Morgunblaðið - 14.10.1958, Side 2
2
MORCl’lSBl 4Ð1B
Þriðjudagur 14. okt. 1958
Fjárlagafrumvarpið:
900 millj. kr. úrgjöld ríkissjóðs
Ekkert fé áæflað til greiðslu stórfelldr-
ar hækkunar kaupgreiðsluvisifölu
I GÆK var útbýtt á Alþingi |
þriðja fjárlagafrumvarpi vinstri
stjórnarinnar. Niðurstöður á sjóðs
yfirliti eru 900.360 þús. kr. og
er það rúmlega 93 millj. kr.
hækkun frá fjárlögum yfirstand-
andi árs. Eru þó ekki meðtaldar
á fjárlagafrumvarpinu nú 40 ]
millj. kr. til dýrtiðarráðstafana, ]
sem eru í fjárlögum þessa árs.
Þessi mikla útgjaldaaukning rík-
issjóðs mun fyrst og fremst vera
afleiðing „bjargráðanna“. Öll út-
gjöld ríkissjóðs vegna niður- ]
greiðslna á vöruverði hafa nú
verið flutt yfir á útflutningssjóð.
Vísitöluhækkuninni sleppt
Fjárlagafrumvarpið er miðað
við kaupgreiðsluvísitölu 183, en
það er sú vísitala, sem kaup-
greiðslur voru miðaðar við í
„bjargráðalögunum". Vitað er, að
strax 1. des. mun kaup hækka um
19 vísitölustig til viðbótar, nema
sérstakar ráðstafanir séu gerðar,
og enn hlýtur kaupgreiðsluvísi-
talan að hækka verulega 1.
marz næsta ár.
I fjárlagafrumvarpinu er ekki
að finna neinar tillögur um fjár-
öflun vegna þeirrar stórfelldu
útgjaldaaukningar, sem þessi
vísitöluhækkun mun valda ríkis-
sjóði. Eigi er heldur bent á nein
úrræði til þess að forða ríkissjóði
frá þessari útgjaldaaukningu.
Um þessi alvarlegu vansmíð
segir svo í greinar„erð frv.:
Endurskoðun vísitölukerfisins
„Eins og fram var tekið í at-
hugasemdum um frumvarpið um
útflutningssjóð o. fl. var það
fyrirsjáanlegt, að hækkun kaup-
gjalds umfram þau 5%, er ákveð
in voru í lögunum um útflutn-
ingssjóð, myndi leiða til krafna
um „nýja hækkun á útflutnings-
og yfirfærslubótum. Hækkun
þeirra hefði í för með sér meiri
hækkun á framfærsluvísitölunni
og hún ylli svo á hinn bóginn
nýrri hækkun á kaupgjaldi og af-
urðaverði og þannig koll af
kolli“. Ríkisstjórnin tók því fram
í athugasemdunum við frum-
varpið, að til þess að leysa þau
efnahagsvandamál, sem hér er
við að etja, væri „nauðsynlegt að
Makaríos samnings-
fúsari en
AÞENU, 13. okt. — Makaríos
erkibiskup lýsti þvt yfir á
blaðamannafundi hér í borg
i dag, að hann væri fús að
fallast á sjö ára fullveldi Kýp-
ur í innanríkismálum, áður en
áður fyrr
eyjan fengi fullt sjálfstæði.
Erkibiskupinn bætti því við,
að hann hefði gefið mjög
mikilvæga yfirlýsingu með
þcssum orðum, og ekki kæmi
til mála, að hann gengi lengra
taka sjálft vísitölukerfið til athug
unar, þ. e. þá skipan, að allt kaup
gjald og afurðaverð breytist sjálf
krafa með breytingu á fram-
færsluvísitölu“. Var það enn-
fremur tekið fram, að ríkisstjórn-
inni (væri) ljóst, að slíkt mál
verður að leysa í nánu samstarfi
við stéttarsamtökin í landinu og
mun beita sér fyrir samstarfi við
þau um þetta efni. Munu mál
þessi verða tekin til nánari athug-
unar, þegar þessi samtök halda
þing sín síðari hluta þessa árs“.
Tekjuhækkun vegna
„bjargráðanna“
Kekstrarútgjöld ríkissjóðs eru
áætluð í frv. rúmar 793 millj. kr.
og til greiðslu lána og eignaaukn-
ingar eru áætlaðar rúmar 105
millj. kr.
Þrátt fyrir breytingar á skatt-
greiðslu félaga og skattgreiðslu
hjóna, sem lögfestar voru á síð-
asta þingi, eru áætlaðar tekjur af
tekju- og eignaskatti hækkaðar
um 12 millj. kr.
Þá er ljóst af frv., að „bjarg-
ráðin“ hafa hækkað verulega
tekjur ríkissjóðs, þótt lítið væri
úr þeim tekjuauka gert, þegar
efnahagsfrv. var til meðferðar á
þingi í vor. Eru þannig áætlaðar
tekjur af verðtolli hækkaðar um
96 millj. og af söluskatti um 30
millj. frá fjárlögum þessa árs og
mun þó vafalaust hóflega áætlað.
Formi frumvarpsins breytt
Hinu hefðbundna formi fjár-
lagafrv. hefur verið allmikið
breytt, þannig að efnisniðurróðun
er önnur en verið hefur. Eru út-
gjaldaliðirnir flokkaðir eftir
ráðuneytum en ekki eftir eðli út-
gjaldanna, svo sem áður hefur
verið gert. Torveldar þetta nokk-
uð samanburð við fyrri ár hvað
einstakar greinar frv. snertir.
Dr. Roy Basler
Háskólafyrirlesfur
um ameríska bók-
menniasðgu
HÁSKÓLAFYRIRLESTUR dr.
Roy Basler um amerískar bók-
menntir er í kvöld og hefst kl.
8,30.
Dr. Roy Basler kom hingað
vegna amerísku bókasýningar-
innar. Á sunnudaginn flutti hann
fyrirlestur í sýningarsal bóka-
sýningarinnar um Abraham
Lincoln, en dr. Basler hefir kynnt
sér ævisögu Lincolns alveg sér-
staklega. Vakti fyrirlesturinn
mikla athygli.
önnur sérgrein dr. Baslers er
bókmenntasaga Bandaríkjanna
og fjallar háskólafyrirlestur hans
í kvöld um það efni.
Mjög er það ónægjulegt þegar
tekst að fá hingað til lands lærða
menn sem standa framarlega *
sínu eigin landi. Dr. Basler er
einn þessara manna og má búast
við margmenni á fyrirlestri hans
í háskólanum í kvöld.
Loka varð fyrir
gufuborholuna
LOKA varð fyrir gufuborholuna
við Gufudal í Ölfusi, sem opnuð
var á laugardaginn var, og sagt
var frá hér í blaðinu á sunnu-
daginn. Auk þess sem gifurlegur
hávaði fylgdi hinu mikla gufu-
útstreymi er heyrðist um langan
veg, urðu skemmdir á síma-
línum af völdum gufunnar. Er
hana lagði yfir símastaur, sem
var í á að gizka 150 m fjarlægð,
þéttist gufan svo, að hún varð að
vatni, og þar sem dálítið frost
var, settist is f jctlega á síma'.'i-
una. Smám saman hlóðst utan á
hana meiri og meiri ís, unz þung-
inn var orðinn svo mikill, að
símastaurinn brotnaði. Var þá
tekið til þess ráðs að loka fyrir
gufugosið mikla og mun holan
verða lokuð fyrst um sinn a. m. k.
Bílstjóri bcðiim að
koma til viðtals
ÞANN 5. okt. sl. varð kona hér
í bæ, Elínborg Vigfúsdóttir,
Drápuhlíð 33, fyrir bíl á Löngu-
hlíð. Bílstjórinn, sem ók á hana,
stanzaði og tók hana upp í og
ók henni þangað sem hún var að
fara, en konan átti erindi í hús
við Miklubraut. Bauðst hann
til að aka henni áfram, að því er
konan segir. Fór hún nú inn í
húsið við Miklubraut, en er hún
kom út aftur var bilstjórinn á
bak og burt.
Síðar kom í ljðs að konan hafði
handarbrotnað er bíllinn ók á
hana og er málið nú komið til
rannsóknarlögreglunnar, sem
biður hlutaðeigandi bílstjóra að
koma til viðtals sem fyrst.
Smásjá stolið úr
iðnaðardeildiimi
1 IÐNAÐARDEXLD Atvinnu-
deildar Háskólans, við Suður-
götu, hefur verið framinn þjófn-
aður, og það sem horfið er, er
næsta sjaldgæft þýfi, því ab um
er að ræða smásjá.
Rannsóknarlögreglan hefur
verið beðin að taka að sér mál
Stolna smásjáin
þetta, en það sem vitað er um
hvarf tækisins er heldur lítið.
Smásjáin var fyrstu daga októ-
bermánaðar í vinnustofu iðn-
aðardeildarinnar. Hafði smá-
sjáin, sem er tékknesk fram-
leiðsla, staðið á borði úti við
hurðina. Oft er vinnustofan
mannlaus, að því er lýst hefur
verið fyrir rannsóknarlögregl-
unni, og almennur gangur fyrir
íraman. Þetta var alveg ný smá-
sjá og þjófurinn hirti ekki áð
taka með liðbeiningar um notk-
un hennar. Hún var í kassa úr
ljósum kjörviði. Þessi gerð smá-
sjáa nefnist Meopata. Búið er að
spyrjast fyrir í verzlunum er
með slík tæki verzla og einnig
í fornverzlnunum, en þar heíur
hennar ekki orðið vart.
til móts við Breta í samkomu-
lagsátt. Þá lagði biskupinn
áhcrzlu á, að Bretar gætu
ekki þvingað fram sjö ára
áætlun sína með valdi.
Averoff, utanríkisráðherra
Grikkja, lýsti því jafnframt yfir
í dag, að sambandið milli Tyrkja
og Grikkja um þessar mundir
væri vægast sagt mjög ótryggt.
í dag ræddi fastaráð NATO
um Kýpur og segja fréttamenn,
að nokkur árangur hafi orðið af
viðræðunum.
NEW YORK, 13. okt. — í dag
bar aðalDulltrúi Bandaríkjanna
hjá Sameinðu þjóðunum, Cabot
Lodge, formiega fram tillögu
stjórnar sinnar um, að tilraunum
með kjarnorkuvopn væri hætt
meðan viðræður færu fram mitli
stórveldanna um eftirlit með því,
að algjöru banni sé framfylgt. í
ræðu sinni sagði hann, að 17 ríki
styddu tillöguna.
Bandaríkjamenn ætla að
skjóta upp annarri eldflaug
til tunglsins
WASHINGTON, 13. okt. — Bandarískir vísindamenn hafa
ákveðið að skjóta nýrri eldflaug til tunglsins innan fárra
víKna. Frá þessu var skýrt í Washington í dag. Eins og kunn-
ugt er, komst gervihnöttur sá, sem Bandaríkjamenn skutu
á Ic-ft á laugardag, ekki á braut sína umhverfis tunglið og
brann eldflaugin upp, þegar hún var aftur á leið til jarðar.
Vísindamenn eru þó mjög ánægðir með árangurinn og segja,
að mjög mikilvægar upplýsingar bafi fengizt af þessari til-
raun. Eldflaugin komst upp í 126,500 kílómetra hæð og er
það hærra en nokicurt tæki, smíðað af mannahöndum, hefur
kcmizt. —
TILRAUN Bandaríkjamanna til j manns vörum. Enda þótt tilraun-
þess að koma gervitungli á braut | in hafi mistekizt er almennt tal-
umhverfis tunglið er enn á hvers ið, að efrekið sé eitt hið mesta,
Olympíuskákmótið í Munchen
Ólympíuskákmótið í Miinchen 4 |
BARÁTTAN um sætin í A-riðli,
úrslitakeppninnar varð alihörð, ]
um það er lauk, í 1. og 3. riðii og ]
munaði aðeins % vinning. Úrslit ]
í 1. riðli urðu þau, að Sovéti íkin
fengu 27 v., 2. Búlgaría 21%, 3.
Austurríki 21, 4. Holland 20V2,
5. Danmörk 16 V2, 6. Frakkland
14V2, 7. Ítalía 11, 8. Puerto Rico 8,
9. írland 4.
Þarna var lengi vel útlit fyrir
að Búlgaría mundi missa af
strætisvagninum en seinustu um-
ferðirnar björguðu þeim upp
ina í geymslu í íshúsinu. En rann-
fyrir þrjár þjóðir. Holland varð
að láta sér lynda B-riðill þrátt
fyrir Euwe og Donner. Tap fyrir
Danmörku 2% í næst síðustu um-
íerð réði úrslitum.
Úrslit í 3. riðli: Argentína 23 v.,
2. A-Þýzkaland 21, 3. England 20,
4. Ungverjaland 19V2, 5. Pólland
19, 6. Columbia I6V2, 7. Filipps-
eyjar 12%, 8. Skotland 10, 9.
Líbanon 2%. Mestu vonbrigði
mótsins! Ungverjarnir urðu að
láta sér nægja B-riðillinn eftir
að hafa verið í 3. sæti í Moskvu
1956, þar sem þeir einir allra,
fyrr og síðar, sigruðu Rússa!
Úrslit í 4. riðli: 1. Tékkósló-
vakía 25 v., 2. Júgóslavía 24,
3. Sviss 20, 4. Kanada 19, 5. Sví-
þjóð 18%, 6. Belgía 10%, 7. Portú-
gal 10, 8. Túnis 9%, 9. Grikk-
land 7%.
Keppnisröð í B-riðli úrslitanna
er þessi. 1. ísland, 2. ísrael, 3.
Frakkland, 4. Danmörk, 5. Kan-
ada, 6. Pólland, 7. Kólumbía, 8.
Belgía, 9. Holland, 10. Ungverja-
land, 11. Finnland, 12 Svíþjóð.
í 1. umferð áttu íslendingar við
Svía. Urðu úrslit þau að Ingi
R Jóhannsson vann Sterner og
Arinbjörn vann einnig sína skák
en Freysteinn og Ingimar töpuðu.
í 2. umferð, við ísrael fékk Arin-
björn jafnteflí en Jón Kristjáns-
son tapaði. Biðskákir urðu hjá
Guðmundi Pálmasyni og Frey-
steini. Önnur úrslit í 1. umferð
urðu: Danmörk 1% — Holland
2%, Kanada 2% — Belgía 1%,
Pólland 2 — Kólumbía 2, ísrael
2% — Finnland 1%, Frakkland 0
— Ungverjaland 4.
Spádómur: ísland verður í 7. til
8. sæti. Ungverjaland efst ca 4
vinningum fyrir ofan næstu þjóð.
sem um getur í sögu vísindanna.
Eldflaugin komst lengra frá
jörðu en nokkurt tæki gert .af
manna höndum hefur áður kom-
izt og veitti mikilvægar upplýs-
ingar um geiminn. Menn eru nú
fróðari um aðstæður þær, sem
geimfarar framtíðarinnar verða
að glíma við. Þessi tilraun Banda
ríkjamanna nægði til þess, að
stórblöðin um allan heim fóru að
ræða geimferðir manna og sam-
kvæmt áliti bandarískra visinda-
manna verður ek"ki ýkjalangt að
bíða þeirra. Hefur eitt stórblað-
anna sett upp svofellda áætlun,
sem sögð er hafa fengið sam-
þykki færustu vísindamanna á
þessu sviði:
1. 1960: Fyrsta ómannaða eld-
flaugin iendir á tunglinu og kem.
ur aftur til jarðarinnar.
2. 1961: Ómönnuð eldflaug fer
umhverfis Venus.
3. 1962: Mönnuð eldflaug send
út af aðdráttarsviði jarðar og
kemur heilu og höldnu aftur til
jarðarinnar.
4. 1963: Mannað gervitungl
gengur umhverfis jörðu.
5. 1965: Mannað geimfar geng-
ur umhverfis tunglið.
6. 1968: Mönnuð geimskip lenda
á tunglinu.
7. 1971: Hafizt handa um að
reisa bækistöð á tunglinu.
KARACHI, 13. okt. — í dag var
] tilkynnt í Karachi, höfuðborg
i Papistans, að innarn skamms
I mundu verða teknar upp aftur
viðræður milli fulltrúa Pakistans
I og Indlands, sem miða að því, að
I jafna ágreining ríkjanna.