Morgunblaðið - 14.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. okt. 1958 UORCVISBL 4Ð1Ð 3 Blaðamennirnir ýktu ummœli sjómannsins MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt bréf frá Victor Smith, brezka togarasjómanninum, sem skorinn var upp á Patreksfirði fyrir nokkru. — Segir hann þar að brezku blöðin hafi gert meira úr ummælum sínum um hjúkr- unarkonuna Þó. u Magnúsdóttur en efni stóðu til. Fer meginhluti bréfsins hér á eftir í íslenzkri þýðingu: „Þér munið ef til vill eftir hinni stuttu, en ákaflega ánægju- legu heimsókn minni á Islandi. Síðan ég kom til baka hefi ég lent í hræðilegum vandræðum. Sjáið þér til, brezku blöðin náðu í mig og vildu fá hjá mér frásögn, og þar sem mig langaði til að sýna fólki á fslandi, sem hér átti hlut að máli, þakklæti mitt og láta almenning í Bret- landi vita hversu vel var farið með mig, þá voru blöðin áhrifa- ríkasta tækið. Ég sagði þess vegna frá því hve góðir allir hefðu verið mér, en þau hafa gert meira úr ummælum mín- um en efni stóðu til, sérstaklega í sambandi við Þóru, hjúkrunarkonuna sem í hlut átti. Sjáið þér til, ég sagði 6ara að mér fyndist hún dásam- leg manneskja, og ég verð henni og lækninum eilíflega þakklátur Sjómannsekkjan Hólmfríður Oddsdóttir, hlaut DAS-íbúð- ina að Selvogsgrunni 11, 3. okt. sl. og er frúín í eldhúsi sínu þar er myndin var tekin. Bróðir Hólmfríðar, Jón Odds- son, er rak útgerð í Englandi í mörg ár, hefur gefið þrjár herbergisgjafir til dvalar- heimilisins að Hrafnistu. Æfingar liafnar fyrir það sem þau gerðu fyrir mig. Jæja, ég þykist vita að þér kannizt við blöðin hérna og vit- ið hvernig starfsaðferðum þeirra er háttað. Þess vegna munuð þér ef til vill skilja tilfinningar mín- ar, þegar ég hef skýrt yður frá vandamáli mínu. Brezku blöðin hafa gert ein- hverjá stórkostlega rómantíska sögu úr sambandi okkar Þóru. Og ég tek mér það ákaflega nærri, því ég skil hvað Þóru mun finnast um það. Þetta hlýt- ur að vera ákaflega leiðinlegt og óþægilegt fyrir hana, eins og það líka er hvað mig snertir. Það var aldrei ætlun mín að láta slíkt koma fyrir, því ég ber virð- ingu fyrir Þóru og tilfinningum hennar. Þér getið því rétt ímynd- að yður hvað ég tek mér þetta nærri. . Mínar eigin tilfinningar í garð einhverrar manneskju eru mitt einkamál og svo er um tilfinning- ar Þóru líka, skyldi ég halda. Þess vegna vil ég ekki að neinn verði til þess að særa hana á nokkurn hátt. Ef nokkur tök væru á, mundi ég koma aftur til íslands og í sjálft sjúkrahúsið, þar sem ég mundi útskýra málið fyrir Þóru, því ég vil að þetta verði leið- 1 rétt. Gætuð þér nú ekki hjálpað mér í þessu vandamáli með því að hafa samband við Þóru og segja henni það sem ég hef skrif- að og útskýra fyrir henm hvað mér finnst um þetta allt. Ef þér gætuð gert þetta fyrir mig, væri ég yður eilíflega þakk- látur“. Þetta höfum við gert, og hér fær Þóra skýringar piltsins. hjá SH HAFNARFIRÐI —- Æfingar eru nýlega hafnar hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar, og verða þær í vetur, sem hér segir: Yngri flokk ur á mánud. kl. 6,30, eldri flokk- ur á miðvikud. og fimmtud. kl. 7,30 og föstud. kl. 6,30, en þá verður jafnframt útiæfing. Mikill áhugi er nú í hafnfirzk- um sundmönnum og eru hér margir góðir sundmenn á lands- mælikvarða. Skilyrði eru hin ákjósanlegustu til sundiðkana í Sundhöllinni, en þar er nú mikið að starfa dag hvern, því að skól- arnir eru byrjaðir æfingar. Þess skal getið, að tekið er á móti nýj- um félögum í Sundfélag Hafnar- fjarðar á þeim dögum, sem æf- ingar fara fram, og geta þeir, sem óska eftir að vera með í vet- ur, gefið sig fram við formann- inn, Hörð Óskarsson. — G. E. Samninganefnd Verzlunarmannafélags Reykjavíkur (talið frá vinstri). Fremri röð: Októ Þorgrímsson, Einar Birnir, Guð- mundur H. Garðarsson, formaður VR, Sverrir Hermannsson, fcrmaður samninganefndar, og Óskar Sæmundsson, formaður deildar samvinnustarfsmanna í VR. Aftari röð: Ásgeir Halls- son, Markús Stefánsson, Björgúlfur Sigurðsson, Guðmundur Jónsson, Gunnlaugur J. Briem og Hannes Þ. Sigurðsson. — A myndina vantar Eyjólf Guðmundsson og Sigurð Helgason. Mikilvœgir samningar milli Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og SIS V.R. hefur hlotið viðurkenningu allra vinnuveitenda FÖSTUDAGINN 10. okt. sl. var undirritaður samningur um kaup og kjör milli Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur og Sambands íslenzkra samvinnufélaga. — Er þetta í fyrsta skiptið, sem SÍS Forsetar Alþingis voru kjörnir í gœr Sjö þingskjölum útbýtt ALÞINGI hélt áfram störfum í gær. Kl. i.,30 var settur fundur í sameinuðu þingi. Páll Zóphóní- asson setti fundinn í fjarveru aldursforseta, Jóhanns Þ. Jósefs- sonar. Fyrsta málið, sem lá fyrir var kosning forseta sameinaðs þings. Urðu úrslit þau, að kjör- inn var Emil Jónsson með 28 atkv. Jón Pálmason fékk 15 atkv. Fyrri varaforseti sameinaðs þings var kjörinn Gunnar Jóhannsson með 29 atkv. Auðir seðlar voru 16. Annar varaforseti sameinaðs þings var kjörinn Karl Kristjáns- son með 28 atkv., en 1'8 seðlar voru auðir. Skrifarar sameinaðs þings voru kjörnir þeir Friðjón Þórðarson og Skúli Guðmunds- son, og í kjörbréfanefnd Bjarni Benediktsson, Friðjón Þórðarson, Gísli Guðmundsson, Áki Jakobs- son og Alferð Gíslason. Að því búnu var fundi slitið í sameinuðu þingi, en settir fundir í deildum og kosnir deildarfor- setar og skrifarar. Forseti neðri deildar var kjörinn Einar Olgeirs son með 18 atkv. Jón Sigurðsson hlaut 11 atkv. Fyrri varaforseti var kjörinn Halldor Ásgrímsson með 19 atkv., en 12 seðlar voru auðir. Annar varaforseti var kjörinn Áki Jakobsson. Skrifarar neðri deildar voru kjörnir þeir Magnús Jónsson og Páll Þor- steinsson. Forseti efri deildar var kjörinn Bernhard Stefánsson með 11 at- kvæðum. Sigurður Bjarnason hlaut 5 atkv. Fyrri varaforseti var kjörinn Friðjón Skarðhéðins- son og annar varaforseti Alfreð Gíslason. Skrifarar efri deildar voru kjörnir þeir Sigurður Óli Ólafsson og Karl Kristjánsson. Útbýtt var sjö þingskjölum og voru þau sem hér segir: 1. Frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1959. 2. Frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að inn- heimta ýmis gjöld 1959 með við- auka. Er frumvarp þetta sam- hljóða lögum nr. 83/1957, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að innheimta ýmis gjöld 1958 með viðauka. 3. Frumvarp til laga um bráðabirgðabreytingu á lögum um bifreiðaskatt o. fl. Gerir frum varp þetta ráð fyrir framleng- ingu ákvæða um sama efni, sem eru í lögum frá 1957. 4. Frum- varp til laga um bráðabirgða- breytingu á lögum um tollskrá o. fl. Þetta frumvarp felur í sér framlengingu ákvæða, sem eru í lögum frá 1957. 5. Tillaga til þingsályktunar um eflingu land- helgisgæzlunnar og aukrtá vernd íslenzkra fiskiskipa. Flm.: 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins. 6. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum. Flm.: Sigurður Bjarnason. Er frumvarp þetta samhljóða frumvarpi, er flutt var á tveimur síðustu þingum, en náði þá ekki afgreiðslu. 7. Tillaga til þingsályktunar um innflutn- ing varahluta í vélar, verkfæra og áhalda til landbúnaðar og sjávarútvegs. Flm.: Asgeir Bjarnason o. fl. Burt trá Líbanon BEIRUT, 13. okt. — Bandaríkja- menn héldu í dag áfram að flytja lið sitt frá Líbanon. Ekki hefur verið gefin út nein tilkynning um brottflutninginn og segja fréttamenn, að mikil leynd hvíli yfir honum. Hermennirnir eru flestir fluttir burt með flugvél- um, en hergögn og vistir með skipum. Bandaríska sendiráðið í Beirut skýrði frá því, að Banda- ríkjamenn hygðust hafa sent allt herlið sitt á brott frá Líbanon um næstu mánaðamót. semur við VR. Kjarasamningur- inn milli þessara aðila er sam- hljóða samningum VR við aðra vinnuveitendur, að öðru leyti en því, að sérákvæði er um lífeyris- sjóð samvinnustarfsmanna. Mikilvægur árangur Mál þetta á sér nokkuð langan aðdraganda. Hafa samningaum- leitanir staðið lengi yfir milli þessara aðila, en verulegur skrið- ur komst á málið er starfsmenn SIS og fyrirtækja þess sam- þykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta, að viðhafðri allsherjarat- kvæðagreiðslu, að gerast félagar í VR. í september sl. var svo stofnuð deild samvinnustarfs- manna í VR. Ræður hún sérmál- um sínum, en kaupl og kjaramál og önnur sameiginleg hagsmuna- mál eru að sjálfsögðu undir stjórn VR. Félagar í deildinni eru fullgildir félagar VR. Samningsaðild SÍS er mjög mikilvægur árangur í kjarabar- áttu VR. Með henni hefur VR hlotið endanlega viðurkenningu allra vinnuveitenda sem stéttar- félag og lögformlegur samnings- aðili um kaup og kjör. — (Frétt frá VR) SöngsKemmrun Stefáns íslandi Á SUNNUDAGS- og mánudags- kvöld ætlaði Stefán íslandi að efna til söngskemmtana, en þeim varð að aflýsa vegna veikinda söngvarans. Nú standa vonir til að söngskemmtanir þessar geti orðið á fimmtudag og föstudag, en það mun verða nánar auglýst í dagblöðunum. STAK8TEIIVAR Lýðræðisást Framsóknar Þegar Framsókn stofnaði Hræðslubandalagið með Alþýðu- flokknum fyrir rúmum tveimur árum lýsti hún því yfir að meg- intilgangur hennar með því væri að sigra kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar. Hin- um rússneskum áhrifum skyldi eytt úr íslenzkum verkalýðsfé- lögum. Framsókn sté á stokk og strengdi þess heit að efla Alþýðu flokkinn og lýðræðið í þessum samtökum. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú, að nú berjast Fram- sóknarmenn eins og ljón með kommúnistum í kosningunum til Alþýðusambandsþings en Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn mynda fylkingu lýðræðis- sinna gegn kommúnistum. Brodd ar Iramsóknar leggja nú ofur- kapp á að hjaipa kommúniscam gegn Alþýðuflckknum í verka- lýðssamtökunum Svona er lýðræðisást Fram- sóknar mikil, svona mikið er Ieggjandi upp úr fyrirheitum ieiðtoga hennar. Þetta er vissulega holl lexía fyrir Aiþýðuflokkinn, sem trúði því að Framsóknarflokkurinn teldi það ■ mikilsvirði að útrýma :hrifum komrnúnismans úr verka lýðshreyfingunni. Kommúnistar orðnir í minnihluta En þrátt fyrir aðstoð Frant- sóknarflokksins við kommún- ista í verkalýðssamtökunum eru kommúnistar nú búnir að tapa fulltrúum frá fjölda félaga, mið- að við síðasta Alþýðusambands- þing. Þeir eru orðnir í minni- hluta á því þingi, sem kemur saman í næsta mánuði. í Dagsbrún hafa kommúnistar haldið aðstöðu sinni vegna þess að leiðtogar kommúnista þar hafa lýst því yfir, að þeir væru komnir í andstöðu við vinstri stjórnina. Svik r'kisstjórnarinnar og úr- ræðaleysi nefur þannig haft mikil áhrif á skoðanir og afstöðu fólksins í verkalýðssamtökunum. Fjöldi fólks úr öllum starfsgrein- um innan samtakanna hefur snúizt gegn stjórninni. Verkamenn sjá, að fullyrðing- ar stjórnarherranna um að þeir vilji hafa samráð við verkalýðs- samtökin eru gaspur eitt, sem enginn trúnaður er leggjandi á. Vinstri stjórnin er einræðisklíka, sem vill gjarnan misnota verka- lýðssamtökin sér til framdráttar. En hún skellir skollaeyrunum við ráðum þeirra ef henni bíður svo við að horfa. Allsstaðar sama sagan Kommúnistar eru alls staðar að tapa í verkalýðsfélögunum. Kosningaúrslitin um síðustu helgi sýndu að þeir misstu full- trúa í félögum í Vestmannaeyj- um, í Reykjavík og vestur við ísafjarðardjúp. Á Siglufirði, sem liefur verið höfuðvígi kommún- ista í verkalýðshreyfingunni, fengu þeir nú sömu atkvæðatölu og lýðræðissinnar, í stærsta verkalýðsfélagi kaupstaðarins. Niðurstaðan varð sú að Iýðræð- issinnar fá 3 af 5 fulltrúum þess félags. Það er þannig auðsætt að fólk ið vill að lýðræðisöflin innan verkalýðshreyfingarinnar standi saman, byggi samtökin upp og miði starfsemi þeirra fyrst og fremst við hagsmuni meðlima þeirra en ekki pólitíska haga- muni einstakra stjó"-.»á,lp- flok ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.