Morgunblaðið - 14.10.1958, Síða 10

Morgunblaðið - 14.10.1958, Síða 10
10 MORCVNBL4Ð1Ð Þriðjudagur 14. okt. 1958 Utg.: H.t Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. V.-STJÓRNIN FORDÆMD Karl Guðmundsson ásamt fjölskyldu sinni á heimili sínu í Lilleström. Eiginkona hans, Sigríður Stefánsdóttir, dæturnar Guðrún (9 ára) og Ásta (7 ára) og Steian (5 ára). Dvölin í Noregi ævintýri líkust KOSNINGUNUM til Al- þýðusambandsþings er nú lokið eða svo til. — Heildaryfirlit um fylgi þeirra fylkinga, sem þar áttust. við, er enn ekki fyrir hendi. Ótvírætt er þó, að lýðræðissinnar hafa mjög unnið á. Af úrslitunum undanfarnar vikur var ekki um að villast, að straumurinn lá í lýðræðisátt. Aldrei kom þetta betur fram en nú um helgina. Þá unnu lýðræð- issinnar víðs vegar á landinu 26 fulltrúa, sem kommúnistar og bandamenn þeirra höfðu haft á síðasta Alþýðusambandsþingi. Ekki er síður athyglisvert, að af 9 núverandi miðstjórnarmönn- um Alþýðusambandsins, eru að- eins 2 kosnir þingfulltrúar nú. Breytir þar engu um þó að sumir þeirra hafi talið sér ráðlegast að bjóða sig ekki fram aftur. Astæðan fyrir þessum úrslit- um dylst engum. Kjósendurnir hafa viljað lýsa vanþóknun á misnotkun V-stjórnarinnar á verkalýðssamtökunum, jafnframt því, sem þeir tjá sig fylgjandi frjálslyndu lýðræði. ★ Eftir þessi úrslit ætti að vera tryggt, að ráðagerð valdaklíku Framsóknar um að ryðjast til valda í Alþýðusambandinu sé úr sögunni. Fátt hefur mælzt verr fyrir en sú frekja Framsóknar- manna, að ætla að skapa sér oddastöðu innan Alþýðusam- bandsins til viðbótar við ofur- vald sitt á Alþingi, yfir rikis- sjóðnum, í SÍS og innan bænda- samtakanna. Heilbrigð dóm- greind almennings hefur með réttu fordæmt þá valdagræðgi, sem í þessum áformum lýsir sér. Bezt er samt að vera við öllu búinn. Framsóknarmenn hirða ekki svo mjög um, þó að þeir njóti lítt stuðnings almennings. Vani þeirra er einmitt sá, að ráða í skjóli ranginda, þó að fylgi kjósenda skorti. Þeir munu vafa- laust gera örvæntingarfulla til- raun til að koma áformum sín- um fram og beita til þess vinstri krötum og Hannibalistum, ásamt því, sem þeir reyna að nota sér löngun Moskvukommúnista til að lafa í ríkisstjórn á hverju sem gengur. Kjósendur verða að fylgjast glöggt með því, sem hin- ir kosnu umboðsmenn þeirra að- hafast og láta þá skilja, að ekki tjáir að gera að kosningum lokn- um nein svikabandalög þvert of- an í kosningaúrslitin. ★ Hvað sem áformum Framsókn- ar líður, þa hefur íslenzkur stjórn málaflokkur aldrei fyrr tekið aðra eins kollveltu og hún í þess- um Alþýðusambandskosningum. Fyrír rúmum tveimur árum gerðu Framsóknarmenn bandalag við Alþýðuflokksmenn um að ná meirihluta á Alþingi með þeim höfuðtilgangi að ú.trýma með öllu áhrifum kommúnista. Efndirnar : þjóðmálunum kannast menn við. Framkvæmdirnar í verkalyðs- málum hafa menn séð síðustu vikurnar. Framsóknarmenn hafa í þessum kosningum, hvar sem þeir gátu komið því við, fylkt liði með kommúnistum, sem þeir sögðust ætla að eyða, gegn Al- þýðuflokksmönnum, er þeir höfðu svarizt í fóstbræðralag við! Sök sér væri, ef Framsókn hefði gert þetta af því, að banda- menn hennar hefðu sýnt V-stjórn inni svo mikla hollustu, að þeir þess vegna hefðu orðið að standa með þeim gegn lýðræðissinnum, sem vitanlega voru V-stjórninni með öllu andsnúnir. En komm- únistar björguðu því, sem bjarg- að varð, af fylgi sínu með ein- dreginni andstöðu, a. m. k. í orði kveðnu, gegn ríkisstjórninni. ★ Höfuðsigur sinn unnu komm- únistar nú eins og áður í Dags- brún. Þar héldust hlutföllin svo að segja óbreytt frá því við stjórnarkosningarnar í vetur og voru úrslitin nú kommúnistum þó ívið hagfelldari. En þá sóttu lýð- ræðissinnar lengra fram en þeir höfðu áður gert frá því, að komm únistar náðu tökum sínum á fé- laginu. Kommúnistar héldu nú velli með því að þykjast vera á móti V-stjórninni. Harðari vítur á efnahagsstefnu stjórnarinnar en þær, sem Þjóð- viljinn hefur flutt undanfarna daga, er erfitt að hugsa sér. Eina vörnin var hinn gamalþekkti boðskapur Lúðvíks Jósefssonar: Engu skiptir hverju lofað er. Ráðið er það að svíkja bara nógu blygðunarlaust. Vel má vera, að Framsóknar- menn treysti því, að kommún- istar, sem nú hömuðust harðast gegn þeim úrræðum, er Tíminn og ráðherrar Framsóknar hafa verið að boða undanfarna mán- uði, fari að boði Lúðvíks og svíki allt það, sem þeir nú lofa, þegar til kastanna kemur. Úr þessu sker reynslan. ★ Um kommúnistana er það annars að segja, að auk þess að þykjast nú vera á móti öllu því, sem þeir hafa stutt frá því, að V-stjórnin komst til valda, þá tryggðu þeir sig með sínum venjulegu aðferðum. Þeir héldu kjörskrám fyrir andstæðingum sínum og sömdu þær á þann veg sem þeim einum er samboðinn. Þessar aðfarir eru hneyksli, sem verkalýðshreyfingin sjálf þarf að finna örugg ráð til að geti ekki endurtekið sig. ★ Um það hvað fram undan er í verkalýðsmálunum skal engu spáð. Vilji almennings hefur komið fram. Hann hefur lýst greinilegu vantrausti á núver- andi stjórn Alþýðusambandsins og ríkisstjórninni. Þetta tvennt fer saman. V-stjórnin þóttist ætla að byggja tilveru sína á góðu samstarfi við verkalýðsfélögin. Þau loforð voru höfð að engu. í stað þess, að ráða gerðum rík- isstjórnarinnar, var framkvæmd- in sú, að Alþýðusambandsstjórn- in lét nota sig sem verkfæri valdabraskaranna til að kúga verkalýðinn. Þessu vill almenningur ekki una. Hann ætlast til þess, að verkalýðsfélögin sinni fyrst og fremst verkefnum sínum. Þau séu raunveruleg stéttarfélög, sem haldi af einurð og sanngirni á málstað meðlima sinna, en þyk- ist hvorki ætla að taka að sér starf ríkisstjórnar né gerist kúg- unartæki í höndum hennar gegn þeim, sem Alþýðusambandið á að vernda. — segir Karl í BRÉFI, sem Leif Isdal hjá Dagbladet í Osló sendi Morgun- blaðinu, segir hann, að Karl Guð- mundsson, knattspyrnuþjálfari, hafi unnið sér mikla frægð í Noregi fyrir frábæra frammi- stöðu. Sendi hann blaðinu stutt viðtal við Karl, sem hér fer á eftir. • Karl Guðmundsson hefur náð ævintýralegum árangri sem knatt spyrnuþjálfari í Noregi. í raun- inni átti hann að vera kominn aftur til Reykjavíkur fyrir 1. október til kennslu við fram- haldsskólann, þá var leyfi hans útrunnið. En nú hefur knatt- spyrnuliðið sem, hann hefur þjálfað síðan á áramótum brot- izt fram til úrslitaleiks í bikar- keppninni, sem leikinn verður sunnudaginn 21. október. Karl verður pví að sækja um leyfi til þess að fá að vera um sinn í Noregi til þess að geta fylgt „drengjunum“ upp á tindinn. Þegar Karl Guðmundsson ákvað að halda til Noregs til náms í Statens Gymnastikkskole setti hann sig í samband við norska knattspyrnusambandið til þess að fá þjálfarastöðu. Hann þekkti forystumenn ncrsku knatt spyrnusamtakanna frá heimslkn þeirra til íslands og frá eigin heimsóknum til Noregs I sam- bandi við landsleiki í Noregi. Og hann gat, auk 10 landsleika, sýnt fram á, að hann hefði notið knattspyrnukennslu í Englandi, Þýzkalandi og Svíþjóð. • — Mig dreymdi samt sem áður ekki um að mér yrði fengin staða við 1. deildarlið, sagði Karl í viðtali við Dagbladet í Osló. — En samtímis því, að ég sótti um þjálfarastöðu leitaði Lille- ström Sportsklubb eftir þjálfara hjá norska knattspyrnusamband- inu. Síðar kom það á daginn, að Lilleström Sportsklubb gat líka útvegað mér og fjölskyldu minni húsnæði, en það var e. t. v. mesta vandamálið, sem ég átti við að etja. Lilleström er lítill bær um 20 km utan við Osló. Knattspyrnu- lið bæjarins var fyrir nokkrum árum ekki upp á marga fiska. Fyrstu árin eftir styrjaldarl kin lék það í 4. deild. Síðustu 6 leik- Guðmundsson árin hefur það leikið í 1. deild. Tvisvar áður hefur liðið 1 - ikið í úrslitaleik, sigldi þá furðuvel milli skers og báru þar til að úrslitunum kom, þá tapaði það herfilega. Lilleström knattspyrnu mennirnir hafa aldrei verið víð- frægir og aldrei dregið að neinn skara áhorfenda. Menn hafa ver- ið sammála um það, að þeir væru daufir og tilþrifalitlir — og aldrei var mikils vænzt af þeim. Og í vor bjuggust menn heldur ekki við því, að Lille- ström spjaraði sig neitt fremur venju, því að þegar Karl Guð- mundsson birtist í sjónarsviðinu, var liðið á hraðri niðurleið. • Öllum til mikillar undrunar fór Lilleström að spjara sig — og það meira en lítið. í nýju deildakeppninni, sem hófst í ágúst, er Lilleström nú í farar- broddi með 11 stig eftir 6 leiki. í síðustu 15 leikunum hefur liðið fárið með sigur af hólmi. Þetta er betra en nokkru sinni fyrr. Og nú síðast, í leiknum gegn einu vinsælasta og víð- frægasta liði Noregs, Fredrikstad, sigraði Lilleström og vann þannig rétt til þess að leika úrsiitaleik- inn um Noregsmeistaratitilinn. Þetta var geysimikill sigur, því Fredrikstad var hvorki meira né OSLÓ. — Það var til- kynnt í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn fyrir nokkru, að skandinaviska flugfélagið SAS og svissneska flugfélagið Swissair hefðu gert með sér samkomulag um mjög nána sam- vinnu í framtíðinni vegna harðn- andi samkeppni við stóru flug- félögin nú, þegar farþegaþoturn- ar eru teknar í notkun. Flug- félögin eiga nú í pöntun samtals 31 farþegaþotu. Þetta eru 10 fjögurra hreyfla Douglas DC-8, 5 fjögurra hreyfla Convair 880 og 16 tveggja hreyfla Caravelle. Munu flugfélögin skiptast á um að nota vélarnar eftir því sem hentar bezt, stærri þoturnar á lengri flugleiðir, milli megin- landa og yfir úthöf, en Caravelle minna en Noregsmeistari. Þrátt fyrir grenjandi rigningu sóttu 11 þúsundir þennan leik í Lille- ström. Búizt er við, að við úrslita- leikinn á Ullevál í Osló verði hvert sæti skipað — og leikinn sæki 34 þús. manns. • — Dvölin í Noregi hefur verið ævintýri likust, segir Karl. Mér finnst ég hafa haft mjög mikið gagn af verunni í skólanum og bæði konan mín og þrjú börn hafa unað sér framúrskarandi vel. Tvö þau eldri hafa líka gengið í skólann í Lilleström — svo að þau eru að verða norsk. Heima tölum við samt alltaf ís- lenzku — börnin eru svo “fljót að læra — og fljót að gleyma. — Og hvernig er að vera knatt- spyrnuþjálfari í Noregi? — Það er létt verk þegar við jafnindæla pilta og Lilleström- drengina er að eiga. Hér þarf engum þrælatökum að beita —. síður en svo, En það, sem gladdi mig mest, þegar ég kom hing„ð, var félagsandinn og samheldnin, sem er allsráðandi meðal leik- manna og forystumanna. Það gladdi mig líka, að liðið átti „fræ“ sem spruttu í sumar _og standa nú í fullum blóma. Ég er líka hrifinn af piltunum vegna þess, að þeir eru allir kjarkmiklir, ákveðnir og framgjarnir. Ég á Frh. á bls. 18. aðallega innan Evrópu og styttri leiðir austur á bóginn. Jafnframt mun verða um nána samvinnu á öðrum sviðum að ræða — að 1- lega hvað viðkemur hagsýni í rekstri, sameiginleg viðgerðar- verkstæði á þeim stöðum, sem félögin hafa bæði viðkomu o. •. frv. Talsmenn félaganna sögð ; frá því að samvinna þessi yrði mjög þýðingarmikil á þeim tím- um, sem nú færu í hönd. Innan 5 ára mundu félögin hafa losað sig við flestar þær flugvélar, sem nú eru í notkun og þotan yrði alls ráðandi. Flugvélögin á Vest- urlöndum hafa nú í pöntun nýj- ar flugvélar að verðmæti 20 milljarða norskra króna, en all- ur farþegef’ i er metinn á 16 milljarða króna. SAS og Swissair taka upp nána samvinnu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.