Morgunblaðið - 23.10.1958, Blaðsíða 1
20 síður
Atburðirnir í Ungverjalandi túlka bjóðernisvakningu, þrá eftir frelsi — og lausi
undan erlendri kúgun“ — sagði Nehru.
Vandamál efnahagslífsins
verða ekki leyst undir forystu
vinstri stjórnarinnar
manna þeirra á því upplausnar-
ástandi, sem nú ríkti.
Nauðsynlegar ráðstafanir óframkvæm-
anlegar nema með stuðningi almennings
Þá ræddi hann efnahagsmála-
ráðstafanir núverandi ríkisstjórn
ar. Hann kvað engar ráðstafanir
hennar hafa haft jákvæð
áhrif í jafnvægisátt. Með „bjarg-
ráðunum“ hefði verið skilið við
Þegar kommún
istar köstuðu
grímunni
Tvö ár liðin frá byltingunni í Ungverjalandi
I DAG minnast frjálsar þjóðir heims þess, að tvö ár eru
liðin siðan ungverska þjóðin reis upp gegn kúgurum sín-
um og hugðist hrinda af sér okinu, — slíta f jötra og þræla-
bónd kommúnismans. Heimurinn þekkir þessa sögu, sögu
lítillar þjóðar, sem í örvæntingu sinni réðist gegn marg-
földu ofurefli og vígvélum alheimskommúnismans — sögu
þjóðar, sem barðist fyrir frelsi sínu og varð að lúta í lægra
haldi, en sigraði þó.
A Heimurinn hefur sennilega
T aldrei fengið jafnáþreifan ■
lega sönnun þess, hve frelsið og
mannréttindin eru mannanna
börnum mikils virði. Minningin
um óbugandi þrek, hugrekki og
frelsisþrá ungverskra æsku-
manna, verkamanna, bænda og
menntamanna mun um aldur lifa
sem tákn frelsisandans og barátt-
unnar gegn ofbeldi, kúgun og
mannvonzku. Það var sigur ung-
versku þjóðarinnar.
Harmleikurinn í Ungverja-
landi veitti heiminum líka nán-
ari kynni af þeim öflum, sem nú
vaða uppi um gervalla veröld og
hafa það eitt að takmarki, að
hlekkja þjóðirnar og þrælka und
ir einræðisstjórn alheimskomm-
únismans.
X Þjóðirnar lcynntust starfsað-
T um ofbeldisaflanna, hvernig
vígvélum var beitt gegn varnar-
lausri alþýðu, hvernig tugþúsund
ir manna voru drepnar og fluttar
í ánauð fjarri heimalandinu, —
hvernig grið voru rofin og menn
líflátnir án dóms og laga. Öllum
tiltækum ráðum var beitt til þess
að fjötra á ný þá þjóð, sem að-
eins hafði farið fram á að fá að
lifa og starfa í friði og endurreisa
lýðræði sitt.
A Þeir, sem lifa I lýðfrjálsu
T landi, og eiga frelsi sitt að
verja gegn ofbeldisöflunum,
mega ekki gleyma því, að það
var æskan, stúdentar og mennta-
menn, sem hóf öldu ung-
versku byltingarinnar. — Það
voru æskumenn, sem fyrstir
settu fram kröfurnar um:
brottflutning Rauða hershw
úr Ungverjalandi í samræmi
við friðarsamningana,
að glæpsamlegar stjómamt-
hafnir hinna kommúnísk*
leppa yrðu afhjúpaðar og
inber rannsókn yrði látin fara
fram á málum þeirra,
að efnt yrði til kosninga f
landinu og leyft yrði að stofna
fleiri stjórnmálaflokka,
að verkamenn fengju verk-
fallsrétt,
að skoðanafrelsi, prentfrelsi
Frh. á bls. 19.
Mindszenty fœr ekki að
fara fil páfakjörs
BÚDAPEST, 22. okt. — Búda-
pestútvarpið upplýsti í dag, að
ungverska stjórnin mundi ekki
ieyfa Mindszenty kardínála að
fara úr landi til páfakjörsins í
Róm. Sagði útvarpið, að orðsend-
ing þess efnis hefði verið afhent
fulltrúa í sendiráði Bandaríkj-
anna í borginni sem svar við fyr-
irspurn þess varðandi málið.
Minszenty hefur sem kunnugt
er dvalizt sem flóttamaður í
bandaríska sendiráðinu í Búda-
pest í tæp tvö ár, eða síðan í
byltingunni í Ungverjalandi —
og lítur ungverska stjórnin á
fyrrgreinda fyrirspurn banda-
ríska sendiráðsins sem afskipti
af innanlandsmálum Ung-
verjalands.
til kardínálans frá Páfagarði
varðandi hið væntanlega páfa-
kjör, en í Róm undruðust menu
mjög í gær, að Mindszenty skyldi
ekki svara þessu skeyti.
LONDON, 22. okt. — Breaki
Verkamannaflokkurinn býst vUi
kosningum á vori komandi *g
flokksstjórnin hefur nú fyrirskip
að kosningaundirbúning. Hefur
verið ákveðið að verja 25.000
sterlingspundmm þegar í stað til
nauðsynlegs undirbúnings.
★----------—★
FIMMTUDAGUR, 23. OKTÓRKR.
Frá umrœðum á Varðarfundi í gœrkveldi
FUNDUR Varðarfélagsins í gærkvöldi um efnahagsmálin var mjög
fjölmennur. Formaður félagsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
minntist í upphafi hans látins félaga, Guðjóns Jónssonar, kaiup-
manns. Risu fundarmenn úr sætum til heiðurs við minningu lians.
Þá voru lesnar inntökubeiðnir frá 25 nýjum félögum. Síðan tók
Ólafur Björnsson, alþm. til máls um fundarefnið, Ástand og horf-
ur í efnahagsmálium þjóðarinnar. Komst hann í upphafi máls síns
þannig að orði, að það væri engin furða þótt þeirri spurningu væri
nú oft varp'að fram, hvort framundan væri verðhrun peninga og
upplausn í efnahagsmálum. Hann kvað framfærsluvísitöluna hafa
hækkað um 25 stig síðan „bjargráðalög" vinstri stjórnarinnar voru
sett á síðastliðnu vori, þar af 13 stig í október. Auðsætt virtist að
siglt væri hraðbyri út í taumlausa verðbólgu.
Skilið við alla enda lausa I stæðismanna, sem kommúnistum
Ólafur Björnsson rakti síðan | hefði tekizt að setja úr skorðum
þróun efnahagsmálanna allt frá með verkföllunum 1955, og á-
1949, áhrif jafnvægisstefnu Sjálf, byrgð kommúnista og samstarfs-
alla enda lausa en engínn til-
raun gerð til þess að hindra
Framh. á bls. 2.
Áður í dag hafði það verið upp
lýst, að ungverska stjórnin hafði
stöðvað símskeyti, sem sent var
Krefst 12 mílna marka
við Crœnland
KAUPMANNAHÖFN, 22. okt. —
Landhelgismálin bar á góma í
umræðum á danska þinginu í
dag. Augo Lynge hvatti til þess,
að fiskveiðitakmörkin við Græn-
land yrðu færð út í 12 mílur til
þess að koma í veg fyrir ofveiði
við Grænlandsstrendur. Hélt
hann því fram, að mikill hluti
norska fiskveiðiflotans við Græn
land stundaði veiðar sínar innan
þriggja mílna markanna — inni
á flóum og fjörðum. Sagði hann
að togarar færu jafnvel upp und
ir landsteina vegna þess, að hin-
ir erlendu sjómenn vissu, að
landhelgisgæzlan við Grænland
væri hvorki fugl né fiskur. Fór
hann þess eindregið á leit, að
hraðskreiðari og stærri skip yrðu
send til landhelgisgæzlu við
Grænland.
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 3: Þjóðin mun ekki bregSast
sjálfri sér, ef málin verða lögð
fyrir hana af hreinskilni eg
heiðarleik. — Ræða Bjarna
Benediktssonar á Hvatarfundft.
— 6: Þýzka verzlunarkonan, sem nat
aði sér dýraást Þjóðverja.
— 8: Stjórnarskráin og ríkisvaldið,
grein eftir Pál Magnússon.
— 9: Tal er verðandi hcimsmeistarft
í skák (Skákbréf frá Múnchen)
— 10: Ritstjórnargreinarnar nefnast:
„Tveggja ára afmæli“ og „L#ftf-
að umfram efni“.
í einræðisríki verða draumar
mannsins að engu. Pólskur rít-
höfundur segir frá. (Utan úr
heimi).
— 11: Við venjulegar aðstæður verð-
ur íslenzk landhelgisgæzla að
geta haldið uppi lögákveðinnft
réttarvörzlu. — Ræða Sigurðar
Bjarnasonar á Alþingi í gær.
— 18: Bridgeþáttur.
★---------------------------★
V