Morgunblaðið - 23.10.1958, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 23. okt. 1958
— Ræða Sigurðar
Bjarnasonar
Framh. af bls. 11.
ur fyrir til umræðu, og flutt er
af okkur 10 þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins er lagt til að rík-
isstjórnin láti nú þegar hefjast
handa um byggingu nýrra og full
kominna varðskipa. Ennfremur
að leigja þegar í stað hentug
skip til eftirlits og verndar fiski-
skipaflota íslendinga við strend-
ur landsins, og gera aðrar nauð-
synlegar ráðstafanir þess að
bægja þeirri hættu frá íslenzkum
sjómönnum og skipum þeirra,
sem átökin um fiskveiðitakmörk-
in hafa í för með sér. Skal ríkis-
stjórninni heimilað að verja fé
úr landhelgissjóði og ríkissjóði
til framkvæmda þessum ráðstöf-
unum.
Það er skoðun flutningsmanna
þessarar tillögu að óhjákvæmi-
legt sé að framkvæma þær ráð-
stafanir, sem tillagan gerir ráð
fyrir. Alþingi hefur þegar fyrir
tveimur árum lýst yfir þeirn
skoðun sinni, að þörf muni vera
á byggingu nýs varðskips. Allt
bendir til þess að ekki verði
komizt hjá því að byggja 2 ný
skip, af svipaðra stærð og með
álíka eða meiri ganghraða og
Þór.
Verkefnin hafa stór-
aukizt
Verkefni landhelgisgæzlunnar
hafa stóraukizt með útfærzlu
fiskveiðitakmarkanna og eftirlit
hennar með bátaflotanum hlýtur
einnig mjög að aukast með fjölg-
un báta og skipa.
Gera má ráð fyrir, að nýtt
varðskip, um 700 smálestir að
stærð, búið fullkomnum tækj-
um, muni ekki kosta undir 25
milljónir króna, miðað við nú-
verandi verðlag. Er því hér um
mjög veruleg fjárútlát að ræða.
En í þeirri örlagaríku baráttu,
sem þjóðin á nú fyrir rétti sín-
um til verndar fiskimiðanna um-
hverfis landið, má engra fram-
kvæmanlegra úrræða láta ó-
freistað til þess að unnt reyn-
ist að tryggja þennan rétt og
halda uppi réttarvörzlu á ís-
lenzkum yfirráðasvæðum.
Ný tekjuöflun Land-
helgissjóðs
f þessu sambandi kemur vel
til athugunar að afla land-
helgissjóði nýrra og aukinna
tekna, með sérstökum leið-
um, og létta þannig, ef unnt
er, byrðar sjálfs ríkissjóðs og
útgjöld hans af framkvæmd
landhelgisgæzlunnar. Á sl. ári
mun nettókostnaður af land
helgisgæzlunni hafa numið
um 16 milljónum kr. Tekjur
landhelgisgæzlunnar af sekt-
arfé, björgunarlaunum og
ýmis konar aðstoðarstörfum,
ásamt fiskirannsóknum, munu
þá samtals hafa numið um 3,5
millj. kr.
- Óhætt er að fullyrða, að þjóð-
ln muni vilja leggja á sig eitt-
hvert erfiði til þess að efla land-
helgisgæzluna. Á þarfir hennar
hefur jafnan verið litið af skiln-
ingi og velvild af alþjóð. Til þess
ber vissulega meiri nauðsyn nú
en nokkru sinni fyrr.
Vélbátaflotinn og veið-
arfæri hans í hættu
Þá er það og ljóst, að mikil
og uggvænleg hætta vofir yfir
vélbátaflota Islendinga og veið-
arfærum hans, þegar hann hef-
ur haust- og vetrarvertíð. Sú
hætta stafar fyrst og fremst af
hinum brezku togurum, sem
mörgum er stjórnað af mönnum,
sem bera óvildarhug í brjósti
gegn íslendingum fyrir ráðstaf-
anir þeirra til verndar íslenzku
fiskimiðunum. Á undanförnum
áratugum hefur ágangur er-
lendra togara oft valdið íslenzk-
um bátasjómönnum verulegu
tjóni. Veiðarfærum hefur verið
spillt og íslenzkir vélbátar jafn-
vel verið sigldir niður. Islenzkir
sjómenn hafa farizt af völdum
slíkra árekstra og stórkostlegt
eignatjón orðið. Er þess skemmst
að minnast að á sl. vori lá við
borð að brezkur togari sigldi
niður lítinn vélbát út af Isa-
fjarðardjúpi.
Þörf sérstakra ráð-
stafana
Þaff er því auffsætt aff sér-
stakar ráðstafanir verffur aff
gera til þess nú, þegar skip
landhelgisgæzlunnar eru önn-
um kafin viff sjálf gæzlustörf-
in gagnvart erlendum land-
helgisbrjótum, aff vernda báta
flotann og veiffarfæri hans.
Þess vegna leggjum viff flutn-
ingsmenn þessarar þingsálykt
unartillögu til, aff leigff verffi
þegar í staff hentugt skip til
eftirlits og verndar fiski-
skipaflotanum. Auðsætt er að
á vetrarvertíð verffa slík eftir-
litsskip með bátunum aff vera
á öllum affalveiðisvæðunum
við strendur landsins.
Aukin fluggæzla og bætt
talstöðvasamband
Þá kemur það og til athug-
unar að auka fluggæzluna, bæði
í þágu landhelgisgæzlunnar og
vegna eftirlits með bátaflotan-
um. —
Margvíslegar aðrar ráðstafan-
ir er einnig hægt að gera til þess
að bægja yfirvofandi hættu frá
sjómönnum vélbátaflotans og
veiðarfærum þeirra. Sérstaka á-
herzlu ber að leggja á bætt tal-
stöðvasamband og aukna ár-
vekni í notkun talstöðva, bæði
um borð í bátunum og í verstöðv
um þeirra. Auðsætt er einnig að
þörf er fyllstu varfærni og að-
gæzlu af hálfu allra skipstjórn-
armanna bátaflotans gagnvart
brezkum togurum.
Loks má á það benda, að nauð-
synlegt kann að reynast að vá-
tryggingarfélög hækki greiðslur
sínar til fiskibátanna fyrir gagn-
kvæmar björgunarráðstafanir. —
Undanfarin ár hafa þeir aðeins
fengið smágreiðslur fyrir slíka
aðstoð og hafa þær ekki verið
í neinu samræmi við útlagðan
kostnað við björgunarstörfin.
Hvatning til að standa
saman
Það er skoðun flutningsmanna
þessarar tillögu að það uggvæn-
lega ástand, sem nú ríkir á ís-
lenzkum fiskimiðum, og skapazt
hefur með ofbeldisaðgerðum
Breta, hljóti að vera þjóðinni
hvatning til þess að standa sem
bezt saman um landhelgisgæzlu
sína og láta einskis ófreistað í
því að tryggja sem bezt og raun-
hæfast eftirlit með íslenzka báta-
flotanum og veiðarfærum hans,
sem mikil og geigvænleg hætta
vofir yfir. Efling landhelgis-
gæzlunnar hefur allt frá upphafi
verið þjóðinni mikið hagsmuna-
og metnaðarmál. Við megum
ekki, þrátt fyrir það að íslenzka
réttarvarzlan við strendur lands-
ins hefur að verulegu leyti verið
brotin niður með ofbeldi um nær
tveggja mánaða skeið, láta und-
an fallast að gera nauðsynlegar
ráðstafanir til þess að geta hald-
ið uppi landhelgisgæzlu með full-
um árangri við venjulegar að-
stæður.
Eins og íslenzka þjóðin
stendur öll sameinuð í barátt-
unni gegn rányrkjunni, eins
verða nú þing og stjórn aff
hefjast handa um skjótar ráff-
stafanir til eflingar sjálfsagðri
réttarvörzlu og lífsnauffsyn-
legu eftirliti með fiskiskipa-
flota sínum. Flutningsmenn
þessarar tillögu vænta því aff
hún fái góffar undirtektir og
skjóta afgreiðslu á Alþingi. —
I þessu lífshagsmunamáli
þjóðarinnar getur Alþingi
ekki skipzt í andstæða flokka.
I því skiptir affeins eitt meg-
inmáli: Að standa trúan vörð
um heill og hagsmuni alþjóff-
ar. —
♦ *
BRIDCE
AV
♦ +
FJÓRUM umferðum er nú lokið
I tvímenningskeppni Tafl- og
bridgeklúbbisns. og er röð fimm
efstu paranna þessi:
Hjalti — Júlíus 981
Klemenz — Karl 920
Gunnar — Sveinn 919
Guðjón — Róbert 912
Guðm. S. — Magnús 903
Fimmta og síðasta unfferð
verður spiluð í kvöld.
Næstkomandí fimmtudag hefst
sveitakeppni fyrsta flokks og ber
að tilkynna þátttöku til formanns
félagsins fyrir næstkomandi
þriðjudag.
★
Sveitakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur hófst sl. sunnudag
með þátttöku 16 sveita. Verður
spilað eftir Monrad-kerfi, þ.e.a.s.
níu umferðir verða leiknar og
verður spilað á sunnudögum og
þriðjudögum í Skátaheimilinu
við Snorrabraut. Keppnisstjóri
er Guðmundur Kr. Sigurðsson. —
Tvær umferðir hafa þegar farið
fram og hafa úrslit orðið þessi:
Fyrsta umferð:
Hallur Símonarson vann Þor-
stein Thorlacius 113—17
Ólafur Þorsteinsson vann
Hilmar Guðmundsson 82—45
Sigurhjörtur Pétursson vann
Agnar Jörgensen 58—43
Hörður Þórðarson vann Vigdísi
Guðjónsdóttur 61—24
Stefán Guðjohnsen vann Unni
Jónsdóttur 84—14
Sveinn Helgason vann Guð-
rúnu Bergs 68—36
Ásbjörn Jónsson jafntefli við
Marinó Erlendsson 54—55
Elín Jónsdóttir vann Þoorstein
Bergmann 65—48
Önnur umferð:
Ólafur vann Hall 56—39
Hörður vann Sigurhjört 66—42
Stefán vann 'Svein 76—47
Elín vann Marino 55—46
Ásbjörn vann Þ. Thorlaeius
94—38
Hilmar vann Agnar 68- -44
Vigdís vann Unni 60—-40
Guðrún vann Þ. Bergmann
84—46
¥
Eftirfarandi spil var spilað í
sveitakeppni Bridgefélags Reykja
vikur í leik milli sveita Harðax
og Sigurhjartar. Einar Þorfinns-
son og Gunnar Guðmundsson
voru N og S og Jón Guðmunds-
son og Ingólfur Isebarn voru A
og V og gengu sagnir þanmg:
Suffur
1 tígull
Pass
Pass
Pass
Pass
Vestur
Dobl
2 tíglar
2 spaðar
4 spaðar
Pass
Norffur
Pass
Dobl
Pass
Dobl
Austur
1 spaði
Pass
3 spaðar
Pass
S: A — G — 5
H: G — 10 — 3
T: A — 10 — 3
L:6 — 5 — 4 — 2
S: D-8-6 N S: 10-7-4-3
H: A-8-6-5 -2
T: K-5 V A H: D-9-7
L: K-D-G-9 T: 8-6-4-2
S L: 7
S: K — 9
H: K — 4 — 2
T:D — G — 9 — 7
L: A — 10 — 3 — 3
Suður lét út tíguldrottningu
og N og S fengu 7 slagi eða 1100
fyrir spilið. Er ekki hægt að segja
annað en Vestur hafi sagt helzt
til of mikið á spil sín og Austur
því ekki þorað að passa við tveim
spöðum. — Á hinu borðinu spil-
uðu A og V 2 spaða og urðu 2
niður. Vann þannig sveit Ilarðar
7 stig á þessu spili.
Sinfdniuhljómsveit íslunds
SINFÓNÍ UHL J ÓMS VEIT ís-
lands efndi til fyrstu tónleika
sinna á þessum vetri í Austur-
bæjarbíói í fyrrakvöld. Stjórn-
andi var Hermann Hildebrandt
en einleikari á píanó Ann Schein
frá New York. Tónleikarnir hóf-
ust með „Dönsum frá Galanta“
eftir Kodaly. Þetta verk er hið
athyglisverðasta og fært í glæsi-
legan hlómsveitarbúning. Er
hér um ágætt dæmi þjóðlegrar
tónlistar að ræða. Hljómsveitin
leysti hið erfiða hlutverk sitt
ágætlega af hendi, og Hilde-
brandt sýndi enn sem fyrr (hann
var hér nú í fjórða sinn) hversu
ágætur stjórnandi hann er.
Fannst mér sem dansarnir væru
jafnbezt leiknir alls þess sem
fiutt var á þessum tónleikum.
Ungfrú Ann Schein lék f-moll
píanókonsertinn (nr. 2, op. 21)
eftir Chopin. Píanókonsertar
Chopins eru dásamleg verk, inn-
blásin og ilmandi af skáld-
skap. Chopin lagði að vísu minna
upp úr hlutverki hljómsveitar-
innar, en því meiri áherzlu lagði
hann á píanóið og alla þess túlk-
unarmöguleika. Ungfrú Ann
Schein lék konsertinn framúr-
skarandi vel, með sterkri innlif-
un og hárfínni músíktilfinningu.
Þessarar ungu stúlku hlýtur að
— Þjóðin mun ekki
Frh. af bls. 3.
Kjördæmamáliff
Við Sjálfstæðismenn teljum, að
nú sé höfuðnauðsyn að hefjast
handa um breytingu á kjördæma
skipuninni. Það ófremdarástand
getur ekki lengur staðið, að
flokkur með rúm 15% kjósend-
anna hafi 17 þingmenn, þegar
annar, sem hefur rúm 42%, hef-
ur einungis 19 þingmenn. Með
slíkum rangindum er efnt til
spillingar og ófremdar í íslenzku
þjóðlífi, sem. hefur meiri áhrif
til ills en menn í fljótu bragði
átta sig á.
Nú fara kosningar að nálgast
og þá verður að gefa kjósend-
um kost á því að segja til um,
hvort þeir vilja frekar vera stuðn
ingsmenn ranginda og spillingar,
eða réttlætis og lýðræðis.
Óhreinskilni V-stjórnarinnar
hefnir sín
Vandi efnahagsmálanna er
slíkur, að menn tala eðlilega um
hann, bæði seinast og fyrst. Að
almeinið þar er, að stjórnin dyl-
ur fyrir sjálfri sér og þjóðinni
hver vandinn er. Hermann Jón-
asson hefur nýlega talað um, að
kaupgjaldið væri of hátt og þess
vegna yrði að endurheimta af al-
menningi það, sem um of hefur
verið tekið af atvinnuvegunum
og fá þeim það aftur. Forsætis-
ráðherrann hefur að vísu ekki
látið sitja við að tala um þetta,
heldur hvíla bjargráðin frá því
í vor óneitanlega á þessari hugs-
un. En þar er ekki komið fram
af hreinskilni, heldur er byrjað
með að þykjast vera að veita
mönnum kjarabætur með hækk-
un kaups. Kjarabætur, sem síð-
an eru teknar af þeim og raunar
margfaldlega það, með auknum
álögum. Þarna er verið að dylja
vandann í stað þess að skýra
hann fyrir almenningi.
Þeir sem svo fara að, eru sízt
líklegir til að leysa nokkurn
vanda. Sjálfir sögðust þeir áður
geta fundið „varanleg úrræði'1
í þessum efnum með því að
lækka álagningu, slátra millilið-
um og taka eignir af hinum ríku.
En hvað hefur batnað við allt
það brambolt? Er hagur almenn-
ings betri um einn eyri vegna
stóreignaskattsins? Héldu stjórn-
arherrarnir fast við að skera
niður álagninguna? Voru það
ekki einmitt Sambandsmennirnir
sjálfir, sem komu og knúðu vald
hafanna til þess að hækka álagn-
inguna frá því, sem ákveðið hafði
verið?
Ef það er satt, að þjóðin lifi
umfram efni, og það sýnir skulda
söfnunin í tíð núverandi stjórnar
óumdeilanlega, að gert er, þá
verður að gera sér hiklaust grein
fyrir því, og segja almenningi
hreint og óskorað, hver vandinn
er. Ef það er gert af hreinskilni
og heiðarleik, þá mun íslenzka
þjóðin ekki bregðast sjálfri sér.
En það má aldrei koma aftan
að henni, eins og gert var með
bjargráðunum í vor og vafalaust
verður reynt að gera nú á Al-
þýðusambandsþingi. Hér sem ella
verður að fylgja hinu forna heil-
ræði, að sannleikurinn er sagna
beztur.
bíða mikil framtíð sem píanóleik
ara.
Tónleikunum lauk með fyrstu
sinfóníu Brahms (op. 68 í c-
moll). Þetta risaverk gerir mikl-
ar kröfur til hljómsveitar, stjórn
anda og — hlustenda. í raun og
veru er hljómsveitin okkar enn
of fáliðuð af strokhljóðfærum
til að geta gert slíku verki þau
skil sem þarf. Einkum eru það
hin miklu átök í fyrsta þætti
sem krefjast meiri þunga og
fyllri hljóms. Það var þó undra-
vert hversu vel tókst hér til með
flutning sinfóníunnar. Þó fannst
mér nokkur losarabragur ríkja
í fyrsta þættinum hvað tempó og
hljóðfall snerti. Eins gætti full-
mikið tempó-sveifla í hæga þætt
inum. En hér er meira um
smekksatriði að ræða, sem deila
má um. Og þó. Bezt tókust að
mínum dómi þriðji og fjórði þátt
urinn og hygg ég að hljómsveit-
in hafi sjaldan leikið betur en
í lokaþætti sinfóníunnar. Stjórn-
aði Hildebrandt sinfóníunni af
myndugleik hins þaulæfða og
reynda hlómsveitarstjóra.
Húsið var þéttskipað og fögn-
uður áheyrenda mjög mikill.
Voru þau Ann Schein og Hilde-
brandt ákaft hyllt — hún eftir
snilldarleik sinn í Chopin-kon-
sertinum, hann að loknum tón-
leikunum. Einnig hljómsveitin
var hyllt að maklegleikum. Þess-
ir tónleikar voru í heild ánægju-
legir og eftirminnilegir.
p. !.
Þriðja hefti
Frjálsrar verzlun-
ar er komið út
Frjáls verzlun, 3. hefti, septem-
ber—október 1958, er nýkomin út.
Er það fjölbreytt að efni og vand-
að að öllum frágangi. — Forystu-
greinin nefnist Erfiðleikar og úr-
i'æði og fjallar hún um ýmis
vandamál íslenzka þjóðarbúskap-
arins og hvernig þau verði leyst.
Guðlaugur Þorvaldsson, viðskipta
fræðingur, skrifar grein, sem
nefnist Heimsókn í þýzku hagstof
una, þá er þýdd grein eftir Bengt-
Olof Heldt um samvinnufélögin í
Svíþjóð. — Við verðum að hefja
nýsköpun á nýjan hátt, nefnist
grein eftir Gunnar Guðjónsson,
formann Verzlunarráðs Islands.
Þá eru í ritinu nokkur minningar
orð um Erlend Ó. Pétursson, Osc-
ar Clausen skrifar greimna,
Verzluna.rminjas-afn íslands og
Valdimar Kristinsson ritar grein-
ina Enn um jafnvægi. Kassagero
Reykjavíkur og umbúðaiðnaður-
inn nefnist fróðleg og mymd-
skreytt grein í dálkunum, Frá ís-
lenzkum iðnaði. — Þá er sagt frá
Aðalfundi Verzlunarráðs íslands
og Landsambandi íslenzkra verzl-
unarmanna. — Margt fleira til
fróðleiks og skemmtunar er í rit-
inu. —