Morgunblaðið - 14.10.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 14.10.1958, Síða 1
20 siður Kommúnistar töpuðu 27 full- trúum irá 6 verkalýðsfélögum Misstu m.a. fulltrúa Iðju, Trésmiða- félags Reykjavíkur, Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Véístjórafélags V estmannaeyja Kosningum til Alþýðusambandsþings að Ijúka f KOSNINGUM ÞEIM, sem fram fóru í verkalýðsfélögunum á fulltrúum til Alþýðusambandsþings um síðustu helgi, biðu koinmúnistar mikinn ósigur. Töpuðu þeir samtals 27 fulltrú- um í 6 verkalýðsfélögum. Félögin, sem kommúnistar töpuðu fuílírúum frá, voru: Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, sem kýs 16 fulltrúa, Trésmiðafélag Reykjavíkur, er kýs 5 fulltrúa, Verkalýðsfélag Vestmannaeyja, sem kýs 2 fulltrúa, Vélstjórafélag Vestmannaeyja, sem kýs 2 fulltrúa, og Verka- lýðsfélag Hnífsdælinga, sem kýs 1 fulltrúa. Ennfremur töp- uðu kommúnistar einum fulltrúa í verkalýðsfélaginu á Skagaströnd. Mikið áfall Er hér um að ræða mikið áfall fyrir kommúnista, og hefur aðstaða þeirra á Alþýðu-' sambandsþingi veikzt stór- lega við þessar breytingar, sem orðið hafa frá því að síð- ast var kosið til þingsins. Kosningum til Alþýðusam- bandsþings er nú að Ijúka. Það vekur nokkra athygli, að forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson, hefur ekki verið kosinn fulltrúi á þingið. Var hann síðast full- trúi Baldurs á ísafirði. TÍrslit kosningarinnar í Dags- brún urðu þau, að kommúnistar fengu fulltrúa sína kjörna með svipuðu atkvæðamagni og þeir fengu síðast við stjórnarkjör í fé- laginu í janúar sl. Úrslit í einstökum félögum Hér fara á eftir úrslit í einstök- um verkalýðsfélögum, sem kosið var í um síðustu helgi. Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík: B-listi lýðræðissinna hlaut 781 atkv. og alla 16 fulltrúa félagsins kjörna. Þegar síðast var kosið til Al- þýðusambandsþings hlutu komm- únistar alla fulltrúa Iðju. Trésmiðafélag Reykjavíkur. — Þar urðu úrslitin þau, að B-listi lýðræðissinna hlaut 223 atkv. og alla 5 fulltrúa félagsins kosna. Listi kommúnista, A-listinn, fékk 205 atkv. Við stjórnarkosningar í vetur hlutu lýðræðissinnar 209 atkv., en kommúnistar 201. Við síðustu Alþýðusambandskosningar fengu kommúnistar alla fullti’úa félags- ins kosna. I Verkamannafélaginu Dags- brún urðu úrslitin nú þau, að listi kommúnista, A-listinn, fékk 1327 atkv., en lýðræðissinnar 831 atkv. Fá kommúnistar því alla 34 fulltrúa félagsins. I stjórnarkosningunum á sl. vetri fékk listi kommúnista 1291 atkv., en lýðræðissinnar 834. Kommúnistar töpuðu þann ig 21 fulltrúa við kosningarn- ar í Iðju og Trésmiðafélaginu. Mikill ósigur kommúnista I Vestmannaeyjum í Vestmannaeyjum biðu komm- únistar einnig mikinn ósigur á sunnudaginn. Þar var kosið í tveimur verkalýðsfélögum. í Verkalýðsfélagi Vestmanna- eyja urðu úrslitin þau, að B-listi lýðræðissinna hlaut 99 atkv. og báða fulltrúa félagsins kjörna. A-listi kommúnista fékk 88 atkv. Töpuðu kommúnistar þarna 2 fulltrúum. í Vélstjórafélagi Vestmanna- eyja urðu úrslitin þau, að komm- únistar töpuðu báðum fulltrúum félagsins. Hlaut listi lýðræðis- sinna þar 87 atkv., en listi komm- únista 76 atkv. Það þykir sérstaklega at- hyglisvert, að aðalforingi kommúnista í Vestmannaeyj- um, Karl Guðjónsson, alþm., áræddi ekki að vera í kjöri við kosninguna í verkalýðsfé- laginu. Mun hann hafa séð fram á ófarir flokksmanna sinna og ekki viljað taka þátt í falli þeirra. Töpuðu einnig í Hnífsdal og á Skagaströnd í kosningu á fulltrúa Verka- lýðsfélags Hnífsdælinga unnu lýðræðissinnar fulltrúa félagsins, sem kommúnistar höfðu átt á síðasta Alþýðusambandsþingi. Á Skagaströnd fór fram alls- herjaratkvæðagreiðsla og hlaut listi lýðræðissinna þar 80 atkv. og báða fulltrúa félagsins kosna. Listi kommúnista hlaut 31 atkv. Unnu lýðræðissinnar þarna eitt sæti af kommúnistum. í verkalýðsfélaginu í Borgar- nesi fór einnig fram allsherjar- atkvæðagreiðsla. Hlaut listi lýð- ræðissinna þar 63 atkv. og full- trúa félagsins kosinn. Listi komm únista hlaut 36 atkv. Þá voru fulltrúar lýðræðis- sinna einnig kosnir í Verkalýðs- félagi Austur-Eyjafjallahrepps í Rangárvallasýslu og í Verkalýðs- félagi Vatnsleysustrandar í Gull- bringusýslu. Loks var kosið í Verkalýðsfé- laginu Baldri á ísafirði sl. laugar- dag, er kaus 4 fulltrúa. Var sjálf- kjörmn listi, er stjórn félagsins stóð að. í Verkalýðsfélaginu Hvöt á Hvammstanga voru einnig sjálf- kjörnir tveir fulltrúar á Alþýðu- sambandsþing. Víttur fvrir j unmiælin KAIRÓ, 13. okt. — í dag vora samþykktar samhljóða vítur á fulltrúa Túnis í fastaráði Araba- bandalagsins fyrir ummæli hans í gær. Hann sagði þá, að Ara- bíska sambandslýðveldið vildi stjórna öllu í Arababandalaginu og talaði undir rós um ofríki Nassers. — Fulltrúi Túnis fór heim í dag um svipað leyti og fundur fastaráðsins hófst. Á fundinum var samþykkt að strika ummæli hans út úr gerða bók ráðsins. Egypzk blöð réðust í dag heiftarlega á Túnisstjórn, kölluðu hana jafnvel handbendi heimsvaldasinna. Fjórburar DETROIT, 13. okt. — í dag fæddl frú Julia Ullman fjórbura, allt stúlkubörn. Fæðingin gekk að óskum og heilsast móður og dætr um vel. Lík páfa flutt til Péturskirkjunnar. Byggingin í baksýn er Colosseum. Pius páfi XII. jarðsettur Hœttan liðin hjá við Formósu WASHINGTON, 13. okt. — Stjórnmálamenn í Washing- ton eru þeirrar skoðunar, að hættan á Formósusundi sé liðin hjá í þetta skipti. Eins og kunnugt er af fréttum, ákvað Pekingstjórnin að fram lengja vopnahléð um tvær vikur enn. Gert er ráð fyrir, að Bandaríkjastiórn muni nú reyna að fá Chiang-Kai-Shek til að minnka stórlcga her- styrk þjóðernissinna á hinum umdeildu eyjum. Auk þess muni Bandaríkjastjórn minnka til muna herstyrk sinn á Formósu. — Utanríkis- ráðherra Filippseyja sagði í kvöld, að vopnahléð væri ár- angur af málamiðlunarstarf- semi Breta, Indverja og Norðurlandaþjóðanna. i gær RÓM, 13. okt. — í dag var Pius páfi XII. lagður til hinztu hvilu í Péturskirkjunni í Róm. Athöfn- in tók 3 klst. í kór sátu kardí- nálar og fulltrúar erlendra ríkja. — Athöfnin fór fram fyrir fram an altari kirkjunnar. Lík páfa var lagt í trékistu og utan um hana var sett blýkista (um 1 lest á þyngd) og yzt var loks kista úr bronsi. Kisturnar voru steyptar í gólfið undir kirkjunni, ekki langt frá gröf Péturs postula. ★ Péturskirkjunni var lokað um hádegi og biðu þá enn um 40 þús. manns úti fyrir, sem höfðu ekki haft tækifæri til að votta páfan- um hinztu virðingu. Ekki löngu síðar hófst útfararathöfnin með því, að páfinn var kistulagður. Athöfnin hófst með því, að tónað var „Miskunna þú oss, drottinn" og tekið undir af kór „Miskunna þú þig yfir oss, drottinn, sam- kvæmt þinni miklu náð“. Þá stóðu fyrirmenn á fætur og sex- tán burðarmenn af aðalsættum báru líkbörur páfa upp að altar- inu. Lífvörður gekk með börun- um. Við háaltarið stóð skrúðhús- vörður páfa, hollenzki biskupinn, Van Lierde, sem hellti vígðu vatni á andlit páfa og söng hina gömlu bæn, „Sieut Cervus“. Frh. á bls. 19. ★---------------------------* Þriðjudagurinn 14. október Efni blaðsins er m. a.: Bls. 3: Kosning forseta Alþingftg — 6: Kvennaskóli Húnvetninga, Blönduósi. Skákbréf frá Munchen. — 8: Frú Guðrún Jónasson fyrr- verandi bæjarfulltrúi látin. Happdrætti Háskóla ía- lands. — 10: Samtal við Karl Guðmundi son k nattspy rnuþjálfara f Noregi. — 11: Páfa minnzt í Eandakote- kirkju. — 12: Hlustað á útvarp. — 18: Maraþonhlaup í myrkri tf frosti. *---------------------------*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.