Morgunblaðið - 24.10.1958, Blaðsíða 2
2
MORCl’ISBT. AÐIH
Föstudagur 24. okt. 1958
Brezkir togaramenn bera
ekki hefndarhug til
Islendinga
segir Sir Farndale Phillips
EFTtRFARANDI bréf hefur
Morgunblaðinu borizt frá sir
Farndale Phillips, forseta Sam-
bands brezkra togaraeigenda:
Til ritstjóra Morgunblaðsins,
Aðalstræti 6,
Reykjavík, ísland.
Kæri herra.
Ég hef séð það í íslenzkum blöð-
um, að leggja á fyrir Alþingi nú
þegar tillögu til þingsályktunar,
þar sem ákveðið er að efla strand
gæzluna með hliðsjón af deil-
unni um 12 mílna mörkin.
Blað yður hvetur til þess 8.
október, að málinu verði hraðað
sem mest, og gefur þá yfirlýsingu,
að „mikil og geigvænleg hætta
vofir yfir íslenzka bátaflotanum"
vegna þess að „hinir brezku sjó-
menn eru fullir heiftar og hefnd-
arhuga gagnvart tslendingum“.
Ég vil halda því fram, að síð-
ustu sjö vikurnar, þegar brezkir
togarar og áhafnir þeirra hafa
látlaust verið ofsóttar á úthöfun-
um, sanni nákvæmlega hið gagn
stæða í málinu. Á þessu tímabili
hefur ekki einn einasti íslend-
ingur orðið fyrir slysi, þrátt fyrir
það. að íslendingar hafa farið um
borð í mörg skip okkar í heim-
ildarleysi. Þeir, sem fylgzt hafa
með málinu á alþjóðavettvangi
hafa lagt áherzlu á, að framkoma
þeirra manna, sem eru á togurum
okkar og á skipum í Verndarflota
Hennar Hátignar, hafi verið óað-
finnanleg.
Okkur þykir leitt til þess að
vita, að íslendingar skuli vera
Tveir dómar
í meiðyrðamáli
gegn Morgun*
blaðinu
NÝLEGA hafa verið kveðnir upp
dómar í tveimur málum i bæj-
arþingi Reykjavíkur, sem Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga
og Reginn hf. höfuðu sl vetur
gegn ábyrgðarmanni Morgun-
blaðsins, Valtý Stefánssyni rit-
stjóra. Stefndu fyrirtækin ábyrgð
armanni blaðsins fyrir greinar, er
birtust um verzlun SÍS og Regins
með varnarliðsvörur. Taldi Morg
unblaðið að hér væri um stórfellt
„braskmál“ að ræða og „nýstár-
leg fjáraflaplön og græðgi i pen-
inga“.
Stefnendur töldu þessi ummæli
með öllu tilhæfulaus og ærumeið
andi fyrir sig. Kröfðust þeir, að
hin tilteknu ummæli væru dæmd
dauð og ómerk og stefndi dæmd-
ur í refsingu fyrir ummælin, sam
kvæmt ákvæðum meiðyrðalög-
gjafarinnar.
í forsendum undirréttardóm-
anna er m. a. komist þannig að
orði, að ekki hafi verið „óeðlilegt
að blaðið (Morgunblaðið) hafi
uppi aðfinnslur af framkvæmd
þessara mála. Telja verður hins
vegar, að stefndi hafi ekki leitt
rök að því, að stefnandi hafi haft
þau afskipti af málum þessum,
sem réttlæti ummæli blaðsins í
hans garð“.
Niðurstaða dómanna er svo sú,
að í máli Sambandsins er ábyrgð
armaður Morgunblaðsins, Valtýr
Stefánsson, dæmdur í 400 króna
sekt til ríkissjoðs, og til að
greiða Sambandinu 800 krónur í
málskostnað. Ummælin voru
dæmd ómerk. Þá var stefnda og
og gert að birta dóminn í blaði
sínu.
Dómurinn í máli H.f. Regins
gegn ábyrgðarmanni Morgun-
blaðsins var samhljóða að öðru
leyti en því, að þar var sektin
300 krónur.
staðráðnir í því að halda fast við
einhliða aðgerðir, sem fram-
kvæmdar voru í trássi við alþjóða
lög, og að þeir skuli saka brezka
sjómenn um heift og hefndarhug.
Ef íslendingar færu fram á skyn-
samlegar viðræður um vandamál
þeirra, þá mundu þeir komast að
raun um, að fiskimenn okkar
mundu a. m. k. hlusta á þá með
velviljuðum skilningi.
Vér vonum að ekki muni líða
á alltof löngu áður en þau bönd
gagnkvæmrar virðmgar og vin-
áttu, sem tengja alla sjómenn
saman, verði knýtt á ný milli
íslands og Bretlands.
Virðingavfyllst,
Farndale Phillips
(sign)
Tekinn með
smyglað
„kúlutyggjó“
HAFNARFIRÐI. — Enn eitt
smyglmál hefir skotið upp kollin
um, og að þessu sinni er smygl-
varningurinn tyggigúmmí, svo
nefnt kúlutyggjó, eins og krak-
arnir kalla það og er einkar vin-
sæit meðai barna og unglinga.
í gær var maður handtekinn
hér í bæ, en hann hafði komið frá
Reykjavík með tyggjó til kaups.
Komst lögreglan hér á slóð
mannsin og var hann handtek-
inn. Mun han hafa haft undir
höndum mikiff magn af kúlu-
tyggjó, sem hann kvaðzt hafa
keypt af manni, sem hann vissi
engin deili á. — Var rannsókn
þessa máls á byjunarstigi í gær.
_________ — G.E.
Reykjavíkurmót
í handknattleik
á morgun
ANNAÐ kvöld hefst að Háloga-
landi Reykjavikurmeistaramótið
í handknattleik. Er mót þetta um
fangsmikið að vanda en keppt
er í öllum aldursflokkum karla
og kvenna.
Annað .kvöld keppa í 2. fl
kvenna Ármann gegn Val og Vík
ingur gegn Fram en KR gegn
Þrótti í m.fl. kvenna. Þá fara og
fram 4 leikir í 3. flokki karla,
en þar er keppt í 2 riðlum og
loks leikur Ármanns og Víkings
í 2. flokki karla.
Á sunnudaginn hefst keppnin
í meistaraflokki karla en það
kvöld fara fram 2 leikir í 3.
flokki karla og 3 leikir í meistara
flokki karla.
Eldur í gúmskóm!
TVEIR slökkviliðsbílar brunuðu
inn í Slippinn klukkan rúmlega
7 í gærkvöldi, en reyk lagði upp
úr lúkar Hvals 3., sem þar er
til viðgerðar. Slökkviliðsmenn
réðust til uppgöngu í skipið og
niður í lúkarinn, en reykurinn
kom úr litlu herbergi inn af hon-
um, og stafaði hann allur af einu
pari af gúmmískóm, sem stóð á
gólfinu, og hafði kviknað í þeim
út frá rafmagnsofni. Ekki urðu
gúmmískórnir valdir að neinum
skemmdum á skipinu og fór
slökkviliðið fljótlega aftur úr
Slippnum.
Maður fótbrotnar
UM kl. 14.30 í gær féll maður,
Hafsteinn Sigurðsson að nafni, of
an af vinnupalli og mun hafa
fótbrotnað. Hann var fluttur á
, Slysavar ðstof una.
íegar mikið rignir vill haustlaufið stífla niðurföllin í götun-
um og þarna sjáum við nokkra unga borgara, sem ekki vilja
fá poll á götuna. sína, og eru því að hreinsa ristinr
Fréttir trá Alþingi
í GÆR var boðað til funda í
sameinuðu Alþingi og báðum
deildum. — Á dagskrá samein-
aðs þings var eitt mál. Fyrir-
spurn um togarakaup frá Magn-
úsi Jónssyni. — Hvort leyfa
skuli. — Var samþykkt með 31
samhljóða atkv. að fyrirspurnin
skyldi leyfð. Fyrirspurn Magnús-
ar er á þessa leið:
og teldi ekkert meira við það að
athuga. En er ekki meira við
þetta að athuga? spurði Páll. —
Mér skilst að ríkið þurfi stórum
meiri tekjur fyrir árið 1959 en
1958. Væri ekki rétt, að athuga,
hvort ekki væri hægt að hækka
einhverja liði í þeim frumvörp-
um, sem hér liggja fyrir, til að
afla tekna?
— Hvað líður smíði þeirra 15
togara, sem ríkisstjórninni var
heimilað að láta smíða með lög-
um nr. 94 1956?
Hafa lán verið fengin til þess-
ara skipakaupa og þá hve há
og hvar?
Tvö mál voru á dagskrá efri
deildar. Frumvarp til laga um
bráðabirgðabreytingu á lögum
um tollskrá o. fl. Var það til 2.
umr. Framsögumaður fjárhags-
nefndar i málinu, Bernharð
Stefánsson, skýrði frá því, að
nefndin hefði borið frumvarpið
saman við gildandi lög og legði
til að það yrði samþykkt ó-
breytt. Var frumv. samþykkt til
3. umr. með 12 samhljóða atkv.
Vildi aukna skatta
Þá var til 2. umr. frumv. um
bifreiðaskatt o. fl. Framsögu-
maður fjárhagsnefndar í því
máli, Eggert Þorsteinsson, kvað
nefndina sammála um að mæla
með frumvarpinu. Páll Zóphóní-
asson kvaddi sér hljóðs og sagði
að frumvarpi um tollskrá o. fl.
hefði verið vísað óbreyttu til 3.
umr. Nú væri einnig lagt til að
frumv. um bifreiðaskatt o. fl.
yrði vísað óbreyttu til 3. umr.
Fjárhagsnefnd hefði að sögn
framsögumanna, borið frum-
vörpin saman við gildandi lög
Aðalfundiir
Stefnis
nk. sunnudag
H AFN ARFIRÐI — Vetrarstarf
semi Stefnis, fél. ungra Sjálf-
stæðismanna, er nú að hef jast og
verður aðalfundur félagsins í
Sjáifstæðishúsinu n. k. sunnudag
og hefst kl. 4 stundvíslega. Eru
félagsmenn hvattir til að fjöl-
menna á fundinn og taka með sér
nýja félaga.
Starfsemin í vetur verður með
svipuðu sniði og í fyrra, fundir
haldnir, spilakvöld og ýmislegt
fleira um hönd haft.
— G. E.
Eggert Þorsteinsson svaraði
fyrirspurn Páls. Kvað hann
frumvarp þetta lagt fram af
fjármálaráðherra með ósk um að
því yrði hraðað. Þá taldi hann,
að það stæði ekki öðrum nær en
fjármálaráðherra og fjármála-
ráðuneytinu, að segja til um
hvort bæri að hækka þessa
skatta.
Á dagskrá neðri deildar var
eitt mál. Frumvarp til laga um
eftirlit með happdrættum og al-
mennum fjársöfnunum. Var það
til 1. umr. Flutningsmaður frum-
varpsins, Pétur Pétursson, fylgdi
því úr hlaði, en síðan var það
samþykkt til 2. umr. og fjárhags-
nefndar með samhljóða atkv.
Ný þingskjöi
1 gær var útbýtt tillögu til
þingsályktunar um birtingu
skýrslu hinnar sérstöku nefndar
Sameinuðu þjóðanna um Ung-
verjalandsmálið. — Flm.: Bjarni
Benediktsson. — Einnig breyt-
ingartillögum við vegalög fra
Sigurvin Einarssyni.
Enn er verkf all
vörubílstjóra
EKKERT mun miða í samkomu-
lagsátt í deilu vörubílstjóra á Suð
urnesjum og Aðalverktaka á
Keflavíkurf lugvelli. V erkf all
þetta nær til alls um 100 vörubíl-
stjóra.
Krafa þeirra er að þeir verði
látnir annast alla flutninga á möl
og öðru byggingar- og viðhalds-
efni úr Stapafelli. Hafa þessir
flutningar farið fram með 18—20
tonna flutningabílum, sem varn-
arliðið hefur lagt til, en Aðal-
vertkakar hafa lagt til bílstjórana
og annast viðhald vagnanna.
Síðan til verkfallsins kom fyr-
ir nokkrum dögum, hafa ekki
farið fram frekari viðræður, en
þá höfðu íulltrúar Aðai verktaka
að einhverju leyti komið til móts
við kröfu bílstjóranna, en þeir
hafnað því boði.
— Pasternak
Frh. af hls. 1
kom út. Fpp úr því var farið að
þýða hann á aðrar tungur, og
hann varð þekktur utan Rúss-
lands sem mesta núlifandi skáld
landsins.
Fjölskyldan fór burt
Á þriðja tugi aldarinnar fóru
foreldrar Pasternaks frá Sovét-
ríkjunum og settust að í Eng-
landi, þar sem tvær systur hans
eru nú búsettar. Faðir hans sett-
ist að í ísrael og bauð syni sínum
að koma til sín, en Boris kvaðst
ekki mundu yfirgefa föðurland
sitt.
Helgaði sig þýðingum
Eftir 1922 dró Pasternak sig æ
meir í hlé. Hann neitaði að lof-
syngja hið nýja skipulag, og ljóð
hans birtust sjaldan í tímaritum,
en þau gengu manna á milli í
afskriftum, og þjóðin lærði þau.
Á Stalins-tímanum helgaði Past-
ernak sig að mestu ljóðaþýðing-
um úr ensku, þýzku, frönsku og
ítölsku. Hann vann sér mikla
frægð fyrir þýðingar sínar á
Shakespeare og Goethe.
Bókin fordæmd af rithöfundum
Ekki er vitað með vissu, hve-
nær Pasternak hóf að skrifa
„Zivago lækni“, en í apríl 1954
birti rússneska bókmenntatíma-
ritið „Znamya" 25 ljóð úr „Eftir-
mála“ sögunnar. Einnig var frá
því sagt, að bókin yrði fullbúin
sumarið 1954. En það dróst á
langinn, að hún kæmi fyrir'al-
menningssjónir. Pasternak lauk
ekki við hana fyrr en sumarið
1955, þegar „hlákan“ stóð sem
hæst. Þá sendi hann handritið til
hins opinbera útgefanda, en Sur-
kov, helzti sporhundur flokksins
í bókmenntum, kom því til leið-
ar, að rithöfundasamtökin for-
dæmdu bókina.
Þess má geta, að ljóð Paster-
naks eru ekki tekin með í nein
rússnesk heildarsöfn Ijóðskálda á
þessari öld.
Eini rússneski höfundurinn,
sem fengið hefur Nóbelsverðlau-.i
in á undan Pasternak, var Ivan
Bunin (1933), en hann lifði þá
í útlegð í Frakklandi.
Fær hann að fara til Stokkhólms?
Óvíst er enn hvort Pasterhak
verður leyft að fara til Stokk-
hólms og taka við verðlaunun-
um, sem verða afhent við hátíð-
lega athöfn 10. desember. Þau
nema alls 214.559 sænskum krón-
um og 40 aurum.
Morgunblaðið birti 10. ágúst
sl. langa grein eftir franskan
blaðamann um heimsókn til
Pasternaks. Hún nefndist „Ég sá
Pasternak gráta“.
Þögn í Moskvu
Seint í gærkvöldi hafði hvorki
Moskvu-útvarpið né Tass-frétta-
stofan sagt frá því, að Pasternak
hefðu verið veitt Nóbelsverð-
launin. Ekki er heldur vitað um
viðbrögð annarra rússneskra rit-
höfunda, og segir AFP-fréttastof-
an, að erlendir fréttamenn I
Moskvu hafi ekki enn fengið leyfi
til að senda skeyti úr landi um
viðbrögðin í Rússlandi.
f Vestur-Evrópu vekur verð-
launaveitingin mikla ánægju.
— Nóbelsverðlaunahöfundarnir
Francois Mauriac (1952) og Al-
bert Camus (1957) lýstu báðir
gleði sinni yfir verðlaunaveit-
ingunni og kváðu sænsku aka-
demíuna tæplega hafa getað val-
ið betri mann.
Samkama
Dýrfirðingafél.
DÝRFIRÐIN G AFÉL. 1 Reykja-
vík byrjar vetrarstarf sitt með
kynningar og skemmtikvöldi í
Skátaheimilinu við Snorrabraut
í kvöld kl. 8,30. Þi byrjar 4
kvölda spilakeppnin.