Morgunblaðið - 24.10.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1958, Blaðsíða 8
g MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. okt. 1958 FRA S. U. S. RITSTJÓRAR: HÖRÐUR EINARSSON OG STYRMIR GUNNARSSON Harvardstúdent og góð- kunnirtgi 46 ísl. klerka — RATJÐI liturinn táknar blóð nautsins, en hvíti liturinn þarna efst í horninu til hægri skykkju nautabanans. Hinn hvíti litur hennar „representerar“ engil dauðans ... og á þessari mynd er brúin yfir Ölfusá ... og þessi þarna — nei, hún er ekki mjög góð, ég skil hana ekki almenni- lega. — Sá, sem útskýrir abstrakt myndirnar á veggjum Gildaskál- ans af slíkri mælsku er banda- rískur Harvpvdstúdent, Sean Cha-leton að nafni, og ,,myndin“, sem hann skilur ekki er reikn- ingur Mjólkurfélagsins! Sean eða Jón Karlsson eins og hann kallar sig hér á landi, hefur ferðast um ísland undan- farna þrjá mánuði. A þessum stutta tíma, hefur hann lært ís- lenzku svo vel, að furðu gegnir og er orðinn svo leikinn að beita henni, að hann heldur auðveld- lega uppi samræðum. Fréttamenn síðunnar hittu hann fyrir skömmu og spjölluðu við hann stundarkorn um íslands reisuna, Harvardháskóla og ís- lenzkar stúlkur. — Hvað olli því, að þú lagðir upp í þessa íslandsreisu? — — Þannig stendur á því, segir Sean, að á sínum ýngri árum dvaldist faðir minn í Noregi og lærði hann þar norska lands- málið. Ennfremur nam hann við Oslóarháskóla og var Sigurður Nordal einn af kennurum hans. Eftir að hafa stundað nám við Uppsalaháskóla, sneri hann aftur til Bandaríkjanna og gerðist þar kennari og bókmenntagagnrýn- andi. Hann hafði mikinn áhuga á íslandi og langaði mikið að : koma til landsins. En þar sem | hann gat ekki komið því við sendi hann mig í staðinn, og því er ég hingað kominn. — Sean segir okkur síðan frá ferð sinni um landið, og er greini i legt, að hann hefur lagt sig eftir að kynnast öllu sem bezt, lands- háttum, örnefnum og fólkinu sjálfu. — Eg hafði heyrt, segir Sean, að sr. Sigurð á Hálsi í Fnjóska- dal vantaði kaupmann og mætti hann gjarnan vera enskumæl- andi þar eð klerkur hefði hug á að hressa upp á enskukunn- áttu sína, fyrir væntanlega Sean Charleton Bandaríkjaför. Ég fór því að Hálsi og vann þar í 17 daga við kúarekstur, heyskap og ensku- kennslu. — Þetta voru ekki síðustu kynni Seans af íslenzkum kennimönn- um því að hann segist vera orð- inn vildarvinur 46 presta og pró- fasta. Oftast gisti hann hjá ein- hverjum klerki og segist hann hafa fengið meðmælabréf frá einum þeirra til annars. Aðeins einu sinni kveðst Sean hafa orð- ið að beiðast gistingar án þess að geta sýnt prestsbréf. — Hvaða klerkar íslenzkir eru þér minnistæðastir úr þessari för? — Ég hafði sérstaklega gaman af að hitta sr. Rögnvald Finnboga- son í Bjarnarnesi. Hann hefur mikinn áhuga á japönsku og Búddatrú og hefur komið til Ceylon. í Bjarnarnesi kom ég líka á hestbak í fyrsta skipti. — Sean segir okkur að hann hafi spurt, hvað hann ætti „að segja við hestinn til að koma honum í gang“ Honum, var sagt að slá í, hvað hann gerði, með þeim af- leiðingum, að hesturinn þaut af stað. Frá endalokum reiðtúrsins vill Sean sem minnst segja. Hann sýndi okkur þó skrámur á hálsi, sem hann fékk í baráttunni við Bjarnarnessgæðinginn. — Það var einnig afar gaman að hitta sr. Jóhann Hannesson — segir Sean, — við töluðum sam- an á kínversku í nokkra tíma. Sr. Jóhann er ákaflega skemmti- legur maður. Ég þarf endilega að hitta hann aftur. Þess skal getið að kínversku og japönsku hefur Sean lært við Harvardháskóla sl. 3 ár. — Hvernig gengu samræður ykkar sr. Jóhanns á kinversku? — Ég átti dálítið erfitt með að skilja hann, en á hinn bóginn skildi hann mig vel. Þannig er nefnilega mál með vexti, að ég hef lært Peking- málið, en kínverskan sem sr. Jó- hann talar, er töluð nokkru sunnar í Kína. Sean heldur áfram frásögn sinni, og kemur í ljós, þegar á reisusögu hans líður, að hann hefur notað flesta þá farkosti, sem tiltækir eru á Islandi, farið á tveim jafnfljótum, sundriðið með sr. Rögnvaldi, ekið í bíl með Ásbirni Magnússyni og siglt með Esju. Það er sérstak- lega í frásögu færandi, að hann gekk aleinn yfir Skaftárjökul, en fram til þessa hefur þótt sjálf sagt að virða hin óskráðu lög, sem gilda austur þar, að minnst 3ja manna hópur skuli ganga yfir jökulinn og með kaðal á milli sín. Talið berst nú að námi Seans við Harvard. — Ég hef stundað nám við Harvardskóla í 3 vetur. Ég byrj- aði á frönsku, og hef síðan lagt stund á kínversku, japönsku og sænsku. Áður en ég fór á Har- vardskóla hafði ég einnig lært dálítið í latínu, grísku og þýzku. — Og hvenær fórst þú svo að glugga í íslenzku? — Það var í vor sem leið, þegar ég komst yfir bók með fornsögum ykkar og kvæðum t.d. Hrafnkötlu, Njálu, Egilssögu, Gylfaginningu og Völuspá. — Fannst þér íslenzkan erfið? — Já, hún reyndist mér nokk- uð þung í skauti og hún er t. d. mun erfiðari en kínverska. — Er ekki erfitt að komast til náms við Harvard? — —■ Jú, það er mjög erfitt. Ár- lega sækja mikið fleiri um inn- göngu en komast. Námið er mjög kostnaðarsamt, kostar um 2000 dollara á ári. En ég vil leggja mikla áherzlu á þetta: Þegar menn hafa unnið sér rétt til náms við Harvard, þá er Frh. á bls. 18. Lowell House — aðalbygging Harvardháskóla Sigur Vöku SL. laugardag fóru fram kosn- ingar til stúdentaráðs Háskóla íslands. Sem kunnugt er urðu úrslit þau, að Vaka, félag ]ýðræð- issinnaðra stúdenta, hé’t meiri hluta sínum í ráðinu, hlaut 5 fulltrúa kjöi'na. Jafnaðarmenn fengu 1 fulltrúa, Framsóknar- menn 1 fulltrúa og sameiginlegur listi komúnista og Þjóðvarnar- manna 2 fulltrúa. Kommúnistar og Þjóðvarnar- menn höfðu gert örvæntingar- fullar tilraunir til þess að klambra saman sameiginlegum lista allra öfundarmanna Vöku til þess að reyna að leyna fylgis- tapí sínu. Þessar tilraunir strönd- uðu þó allar á jafnaðarmönnum, og framsóknarinönnum í Há- skólanum stendur það meiri stuggur af almenningsálitinu en flokksbræðrum þeirra í verka- lýðshreyfingunni, að þeir hættu sér ekki í beint samstarf við kommúnista, án þess að kratar væru með til þess að deyfa svart- asta kommúnistastimpiiinn á list- anum. Nú er það alkunnugt, að margir kommúnistar og þjóðvarnarmenn telja félag framsóknarstúdenta í Háskólanum fyrirlitlegustu stjórn málasamtök landsins vegna hinna nánu tengsla þeirra við SÍS. En hvers vegna vildu þeir þá styðja „framsóknarkálfana", sem þeir kalla svo, til metorða innan Háskólans? Jú, vegna, þess að slík var öfundin í garð Vöku vegna farsællar baráttu hennar fyrir hagsmunamálum stúdenta, að til þess að korr.a því frá, sem þeir töldu þó ekki nema næst- fyrirlitlegast, skyldi hlaðið undir hið alfyrirlitlegasta. Lífið fyrir tóruna Þjóðvarnarmenn höfðu séð fram á vísan dauða og gripu til örþrifaráða. Áttu þeir tvo kosti, og var hvorugur góður. Annar var sá, að detta út úr stúdenta- ráði, hinn, að gerast ánauðugir þjónar kommúnista. Með því, að velja síðari kostinn fórnuðu þeir sjálfstæðri tilveru fyrir aumi líftóru. Er nú heldur illa komið fyrir þjóðvarnarstúdentum, sem fyrir örfáum árum skipuðu þriðja stærsta stjórnmálafélag innan háskólans, þegar þeir eiga það algjörlega undir náð og duttlungum kommúnista, hvort þeir fá fulltrúa kjörinn í stúd- entaráð. Er þess því vart að vænta, að framar heyrist frá þjóðvarnarfélagi stúdenta nema sem mjórri og hjáróma rödd í glymkór róttækra. Vonin, sem brást Framsóknarmenn, sem fyrir kosningar höfðu talið sér vís a. m. k. 150 atkvæði, fengu að- eins rúmlega 100 atkvæði. Var það að vonum, því að helzta bar- áttumál þeirra hafði verið ' að sanna, að eini fulltrúi þeirra í stúdentaráði hefði stundum mætt á fundi ráðsins og ekki pagað alveg alltaf, og í kosningablaði þeirra var ekki minnzt einu orði á hagsmunamál háskólastudenta. „Ólíkt höfumst vér að" Aftur á móti lét Vaka hags- munamál stúdenta sitja í fyrir- rúmi sem fyrr,' enda jókst fylgi félagsins frá síðustu kosningum. Á meðan Vaka berst ötull.ega fyr- ir byggingu hjónagarðs fyrir stúdenta láta kommúnistar og þjóðvarnarmenn sér sæma að beita sér gegn málinu á þeirri forsendu, að heimsfriðurinn hafi ekki verið tryggður! Og á meðan Vaka berst fyrir eflingu lána- sjóðs stúdenta, láta „framsóknar- kálfarnir” sér sæma að gera árás á Vöku fyrir að hafa guðíræði- stúdent á framboðslista sínum og ráðast síðan á þennan sama fram- bjóðanda persónulega fyrir þá sök eina að vilja efla félagslíf stúdenta með byggingu félags- heimilis og að hafa verið virkur þátttakandi í leikstarfsemi nem- enda á menntaskólaárum sínum! Vökumenn geta því með sanni sagt: „Ólíkt höfumst vér að“. Og því fór sem fór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.