Morgunblaðið - 12.10.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1958, Blaðsíða 14
14 Moncrvpr 4Ð1Ð Sunnudagur 12. okt. 1958 — Reykjavíkurbréf Framhald af bis. 13. vér, sem sitjum öruggir í landi, hafa meir þa8 fordæmi í umræð- um og orðbragði. Þjóðareining þoiir ekki sifelldar hnippingar á gamla flokksvísu. Það verður jafnan nokkur ágreiningur um að ferðir, þó markmið sé eitt. En á alvöru- og úrslitastundum verður þjóðareiningin að skyggja á allt slíkt.“ Enn fer því fjarri, að sjálf ríkisstjórnin og málgögn hennar fylgi þessari hollu ráðieggingu í verki. Alþýðublaðið segir t. d. sl. mið- vikudag: „Ef kommúnistar vilja að mál- staður íslands í landhelgismálinu (igri, þá ættu þeir að hugsa naeira um þá þjóðareiningu, sem landsmenn allir krefjast". Auðvitað er þessi áminning til kommúnista réttmæt. En hvernig hefur utanríkisráðherranum að sinni hálfu tekizt að stuðla að þjóðareiningu? Á sínum tíma neitaði hann með gersamlega ó- fullnægjandi og raunar alrangri greinargerð að verða við tillögu Sjáifstæðismanna um að kæra athæfi Breta fyrir Atlantshafs- bandalaginu. Var þar þó bent á líklegasta ráðið til að stöðva her- hlaup Breta inn í hina nýju fisk- veiðilandhelgi. Eftir þá synjun hefur utanríkisráðherra ekki haft neitt samráð við Sjálfstæðis- menn um meðferð málsins. — Hvorki honum né öðrum í ríkis- stjórninni þóknaðist að leita ráða Sjálfstæðismanna, eða svo mikið sem segja þeim frá því, á hvern veg málið skyldi tekið upp innan Sameinuðu þjóðanna. Af frásögn stjórnarblaðanna var þó ljóst, að sjálf var stjórnin mjög reikul í ráði um hvað í þessu skyldi gert. Frásagnir blaðanna voru harla ósamhljóða og yfirlýsingar þær, sem frá stjórninni komu í full- komnu innbyrðis ósamræmi. Ekkert samráð um fulltrúa á þing S.þ. Ekkert samráð var haft við stjórnarandstöðuna um hverjir skyldu sendir sem fulltrúar ísiands á þing Sameinuðu þjóðanna, þar sem málið skyldi tekið til meðferðar. Utanrikisráð- herra neitaði þeirri ósk sam- starfsmanna sinni í stjórninni, Alþýðubandalagsráðherranna, að allir þingflokkar fengju að benda á fulltrúa af sinni hálfu. Ekki fær staðizt, að sú synjun sé vegna þess, að ráðherrann vilji ekki, að kommúnistar mæti af hálfu landsins í þessari stofnun. Hann sendi Finnboga Rút Valdimars- son hiklaust þangað fyrir 2 árum. Hins hefur hann aftur á móti Skrifborðslampar með spíral-armi. Kr: 295. — Mjög hentugir fyrir skólafólk. Tfekla Austurstræti 14 Sími 11687. ætíð gætt, að gefa Sjálfstæðis- flokknum engan kost á því að til- nefna fulltrúa á þingið. Ef ástæða var til þess fyrir tveimur árum, að stjórnarflokkarnir fengju all- ir að hafa menn í sendinefndinni, þá er það sannast að segja ein- kennileg framkvæmd á þjóðar- einingu nú að neiía því, sem þá var gert. Einskis nýtur skollaleikur Það er einskis nýtur skollaleik- ur, þegar Alþýðuflokksmenn og Framsóknarmenn láta svo, eink- anlega við erlenda menn, sem þeir hafa tal af, að þeir haldi þannig á utanríkismálunum, að kommúnistar hafi þar engin áhrif. Fulltrúavalið á þing Sam- einuðu þjóðanna fyrir 2 árum, sem vikið var að hér að framan, segir sína sögu. Enn meira máli skiptir það, sem er óhagganleg staðreynd, að kommúnistinn Lúð- vík Jósefsson hefur af stjórnar- innar hálfu forystu í landhelgis- málinu. Tíminn og Alþýðublaðið telja það raunar öðru hverju ganga landráðum næst að frá þessu sé sagt. En ef svo er, þá liggja landráðin í því að fela kommúnista embætti sjávarút- vegsmálaráðherra, þegar þetta mál er til úrlausnar. Það er sú staðreynd, sem óhagganleg er, og óhjákvæmilegt er að talað sé um innanlands og utan. Enginn efi er á því, að það hefur gert málið mun erfiðara í sókn fyrir okkur í almenningsáliti erlendis, að kommúnisti skyldi gefa út hina margumtöluðu reglugerð. Jafnvel þó að meðferð hans á málinu, hefði að öllu leyti verið óaðfinn- anleg, var flokksstaða hans löguð til að spilla fyrir okkur. Samúð með málstað okkar er víðs vegar ekki eins mikil og við hefðum mátt vænta. Það er alveg rétt, sem Alþýðublaðið hinn 7. októ- ber sl. hefur eftir Benedikt Grön- dal: „Benedikt Gröndal ræddi ein- göngu um landhelgismálið. Sagði hann meðal annars að samúð a pboouct or TMC PARHER P( COM PAMy FRABÆR NYJUNG Á PARKER KULUPENNA! (POROUS-púnktur eflir Parker-kúlu stækkaður 25 sinnum) tí porous m\ FRAMKVÆMtR ALLT 05 MEIRA EN ABRIR KÚL0P»R Hin einstæða Parker T-BALL kúla gefur þegar í stað . . . hreina og mjúka skrift, samfeUda og nær átakalausa á venjulegan skrifflöt . . . ávísanir, póst- kort, glansmyndir, lögleg skjöl og gljúp- an pappír . . . jafnvel fitubletti og hand- kám! Vegna þess! Þessi nýi árangur er vegna hins frábæra Parker Ddds sem er gljúpur svo blekið ier í gegn sem og allt í kring um hann — heldur 166 sinnum meira bleki á oddi en venjuieg- ur góður kúlupenni. Stór Parker T-BALL fylling skrifar um 5 sinn- um lengur — sparar yðui pe-unga — því að nann skrifar löngu eftir að venjuieg fyllmg er töm. Parker Baiipoinf 8-Bl 21 • TRADCMARK almennings viða um lönd væri sterkasti bandamaður okkar í baráttunni fyrir viðurkenningu á 12 mílna fiskveiðilandhelg- inni og mætti enginn blett- ur falla á meðferð máls- ins til að glata ekki þessum bandamanni. Benedikt minnti menn á, að enn væri langt frá því að máliö væri unnið. Bretar héldu áfram ofbeldi sínu, hættu- legt ástand væri á miðunum og Sameinuðu þjóðirnar enn ófáan- legar til að taka af skarið og ákveða fiskveiðitakmörk allra ríkja“. Þetta allt er alveg rétt. Ein- mitt þess vegna er okkur hættu- leg hver sú tortryggni, sem að óþörfu er sköpuð. Ferð Lúðvíks Jósefssonar til Moskvu rétt áður en reglugerðin tók gildi, vakti heimsathygli og gerði að verk- um, að hægara hefur reynzt en ella að telja mönnum trú um, að samhengi væri milli ákvarðana um útfærslu fiskveiðitakmark- anna hér og útvíkkunar land- helgi við Kína. Enginh efi er á því, að Lúðvík Jósefsson hefði gagnað þjóð sinni mun betur með því að sækja fund fiskimálaráð- herra hinna Norðurlandanna og reyna að vinna þá til fylgis eða a. m. k. skilnings á málstað okk- ar í stað þess að fara í þessa Moskvuför. Úr þessu verður ekki bætt héðan af, en af mistökunum verða menn að læra. Nógu erfitt samt Það fær engum lengur dulizt, að kommúnistar láta sér ekki nægja viljann til að sigra í land- helgísmálinu, þann sama vilja og allir aðrir íslendingar hafa, held- ur ætla þeir samtímis að nota málið til að spilla fyrir vest- rænni samvinnu og helzt að reyna að slíta íslendinga úr tengslum við Atlantshafsbanda- lagið. Á þessa hættu hafa Sjálf- stæðismenn ætíð bent, jafnframt sem þeir liafa sagt, að nógu erfitt mundi reynast að sigra í sjálfu landhelgismálinu, þó að öðrum óskyldum eínum væri ekki bland að inn í það. Jafnframt sýndu Sjálfstæðismenn fram á, hvernig við gætum haft not af Atlants- hafsbandalaginu, a. m. k. til að koma í veg fyrir herhlaup Bi-eta. Ef að tillögu Sjálfstæðismanna hefði verið farið í þeim efnum, eru allar líkur til, að ekkert hefði úr því herhlaupi orðið. En þá mátti Lúðvík Jósefsson ekki heyra á það minnzt, að til Atlants hafsbandalagsins væri leitað. Þá sagði hann: Atlantshafsbandalag- ið kemur hér alls ekki við sögu. „Stórhættulegt fyrir málstað þjóðarinnar44 Illu heilli fékk Lúðvík alla ríkisstjórnina á sitt mál. Tilgang- ur hans var þá þegar auðsær og hann hefur komizt alltof langt I þessum efnum, einmitt fyrir at- beina hinna stjórnarflokkanna, sem láta svo sem kommúnistar hafi engin áhrif í utanríkismál- unum. Kommúnistar hafa haft ákveðna ráðagerð og fylgt henni markvisst. Það er engin afsökun, þó að Alþýðublaðið segi nú: „Tilraunir kommúnista til að nota landhelgismálið til að slíta öllu sambandi íslendinga við lýð- ræðisþjóðirnar, eru því stór- hættulegar fyrir málstað þjóðar- innar í landhelgismálinu. Hvert atvik, sem bendir til þess, að þetta sé tilgangur kommúnista, er því vopn, sem andstæðingum okkar er fengið. Þess vegna er Lúðyík Jósefsson að skaða stór- lega málstað þjóðar sinnar með því að láta Þjóðviljann prenta slíka hluti undir feitum fyrir- sögnum“. Lýðræðissinnum innan ríkis- stjórnarinnar og fylgiliðs hermar gat ekki dulizt hvað fyrir komm- únistum vakti. Þessir lýðræðis- sinnar bera þess vegna ábyrgð á því, sem þeir nú segja, að sé stór- hættulegt fyrir málstað þjóðar- innar. Tvískinmmmi kommúnista Þó að bent sé á ábyrgð þeirra, sem styrkt hafa kommúnista til að misnota landhelgismálið á þann veg, sem þeir nú kvarta undan, er þar með á engan veg afsökuð framkoma kommúnist- anna sjálfra. Þeir vilja nú kenna Atlantshafsbandalaginu um, en hafa hindrað að leitað væri þess aðstoðar á þann veg sem dugði. Það er þess vegna þá sjálfa að saka en ekki bandaiagið. Alveg er rétt, sem Ingólfur Sigurðsson segir í opnu bréfi til ríkisstjórn- arinnar, er birt var í Þjóðviijan- um sl. miðvikudag: „En ofbeldisárás Breta á ís- lenzka lýðveldið varðar íslenzka lýðveldið, og þér hafið svikizt um að notfæra yður þá vernd, sem þér hafið þó margoft tjáð þjóð vorri að henni væri tiltæk þegar við þyrfti, af Sameinuðu þjóðun- um, sem vér erum aðili að, og einnig Atlantshafsbandalaginu, sem vér erum líka aðili að“. Það er íslenzka stjórnin, sem okkur ber að sækja til saka. Við getum fyrst áfellzt Atlantshafs- bandalagið, ef það gerir ekkert til að leysa vandann, eftir að ís- lendingar hafa kært málið fyrir því. Þá kæru vildu kommúnistar með engu móti senda. Óheilind- um þeirra er ekki þar með lokið. Þeir segja að alls ekki megi ræða málið sérstaklega innan Samein- uðu þjóðanna, heldur lúta aðeins almennum reglum, sem þar eru settar. Samtímis heimta þeir þó að ofbeldisárás Breta sé kærð fyrir Sameinuðu þjóðunum. —• Hvernig er hugsanlegt að sú kæra yrði rædd þar og úrskurð- uð, nema jafnframt sé tekin af- staða til sjálfs landhelgismáls- ins? Að gefnu tilefni viljum við lýsa yfir því að HELLU-ofnar frá okkur eru reyndir með 5 atm. þrýstingi. sem jafngildir 50 metra vatnssúluþrýstingi. .•— Er það sama þolraun og erlendis er notuð. Það er því með öllu óþarft fyrir húseigendur 1 Reykjavík, t.d. í Hlíounum, sem hafa HEiJLU-ofna í húsum sínum, að fá aðra í stað þeirra, þar sem þrýstingur í leiðslukerfunum getur ekki, undir venju- legum kringumstæðum, farið yfir 3 atm., þ. e. 30 metra Vatnssúlu, eftir yfirlýsingu Hitaveitu Reykja- víkur, um þrýsting í hinu nýja hitaveitukerfi í Hlíð- unum. Reykjavík, 10. október 1958. lllft^OFNASMIÐJAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.