Morgunblaðið - 12.10.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 12. okt. 1958 Jll ORGZJNBL AÐ1Ð Haustveðrið hefir verið með afbrigðum gott fram að þessu — raunverulegur sumarauki. Ungir og gamlir hafa notið góðviðris- ins, hver á sinn hátt. — Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd fyrir nokkrum dögum við Reykjavíkurhöfn. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 11 okL Andlát Piusar páfa Kaþólska kirkjan er sennilega elzta starfandi stofnun á Vestur- löndum. Aðbúnaður æðsta manns hennar, páfans, er með meiri glæsileik og hátíðleik en menn annars staðar sjá. Sá maður, sem í slíku umhverfi lifir, fær óhjá- kvæmilega af því aukinn virðu- leik, svo sem tilætlunin er. Pius páfi, sem nú er nýlátinn, var í senn virðulegur maður og góð- legur. Mönnum hlaut að þykja mikið til hans koma, bæði hans sjálfs vegna og stöðu hans. Áður en hann varð páfi var hann þekkt ur „diplomat", talinn hinn fær- asti í þeirri grein innan kaþólsku kirkjunnar, sem löngum hefur verið talin eiga marga framúr- skarandi menn í þeim efnum. Hann nefndist þá Pacelli kardi- náli og var einn þeirra, sem ötul- ast reyndi á milli heimsstyrjald- anna að vinna fyrir áframhald- andi frið í élfunni, þó að þær til- raunir tækjust ekki. íslendingar eru fæstir kaþólskir og mætti því ætla, að okkur skipti ekki sérlega miklu, hver gegnir hinu virðu- lega starfi páfa. Svo er þó ekki. Páfinn er með áhrifaríkustu mönnum heimsins. Góður mað- ur í þeirri stöðu getur látið margt gott af sér leiða, svo sem talið er, að hinir síðari páfar hafi gert. Umdeilt leikrit Leikrit Kristjáns Altbertsson- ar, Haust, er umdeilt. Leikdóm- arar höfðu sitthvað að athuga við það, sem ýmsum leikhúsgestum hefur virzt hótfyndni. Ofætlun er, að ætlast til þess, að Kristján Albertsson gerir fulla grein.fyrir sálarlífi einræðisherra nútímans. Það fyrirbrigði er og verður að ýmsu óráðin gáta. En í leikritinu er glögglega sýnt hvernig þessi manntegund slitnar úr tengslum við venjulega mennska menn. Trúin'á innantómar kennisetning- ar og ímynduð óhagganleg vís- indalögmál sviptir þá skilningn- um á góðu og illu, lætur þá af- klæðast mannlegum tilfinningum og persónuleika. Jafnframt því sem þeir níðast á öllu, sem þeim hefur verið trúað fyrir, hyggja þeir sig sjálfa vera að tryggja „sakleysi" þeirra, sem undir þá eru seldir. Ef hér væri ekki um að ræða sárbitran sannleika, mætti gera úr þessu gamanleik, en blóðugur veruleikinn hlýtur að gera úr því sorgarleik, þar sem einstaklingurinn stendur máttvana gegn ofurvaldi kúgun- arinnar. Hér hefur íslenzkur höfundur tekið til meðferðar eitt ömurleg- asta fyrirbæri okkar tíma. Fyrir- bæri, sem jafnt getur gerzt á Is- landi og annars staðar, og hverj- um íslendingi ber þess vegna að gera sér grein fyrir. Eðlilegt er, að kommúnistar reyni að óvirða leikrit Kristjáns Albertssonar sem mest. Hvatir þeirra eru auð- skjldar. Smekkur annarra er misjafn, en viðbúið er, að sumir, sem nú hafa sitthvað út á það að setja, mundu taka öðru vísi til orða, ef höfundurinn væri ekki íslendingur heldur einhver viður- kenndur erlendur leikritahöf- undur. AlþýSusambands- k osnuigarnar Um þessa helgi verður kosið í þremur stórum verkalýðsfélögum hér í bæ til Alþýðusambands- þings. Munu þær kosningar ráða miklu um, hvernig til tekst um meirihluta þingsins. Um úrslitin skal engu spáð að sinni. í heild hafa þau verið lýðræðissinnum meira í hag til þessa. Kommún- istum, Hannibalistum og Fram- sóknarmönnum hefur gengið ver en þeir höfðu vonað. Þykir og flestum sú frekja Framsóknar- manna, að ætla að hremma til sín úrslitaráð í Alþýðusamband- inu, vera yfirgengileg. Þeir hafa nú þegar með rangindum náð meira stjórnmálavaldi og pen- ingavaldi í hendur fárra manna en nokkru sinni áður hefur þekkzt á íslandi. Þegar þeir ætla til viðbótar að gerast raunveru- legir ráðamenn Alþýðusambands- ins, þar sem þeir hafa sáralítið fylgi, þykir flestum mælirinn vera orðinn fullur. Enginn efi er á, að hægt er að stöðva þessa fyrirætlun, svo fremi allir þeir, sem raunveru- lega eru hennir andstæðir taka höndum saman gegn henni. En Framsóknarmenn eru vanir að lifa á sundrungu annarra og svíf- ast einskis til að koma áformum sínum fram. Þeir lögðu á ráðin með Hannibal Valdimarssyni sl. vor, þegar svo var látið heita að Alþýðusambandið styddi bjarg- ráðin illræmdu, þó að það væru aðeins fulltrúar fyrir 18% af meðlimum verkalýðssamtakanna, sem fengust til þess að gjalda þeim jáyrði, en fulltrúar 82% voru á móti. Framsóknarmönnum finnst ekkert að því, heldur sjálf- sagt, að svo séu höfð endaskipti á hlutunum, að 18% ráði meira en 82%. Þar kemur einmitt fram hin sanna lýðræðishugmynd þeirra. Trygging réttra úrslita í lýðræðisþjóðfélagi ráða kosn- ingar og ýmiss konar atkvæða- greiðslur úrslitum óteljandi mála. Einhver endir verður að vera allr ar þrætu og sjálfsagt er að beygja sig fyrir löglegum úrslitum. En svo mikla þýðingu sem ýmiss konar stéttafélagsskapur hefur hér á landi nú orðið, fer því fjarri, að þess sé nógsamlega gætt, að samtökin séu byggð upp eftir lýðræðislegum reglum. — Stundum er svo í pottinn búið, að lítill hópur kann að hafa marg- föld ráð miðað við allan fjöld- ann. Fullkomnu jafnrétti verður e. t. v. seint náð. Eftir því ber samt stöðugt að keppa. Hver Is- lendingur er jafngóður, hvar sem hann er búsettur í landinu. Þetta er þó ekki eina hættan, sem að steðjar. Innan einstakra félaga er oft ekki tryggt, að rétt- ar lýðræðisreglur ráði. Um kosn- ingar til Alþingis er reynt að búa þannig með margþættri og flók- inni löggjöf, að allir standi jafnt að vígi á kjördegi, án tillits til þess hver með völdin fer hverju sinni. í einstökum félögum er þessu allt öðru vísi háttað. Þar hafa stjórnir félaganna samn- ingu kjörskrár í hendi sér. Kommánisíar að fá að sjá kjörskrár a. m. k fram á síðustu stund og fella jafn vel úrskurði um atkvæðisrétt án þess að gera nokkra fullnægjandi grein fyrir á hverju þeir séu byggðir. Svo fór t. d. Dagsbrún arstjórnin að á dögunum, þegar hún lét svo sem ekki hefðu nógu margir Dagsbrúnarmenn krafizt allsherjaratkvæðagreiðslu \ fulltrúakjör á Alþýðusambands- þing. Auðvitað bar stjórninni sjálfsögð skylda til að gera aðil um tafarlaust grein fyrir í hverju undirskriftunum var áfátt, úr því að hún taldi svo vera. 1 þess stað voru einungis hálfyrði veitt Veikleika málstaðar síns viður kenndu kommúnistar jafnframt með því að boða í fyrsta skipti allsherjaratkvæðagreiðslu um slíkt fulltrúaval. Það hefðu þeir áreiðanlega ekki samþykkt nema til-neyddir. Við allsherjaratkvæðagreiðsl una, sem hófst í dag, laugardag, neituðu kommúnistar lýðræðis sinnum um aðgang að kjörskrá fyrr en í sama mund og kosn ing var aS hefjast. Þau ranfKndi, sem hér hefur verið vikið að, eru þess eðlis, að hvert einstakt félaga ætti að sjá sóma sina í því að bæta úr. Ef það er ekki gert, hlýtur að koma til álita, að Alþingi skerist í leik inn og setji tryggilega löggjöf um fyrirkomulag og umbúnað kosninga í öllum almennum fé lagsskap í landinu. Æskilegt væri að komast hjá slíkum afskiptum Því meira vald, sem einstök félög vilja tiíeinka sér innan þjóðfélags ins, því meiri nauðsyn er á, að öruggt sé að réttum reglum verði fyigt. Ný kjörtlæraa- samir v ið sig Allir muna, hvernig Iðju- stjórnin fór að meðan kommún- istar höfðu þar völdin. Sams konar aðferðum er allt of víða beitt. Stjórnir einstakra félaga I gera stundum meira en að hag- ræða kjörskrám sér í vil. Þær I neita andstæðingum sínum um skip nn Hér er um aðkallandi mál að ræða, en þó er enn brýnni þörf á því, að Alþingi hefjist nú -handa um setning nýrrar kjördæma skipunar. Hræðslubandalags hneykslið frá síðustu kosningum getur endurtekið sig í enn ömur legri mynd. Litlu mátti muna, að þau rangindaáform heppnuðust þá, að h. u. b. þriðjungur þjóðar innar fengi hreinan meirihluta Alþingi. Víst er, að ekki vantar Framsókn viljann til að halda rangindunum áfram. Tíminn hef- ur í sumar harmað, að enn skuli ekki vera í gildi kjördæmaskip un, sem tryggt hefði Framsókn arflokknum með rúm 15% kjör fylgi með þjóðinni hreinan meiri- hluta á Alþingi. Allir vita hvernig Framsóknarmenn beita ofurveldi SÍS í fjármálum. 13 Sennilega er engum nauðsyn- legra en þeim landshlutum, þar sem Framsóknarmenn nú hafa náð yfirráðum, að rangindaveldi Framsóknar ljúki sem fyrst. Ef ekki verður að gert, myndast sá klofningur og heiftarhugur innan þjóðarinnar sem stórhættulegur Það Alþingi, sei.i nú er að koma saman, verður að taka kjör dæmamálið til úrlausnar. Enginn efi er á, að þar er meirihluti fyrir réttlátari skipun en nú gildir. Framsóknarmenn munu hér sem ella gera allt, sem þeir megna til að lifa á sundrungunni og vona að með henni geti þeir stöðv að umbæturnar. Allur almenning ur verður að láta þingmenn sína skilja, að hann unir ekki lengur aðgerðarleysi í þessum efnum. Ba*tt landhelgisgæzla Hér í blaðinu var í vikunni skýrt frá fyrirhugaðri tillögu Sjálfstæðismanna á Alþingi um bætta landhelgisgæzlu. Tillagan hefur nú þegar verið lögð fram. Ætla hefði mátt, að ríkisstjórnin tæki fegins hendi þessu framtaki stjórnarandstöðunnar, ekki sízt þar sem stjórnin sjálf hefur af einhverjum ástæðum verið óskilj anlega athafnalaus í þessum efn- um. Það var eitt af síðustu verk- um Bjarna Benediktssonar, sem dómsmálaráðherra, að fá sam- þykkta á Alþingi tillögu um að hafizt skyldi handa um smíði nýs varðskips. Áður hafði hann tryggt landhelgisgæzlunni flug- vél og gerbreytti þar með allri aðstöðu til gæzlunnar. Skipakost- urinn var orðinn gersamlega ó- fullnægjandi áður en landhelgin var stækkuð. Nú eru þó liðin nær 3 ár frá því að Alþingi sam- þykkti þessa tillögu, en ekki er vitað, að neitt hafi enn verið að- hafzt í málinu. Hefur þó ekki skort eftirrekstur af hálfu Sjálf- stæðismanna, t. d. flutti Pétur Ottesen á síðasta þingi tillögu um að afla kafbáts til gæzlunnar. í umræðunum um þá tillögu og meðferð hennar kom enn fram eindreginn vilji Alþingis til að við svo búið væri ekki látið standa. Áhendingar varSskipsraanna í sumar benti MorgunblaðiS á það hvað eftir annað, að svo ófull nægjandi sem skipakosturinn hefði verið áður, þá yrði skortur- inn þó enn tilfinnanlegri eftir a8 hin nýju fiskveiðitakmörk tækju gildi. 1 stað þess að taka undir þessar ábendingar MorgunblaSs- ins, helltu stjórnarblöðin sér yfir það fyrir að segja frá þessu og töldu það sök Morgunblaðsins, aS erlend blöð töldu einnig til ti8- inda andvarleysið, sem um þessi mál ríkti af hálfu íslenzkra stjórnarvalda. í umræðunum, sem orðið hafa síðustu vikurnar. hafa margir varðskipsmannanna, sem »ú verða daglega að leggja líf sitt í hættu við ósæmilegan útbúnað, bent á, að úr þessu yrði að bæta. Vonandí verður það gert, en ekki spáir góðu að Tíminn telur það sl. fimmtudag vitni um skort á vilja Sjálfstæðismanna til þjóð- areiningar um landhelgismálið, að þeir skulu flytja tillögu um bættan skipakost til landheTgis- gæzlunnav! S''num þjóðar- ein offu í verki ö Þetta h.ial Tímans er mjög ann- ars eðlis en orð forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar við þingsetningu, er hann sagði: „íslenz’: varðskip hafa farið með löndum af varfærni og þó með festu. Þjóðin fagnar ein- róma d engilegri framkomu í landli isgæzlu og mættum Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.