Morgunblaðið - 12.10.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12. okt. 1958
MORGUNBLAÐIÐ
9
hin óljósu mörk góðs og ills, rétt-
lætis og ranglætis. Elskhugmn
íorni er sekur um lygar sem
leiddu til þess að barnið dó, og
hann lærir að þjást, en ekki fyrr
en dauðinn blasir við honum.
Verður sekt hans goldin með
grimmdarverkinu sem fyrrver-
andi ástkona hans vill láta vinna
á honum? Er réttlætið í því fólgið
að borga grimmd með grimmd?
Eða er það réttlátt að „gleyma"
glæpnum, eins og þorpsbúar vilja
í upphafi.
Hvað svo sem réttlætið er, þá
verður það aðeins tryggt með
peningum. Auðmaðurinn hefur
réttinn jafnan sín megin. Maður-
inn er þræll auðsins og makræðis
:ns.
Eitthvað þessu líkur virðist boð
skapur höfundarins vera, en hann
er ekki fyrst og fremst prédikari,
heldur „opinberari“: hann sýnir
okkur lífið og lætur okkur reyna
það. Sjálf getum við svo dregið
okkar ályktanir.
„The Visit“ er með áhrifaríkari
sjónleikum sem ég hef seð: þar
er ofið saman afdráttarlausu
raunsæi og djúptæku skáldlegu
innsæi. Veruleikinn er ekki bara
„sýndur", heldur einnig krufinn.
Það var kannski ímyndun hjá
mér, en mér fannst á stundum
fara kaldur hrollur um áhorfend-
ur, þeir voru hálflamaðir. Margir
létu undir höfuð leggjast að
klappa í leikslok, og einn vinur
minn sagði mér, að það kæmi t’l
af því, að Bandaríkjamenn þyldu
illa svo strangan kost. Hvað sem
satt er í því, þá hefur leikritið
Atriði úr „West Sicle Story“.
verið sýnt fyrir fullu húsi frá því
i maí, að undanteknum tveimur
sumarmánuðum. En það kann að
stafa af því, að hin frægu hjón
ara með aðalhlutverkin, fremur
en af vinsældum sjálfs verksins.
Yfirleitt er mönnum ekki um að
horfast í augu við blákaldan og
óhjúpaðan sannleikann.
s-a-m.
Slátrun i Vestur-
Skaftafellssýslu
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 8.
okt. — Slátrun sauðfjár hjá Kaup
félagi Skaftfellinga hófst sl.
mánudag á Fagurhólsmýri í Ör-
æfum, í hinu nýja sláturhúsi
kaupfélagsins sem það lét byggja
sl. sumar. Stendur húsið neðan
við túnið á Fagurhóismýri, eKki
langt frá flugbrautinni. Hús
þetta kemur í staðinn fyrir
gamla sláturhúsið hjá Salthöfða,
sem orðið var lélegt og ófullnægj
andi, en það hafði verið byggt
árið 1928 er slátvun hófst í Öræf-
um.
Undanfarin haust hefur oftast
verið slátrað um 2000 fjár í Ör-
æfum, en búast má við að það
verði heldur fleira nú. Afurðir eru
fluttar jafnóðum með flugvélum
til Reykjavíkur. Er gert ráð fyr-
ir að flogið verði að jafnaði 3 á
dag meðan slátrun stendur yfir.
(Frétt þessi er samkvt. uppl. frá
Helga Arasyni á Fagurhólsmýri).
— Frétlaritari.
°9
heunitiS
Fallegur skólakjóll, sauinaður
lieima eftir McCalls-sniði
Kynning á fafnaði á
ungar stúlkur
í Sambandi við híbýla- og tóm-
stundasýninguna „Með eigin
höndum", sem nú stendur yfir í
Listamannaskálanum, var um síð
ustu helgi kynning á fatnaði,
snyrtingu og umgengni. Hluti af
þessari kynningu var sýning á
fatnaði fyrir ungar stúlkur, .og
var mest miðað við hentugan
hversdags-og skólafatnað.Þó voru
til gamans sýndir þrír finir kvöld
kjólar á ungar stúlkur.
Fatnaður þessi var ýmist val-
inn í verzlunum bæjarins eða
saumaður eftir McCalls- og Butt-
erick-sniðum. Reyndu umsjónar-
konur sýningarinnar að gera sér
grein fyrár því, hve mikill verð-
munur er á flíkum, sem saumaðár
eru heima og þeim sem keyptar
eru tilbúnar. Er það skemmst frá
að segja, að munurinn er gtfur-
legur. T. d. var þarna sýnd
blússa, svipuð þeim sem kosta
um 300 kr. í búð. Efnið í hana
og sniðið kostaði kr. 105,00. Skóla
kjóllinn á myndinni, sem þessum
línum fylgir kostaði kr. 466,00 og
eru saumalaun þá ekki reiknuð
með, heldur efni, snið og allt til-
legg. Er hann ákaflega éfnismikill
fóru 4 metrar í kjólinn á þessa
lágvöxnu stúlku.
Tilbúnu sniðin eru talin ákaf-
lega auðveld viðfangs. — Lag-
hentar stúlkur og mæður þeirra
ættu auðveldlega að geta saum-
að einfaldar flíkur eftir þeim.
Hlýjar og klæðilcgar úlpur á
skólastúlkur
Síðan er óhætt að færast meira í
fang, þegar æfingtn er fengir.
Hér á síðunni birtum við þrjár
myndir frá tízkusýningunni.
Nýtt gólfteppi ?
GÓLFTEPPI eru dýr og því er
betra að hugsa málið vandlega
áður en ráðizt er í slík kaup. Það '
á helzt að vera endingargott og
húsmóðurinni á ekki að veitast
of erfitt að halda því hreinu.
Taka ber tillit til þess, hvar í
húsinu teppið á að vera. Eigi það
að vera á þeim stað, þar sem mik
ill umgangur er, verður það að
vera bæði sterkt og þannig að
auðvelt sé að hreinsa það. Þá er
hagkvæmast að velja alullar-
teppi. Lang-sterkust eru auðvit-
að handhnýttu austurlenzku
teppin, því að þau munu vera
næstum óslítandi en þau eru líka
flestum of dýr, ef þau þá fást
hérlendis.
Á Norðurlöndum eru sérstak-
lega vinsæl hin svokölluðu
„vende“-teppi. Þau eru úr þétt-
ofinni ull og þannig úr garði
gerð, að hægt er að láta hvora
hliðina sem er, snúa upp. Margir
velja einnig þann kost, að
kaupa teppisrenninga, sem síðan
eru saumaðir saman og eru slík
teppi oft látin hylja stofugólfið
alveg, húsmóðurinni til hægðar-
auka við gólf-hreinsun. Hentug-
ast er, að teppi á gólf — þar sem
umgangur er mikill séu þéttofin
og snögg, því að þau slitna
síður en flatofin teppi.
Það er smekksatriði, hvort
menn vilja heldur eitt stórt teppi
á stofugólfið eða fleiri lítil. En
auðveldara er að koma litlum
teppum út til viðrunar og um
leið auðveldara að verja þau möl.
Alullarteppin eru sem sagt
bezt, en hafi menn ekki ráð á að
kaupa þau, er líka um að ræða
teppi, sem eru blönduð, til dæm-
is 70—80% ull en hitt rayon-ull.
Þau eru ódýrari, en slitna fyrr.
Þegar menn athuga, hvaða
efni er í gólfteppinu, beinist at-
hyglin venjulega fyrst að efra
borðinu eða ívafinu. En hinn þráð
urinn, nefnilega uppistaðan, sem
bezt sést á röngunni skiptir líka
miklu máli. Þegar um flosteppi
er að ræða, er,oftast þráður sem
nefnist , jute“ í uppistöðunni, og
er hann einnig slitsterkastur.
Til þesss að teppið verði ending
arbetra, er rétt að hafa undir því
annaðhvort „filt“ með gúmmilagi
að neðan, eða gamalt gólfteppi.
Kvöldkjóll úr siffon-tafti frá
einni af kjólaverzlunum bæjar
ins
Hvíft tákn
HAFIÐ þið gert ykkur ljóst hvað
hvíti liturinn er í miklu áliti með
al húsmæðra nú á dögum? Allt á
að vera hvítt, til þess að það sé
fint. Hvítt .... tákn sakleysisins.
Sápan, sem áður var græn eða
gul eða brún, á nú að vera hvit,
ef hún er góð. Er það til þess að
telja okkur trú um að þá verði
hendur okkar hvítari?
Sykurinn á að vera hvítur,
hreinsaður svO að hann heíur
glatað mikilvægum næringarefn-
um. Púðursykur er varla notað-
ur lengur til matar. Fjörefnin og
söltin, sem í púðursykrinum eru,
tökum við frekar inn í pillum.
Hrísgrjónin eiga að vera hvít
en ekki gulgræn, eins og þau eru
áður en hýðið er tekið af þeim.
Það er leitt, því einmitt í hýðinu
eru mikilvægustu næringarefnin.
Hænsnakjötið á að vera sem
allra hvítast. í Ultuna í Svíþjóð
hafa verið gerðar tilraunir, þar
sem hænsnafóðrir var gert sér-
sakleysisins
' staklega næringarríkt. Við það
I varð hænsnakjötið gulara. En
fólk vildi ekki kaupa það. Hvítt
j skyldi það vera.
Brauðið á að vera hvítt eins og
; hreinsuð bómull. Dökka brauðið
sem er okkur miklu hollara, nær
aldrei eins miklum vinsældum.
Þvotturinn á að vera „hvítari
en allt hvítt“. Með alls konar
kynjabrögðum er húsmóðurinni
, kennt, hvernig hún eigi að fara
j að. Stundum er henni jafnvel
j sagt, að hann sé allra hvítastur,
sé hann „blár“. (??) En tauið
verður sízt endingarbetra, þegar
eftir hvern þvott eru sett í það
ýmis efnasambönd til þess eins
að gera það hvítara.
En hvítt skal það vera ....
j hvítt eins og sakleysið. . En er
j hvíti liturinn alltaf saklaus? Eða
j erum við kvenfólkið í dag í þess-
; um efnum eins og stóreygir, undr
; andi sakleysingjar ofan úr afdöl-
urri? Stundum er engu líkara en
i svo sé. (Þýtt úr sænsku).
Tove ðlolsson
LISTAKONAN Tove Olafsson
starfar um þessar mundir að því
að höggva mynd í íslenzkt grjót
úti í Danmörku. Hún komst í
kynni við þetta „dásamlega" ís-
lenzka grjót, eins og hún orðar
það, þegar hún bjó á íslandi í
8 ár, í fjöruborðinu inni í Laug-
arnesi.
Steininn, sem hún er að
höggva í mynd af móður og
barni, hefur hún fengið sendan
frá íslandi. Sigurður Nordal,
fyrrverandi sendiherra sendi
henni þrjá slíka steina að gjöf
eftir að hann flutti heim. Og
stærsti steinninn er svo stór og
þungur, að það tók fimm tíma
að koma honum um borð í skip-
ið, sem flutti . _m. Þegar steinn-
inn kom á áfangastað, kom í
ljós, að öðru megin á honum var
aflíðandi skálína, sem ekki sam-
ræmdist vinnuteikningunni, og
þá varð hún að víkja, því Tove
kveðst alltaf láta hið uppruna-
lega form steinanna halda sér,
eftir því sem hægt er, og fylla
það upp með myndunum.
Tove Ólafsson fluttist til Dan-
rnerkur fyrir fimm árum með
tvær dætur sínar, sem þá vöru
1 og 16 ára. Hún hefur nú komið
sér fyrir í „listamannabænum"
Hjorteskær. Myndhöggvarar eiga
ekki hægt með að fá leigt í
venjulegu íbúðarhúsnæði, því
nágrannarnir eru ekki allir hrifn
ir af því að hlusta á hamars-
1 0g allan liðlangan daginn, og
á því fékk Tove að kenna eftir
að hún fluttist utan. En 1 Hjorte-
skær búa aðeins listamenn, sem
skilja þarfir og sjónarmið hver
annars.
Nú er Tove Ólafsson sem sagt
að koma sér vel fyrir og er
önnum kafin við ýmis verkefni.
Nýlega hefur Carlsbergstofnun-
in pantað hjá henni myndaflokk,
sem á að prýða sjúkrahúsið í
Holsterbro og ekki er langt síðan
Kaupmannahafnarborg keypti af
henni stóra mynd. En hálfgerða
myndin úr íslenzka steininum,
sem stendur fyrir utan vinnu-
stofuna hennar, og myndin hér
að ofan sýnir, er enn óseld.