Morgunblaðið - 14.10.1958, Page 20

Morgunblaðið - 14.10.1958, Page 20
VEÐRIÐ S- eða SA-kaldi. Skúrir. 234. tbl. — Þriðjudagur 14. október 1958 Gufuhola í hitaveitu Hveragerðis tóm NOKKRUM klukkustundum eft- ir að stóra gufuborholan við Gufudal í Ölfusi var opnuð síð- degis á laugardaginn, var því veitt eftirtekt í Hveragerði, að ein af gufuholum hitaveitu bæjarins tæmdist. Við þcssa holu eru tengd hitakerfi tíu húsa og gróðurhús með 1500 ferm. gróðurfleti. í gær var ekki vitað með vissu hvort samband væri milli þessa atviks og gufugossins í stóru bor- holunni. Að ráði dr. Gunnars Böðvarssonar verður höggbor settur í hina 80 m djúpu holu í Hveragerði svo og karbítur. Standa vonir til þess, að úr því fáist skorið í dag, hvort sam- band sé milli þessara tveggja gufuhola, en stóru borholunni var alveg lokað í gærdag. Því er ekki að neita, að Hver- gerðingar eru nokkuð uggandi um hitaveitu sína eftir að hol- an tæmdist á sunnudaginn. Þróftur á Siglufirði gagn- rýnir ríkisstjórnina mjög SIGLUFIRÐI, 13. okt. —- Svo sem Mbl. skýrði frá fyrir skemmstu urðu úrslit fulltrúakjörs á ASÍ- þing í verkamannáfélaginu Þrótti á Siglufirði þau, að komm- únistar og andkommúnistar hlutu jafnmörg atkvæði, eða 183 hvor listi. — Aðilar komu sér sam- an um, að við endurkjör kæmi aðeins fram einn listi, er í efstu sætum skyldi skipaður 2 and- kommúnistum og 2 kommúnist- um; hlutskipti skyldi ráða 5. sæti, en félagið á rétt á fimm fulltrúum á þingið. Þessu hlut- kesti töpuðu kommúnistar, svo fulltrúar Þróttar á þinginu verða 3 andkommúnistar og 2 komm- únistar. Aðalfulltrúar lýðræðissinna á þinginu verða Steingrímur Magn- ússon, Stefán Guðmundsson og Pétur Baldvinsson, en til vara, Jóhann Möller, Jörgen Hólm og Friðrik Márusson. Aðalfulltrúar kommúnista verða Gunnar Jó- hannsson og Tómas Sigurðsson, en til vara Hannes Baldvinsson og Einar M. Albertsson. Eru þessi úrslit hið mesta áfall fyrir komm- únista, er talið hafa Þrótt á Brezkur dáti skorinn upp í GÆRMORGUN var ekki vitað um neina erlenda togara í land- helgi. Út af Vestfjörðum voru 10 brezkir togarar að veiðum utan 12 sjómílna markanna. Þar voru einnig 4 brezk herskip. Brezku herskipin hafa nú flutt öll verndarsvæðin til Vestfjarða, en eins og áður var sagt, voru engir togarar þar í landhelgi í gærmorgun. í fyrrinótt hafði brezka frei- gátan Russel samband við varð- skipið Ægi. Óskaði herskipið eft- ir að fá leyfi til þess að leggja á land til uppskurðar, einn af áhöfn inni, en maður þessi þjáðist af bráðri botnlangabólgu. Var þetta leyfi veitt, og kom freigátan til Patreksfjarðar um kl. 7 í gær- morgun. Sjúklingurinn rar skorinn upp í sjúkrahúsinu á Patreksfirði skömmu eftir komu skipsins. Siglufirði sitt sterkasta vígi i verkalýðshreyfingunni, næst Dagsbrún. Á almennum fundi í Þrótti, sem gekk frá framangreindu samkomulagi, var samþykkt til- laga, sem fól í sér harða gagn- rýni á stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og verðlagsmálum. ★ Siglufjarðarskarð varð ófært bifreiðum aðfaranótt sunnudags og urðu nokkrir bílar tepptir og fastir á fjallinu. Er vegurinn nú aftur opinn til umferðar og verð- ur haldið opnum eitthvað fyrst um sinn, meðan stendur á flutn- ingi sláturafurða úr Skagafirði til Siglufjarðar. — Stefán. Frá athöfninni í Landakotskirkju. Hátíðleg sálumessa í Landakots- kirkju í gœr til minningar um Píus páfa FJÖLDI fólks var viðstaddur minningarathöfn um Píus páfa XII, er fram fór í Kaþólsku ^kirkjunni í gærkvöldi. Meðal Séð inn í kórinn. Sláturkeppir í vörzlu lögreglunnar MAÐUR nokkru hringdi til rann- sóknarlögreglunnar á laugardags kvöldið, og kvaðst hafa undir höndum sláturkeppi alls kring- um 15 kg, sem hann vissi ekki nein deili á, því hann hafði fund- ið keppina. Maður þessi er nú í sláturs- tíðinni við að svíða hausa í skúr Valur Císlason hlaut Silfurlampann //' í GÆRKVÖLDI fór fram afhend ing „Silfurlampans", sem eru verðlaun Félags íslenzkra leik- dómenda fyrir bezt leikið hlut- verk hvers leikárs. Að þessu sinni hlaut Valur Gíslason lamp- ann, fyrir leik sinn í hlutverki riddaraliðsforingjans í „Faðir- inn“, eftir Strindberg. Önnur verðlaun hlaut Helga Valtýsdóttir og þriðju verðlaun Kristbjörg Kjeld. Þetta er í fimmta sinni, sem Félag ísienzkra leikdómenda veitir þessi verðlaun. Valur Gísiason blýtur nú þessi verð- laun í annað sinni. Nánax verður skýrt frá úr- skurði dómenda síðar. inni í Laugarnesbúðum og á laug- ardaginn er hann kom að skúrn- um lágu sláturkeppirnir í pappa- kassa við dyrnar á skúrnum. Hann hélt að einhver hefði gleymt keppunum þarna, en dagurinn leið án þess að nokkur kæmi og vitjaði þeirra. Á laugar- dagskvöldið milli kl. 6 og 7 hringdi maðurinn til lögregiunn- ar, sagði henni alla söguna og spurði síðan: „Hvað á ég að gera við slátrið?" Hafa varð hraðann á að taka ákvörðun um hvað gera skyldi við slátrið, sem hætt var við skemmdum, ef það kæmist ekki í suðupott eða hraðfrystingu. Fyrir orð t-ann- sóknarlögreglunnar — bjargaði Sænska frystihúsið málinu a.m.k. í bili með því að taka sláturkepp- ína í geymslu í íshúsinu: En rann í sóknarlögreglan vill fá botn í þetta mál og biður hinn rétta eiganda sláturkeppanna að gefa sig fram hið fyrsta. kirkjugesta við Ifína hátíðlegu athöfn voru forsetahjónin. Hóla- biskup, Jóhannes Gunnarsson, flutti minningarræðuna um hinn látna páfa. Nokkru fyrir klukkan átta í gærkvöldi tóku kirkjugestir að streyma til minningarathafnar- innar í Kaþólsku kirkjunni. — Hinar hljómmiklu klukkur hringdu til sálumessu. Úti var hvassviðri og rigning. — Lang- samlega flestir kirkjugesta voru úr söfnuði kaþólskra. — Meðal nærstaddra voru sendiherra Frakka hér á landi og kona hans og Muccio, sendiherra Bandaríkj anna. — Tveir þjónar hinnar ís- lenzku kirkju komu og til minn- ingarathafnarinnar, þeir séra Arn grímur Jónsson í Odda og séra Sigurður Pálsson, prestur á Sel- fossi. Lítilli stundu fyrir kl. átta komu forsetahjónin til kirkjunn- ar og tók á móti þeim í fordyri hennar séra Hacking, sóknar- prestur Landakotskirkjunnar. ■— Var presturinn hempuklæddur og skrýddur rykkilíni. Gekk hann á undan forsetahjónunum inn eft- ir hinni fögru kirkju. Á slaginu átta heyrðist klukkna hljómur og úr skrúðhúsi við Jós- efsaltarið, þar sem Jósefssystur sitja við hámessu, kom Jóhannes Hólabiskup, hempuklæddur með hvítt mítur á höfði. — Á undan honum gengu fyrst þrír kórdreng ir, þá tveir djáknar. Gekk biskup með prestum rakleitt að háaltari kirkjunnar, en á því var svartur dúkur með hvítum krossi, svo sem venja er við sálumessur. Söng biskup því næst messuna með aðstoð presta sinna og kórs kirkjunnar, en kaþólskir kirkju- gestir tóku og virkan þátt í messugjörðinni, eins og þeirra er siður. Að lokinni sálumessu gekk Hólabiskup úr kór í predikunar- stól kirkjunnar og flutti minn- ingarræðu um hinn látna páfa, hans heilagleika, Píus XII, og er sú ræða birt í heild á elleftu síðu blaðsins. Athöfn þessi var í senn hátið- leg og virðuleg. Átti hin nrkla stemning, sem jafnan ríkir í Landakotskirkju, sinn þátt í því, ásamt prýðilegri minningai ræðu Hólabiskups. Miss World 1958 LUNDÚNUM, 13. okt. — Átján ára gömul stúlka frá Suður- Afríku var í kvöld kjörin „Miss World 1958“. Hún heitir Ann Cölen. Um 1200 bílaárekstrar ÞAÐ sem af er þessu ári, hefur sú deild rannsóknarlögreglunnar er fjallar um bílaárekstra, feng- ið í hendur 1200 bílaárekstramál. Yfirleitt hefur tekizt að af- greiða málin, eftir því sem þau hafa borizt að. En þó liggja nokkur mál stöðugt óafgreidd. Eru það árekstrarmál, þar sem emhver ekur á mannlausan bíl og ,,stingur af“ frá öllu saman, en slíkt fer mjög í vöxt. Enn eitt slíkt mál fékk lögreglan til með- ferðar nú um daginn. Ung stúlka, sein skilið hafði bílinn eftir a bílastæði, kom að honum allmik ið skemmdum eftir árekstur. Ekki tókast að hafa hendur í hári sökudólgsins. Unga stúlkan var nýlega búin að taka próf á bíl. Hún fékk á sunnudaginn var lán aðan bíl föður síns og ók hon- um niður í Vonarstræti, lagði honum á bílastæði við Iðnó um kl. 9. Þegar hún kom að bíln- um aftur um klukkan 12 á mið- nætti, hafði verið ekið framan á bílinn og hann skemmdur. Nú eru það vinsamleg tilmæli rann- sóknarlögreglunnar til allra þeirra er upplýsingar gætu gefið í máli þessu, að gera viðvart. Það er nú nærri vonlaust orðið, síðan fjöldi einstaklinga hefur farið inn á þá braut að laga bila eftir árekstra, að hafa uppi á bíl- um slíkra umferðarníðinga sem hér á hlut að máli, en lengi vel dugð; að snúa sér til bílaverk- stæðanna, þegar leita þurfti uppi bíla er „stungið höfðu af“ frá árekstri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.