Morgunblaðið - 24.10.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1958, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. okt. 1958 M O R C VN fí r. 4 Ð 1 Ð 11 „Lifa saman í friði svo sem góð- , um nágrönnum sæmir ....“ Þessi fáu orð úr Stofnskrá Sam einuðu þjóðanna fela í sér lífs- reglu, sem karlar jafnt sem kon- ur um gjörvallan heim trúa inni- lega að sé sönn og rétt. Þau skýra frá því takmarki mannkynsins gegnum aldirnar, sem erfitt hefir reynzt að ná. Friður kostar fyrirhöfn, — að vera góðir nágrannar, hvort held- ur er sem einstaklingar eða þjóð- ir, kemur ekki af sjálfu sér. — Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. og sjálf alþjóðastofnunin, þar sem aðildarríkin hafa heitið „að! lifa saman í friði svo sem góðurn nágrönnum sæmir“, er stærsta j skrefið, sem til þessa hefur verið • stigið til þess að ná þessu tak- marki. Á þessu þrettánda ári hinna Sameinuðu þjóða hefir mannkyn- ið enga ástæðu til að hvika frá þeim háleitu hugsjónum, sern hvöttu til stofnunar þeirra, né efast um vizku og nauðsyn al- þjóðlegrar samvinnu, sem er grundvöllur starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Vaxandi friðarfylking Erjur eiga sér stað, en aðferðir til að komast hjá þeim hafa og tekið framförum. Sameinuðu þjóð I irnar haía eflzt af reynslu, virðu- leik og sakir aukins meðiima- fjölda. Um þetta er allt gott eitt segja. Viða vaka þráiát vancii. mái, sem bíða úrlausnar. Tækni- legar framfarir færa með sér nýj- ar skyldur, sem mannkynið verð- ur að horfast í augu við. Kjarnorka og rannsóknir efstu hálofta opna nýjar leiðir til fram; fara og velmegunar, en fela einn- ig í sér hættur og ógnun um ger- eyðingu, ef fákænska mannsins verður andanum yfirsterkari. Einasta trygging undankomu er friður, vilji og leiðir til að stofna til friðar og halda hann. Hér eru Sameinuðu þjóðirnar ómissandi, því valið er milli sameiginlegrar eyðileggingai' og aiþjóðasam- vinnu. Sameinuðu þjóðirnar eru nauð syniegar vegna þess, að hin hefð- bundnu stjórnmálasambönd og staðbundin samtök, þótt enn geri þau sitt gagn, eru ekki lengur nóg. Stundum eru hinir svonefndu sigrar eða mistök Sameinuðu þjóðanna rædd, sem væri slíkt óháð ríkisstjórnum aðildarríkj- anna. Sameinuðu þjóðirnar eru ekki sjálfstæðar eins og ríki og alls ekki ,,yfirríkisstjórn“. Þær eru samkomustaður, þar sem ríkis- stjórnir hittast á þingi, eða með öðrum hætti, sem bætzt hefir við hið hefðbundna stjórnmálalega samneyti. Með því að bjóða upp á nýjar samningaleiðir hafa þær orðið við þörfinni á að skapa alþjóðlegt samningafyrirkomulag. Ný ríki í Afríku og Asíu hafa orðið til, og sækjast eftir að falla inn í al- þjóðasvipinn, og böndin milli ýmissa staða á hnettinum eru orðin það öflug, að svo að segja hver einasta alþjóðadeila hefir sín áhrif um víða veröld, hversu staðbundin sem hún kann að vera í fyrstu. Þótt Sameinuðu þjóðirnar séu enn ungar, hafa þær komið á Dagur Sameinuðu þjóöanna ýmsum reglum, sem liðum í frið- arviðleitni sinni. Hér má nefna opinberar umræður, sem leyfa al- menningsálitinu að mynda sér skoðun á stjórnmalalegum at- höfnum og þannig hafa áhrif á gang mála; atkvæðagreiðsla er önnur aðferð innan Sameinuðu þjóðanna til þess að skera úr stjórnmálalegum vandamálum; þá má nefna stöðugt samband og samneyti stjórnarfulltrúa, sem í raun réttri er sama og stöðugt þing; og stjórnmálalegt hiutverk skrifstofu Sameinuðu þjóðanna, sem ekki er fulitrúi neins eins ríkis og getur því starfað sem „utanaðkomandi aðili, þá sem fulltrúi, er kalla mætti almennan samnefnara“. Þessar nýju aðferðir hafa þeg- ar gefið þýðingarmikinn árangur. Til dæmis var stefnan, sem fyigt var í Súez-deilunni, byggð á skipulagðri samvinnu innan vé- banda Sameinuðu þjóðanna. Það sem meira er, það hefði ekki ver- ið mögulegt að stofna til alþjóða lögregluliðs eins og Gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna utan stofn- unarinnar. Gæzlulið Sameinuðu þjóðanna hefir gert mikið til að koma á ró og stuðla að jafnvægi á vissum svæðum. Hér er dæmi um skjótar aðgerðir Sameinuðu þjóðanna til Hin aukna tækniaðstoð Sam- einuðu þjóðanna var sett a stofn 1949 og kostuð með frjálsum framlögum frá aðildarríkjunum. Vanyrktu löndunum voru látnir í té sérfræðingar, sem höfðu góða þekkingu og reynslu hver á sínu sviði. Tilgangurinn var að hjálpa viðkomandi þjóðum til þess að hjálpa sér sjálfar, með þvi að kenna þeim handtökin bæði í mannlegum og efnahagslegum skilningi og til þess að leysa mætti vandamál svo sem á sviði heilsufræði, menntunar, iðnaðar. matvæladreifingar og landbúnað- ar. Á árunum 1950—1956 voru um 7.000 sérfræðingar frá 80 þjóðum sendir út af örkinni til 91 þjóðar og lendna. Námsstyrkir til náms erlendis voru veittir 2.350 ein- staklingum. Árið 1957 var metár hjá Tækni- aðstoð Sameinuðu þjóðanna, er fyrir hendi voru 31,5 milljónir dollara, eða einni milljón dollara meira en 1956. Fjöldi ríkisstjórna, er lögðu eitthvað af mörkum til Tækniaðstoðar S. Þ., jókst úr 77 1956 í 84 1957. Þetta ár voru sér- fræðingarnir, er sendir voru út af örkinni, samtals 2.513, eða 7% fleiri en 1956. Nú eru á prjónunum hjá Tækni aðstoð S. Þ. um 1200 áætlanir í samtals 132 löndum og lendum. Alþjóðasamvinna á kjarnorku- 1 sviðinu Fyrir þremur árum gengust Sameinuðu þjóðirnar fyrir al- þjóðaráðstefnu um friðsamleg not kjarnorkunnar. Ráðstefnan tókst að mörgu leyti mjög vel — fjöldi vel þekktra vísindamanna sóttu ráðstefnuna og lögðu þar fram þýðingarmiklar ritgerðir og fluttu fróðlega fyrirlestra. Vísindamenn báru saman bækur sínar frjálsir og óháðir og margt kom þá fram í dagsins ljós, sem áður hafði far- ið leynt. Það sannaðist á þessari ráðstefnu, að þrátt fyrir skiptar stjórnmálaskoðanir, var hægt að koma á alþjóðasamvinnu á sviði þessarar nýju og viðkvæmu vísindagreinar. Skv. ákvörðun Allsherjarþings ins, var önnur sams konar alþjoða ráðstefna um notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi haldin á þessu ári. Ráðstefna þessi reynd ist jafnt sem hin fyrri þýðingar- mikil. Hinar gífurlegu framfarir á sviði kjarnorkuvísindanna má m. a. marka af fjölda fyrirlestra og ritgerða, sem lagðar voru íyrir ráðstefnuna. Vísindalegar ritgerð ir um kjarnorkuna reyndust meira en helmingi fleiri en á fyrri ráðstefnu. Kjarnorkuver og möguleikar á að framleiða raf- magn með kjarnorku, þýðing vfir fundarsal Allsherjarþingsins þess að stöðva mikinn voða. Stofnun Gæzluliðs. Sameinuðu þjóðanna sýndi einnig, að Alls- herjarþingið er þess megnugt að bregða við í skyndi og af myndug leik, þegar horfast þarf í augu við ógnir gegn friðnum. Á sinni stuttu braut hefir Sam- einuðu þjóðunum tekizt með sam eiginlegu átaki að stöðva út- breiðslu óeirða á Balkanskaga, í Palestínu, Kashmír, Indónesiu og Kóreu. En þær hafa einnig látið til sín taka á sviði efnahags- og félagsmála, sem ekki er hvað þýð ingarminnst fyrir öryggið í heim- inum. Þessar aðgerðir stefna að því að minnka hið hættulega ó- samræmi í lífskjörum hinna ýmsu svæða í heiminum og stuðla að því að minnka spennu ogóánægju sem þróast við skort! hungur og veikindi. Allt eru þetta ráðstaf- anir, sem S. þ. gera til þess að fjarlægja skelfingu ófriðar. Höggvið að' rótum illindanna Vandamálið er vel þekkt: Tveir þriðju hlutar mannkynsins búa við efnahagsleg kjör, sem eru gjörólík þeim tiltölulega góðu lífs kjörum, er þriðji hluti jarðarbúa nýtur. Efnahagsskilyrðin eru t- d. bágborin á ýmsum landsvæðum, þar sem hinni nýju þjóðernisvakn ingu vex ört fiskur um hrygg. Aðstoð, sem veitt er á vegum Tækniaðstoðar Sameinuðu þjóð- anna, er engin ölmusa, heldur tilraun, byggð á sjálfshagsmunum til þess að fá þóðir hinna van- yrktu landa til að leggja sitt af mörkum, til að betrumbæta efna- hagslegt og félagslegt ástand hjá sjálfum sér. Með því að veita hjálpina frá gefanda til þiggjanda á vegum Sam. þjóðanna, eða ein- hverrar sérstofnunar S. Þ., verð- ur komizt hjá tilfinningamálum á stjórnmálasviðinu og öðrum erfiðleikum. Viðurkenningu á þessu verð- mæta starfi Sameinuðu þióðanna fyrir bættum efnahagslegum framförum svo og skerf sinn til þess að bæta lífskilyrði og stuðla þannig að jafnvægi í heiminum, sýndi Allsherjarþingið, er það samþykkti einróma á síðasta þingi að stofna sérstakan fram- kvæmdasjóð til þess að styrkja og halda áfram að veita aðstoð á sviðum, sem nauðsynieg eru talin til að auka efnahagslegar og félagslegar framfarir í van- yrktum löndum. Takmarkið er að stofna sérstakan sjóð með 70 milljón dollara stofnfé, sem nota skal til ýtarlegra rannsókna á náttúruauðæfum, og til þess að koma á námskeiðurr. þar sem kennsla færi fram í stjórn- vizku, landbúnaði og iðnaði. Dæmi um hvað hinn sérstaki sjóður gæti stutt að, er Mekong- fljóts áætlunin. Fjögur . lönd, Cambodia, Laos, Thailand og Vietnam, þar sem samtals búa um 17 milljónir manna, munu hagnast verulega, ef hægt væri að nota vatnið úr Mekong-fljóti til áveitna, hafa stjórn á flóðinu og nota fljótið til siglinga og raf- magnsframleiðslu. Tæknisérfræð- ingar S. Þ. hafa þegar rannsakað málið og lagt til að gerð verði fimm ára framkvæmdaáætlun til að nýta og beizla Mekong-fljót. Umdæmisefnahagsnefndir Sam einuðu þjóðanna, sem starfa í Evrópu.Suður-Ameríku, Asíu og hinum fjarlægu Austurlöndum, hafa reynzt einkar vel og komið að miklu gagni við skipulagningu, samstillingu og þróun efnahags- málanna. Á þessu ári mun verða stofnuð ný efnahagsnefnd S. Þ. fyrir Afríku. Afríka verður æ þýðingarmeiri frá stjórnmálalegu og efnahagslegu sjónarmiði, eftir því sem sjálfstæðum ríkjum fjölg ar þar í álfu. kjarnorkunnar fyrir iðnaðinn og til að knýja skip, upphitun húsa, framfarir á sviði kjarnorkulækn- inga og notkun kjarnorku í land- búnaði, — allt eru þetta mál, sem rædd voru á kjarnorkuráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna var Alþjóða-kjarnorku skrifstofan (IAEA) stofnuð til þess „að auka og endurbæta fram lag kjarnorkunnar til íriðar, heilsu og velmegunar um víða veröld“. Vandamál varðandi áhrif geisla virkra efna vegna kjarnorku- sprenginga eða sökum friðsam- legrar nýtingar kjarnorkunnar — einkum þó sú geislaverxun, sem stafar frá úrgangsefnum frá kjarnorkuverum — hafa einnig verið ofarlega á baugi hjá Sam- einuðu þjóðunum síðustu tvö ár- in. AUsherjarþingið setti á lagg- irnar 15 manna nefnd til þess að kynna sér og útbreiða vísinda- lega þekkingu á hættulegu geisla útstreymi. Nefndarmenn eru frá öllum heimsálfum og bafa þeir samið skýrslu, sem lögð verð ur fyrir Allsherjarþingið, sem nú situr. Hér er um að ræða skýrslu sérfræðinga, sem tekið hafa sam- an, án pólitiskra sérskoðana, allt það, sem vísindin vita um þetta mál og varðar alla menn. Og Sameinuðu þjóðirnar láta sig fleira skipta en nýtingu kjarn orku í friðsamlegum ti’gangi. í afvopnunaráætlun S. Þ. er rætt um tilraunir með kjarnorku- sprengjur og hin skyldu vanda- mál um framleiðslu á kjarnorku- sprengjum og viðunandi eftirlit með slíkri framleiðsiu. Það er vonazt til, að ekki verði langt að biða þess, að fundin verði við- unandi aðferð til að hafa öruggt eftirlit með framleiðslu kjarn- orkuvopna. En í máli, sem hvorki hefir gengið né rekið í mörg ár, er varla við miklum hreyfingum að búast allt í einu. Fyrsta skref- ið í þessu efni gæti hins vegar leitt til stórstigra átaka og fram- fara. Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram viðleitni sinni til að finna varanlega lausn á afvopn- unarmálunum og eftirliti með kj arnorku vopnum. Það er greinilegt, að eftirlit með afvopnun er aðeins mögulegt tneð aðstoð Sameinuðu þjóðanna, þar sem afvopnun verður að hafa stoð í alþjóðasamtökunum, og þar sem svo til allar þjóðir heims þurfa að vera aðilar að. Öll hin margþætta starfsemi Sameinuðu þjóðanna til sameigin legra hagsbóta fyrír aðildarþjóð- irnar, „stórar og smáar“, er þáttur í alþjóðlegri viðleitni til að lifa saman í friði, sern góðum ná- grönnum sæmir. Með því að halda upp á dag Sameinuðu þjóðanna, endur- nýjum við traust vort og trú á réttmæti þessa takmarks og á stofnskrána, sem hina beztu leið til að ná því. Mannréttindi og skyldur ein- staklingsins Vera má, að af þeim málum, sem Sameinuðu þjóðirnar láta sig skipta, séu mannréttindamálin bezt til þess fallin, að einstakling- arnir geti þar látið til sín taka. Almenna mannréttindayfirlýsing in, sem samþykkt var á Alls- herjarþinginu fyrir tíu árum, er fyrirmynd, sem bæði einstakl- ingar og þjóðir eiga að fylgja. Eða eins og Dag Hammarskjöld aðalframkvæmdastjórí hefir orð- að það: „Réttindi okkur sem einstakl- inga byggjastá vilja okkar tiiþess að virða réttindi annarra. Þessi stefna í samskiptum þjóða á milli mun skapa grundvöll fyrir heims friðnum. Við þurfum að endur- skoða hugi okkar með tilliti til virðingar fyrir manninum, hvar sem hann er að finna, og hafa manndóm til þess að viðurkenna meðbræður vora, bæði einstakl- inga og þjóðir, með rétti þeirra til eigin hugsjóna og vona. sem eru þeim eins heilagar og okkar eigin hugsjónir og vonir eru okk- ur sjálfum. Það er einungis í þessum anda, að við getum losn- að við það öryggisleysi og þann ótta, sem myrkvar sjón vora og leggur hlekki á við’eitni vora til I að hlítg kalli þeirra tíma, er vér I lifum á.“ Haustmót Taflfé- lagsReykjavíkur HAUSTMÓT Taflfélags Reykja- víkur hófst í meistara- og fyrsta flokki í fyrrakvöld í Breiðfirðing^ búð. Ennfremur hélt keppnin áfram í öðrum flokki og unglinga flokki. Tafldagar verða mánu- dags- ’og miðvikudagskvöld I Breiðfirðingabúð, en ráðgert er að biðskákir verði tefldar í Gróf- inni 1. Nú sem fyrr er gert ráð fyrir harðri keppni um skákmeistara- titil félagsins. Má í því sambandi nefna að þátttakendur verða: Eggert Gilfer, Stefán Briem, Jón Pálsson, Ólafur Magnússon, Jón- as Þorvaldsson og Jón Guðmunds son, ásamt fleiri sterkum skák- mönnum. I þessu sambandi má geta þess, að nú eru 50 ár liðin frá því að Eggert Gilfer tók fyrst þátt í skákmóti innan Taflfélags Reykja víkur. Keppendur á því skák- móti voru meðal annarra: Lárus Fjeldsted sem varð efstur, og Ólafur Daníelsson síðar doktor í stærðfræði. Að síðustu vill stjórn Taflfé- lags Reykjavíkur hvetja skák- unnendur til að fjölmenna í Breiðfirðingabúð á taflkvöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.