Morgunblaðið - 12.10.1958, Blaðsíða 15
Sunnudagur 12. okt. 1958
M O R C VIS B L A fí I Ð
15
Franski leikstjórinn Rogér
Vadim ætlar nú að ná sér niðri
á leikkonunni Brigitte Bardot.
Þau voru gift en Brigitte sneri
við honum bakinu fyrir nokkru.
Það var Roger Vadim, sem
gerði Brigitte fræga, en nú ætlar
hann að láta hana lönd og leið og
er búinn að útvega sér nýja leiK-
konu, sem á að taka við hlutverk-
um Brigitte.
Nýja leikkonan heitir Annette
Stroyberg. Hún er mjög lík Bri-
gitte. Þær munu bráðlega byrja
að berjast um hyllj kvikmynda-
hú-
topeKíngu. -msteÍB
sem látinn er fyrir nokkrum ár-
um mælti eitt sinn: — Vísinda-
maðurinn er maður sem veit eitt-
hvað um það sem heimurinn veit
ekkert um, en veit ekkert um það unum og ætla að gera smáríkið
sem allur heimurinn veit um. Monaco að einni helztu menn-
ingar- og listamiðstöð Evrópu.
Einræðisherra Kina, Mao Tse- Þeir eru þegar reiðubúnir að
tung er sæmilegur hagyrðingur. ' leggja fram sameiginlega um 20
Guðrún Sveinsdóttir
fréttunum
Þegar honum leiðist á löngum
flokksfundum
semur hann
ljóð á pappírs-
miða. Þegar
hann hefur lok
ið að semja
ljóðið. tekur
hann miðann,
krumpar hann
U] q t saman og fleyg
‘ “ ir á gólfið. Þeg
ar fundinum lýkur finna hrein-
gerningamennirnir miðana og
halda þeim saman. Þannig geym-
ist skáldskapur einræðisherrans,
þótt ekkj sé Mao mikið um það
gefið að ljóð hans séu gefin út
heima í Kína. Hann segir: — Þau
eru of gamaldags og geta viUt
um fyrir æskunni.
Rainer fursti af Monaco, Onass
is stórskipaeigandi og ónefndur
bandarískur kvikmyndaframleið-
andi sitja nú að samningamakki.
Þeir hafa miklar áætlanir á prjón
milljónir króna til byggingar
óperuhúss i Monte Carlo.
Hnéfiðlusnillingurinn Pablo
Casals hefur í fjölmörg ár hafnað
öllum boðum um að halda tón-
ÍmmapfK leika nema í
«ÍÍlÍlll hins vegar þau
tíðindi, að hann ætlar að koma
á miklum alþjóðatónleikum, sem
haldnir verða í fundarsal Alls-
herjarþings S. þ. Mun hann leika
þar sónuötu eftir Bach í D-dúr.
Tónleikunum verður endur-
varpað í 48 löndum, þar á meðal
af íslenzka ríkisútvarpinu.
Minningarorð
Á MORGUN verður borin til
hinztu hvíldar ekkjan Guðrún
Sveinsdóttir frá Kjarnholtum í
Biskupstungum, en hún andaðist
mánudaginn 6. október s. 1. í
sjúkrahúsi í Hafnarfirði eftir
tæprar viku legu.
Guðrún var fædd 6. nóv. 1869
að Rauðafelli undir Austur-Eyja-
fjöllum, var hún því tæpra 89
ára er hún lézt. Foreldrar henn-
ar voru Sveinn Arnoddsson bóndi
þar og Elín Guðmundsdóttir
kona hans.
Með föður sínum og síðari
konu hans, Dórótheu Högnadótt-
ur, flutti Guðrún að Efra-Lang-
holti í Hrunamannahreppi árið
1886. Þar dvaldi hún svo í föð-
urhúsum þar til er hún flytur að
Kjarnholtum í Biskupstungum
árið 1895 og árið eftir giftist
hún manni sínum Gísla Guð-
r undssyni bónda þar. Voru þau
gefin saman 4. júlí, hún þá 27
ára, en hann 29 ára. Hófu þau
svo búskapinn á jörð hans, sem
er góð sauðjörð, en erfið á ýms-
an hátt. Búskapur þeirra tíma
var engin rósaganga, hvorki hjá
þeim né öðrum. En kjarkur, hag-
sýni og harðfylgi þeirra hjón-
anna í einu sem öðru, færði þeim
laun síns erfiðis. Þau eignuðust
alls níu börn, en aðeins fjögur
þeirra náðu fullorðins-árum
Taugaveiki, lungnabólga og fleiri
sjúkdómar skildu eftir skörð 1
barnahópinn þeirra eins og svo
margra annarra hjóna á þessum
tímum, því læknavísindin voru
ekki komin eins langt þá og nú í
dag. Þrjú börn sín misstu þau
í bernsku en tvö á tvítugs-aldri,
stúlku tæpra 15 ára og dr^ng 16
ára. Af þeim fjórum, sem upp
komust er það elzta látið, en það
SANTOS kaffi er brennt og malað úr ekta SANTOS
baunum. SANTOS kaffi bragðbetra, dekkra og drýgra en
var Dóroþea, sem gift var Þor-
leifi Bergssyni bónda á Hofsá í
Svarfaðardal, en hún lézt fyrir
fjórum árum. Hin börnin eru:
Vilmundur bóndi í Króki í Garða
hreppi, Einar bóndi í Kjarnholt-
um og Lovísa Sveinborg gift
Friðsteini Bergssyni á Dalvík.
Auk þess ólu þau upp Úlfhildi
Kristjánsdóttur, sem nú býr á
Dysjum í Garðahreppi ásamt
manni sínum Guðmundi Magnús-
syni hreppstjóra.
Mann sinn missti Guðrún 28.
júlí 1921, en hún hélt áfram bú-
skap á jörðinni þar til synir
hennar tóku við henni. Árið 1934
flyzt hún að Króki í Garðahreppi
með fjölskyldu Vilmundar sonar
síns. Hafði hann þá misst heils-
una og varð að liggja í sjúkra-
húsi langan tíma. Upp frá því
dvaldi Guðrún til dauðadags í
Króki.
Þegar við lítum yfir hinn
langa starfsdag Guðrúnar undr-
umst við og dáumst að þreki,
fórnfýsi og drenglyndi hennar.
Fyrst er það starfið í foreldra-
húsum, þá á hennar eigin heimili
í Kjarnholtum í fjóra tugi ára
og síðast en ekki sízt í Króki.
Þegar starfsdegi hennar hefði að
öllu venjulegu mátt teljast lok-
ið, kýs hún sér það hlutskipti
að taka sig upp frá heimili sínu,
til þess að veita hjálp. Hún flyt-
ur þá burt úr fjallabyggðinni,
sem hún unni þó svo mjög, og
niður að sjónum, til þess að veita
konu Vilmundar hjjálp við upp-
eldi barnanna sinna fjögurra,
meðan hann liggur langdvölum
í sjúkrahúsi.
Þegar ég kynntist Guðrúnu
var höfuð hennar þegar slegið
silfurhærum, en svipurinn lýsti
rós^mi, mildi og hreinleika. Allt
fas hennar bar vott um góða
greind, rólega íhygli og einlægt
trúartraust. Það var eins og hún
væri úr fjarska búin að grand-
skoða lífið sjálft og stæði utan
við það að nokkru leyti, tilbúin
til hinnar hinztu ferðar, en með
óbilandi trú á hið góða í mann-
inum og hina rótgrónu íslenzku
bændamenningu. Hugur hennar
reikaði oft aftur til æskudag-
anna, eins og svo títt er um
aldrað fólk, og þá var það jafn-
an fegurð hinnar íslenzku nátt-
úru sem heillaði hana, og nú
mun hennar síðasta för hér verða
austur í Biskupstungurnar að
Haukadal, til þess að hvíla þar
við hlið margra sinna nánustu í
faðmi íslenzku fjallanna.
S. Ó. J.
venjulegt kaffi, en að sjálfsögðu dálítið dýrara vegna
þess, að það er í hærra gæðaflokki.
NEW YORK, 9. okt. — Banda-
SANTOS kaffi er eftirsóttur kostadrykkur á Norður-
löndum og víðar um heim.
SANTOS kaffi er fyrir þá, sem vilja gera sér dagamun.
Það fæst í næstu búð ásamt okkar ágæta BRAGAKAFFI.
ríkin, Bretland og fleiri ríki þar
á meðal Noregur munu á næst-
unni bera fram tillögu við stjórn
málanefnd Allsherjarþingsins um
að stöðvaðar verði tilraunir með
kjarnorkuvopn meðan viðræður
um hugsanlega algera stöðvun
tilrauna fara fram í Genf, sem
hefjast 31. október. •