Morgunblaðið - 23.10.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1958, Blaðsíða 2
2 MORGINBLAÐ1Ð Fimmtudagur 23. okt. 1958 — Varðarfundur Frh. af t>ls 1 flýja verðbólguöldu. Sijórnarliðið hefði sagt að verðlagið myndi hækka um 14—19 vísitölustig vegna „bjargráðanna“. Það hefði nú þegar hækkað um sem næmi 25 stigum og hlyti að halda á- fram að hækka. Ólafur Björnsson kvaðst engu vilja spá um það til hvaða úr- ræða vinstri stjórnin myndi nú reyna að grípa. Vandamál efna- hagslífsins yrði nú stöðugt vand- leystari og auðsýnt væri að þau yrðu ekki leyst undir forystu vinslri stjórnarinnar. Hvernig á að afstýra voðanum? En hvaða möguleikar eru á að afstýra þeim voða, sem nú blasir við?, spurði Ólafur Björnsson. Kvaðst hann í því sambandi að- eins vilja benda á nokkur grund- vallaratriði án þess að flytja sundurliðaðar tillögur um það, sem gera skyldi. Komst þing- maðurinn síðan að orði á þessa leið: Eins og ég mintist á er að mínu áliti þýðingarlaust að ætla sér að framkvæma einhvers konar stöðvun fyrr en búið er að koma á innbyrðis samræmi milli mis- munandi þátta verðlagsins. Reynslan af ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar 1956—1957 staðfest ir m.a. þá skoðun. En í hverju þyrfti sú samræming að vera fólgin? Það þarf í fyrsta lagi að skrá íslenzka krónu á réttu gengi. Meðan það er ekki gert er tómt mál að tala um stöðvun verð- bóigunnar Það, að bent er á nauðsyn þess að skrá rétt gengi er þó ekki það sama og segja að gengislækk un sé nauðsynleg. Þá leið er auð- vitað hægt að fara, en það væri líka hægt að halda núverandi gengi óbreyttu. En þá yrði auð- vitað að færa innlenda verðlagið niðuft til samræmis við það. Ný og verðmeiri mynt. Þá væri sú leið hugsanleg, að taka úpp nýja og verðmeiri mynt, en þá yrðu menn auðvitað að sætta sig við það, að fá færri ein- ingar af hinni verðmæta>-i mynt í kaup en nú er. Hver þessara leiða, sem farin yrði, væri í öli- um tilfellum óhjákvæmilegt, að kaupmáttur launa og annarra peningatekna gegn erlendum vísi töluvörum kæmi til með að minnka. Metið á vísitölukvarðann yrði því um kjaraskerðing i að ræða. Og það er ekki hægt að gera sér neinar tálvonir um það að hún yrði ekki talsverð. Ólafur Björnsson ræddi síðan nokkuð um ýmsar hliðarráð- stafanir, sem kæmi til greina að gera í fjármálum, bankamáium og gangvart erlendum lántökum, og dregið gætu úr kjaraskerðing- unni. Varpaði hann síðan fram þeirri spurningu, hvort almenn- ingur fengist til þess að sætta sig við þau óþægindi er slíkar ráðstaf anir hefðu í för með sér. Þar væri vissuiega um þýðingarmikið atriði að ræða. Ráðstafanir í efna- hagsmálum væru óframkvæman- legar nema þær nytu stuðnir.g.i almennings, eða hann sætti sig að minnsta kosti við þær. Hann kvað brýna nauðsyn bera til þess að segja þjóðinni sannleikann um ástand efnahagsmálanna og sýna almenningi fram á, hverra kosta væri völ. Það hefði núverar.di ríkisstjórn gersamlega vanrækt. Ræða Ólafs Björnssonar var hin fróðlegasta og var henniágæt lega tekið af fundarmönnum. Urðu um hana miklar umræður. Verðbólgan og ríkisstjórnin Fyrstur tok til mais Magnús Jónsson, alþm., og ræddi aðal- lega áhrif verðbólgu„i.efnu ríkis- stjórnarinnar á rikisbúskapinn. Sýndi hann fram á nið fullkomna jafnvægisleysi, sem nú ríkti í fjármálum ríkisins og hvernig stöðugt sígi á ógæfuhliðina í þeim efnum. Þrátt fyrir gífurleg- ar skattaálögur væri nú um greiðsluhallabúskap að ræða hjá ríkissjóði. Ræudi hann siðan ýms ar leiðir til þess að koma á jafn- vægi á ný. Hann kvað nú horfur á að fjárlögin færu í fyrsta skipti yfir milljarð kr. Guðlaugur Einarsson, lögfræð ingur, talaði næstur og ræddi um nauðsyn þess að ákveðnar tillögur um lausn efnahagsvanda málanna yrðu lagðar fyrir þjóí.1 ina. Þá talaði Svavar Pálsson, end- urskoðandi. — Kvað hann ástand efnahagsmálanna svo geigvæn- legt orðið, að þjóðarbúskapurinn nálgaðist gjaldþrotabarm. Lagði hann áherzlu á nauðsyn þess, að þjóðin miðaði eyðslu sína við arð inn af störfum sínum. Hann kvað ríkisstjórnina verða að hafa traust þjóðarinnar til þess að geta leyst verðbólguvanda- málið. Ein fremsta skylda stjórn arinnar væri að tryggja gjald- miðilinn. Svavar komst m. a. þannig að orði, að andlegt frelsi gæti þvi aðeins þrifizt þar sem efnahagskerfið væri frjálst. Að- alhætta verðbólguþróunarinnar væri einmitt í því fólgin að hún reyrði efnahagskerfið í harðar viðjar. Meðal leiða til úrbóta taldi hann fyrst og fremst aukn- ingu þjóðarframleiðslunnar. Enn- fremur yrði að gera þjóðarbú- skapinn eins hagkvæman og frekast væri unnt. Að lokum töluðu Jóhann Haf- stein, alþm., Guðlaugur Einars- son og Sveinn Helgason, stór- kaupmaður. Kreml sendir Pospelof út af örkinni til að Síðustu hermennirnir fara herja niður titoismann í danska kommúnista- fiokknum KAUPMANNAHÖFN, 22. okt. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins. — Framkvæmdastjórn danska kommúnistaflokksins hefur nú veitt Axel Larsen „lausn“ frá formannsembætti í flokknum „um stundarsakir". Ástæðan er m. a. sögð sú, að framkoma Lar- sens hafi verið furðuleg undan- farna daga. Þó mun mesta at- hygli hafa vakið atburður, sem átti sér stað í fyrrakvöld að lok- inni leiksýningu í Avenyteatret. Larsen fór upp á sviðið, þegar tjaldið hafði fallið, og lét ljós- mynda sig þar undir gálga með snöruna um hálsinn — og einn leikaranna togaði í kaðalinn með böðulssvip. — Þetta er ástandið í dag, sagði Larsen. Information segir í dag, að Rússar ætli nú aldeilis að grípa í taumana í Larsensmálinu. — Segir blaðið, að þeir sendi full- trúa á flokksþingið — og er mað urinn Pjotr Pospelof. Oft hafi Rússar sent fulltrúa á þing danskra kommúnista, en aldrei jafnvaldamikinn mann og nú. Pospelof stjórnar herferðinni gegn Titó og endurskoðunarstefn unni svonefndu. Athyglin beinist nú ekki leng- ur að Larsen einum, því að hann virðist algerlega úr sögunni sem leiðtogi danskra kommúnista. — Nú beinist athyglin fremur að hinum „harða kjarna" flokksins, sem ekki er talinn nógu „harður'1 hafa ekki margir tslendingar átt rískir hermenn í Beirut. Þetta | um þennan flugvöll upp á r u.'f.im v n.m voru íuou Danaa af Moskvumönnum. „Harði kjarninn“ er engan veginn nógu , fylgispalcur við Moskvuvaldið! og í því íilliti er ekki fullt sam- 1 komulag innan hans. Larsen á þar nokkra fylgis- menn, sem krefjast óháðari stefnu gagnvart Moskvu, nokkr- ir fylgja Moskvu í blindni, en fáeinir vilja málamiðlun. Pospe- lof er nú sendur til þess að berja niður alla andstöðu við Moskvu- valdið — og málamiðlunarmenn- ina líka. Fullvíst er talið, að Larsen verði rekinn úr flokknum á flokksþinginu, sem hefst 31. þ. m. voru leifar þess herafla Banda- ríkjanna, sem sendur var til Líbanon í júlí samkvæmt beiðni forseta landsins, vegna ótryggs ástands þar. — Áætlað var, að þessir 1000 hermenn yrðu fluttir úr landinu í nótt — annaðhvort flugleiðis til Þýzkalands eða um borð í eitthvað af skipum sjötta bandaríska flotans. Holloway, yf- irmaður bandaríska herliðsins í Líbanon, hitti Chehab forseta að máli í dag og fleiri af forystu- mönnum landsins. Tilkynnt hef- ur verið, að matvælabirgðir þær, sem herinn átti eftir í landinu, verði afhentar líknarstofnunum í Líbanon. Þessi mynd var nýlega tekin á flugvellinum í Beirut af bandarískri flutningaflugvél og tvCimur hermönnum. Sennilega Agreiningut og Chiang TAIPEÍ, Formósu 22. okt. — Tal- ið er, að töluverður ágreiningur sé með með þeim Dulles utan- ríkisráðherra og Chiang Kai Sliek, en þeir ræddust við í þriðja sinn í dag. Þrátt fyrir það að því hefir ver ið lýst yfir af hálfu Bandaríkja- stjórnar, að hún vænti þess ekki, að þjóðernissinnar dragi úr er- afla sínum á smáeyjunum við meginlandsströndina að sinni — úr því að kommúnistar hafa hafið skothríð á ný — hefur Chiang Kai Shek ekki getað fall- izt á þá afstöðu Dulles, að slík ráðstöfun komi til greina til þess Vlscounl ióist með 31 munni RÓM 22. okt. — Vicountflugvél frá brezka flugfélaginu BEA fórst í dag um 50 km suður af Róm eftir árekstur við orrustuþotu ítalska flughersins af gerðinni F 86. Fórust allir, sem með Vis' countflugvélinni voru, 31 maður, en orrustuflugmanninum tókst að ! bjarga sér í fallhlíf. ! Brezka flugvélin var í 23,000 feta hæð (um 7 km) á leið frá t London til Napólí. Fgrþegar \ voru 26, en áhöfnin var fimm manna. Heiðskírt var, „og sögðu sjón- arvottar, að andartaki eftir að áreksturinn varð hafi geysimikili j sprenging orðið í Viscountflugvél , inni, hafði hún tætzt í sundur — og dreifðist brakið yfir 10 j mílna svæði. Fullvíst er talið, að allir innanborðs hafi farizt sam- stundis, að einum farþega und- anteknum, sem fannst með liis- marki, en hann lézt á leið í sjúxra hús. Svo smátt var brakið, að stærsti búturinn, sem fundizt hafði, þegar síðast fréttist, var að eins tæplega meters langur. Þotan skaddaðist minna, hún flaug stutta stund beint áfram, en cteyptist síðan í sjóinn. Flug- maðurinn hafði þá stokkið út í falihlíf sinni. Var honum bjargað úr sjó. Hafði hann hlotið tauga- áfall og meiðst í baki. Öll voru líkin mjög lemstruð Mikið af hænuungum var i r.utn ingi vélarinnar og lifðu flestir, þótt undarlegt megi virðast. Eit- 1 ust björgunarmenn við trítlandi unga yfir hæðir og hó!a fram í svarta myrkur. Meðal farþeganna með flugvél inni var liðlega tvítug tiskusýn- ingarstúlka frá London, Jane Buckingham, sem myndir voru af í slúðurdálkum Lundúnablað- anna í morgun. Var það í sam- bandi við heitrof, sem hún sagðist hafa orðið fyrir. Indverskur prins Shiv að nafni, sem leikkonan Eva Bartok sagðist í fyrradag ætla að giftast, var búinn að biðja sýn- ingarstúlkunnar samkv. hennar eigin sögn — og var hún að fara skyndiför til Napolí til þess að hitta prinsinn og fá stað- festingu á bónorðmu. Samkv. síðari fregnum mun slysið nafa borið þannig að hönd- um, að ítalskar þotur, sem voru í hópflugi skýjum ofar, steyptu sér skyndilega niður úr skýjahul- unni. Viscountflugvélin flaug rétt undir skýjunum og kom aft asta þotan niður úr skýjunum rétt framan við farþ.flugvélina. Flugmaðurinn kvaðst ekki hafa séð hana fyrr e* svo að segja um leið og hann rakst á hana Þotan var á 500 mílna hraða. en Vis- countinn á 300 mílna braða — og mættust flugvélarnar. með Dulíes að draga úr viðsjánum. Mislíkar Chiang og *ú ráðstöfun Banda- ríkjamanna að hefja viðræður við fulltrúa kommúnista í Varsjá. Dulles ræðir enn við Chiang á morgun, en annað kvöld heldur hann heimleiðis. Enn hefir ekki upplýstst hvort Bandaríkjamenn hyggist veita flutningaSkipum þjóðernissinna vernd upp að smáeyjunum en ákvörðun verður tekin um það, þegar tímabært þykir, sagði tals- maður Bandaríkjastjómar. Samkv. síðari fregnum hefur stjórn Filippseyja í hyggju að reyna að fá Formósumáiið rætt á vettvangi S.þ. Skothríð kommúnista á Que- moy og Matsu er ekki jafnofsa- leg og áður. Kommúnistar sögðu í dag, að enn hefðu bandarísk herskip farið inn fyrir landhelgi Kína — í 40. sinn. Þá hermdu og Pekingfregnir, að „óvinaflug- vél“ hefði flogið inn yfir megin- landið. síðkastið, en myndina tók samt sem áður Islendingur, Magnús Óskarsson, sem var þá á heimleið frá Indlandi. Ólvmpíuskák- mótið í 9. UMFERÐ tefldu íslendingar við Hollendinga. Guðmundur Pálmason gerði jafntefli við Euwe. Freysteinn og Ingimar töp uðu fyrir Donner og Prins og Arinbjörn gerði jafntefli við Kramer. Úrslit: Holland — ísland 3:1; ísrael — Belgía 3:1; Kolum- bía — Frakkland 2 Vi :1 %; Pólland — Danmörk 2y2:lV2; Ungverjaland — Finnland 2 %: 1 %; Kanada — Svíþjóð 2%:1%. í 8. umferð höfðu úrslit orðið þessi: ísland — Belgía 2%:1%; Kolumbía — ísrael 3:1; Pólland — Frakkland 3:1; Kanada — Danmörk 2%:1%; Hol land — Finnland 3:1; Ungverja- land — Svíþjóð 2V2:1%. — í 7. umferð vann Pólland ísrael með 2%:1% en ekki 3:1 sem misritáð- ist. Vinningastaðan eftir 9. um- ferð: Ungverjaland 2614; Holland j23y2; Kanada 21; Kólumbía 20y2; lísrael 20, Pólland 18; Svíþjóð 117%; Danmörk 1614; ísland 15V2; Finnland 14y2; Frakkland 12; Belgía 1014. í 10. umferð í fyrrakvöld mættu íslendingar Ungverjum Ingi R. tapaði fyrir Barcza en Freysteinn, Ingimar og Arin- björn gerðu allir jafntefli. Er 114:2% mjög sómasamleg út- koma. í A-riðli hefur gengið svo sem við mátti búast, Sovétríkin hafa unnið hvert einvígið á fætur öðru með miklum mun nú síð- ustu umferðirnar og mega heita örugg um sigur. // Vikari' í nýjum búningi Á 20 ára afmœli um þessar mundir UM þessar mundir eru liðin 20 ár frá því að heimilisblaðið „Vikan“ hóf göngu sína. í tilefni af afmælinu verður gefið út af- mælisblað — 60 síður með lit- prentaðri kápu. Fyrir nokkru urðu eigendaskipti að blaðinu og hefur starfsliðið verið aukið og aðstæður allar mjög breytzt til batnaðar. Hinn nýi eigandi „Vikunnar“ er Hilmar A. Kristjánsson og er hann jafnframt framkvæmda- stjóri. Ritstjóri er Jökull Jakobs- son en þrír nýir blaðamenn hafa verið ráðnir, Karl ísfeld, Bragi Kristjónsson og Hrafn Pálsson. Auglýsingastjóri verður Ásbjörn Magnússon. Blaðið verður stækkað í 28 síð- ur, efni þess aukið og útliti breytt. Höfuðáherzla verður lögð á innlent efni en blaðið hefur einnig orðið sér úti um erlent lesefni. M.a. má nefna 6 mynda- sögur, tízkuþætti o. m.fl. Lit- myndir verða framvegis á for- síðu blaðsins, ljósmyndir og teiknimyndir jöfnum höndum. Meðal efnis afmælisblaðsins má nefna nýja smásögu „Vor fyrir utan“ eftir Ástu Sigurðar- dóttur og smásögu eftir Indriða G. Þorsteinsson, er nefnist „Saga úr kalda striðinu". í blaðinu eru allmargar ljósmyndir úr nætur- lífi Reykjavíkur og fylgir þeim lýsing á ýmsum skemmtistöðum. Ennfremur má nefna grein um hjónaskilnaði á íslandi, viðtöl við hjón sem hafa skilið og frá- sagnir um þau efni. Gunnar Her- mannsson, húsameistari sér um húsbyggingaþátt. Nýr þáttur hefst í afmælisblaðinu, Foreldra- þáttur, sem dr. Matthías Jón- asson sér um. Þá er frímerkja- þáttur, bridgeþáttur o. m.fl. — Vikan hefur efnt til verðlauna- getraunar í sambandi við 20 ára afmæli sitt. Verðlaunin verða flugferð til Kaupmannahafnar og heim aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.