Morgunblaðið - 12.10.1958, Blaðsíða 22
22
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. okt. 1958
I
I
— Eldflaugin
Framh. af bls. 1
í gervihnettinum væru í góðu
lagi og hefðu sent mikið af nauð-
synlegum upplýsingum um segul
svið jarðarinnar, geislun geims-
ins, hitastig hans og ýmislegt
fleira sem er vísindunum mjög
mikils virði.
Um kl. 6 i kvöld (ísl. tími) var
eldflaugin komin í meiri hæð en
nokkurn tíma komizt í.
Hægði á sér
Stjörnuathuganastöðin í Jod-
rell Bank í Englandi, sem hefur
stærsta radíó-stjörnukíki í heimi,
tilkynnti í kvöld, að „Pioneer"
væri farin að hægja á sér og væri
rétt utan við hina fyrirfram
ákveðnu braut sína. Eldflaugin
var þá komin í 120.000 kílómetra
hæð. Hljóðmerkin frá henni voru
enn mjög greinileg, og sögðu sér-
fræðingar, að eftir öllu að dæma,
mundu hljóðmerkin heyrast vel,
DANSLAGAKEPPNI
8.K.T. 1958
í G.T.-húsinu í Reykjavík
Nýju dansarnir í kvöld kl. 9
Átta, ný íslenzk lög, keppa í kvöld um hylli ykkar,
kæru dansgestir:
1. Við mættumst, hægur foxtrot eftir Skrúðsbóndann
2. Minning, beguinne, eftir X 9
3. Kata rokkar, rokk, eftir Gunnar póst
4. Syngdu, tangó, eftir Söngfugl
5. Rauð rós, vals, eftir Fuglavin
6. Sprett úr spori, foxtrot, eftir Léttfeta
7. Liðin vor, bóleró, eftir Ljósvaka
8. Þar býr hún, hægur foxtrot, eftir Ómar.
Dómnefnd starfar ekki, svo dansgestir ráða því alveg,
hvaða lög komast í úrslit. Það verður spennandi að
vita, hver þau verða. —-
Haukur Helena
Morthens Eyjólfsdóttir
Baldur
Hólmgeirsson
Syngja og kynna lögin
Helena Eyjólfsdóttir hlaut feikna vinsældir á Akur-
eyri í sumar og flestum kemur saman um, að Haukur
Morthens hafi aldrei verið jafn snjall og nú, enda
naut hann mikils dálætis í Svíþjóð í sumar, — og
hvað hefði revýan í sumar og vetur verið án Baldurs
Hólmgeirssonar ?
Fjórk jafnfljótir leika— Allir í Gúttó í kvöld
Aðgöngumiðasala kl. 8 og við innganginn, ef nokk-
uð verður þá eftir. — Sími 1-33-55.
þegar eldflaugin nálgaðist tungl-
ið.
Mesta afrek sögunnar
Prófessor A. C. Lovell, for-
stjóri stjörnuathuganastöðvar-
innar í Jodrell Bank, sagði í
kvöld, að hvernig sem tilraunin
færi, væri hún mesta afrek Banda
ríkjamanna til þessa. Hér væri
um að ræða heimsmet í fram-
Ieiðslu rannsóknartækja.
I kvöld var eldflaugin 5 gráð-
ur fyrir utan fyrir fram ákveðna
braut sína, og var það ekki talið
mikið frávik. Lovell neitaði að
láta nokkuð uppi um það, hvort
slíkt frávik kynni að hafa það í
för með sér, að eldflaugin færi
út í geiminn og týndist eða kæmi
inn fyrir segulsvið tunglsins og
lenti þar.
Hraðinn í 120.000 km hæð
Þegar eldflaugin var í 120.000
kílómetra hæð, var áætlaður
hraði hennar 5600 til 11.500 kíló-
metrar á klukkustund.
Radíókíkirinn í Jodrell Bank
fylgdist með „Pinoneer“ yfir
Atlantshafinu og alla leið suður
til Norður-Afríku.
Líkurnar minnka
Brezkir vísindamenn eru yfir-
leitt mjög hrifnir af hinu banda-
ríska afreki, og sumir þeirra
telja það meðal mestu afreka sög
unnar. Nokkrir þeirra hafa samt
bent á, að líkurnar til þess, að
gervihnðtturinn komist á braut
sína umhverfis tunglið, séu orðn-
ar litlar, þar eð engu megi skeika
í þessu tilfelli. Það sé miklu auð-
veldara að koma gervihnetti á
braut umhverfis jörðir.á, þar eð
smávægileg mistök þurfi ekki að
skipta meginmáli í því tilfelli.
Vísindamenn velta því nú fyrir
sér, hvað gerist næst. ,Fer eld-
flaugin út í buskann, þannig að
gervitunglið verði einn hinna ó-
sýnilegu himinhnatta? Snýr eld-
flaugin kannski við þannig að
gervitunguð komi aftur að jörð-
inni og hringsóli um hana? Surn-
ir vísindamenn álíta, að gervi-
hnötturinn mundi brenna til
agna, ef hann kæmi aftur í gufu-
hvolf jarðar.
Hvað gerist, verður fyrst hægt
að segja til um á morgun eða
mánudag.
Myndin sýnir sérfræðingana festa gervihnöttinn við síðasta
þrep“ eldflaugarinnar rétt áður en hún var send áleiðis til
tunglsins.
Samvizkusemi hans var
viðbrugðið
Sigurjóns Þ. Jónssonar minnzt við setningu
Alþingis
VIÐ setningu Alþingis í fyrradag. um voru falin. Lauk hann máli
minntist aldursforseti, Jóhann Þ.
Jósefsson, þingmaður Vestmanna
eyinga, Sigyrjóns Þ. Jónssonar,
fyrrverandi alþingismanns, sem
lézt 24. júlí sl. Rakti aldursfor-
seti æviatriði Sigurjóns og gát
þeirra trúnaðarstarfa, sem hon-
Fjölbreytt dagskrá á
tómstuhdasýningunni
Á HÍBÝLA- og tómstundasýn-
ingunni í Listamannaskálanum
verður í dag fjallað um híbýla-
prýði og í kvöld verður listkynn-
ing. Kl. 4 síðd. hefst dagskrá Fé-
lags húsgagnaarkitekta. Verður
sýnd kvikmynd um híbýlaprýði
og húsgögn sýnd og útskýrð. í
Ferming
í dag
sínu með þessum orðum:
„Sigurjón Þ. Jónsson gætti í
hvívetna ýtrustu reglusemi í
störfum. Hann var röggsamur
skólastjóri og árangur af kennslu
hans mjög rómaður. Samvizku-
semi hans við bankastjórn og
sveitarstjórn var við brugðið, og
á sama veg mun hann hafa reynzt
í þeim störfum öðrum, sem hon-
um var til trúað. Hann var af-
kastamikill starfsmaður, reikn-
ingsglöggur og forsjáll. í starfi
sínu á ísafirði sinnti hann eink-
um kennslumálum og útvegsmál-
um, og á Alþingi átti hann sæti
. í sjávarútvegsnefnd og mennta-
sonar og mun hann aðallega taia j málanefnd.
kvöld kl. 21.00 hefst listkynning
in undir stjórn Björns Th. Björns ;
um íslenzkan listiðnað.
Á mánudagskvöld mun Ferða
félag fslands annast dagskrá.
Varaforseti félagsins, Jón Ey-
þórsson, veðurfræðingur, mun
flytja stutt ávarp. Hallgrímur
Jónasson kennari ræðir um ferða
lög og Sigurður Þórarinsson sýn-
ir og skýrir litskuggamyndir. í
einum af sýningarbásum skálans
verður sýndur hentugur útbún-
aður til sumarferðalaga.
Sigurjón Þ. Jónsson var fyrir-
mannlegur í fasi, gæddur ríkum
skapsmunum, en kunni að stilla
þeim í hóf. Hann var trygglynd-
ur og hollráður vinum sínum og
átti ást og virðingu nemenda
sinna. Mál sitt flutti hann af
einurð og festu. Tvo síðustu ára-
tugi ævinnar naut hann sín ekki
að fullu sökum heilsubrests.
Ég vil biðja þingheim að minn-
Revýan
Tunglið, tunglið
taktu mig
Sýning í Sjálfstæðishúsinu
í kvöld kl. 8,30.
Aðgöngumiðasala frá kl. 4
í dag. Sími 12339.
Síðdegis á mánudag verður ast Sigurjóns Þ. Jónssonar með
kvikmyndasýning. því að rísa úr sætum.“
Friðvcenlegra á For-
Fermingarbörn í Dómkirkjunni,
udaginn 12. okt. kl. 11
Prestur: Sr. Óskar J. Þorláksson.
Drengir:
Alfreð Hjörtur Bollason, Mávahlíð 26.
Arnþór Brynjar Þormóðss., Skúlag. 74.
Björn Jóhannsson, Skúlagötu 70.
Hannes Jóhannsson, Skúlagötu 70.
Haraldur Sigurb. Hólsvík, Laugav. 51.
Jón Axel Egilsson, Hringbraut 110.
Jónbjörn Már Sigurðsson,
Kamp Knox E. 27.
I Jón H. G. Jónsson, Framnesvegi 50.
Óskar G. H. Gunnarsson, Gullteigi 12.
Þórir Erlendsson, Hallveigarstíg 8A.
Stúlkur:
Anna Zeisel, Tunguvegi 36.
Erna Gu^-ún Einarsdóttir, Nesvegi 63.
Guðríður Helgadóttir, Holtsgötu 22.
Guðrún Áskelsdóttir, Hverfisgötu 46.
Guðrún Erla Ingimagnsdóttir,
Bræðraborgarstíg 35.
Hrefna Smith, Bergstaðastræti 52.
Kolbrún Ingimarsdóttir, Rauðalæk 28.
Margrét Guðmundsdóttir, Ásgarði 43.
Martha Gunilla Bergman, Mávahlíð 33.
Ólöf Björg Einarsdóttir, Þórsgötu 8B.
Ólöf Mari í Einarsdóttir, Framnesv. 42.
Sigrún Valgerður Ásgeirsdóttir,
Sólvallagötu 23.
Stefanía Þórdís Sveinbjarnardóttir,
Miðtúni 80.
Sveindís Steinunn Þórisdóttir,
Bræðrabcrgarstíg 1.
Þórhildur Jónsdóttir, Hverfisgötu 50.
mósusundi
TAIPEI, 11. okt. — Reuter. —
I dag luku herforingjar þjóðern-
issinna á Formósu og bandarísku
hersveitanna þar við að gera
áætlanir um varnir Quemoy og
annarra eyja við meginland
Kína. Jafnframt létu þeir í ljós
trú á því, að Pekingstjórnin
mundi framlengja „vopnahléð",
en því átti að ljúka á miðnætti
á morgun.
Báðir aðilar hafa notað hléð
til að byrgja sig upp af vistum
og vopnum og til að efla virki
sín.
Einn af leiðtogum þjóðernis-
sinna kvað horfurnar á áfram-
haldandi vopnahléi betri en áð-
ur. Benti hann á, að kommún-
istar mundu nota vopnahléð til
að fylgja fram kröfum sínum í
viðræðunum við sendiherra
Bandaríkjanna í Varsjá.
Neil McElroy, hermálaráð-
herra Bandaríkjanna, kemur til
Taipei á morgun, um 10 klukku-
stundum áður en vopnahléð renn
ur út. Mun hann eiga sérstakar
viðræður við Sjang Kai-Shek
annað kvöld, þegar þeir snæða
caman kvöldverð. Ekki hefur ver-
ið gefin nein opinber tilkynning
um tilganginn með heimsókn
McElroys til Formósu, en get-
gátur eru uppi um það, að hann
muni biðja Sjang Kai-Shek að
minnka herafla sinn á eyjunum
við Kínastrendur.