa skemmtun með því,
að spila billiard hjá ungfrú Hall-
dórsdóttur."
Hér er annað dæmi: „Hefur þú
kvittað borðingshúsið? Ég borða
sjálfan mig — það er sípara
Og þetta á að þýða: „Ertu hættur
að borða í matsöluhúsinu? Ég er
í fæði hjá sjálfum mér — það
er ódýrara."
Styrkir til rann-
sóknarstarfa og
háskólanánis
ALEXANDER von Humboltstofn
unin mun á ný veita styrki til
rannsóknarstarfa eða til háskóla-
náms í Þýzkal. skólaárið 1959—’60
að því er sendiráð Sambands-
lýðveldisins Þýzkalands hefur
tjáð íslenzkum stjórnarvöldum.
Styrkirnir eru ætlaðir háskóla-
kandidötum, sem eru innan við
þrítugt að aldri og nema þeir
450 þýzkum mörkum á mánuði.
Styrkirnir eru miðaðir við 10
mánaða námsdvöl í Sambands-
lýðveldinu, frá 1. okt. til 31.
júlí. Nægileg þýzkukunnátta er
áskilin.
Eyðublöð undir umsóknir um
styrki þessa fást i menritamála-
ráðuneytinu í Stjórnarráðshúsinu
við Lækjartorg. Umsóknir, í þrí-
riti, skulu hafa borizt ráðuneyt-
inu fyrir 20. nóvember næstkom-
andi.
Hinn almenn
kirkjufundur
HINN almenni kirkjufundur
heldur áfram í dag. Kl. 11 verður
altarisganga í Fríkirkjunni, en
kl. 2 síðd. heldur dagskrá fund-
arins áfram í Fríkirkjunni og
verða þá fluK tvö erindi. Séra
Sigurbjörn Á. Gíslason flytur er-
indi um altarisgöngur og Ólafur
Ólafsson, kristniboði flytur er-
indi um kristniboð. Kl. 9 í kvöld
flytur Sigurbjörn Einarsson er-
indi: Trúin á Guð og trúin á
manninn. Á morgun heldur fund-
urinn áfram í KFUM-húsinu.