Morgunblaðið - 14.10.1958, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.10.1958, Qupperneq 11
Þriðjudagur 14. okt. 1958 MORGVISBLAÐIÐ 11 Píus páfi XII. hefur til þessa markað varanlegustu sporin í sögu kirkjunnar Minningerrœða Jóhannesar Hólabiskuos í Kaþólsku kirkjunni í gœrkvöldi Hans heilagleiki, Píus páfi XII. fram á að uppnumning alsællar Maríu meyjar yrði gerð að trúar- atriði kaþólsku kirkjunnar. í þeim atriðum, hver sé kenn- ing kirkjunnar, eru menn utan kirkjunnar ekki réttir dómendur. Píus páfi tólfti var mikill Maríudýrkandi og munu kaþólsk- ir menn um víðan heim ekki telja það honum til lasts, heldur til lofs. Hinn látni páfi var einlægur friðarvinur. Á stríðsárunum tók hann að sér að miðla málum í hvert skipti og tækifæri gafst til þess. Einnig reyndi hann eftir megni að fá styrjaldar-aðila til að draga úr hörmungum stríðs- ins og að bæta kjör heimilis- lausra og þeirra er áttu bágt. Sjálfur lagði hann sinn skerf til þeirra er verst urðu úti vegna styrjaldarinnar eða náttúruham- fara. Þess skal getið að einkunnar- orð hans voru: Opus justitiæ pax, — er má þýða: árangur réttlætisins er friður. Á þeim 19 árum páfadóms síns hefur Píus páfi tólfti tekið á moti tugum milljóna pílagríma og annarra aðkomumanna. Meðal þeirra voru margir þjóð- höfðingjar frá öllun^ heimsálf- um og áhangendur margra trú- arbragða. En hver sem maðurinn var, er sótti páfann heim, og hverrar trúar sern hann var, hreifst hann ætíð af þeim persónuleika er skein út frá andliti Píusar páfa tólfta og þeir munu flestir sam- sinna Bandaríkjaforseta er mælti er hann frétti andlát páfans: „H-lmurinn er orðinn fátækari“. Einnig xorseti vor og forseta- frú l..,nu á ferð ' ' "ur í lönd í páfagarð á fund Píusar páfa tólfta og fór páfinn við það tækifæri mörgum fögrum orðum um fsland, jafnframt v>ví að hann lýsti blessun sinni yfir landi og Þjóð. Þó nokkrir fslendingar hafa farið á páfafund og séð Píus páfa tólfta og hefi ég aldrei heyrt nema einróma lof um hann. Þess má einnig geta að Píus páfi tólfti hafði verið sæmdur íslenzkri orðu, fálkaorðunni, og var hún veitt honum fyrir milli- göngu í viðskiptum við stjórn Ítalíu í tíð Mussolinis, en Píus páfi var þá kardináli Eugenio Pacelli. Sjálfur hefi ég nokkrum sinn- um hitt Píus páfa tólfta. Hann var ávallt hinn alúðlegasti og tók n ér eins og væri ég sonur hans. Það var eitthvað yfirmann- legt í viðmóti hans og munu marg ir vera á mínu máli ,um það. Nú biður allur hinn kaþólski heimur fyrir hinum vinsælá páfa, er í kvöld er til grafar borinn. Megi almáttugur Guð, sem hinn látu pf.fi ákallaði svo oft sér og kirkjunni og - örguxa öö--.m til handa, 1 "a velþóknun á þess- um þjóni sínum og með allri kirkjunni biðjum vér: „Drott- inn veit honum hina éilífu hvíld og lj*5 'ð - ilífa lýsi honum. Hann hvíli í friði“. Arr.en. Kynningin á verkum Hagalíns í fyrradag ÞÚ ert Pétur (þ.e. klettur) og á , þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og hlið helvítis munu ekki sigra hana. Herra forseti, kæru kristnu vinir. Orð Jesú til Péturs pnstula, er tilfærð voru, eiga einnig við um eftirmenn hans á Pétursstóli. Páf inn er eftirmaður heuags Péturs postula, jarl Krists hér á jörðu. Það býr í oss ósjáxfráð virðing fyrir öllu því sem ei eilift en ég þekki aðeins tvennt hér í heimi, sem hefur t iiifðarmörkin á enni sér; annars vegar er það heilög liirkja Jesú Krists, en hins vegar stjórn hennar: páfadómurmn. Hann er eins konar endurgeislun frá Kristi, sem nefur í sér e.ilífa lífið og miðiar öðrum af ótæm- andi andlegum auðsuppsprettum sínum. Páfarnir deyja, en páfadómur- inn deyr aldrei. Jesús Kristur veitir kirkju sinni stöðugt nýjan páfa, er sezt á Pétursstól til þess að stjórna málefnum kirkjunnar. Hvernig myndu annars rætast orð Hans: hlið helvítis munu ekki sigra hana? Aldirnar líða — mennirnir koma og hverfa — kynslóðir koma og fara — ný ríki verða stofnuð og sökkva síðan í gleymsku liðins tíma — styrj- aldir leggja lönd í rústir og nýir drottnarar taka við stjórnartaum unum — en eitt embætti er ó- hagganlegt. Tönn tímans megn- ar ekki að sundurnaga Péturs- stólinn, -því hann er reistur á guðlegum stoðum, með því að Jesús sagði við Pétur, hinn fyrsta páfa: Þú ert Pétur og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og hlið neivitis munu ekki sigra hana. Eins og kirkjan stendur til heimsenua og mun sjá kynsióðir bða hjá, án i ess að nokkurn tíma muni yfir iiuka með henni, ems mun sá grundvöllur, sá klettur, sá Pétur, sem kirkjan er reist á, standa til enda veraldar. Það er því sorg um gjörvalla kirkjuna, er menn frétta lát ein- hvers páfa. En það var sérstak- lega djúp sorg um alla kirkjuna, er fregnin um andlát Píusar páfa XII. barst út um heiminn. Því að hann hafði stjórnað kirkjunni með einstökum dugn- aði i nærfellt 20 ár. Það var eins og alúðlegur faðir væri látinn, þegar menn fréttu að „hinn heil- agi faðir“ væn liðinn. Sem ungur prestnemi var Píus páfi þegar heilsutæpur og þótt hann alla ævi berðist við heilsu- brest, nélt hann starfi sinu áfram með einstakri elju og óvenjulegu viljaþreki. Endn sýndi það sig síðar að þótt hann væri öðru hverju nærri kominn að dyrum dauð- ans, auðnaðist honum samt langt lií', kirkjunni til heilla. Er það, íyrir nokkrum dögum, fréttist að heilsa páfa hefði orð- ið fyrir r.ýju áfalli, var öil kirkj- an e nhuga í því að biðja fyrir bata hans, — eins og öll kirkjan bað forðum fyrir Pétri, er hann var í fjötrum. En í þetta sinn vildi Guð haga málum á annan veg en oss var í huga og veita þessum dygga þjóni sínum launin fyrir vel unn ið starf. Þetta starf hefur verið með eindæmum margþætt og mun Píus páfi XII. hafa til þessa markað mestu varanlegu sporin í sögu kirkjunnar, — enda þótt nokkrir aðrir páfar hafi setið lengur á páfastóli. Sem páfi virðist hann hafa valið sér það hlutverk að full- gjöra eða ieiða Ui lykta þau marg víslegu má.efni, er heilagur Píus páfi X. hafði átt frumkvæði að. Enda var á hans stjórnarárum þessi merki fyrirrennari hans tekinn í dýrlingatölu og tel ég það muni hafa verið eitthvert mesta gleðiefni hins iátna páfa. Píus páfi XII. var mikill vís- indamaður og stuðlaði mjög að því að kirkjan héldi ávallt þeirri stöðu að vera í fararbroddi allra greina vísinda og framíara. Einnig Va ð hann eð berjast við andstæðmga kirkjunnar í stjórnmálum. Kirkjan refur ætíð varið freisi einstaklingsins og verið skjöidnr litilmagnans. Hún hefur Da’uzt gegn hvers konar þrældómi, ofbeldi og kúgun, ekki sízt í andlegum efnum, og þess vegna hefur hún reist rönd við sérhverri guðleysisstefnu, er gjörði vart við sig. Trúr þessari skyldu kirkjunn- ar hefur Píus XII. orðið svarinn óvinur sérhverrar kúg- unar- eða guðleysisstefnu er kom fram eða efldist á stjórnarárum hans. í eigin ættlandi' sínu, Ítalíu, er hann unni mjög, varð hann að standa gegn stjórn landsins vegna þess að ríkið vildi hrifsa í sínar eigin hendur of víðtækt vald yfir æskuiyðnum og virða þar að veltugi réttindx Guðs og kirkjunnar. Á yngri árum hafð Eugenio Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup Pacelli gegnt mörgum Irúnaðar- störfum fyrir páfastólinn. Stuttu eftir að hann var biskupsvígður var hann að minnsta kosti þrí- vegis legáti páfa, meðal annars til helgistaðanna Louvdes og Lisi aux á Frakklandi, og hefur vegna þess hve víðförull hann var (hann hafði séð meira af heim- inum en nokkur fyrrverandi páfi) verið -nefndur „páfi hins nýja tíma“. Þetta heiti á einnig vel við vegna þess hve mjög hann notaði nútíma-tækni í þjón ustu kirkjunnar og hagaði mörgú í guðsþjónustugjörðum eftir þörf um nútíma-mannsins, til þess að gjöra alla þátttöku trúaðra manna í helgiathöfnum auðveld ari. En einnig vann hann sem bisk- up eða kardínáli að því að gjöra þann samning við Ítalíu, er gjörði páfagarð að sérstöku ríki og kom það honum sjálfum síðar meir að gagni, því það veitti honum meira frjálsræði til að gegna hinu umfangsmikla starfi sínu sem andlegur leiðtogi nær- fellt 500 milljóna manna. Haiin var einnig á þessari uld fyrsti páfinn sem um leið og hann var krýndur sem páfi var einnig krýndur sem ve: aldlegur stjórnari páfaríkisins. Það væri ógerningu” hér að teija upp jaínvel í ágnpi allt það blessunarríka stavf er Píus páfi hei ir unn ð k.rv.j, nni til gagns. En bæði meðal xat ólskra manna og margia annirra utan kirkjunnat heí^i hann venð á- litinn sannheilagur maður og standa vonir til þess að síðar meir kunni að fara svo að hann verði tekinn í dýrlingatölu. Menn mega ekki halda að slíkt sé auðvelt mál. Þegar Píus páfi tíundi var tekinn í helgra manna tölu, hafði enginn páfi hlotið þá vegsemd í meira en 250 ár. Vera má að guðleysingjar og svarnir óvinir kirkjunnar ráðist á minningu hans óg reyni að rangfæra gjörðir hans og ákvarð- anir, en slíkt yrði raunverulega honum til lofs og myndi sýna enn betur hversu blessunarríkt starf hans hefur verið. Annað sem sumir menn utan kaþólsku kirkjunnar hafa viljað telja Píusi páfa tólfta til foráttu, er það að hann á Maríuárinu 1954 boðaði sem trúarsetningu það, að alsæl María mey hafi að lokinn jarðneskri ævi sinni verið numin upp í himneska dýrð með líkama og sál. En þetta hefur frá upphafi verið kenning kaþólsku kirkjunnar. Á miðöld- unum var hér á landi talað um uppnumningu Maríu og þess at- burðar minnzt 15. ágúst, á hátíð er kölluð var „Maríumessa hin fyrri“. Maríudýrkunina má rekja alla leið til daga Krists og hafa kirkjufeður fyrri alda látið ó- spart í ljós trú sína á yfirburð- um alsællar Maríu meyjar. Enda voru það svo til allir kaþólskir biskupar heimsins er höfðu, fyrir sig og biskupsdæmi sín, farið í TILEFNI af sextugsafmæli Guðmundar G. Hagalíns rithöf- undar hafði Almenna bókafélagið kynningu á verkum hans í hátíða sal Háskólans á sunnudaginn kl. 4,30 e. h. Var salurinn þéttskip- aður fólki. Kynningin hófst á ávarpi Alexanders Jóhannessonar próf. Síðan flutti Andrés Björnsson skrifstofustjóri fróðlegt erindi um Guðmund G. Hagalín, þar sem hann drap á helztu einkenni mannsins og sagnaskáldsins. Benti hann á áhrif æskustöðv- anna á þennan upprennandi rit- höfund, hin afdrifaríku kynni hans af alþýðunni fyrir vestan, kjarnafólki sem ól með honum trú á manninn, hvernig sem ver- öldin veltist. Andrés rakti nokk- uð æviferil Hagalíns, sagði frá skólagöngu hans og námsþro.xa, kynnum hans af bókmennta- mönnum í höfuðstaðnum, marg- háttuðum i hans á fsa- firði og í Rey’ .' vík. Hann gat einnig um hin miklu afköst Hagalíns á ritvellinum: hann hef ur sent írá sér eitt hundrað ú- sögur, átta stórar skáldsögur, fimm ævisögur annarra auk sjálfsævisögu frá bernsku til fullorðinsára. Greinar hans um bókmenntir, menningarmál og þjóðmál eru nær óteljandi. Andrés ræddi síðan helztu eigi-’éikana i fari Hagw,'ns. fjör hans, athafnasemi, bjartsýni og ríka einstaklings- hyggju, sem nærðist á kynnum hans við alþýðuna fyrir vestan. Ef hægt væri að tala um boðskap í sögum Hagalíns, yrði hann í sem fæstum orðum þessi: „Allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið, þrátt fyrir allt“. Þegar Andrés Björnsson hafði lokið máli sinu komu fram leik- ararnir Arndís Björnsdóttir, Val- ur Gíslason og Róbert Arnfinns- son og lásu saman upp úr skáld- sögunni „Kristrún í Hamravík". Var þessi samlestur nýstárleg tilbreytni. Síðan söng Guðmundur Jóns- son óperusöngvari þrjú íslenzk lög, en að því búnu las Þorsteinn Ö. Stephensen kafla úr „Virkum dögum“. Var það hinn áhrifa- mikli kafli þegar Sæmundur kem ur heim og kona hans er nýdáin. Vakti þessi upplestur almenna athygli. Að lokum las höfundurinn sjálfur smásöguna „Konan að austan“ við mikla hrifningu áheyrenda og mælti síðan nokk- ur lokaorð, þar sem hann ræddi um æskuna nú á tímum og þær öfgastefnur sem mest láta til sín taka í samtíðinni. Bar hann fram þá ósk, að æskunni mætti auðn- ast að verða þessum stefnum ekki að bráð. Kynningin stóð yfir rétta tvo tíma og for hið bezta fram. hreinskilni,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.