Morgunblaðið - 12.10.1958, Blaðsíða 24
VEDRIÐ
Sauðaustan eða austankaldi.
Frost 1—4 stig.
Reykjavíkurbréf
er á bls. 13.
233. tbl. — Sunnudagur 12. október 1958
Ætlar ríkisstjórain að skerða kaup-
greiðsluvísitöluna um 19 stig f y rir 1. des.?
Af hverju lagði Eysteinn fjdrlagafrum-
varpið ekki fram fyrir helgi?
ÞAÐ vakti nokkra athygli þing-
manna við setningu Alþingis, að
frjárlagafrumvarpinu var ekki
útbýtt á þessum fyrsta fundi
þmgsins, svo sem venja hefur
verið, enda þótt frumvarpið væri
fullprentað.
Það hefir verið einkennandi fyr
ir þessa ríkisstjórn að reyna eft
ir megni að leyna óþægilegum
i'essi mynd er tekin af hinu 50—60 metra háa gufugosi úr
borholunni við Gufudal í Ölfusi, sem opnuð var í gær.
(Ljósm. G. B.)
Þessi mynd sýnir einn af starfsmönnunum við holuna, sem
gaus í gær hjá Gufudal í Ölfusi. — Myndin er tekin nokkru
áður en holan var opnuð. —
VatniB og gufan nægir til að
hita alla Reykjavík
Örlugasta horholan hérlendis opnuð
UM KLUKKAN 3,30 í gærdag
opnuðu verkfræðingar Jarðhita-
deildarinnar borholu þá, sem
stóri jarðborinn hefur verið að
gera austur við Gufudal í Ölfusi.
Það kom þegar í ljós, að árang-
urinn af borun þessari var miklu
meiri en áður hefur þekkzt við
borun eftir gufu og vatni
hér á landi. Að lítilli stundu lið-
inni, hafði gufusúlan náð nokkuð
jafnri hæð, milli 50 og 60 m. Við
lauslegan útreikning á gufumagn
inu kom í Ijós að það virtist
hvorki meira né minna en um
80 tonn á klukkustund.
Dr. Gunnar Böðvarsson, for-
stöðumaður Jarðhitadeildar var
viðstaddur, er holan var opnuð,
en auk hans voru þar
Þorbjörn Karlsson, Sveinn S. Ein
arsson, Rögnvaldur Finnbogason
yfirverkstjóri og Charles Hen-
ritte yfirverkstjóri, svo og all-
margir verkamenn sem við stóra
borinn vinna.
Dr. Gunnar Böðvarsson var
skiljanlega mjög ánægður með út
komuna á mælingum þeim, er
þegar voru gerðar á gufugosinu.
Að þeim loknum gat hann þess
við tíðindamann Mbl. að þessi
nýja borhola væri sú langsamlega
kraftmesta hér á landi. Fyrstu
mælingar bentu til þess að hún
væri fyllilega sambærileg við
þær gufuholur, sem öflugastar
eru í óðrum hveralöndum, t.d.
Kommúnisiar í Trésmiða-
félaginu gripnir kœruœði
ÞAU einstæðu og furðulegu tíð-
indi gerðust í gær, er kjörfundur
hófst í Trésmiðaféiaginu, að um-
boðsmaður kommúnistalistans
lagði fram kærur, þar sem þess
var krafizt að 19 fuilgildir með-
limir Trésmiðafélagsins skyldu
strikaðir út af kjörskrá við kjör
fulltrúa á 26. þingi ASÍ.
Að sjálfsögðu voru allar kær-
ur þessar út í hött, en þær sýna
þó glögglega hræðslu kommún-
ista við að tapa fulltrúum Tré-
smiðafélagsins á þingi ASÍ. Og
eðli sitt og ómannúðlegan hugs-
unarhátt sýndu kommúnistar
glögglega með kærum þessum,
því að menn þeir, sem kommún-
istar vildu svipta þeim sjálfsögðu
réttindum að fá að greiða atkvæði
í stéttarfélagi sínu við kjör full-
trúa til þings heildarsamtaka
verkalýðsins, voru aðallega g?ml
ir menn og sjúkir.
Þessir meðlimir Trésmiðafélags
ins skyldu gjalda þess, samkvæmt
kæru kommúnista, að haía lokið
löngum og heilladrjúgum síarfs-
degi, eða forfallazt frá þvi að
stunda iðn sína um sinn vegna
slysa eða veikinda.
Skýr og greinileg ákvæði eru
þó í lögum félagsins um að í siík-
um tilfellum, sem hér hafa verið
nefnd, skuli félagsmenn ekki
missa nein félagsleg réttmdi sín.
En kommúnista varðar hér sem
endranær ekkert um lög og regl-
ur. Fyrir þá er höfuðatriði, að
þjóna hinu kommúniska ofbeldis-
og rangindaeðli.
Trésmiðir! Svarið hinni lúalegu
árás kommúnista á starfsbræðr-
ur ykkar með því að vinna ötul-
lega að sigri B-listans.
GJÖGRI, 11. okt. — Nú er vetr-
arlegt á Ströndum, öklasnjór nið
ur í fjöru.
Margir eiga hey úti, sem sleg-
ið var um 20. september, en ekki
hefur komið þurrkdagur síðan
um miðjan sept. — Regína.
Nýja-Sjálandi og Ítalíu, en þar
suðurfrá eru örfáar gufuholur
sem úr koma um 160 tonn af gufu
á klst.
Þessi nýja gufuhola virðist 7
sinnum öflugri en holan í Græna-
dal, fyrsta gufuholan, sem stóri
borinn gerði.
Við mælingar, sem gerðar voru
í þessari nýju holu, kom í ljós að
vatnsmagnið, sem í hana streym-
ir niðri á. 400 m. dýpi, er vart
minna en 100 lít. á sekúndu og
hitastig vatnsins er nærri því
ótrúlegt, um 210 stig. Kvað dr.
Gunnar heildar varmamagn þess-
arar holu, vatn og gufa, mundu
nægja, ef virkjað væri, til þess
að hita alla Reykjavík upp, eins
og hún er í dag!
Dr. Gunnar lét í ljós mikla
ánægju hversu borunin þarnar
hefði gengið vel. Holan var boruð
á 3 vikum, en borunardagar
voru aðeins 10. Það sem mikils-
vert er, sagði Gunnar, er að við
leljum ekkur nú hafa yfirstigið
marga þá erfiðleika, sem á því
eru að bora eftir gufu. Tæki okk
ar ráða fyllilega við þann hita
og þrýsting sem þarna er.
Að lokum gat dr. Gunnar Böð-
varsson þess að nákvæmlega yrði
fylgzt með holu þessari og væri
næsta skrefið ný borhola fyrir
neðan Menntaskólaselið í Ölfusi
og síðan yrðu boraðar i viðbót
2 holur enn í tilraunaskyni á jarð
hitasvæði þessu.
Kosningaskrifstofur
B-listans
í ALÞÝÐUSAMBANDSKOSNINGUNUM, sem fram fara í
dag verða kosningaskriistofur lýðræðissinna á eftirtöldum
stöðum:
Lýðræbissinnar i Dagsbrún:
Breiðfirðingabúð efri hæð, símar 17343 og 13450.
Lýðræðissinnar i Iðju:
V.R., Vonarstræti 4, símar 14189 og 10530.
Lýðræðissinnar i Trésmiðafélaginu:
Bergs'taðastræti 61, símar 19113 og 14997.
Lýðræðissinnar í framangreindum félögum eru hvattir til
að hafa samband við kosningaskrifstofu síns félags og veita
stuðningsmönnum B-listans alla þá aðstoð er þeir mega.
Kjósið snemma.
Kjósið B-listann
staðreyndum, og þessi dráttur á
að leggja fram frumvarpið, vakti
grunsemdir um það, að í því væri
að finna e.bthverar upplýsingai',
sem fjártnálaráðherra teldi ekki
heppilegt að opinberar yrðu fyrir
helgi.
Af tilviljun hefir blaðið komizt
yfir fjárlagafrumvarpið og leiðir
greinargerð frumvarpsins glöggt
í ljós, af hverju talið var heppi-
legt að ljúka kosningum í verka-
lýðsfélögunum áður en frv. væri
lagt fram.
Frárlagafrumvarpið er miðað
við kaupvísitölu 183, sem er sú
vísitala, sem reiknað var með í
„bjargráðalögunum“. Ástæðan
fyrir þessari óraunhæfu viðmið-
un er í greinargerð frv. sögð
þessi:
„Ríkisstjórnin tók því fram
í athugasemdum við frum-
varpið (þ.e. bjargráðafrv.), að
til þess að leysa þau efnahags-
vandamál, sem hér er við að
etja, væri „nauðsynlegt að
taka sjálft vísitölukerfið til at
hugunar, þ.e. þá skipan, að allt
kaupgjald og afurðaverð breyt
ist sjálfkrafa við breytingu á
framfærsluvísitölu". Var það
ennfremur tekið fram, að
ríkisstjórninni væri ljóst, að
slíkt mál verður að leysa í
nánu samstarfi við stéttarsam
tökin í landinu og mun beita
sér fyrir samstarfi við þau
um þetta efni. Munu mál þessi
verða tekin til nánari athug-
unar, þegar þessi samtök
halda þing sín síðari hluta
þessa árs“.
Þessi ummæli í greinargerð
frv. bregða skýru ljósi yfir fyrir-
ætlanir ríkisstjórnarinnar í þessu
efni og þarflaust að skýra það
nánar.
19 stiga hækkun
kaupgreiðsluvísitölu 1. des.
Ljóst mun nú vera, að hinar
miklu verðhækkanir að undan-
förnu valda 19 stiga hækkun á
kaupgreiðsluvísitölunni strax 1.
des. Fjárlagafrumy. gerir ekki
ráð fyrir neinni fjáröfiun til þess
að standa straum af þeirri vísi-
töluhækkun, hvað þá þeim hækk
unum, sem augljósar eru eftir
áramót til viðbótar.
Eina úrræði ríkisstjórnarinnar
er því það, að knýja fram þá fyr-
irætlun að binda vísitöluna eins
og ráðgért hefir verið í sam-
komulagi Hermanns, Hannibals
og Gylfa, sem miðar að því að
lítill hluti verkalýðssamtaka >na
fái aðstöðu til þess að segja öll-
um fjöldanum fyrir verkum, svo
sem var við afgreiðslu „bjarg-
ráðanna“.
Fjárlagafrv. er því enn ein
sönnun fyrir þeim upplýsingum
sem Mbl. hefir skýrt frá undan-
farna daga um ákvörðun Fram-
sóknarbroddanna að ná með pen-
ingavaldi SÍS úrslitaráðum í AI-
þýðusambandi íslands. Þar telja
þeir sig eiga örugga bandamenn
í Hannibal og Gylfa Þ. Gíslasyni
og treysta á fylgispekt kommún-
ista þegar á reynir vegna þess
að þeir vilji umfram allt lafa í
rikisstjórninni.
□-
-□
Nafn tekið í ólevfi
ÉG undirritaður lýsi því yfir, að
nafn mitt er tekið í óleyfi á
A-listann í Dagsbrún og mótmæli
ég harðlega slíkri misnotkun á
nafni mínu.
Rósmundur Tómasson,
Laugarnesvegi 66.
□-
-□