Morgunblaðið - 24.10.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1958, Blaðsíða 1
'0 siður 45. árgangur. 243. tbl. — Föstudagur 24. október 1958 Prentsmiðja MorgunbTaðslns Upplýsingar Guðmundar #. Guðmundssonar: Ný raðstefna til a& setja almennar reglur um fiskveiðilögsögu verður ákveðin Tillaga Islands um aó allsherjar- þingið leysi málið fœr ekki undirtektir ALLSHERJARÞING Sam- einuðu þjóðanna mun ekki sjálft setja reglur um víð- áttu landhelgi og fiskveiði- lögsögu, eins og íslenzka ríkisstjórnin hefur lagt til, heldur verður ný ráðstefna um málið ákveðin. Þessar upplýsingar gaf Guðmundur í. Guðmunds- sön utanríkisráðherra í út- varpserindi, sem hann hélt í gær vegna dags Samein- uðu þjóðanna. Orðrétt sagði ráðherrann um þetta í er- indi sínu< Af umræðum í Allsherjar- þlnginu og af viðræðum við svo til allar sendinefndir á þing- inu er Ijóst, hver afgreiðslan verður. Hugmyndin um að. Alls- Sjang vægir ★ TAIPEI, 23. okt. NTB-Reu- ter. — Þjóðernissinnar hafa fall- izt á að kalla smám saman til Formósu 15—20.000 hermenn frá eyjunum á Formósusundi. Þeir eru einnig fúsir til að hætta við fyrirætlanir sínar um að vinna meginland Kína úr höndum kommúnista. Þetta er haft eftir góðum bandarískum heimildum í Taipei í kvöld. Þetta voru veiga mestu atriðin í viðræðum þeirra Sjang Kaí-Sheks og Dullesar. Viðræðunum lauk í morgun, en þær höfðu staðið 3 daga. í dag sendu þeir Sjang og Dulles út sameiginlega yfirlýsingu, og skömmu síðar hættu kommúnist- ar skothríðinni á Kvemoy. herjarþingið finni efnislega lausn á málinu fær ekki undir tektir, næstum allar þjóðir vilja nýja ráðstefnu og treysta henni betur en þinginu. Tvímælalaust er því, að það eitt gerist, að ný ráðstefna verður ákveðin. Spurningin er, hvenær hún verð- ur og hvar hún verður. Líkur benda til að ráðstefnunni verði flýtt og þá ekki hvað sízt vegna þess ástands, sem hér ríkir. Ef til vill verður hún haldin fyrri hluta næsta árs. Sá kafli ræðu Guðmundar í. Guðmundssonar, sem fjallaði um landhelgismálið fer hér á eftir: Ekkert af núverandi verkefn- um Sameinuðu þjóðanna snertir Frh. á bls. 19. Arftaki Larsens talaði undir rússnesku eftirliti KAUPMANNAHÖFN, 23. okt. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins. MARGIR bjuggust við því, að Aksel Larsen, sem nýlega var rekinn úr embætti formælenda kommúnistaflokksins í danska þinginu, mundi taka til máls sem almennur þingmaður í stjórn- málaumræðum þingsins í gær, en sæti hans var autt. Það er haft fyrir satt, að leið- togar kommúnistaflokksins hafi tilkynnt honum, að hann yrði rekinn úr flokknum og fengi ekki að sækja flokksþingið sem hefst 31. okt., ef hann tæki þátt í umræðum þingsins. Arftaki Larsens sem formæl- andi flokksins, Fuglsang, hélt jómfrúræðu sína í gær undir rússnesku eftirliti. Rússneskir sendiráðsmenn sátu á þingpöll- unum í stúku erlendra stjórnar- erindreka og hlustuðu á ræðuna af miklum áhuga. Miðstjórn Kommúnistaflokks- ins hefur samþykkt, að Aksel Larsen, sem verið hefur formað- u flokksins í 30 ár, megi aðeins tala einn stundarf jórðung á flokksþinginu eins og aðrir al- mennir fulltrúar. Fyrir þingið má Larsen ekki hafa tal af öðr- Grœnlendingar vilja öflugri strandgœzlu KAUPMANNAHÖFN, 23. okt. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins. — í umræðum danska þingsins í gær tók grænlenzki þingmað urinn Augo Lynge til máls og lagði ríka áherzlu á kröfur Grænlendinga um 12 mílna fisk- veiðilögsögu. Hann sagði, að Grænlendingar lifðu fyrst og fremst á sjávarafurðum. Eftir að Islendingar hefðu fært út fisk- veiðitakmörk sín mætti búast við stórum fiskiflotum á Græn- landsmið, en fiskimergðin þar væri engan veginn ótakmörkuð. Hann sagði, að nauðsynlegt væri að endurskipuleggja land- helgisgæzluna og fá ný, hrað- skreið varðskip. Margir erlendir togarar gerðu sér leik að því að rjúfa núgildandi þriggja mílnna landhelgi, en hins vegar þyrði enginn að rjúfa 12 mílna land- helgi Rússa. Svo væri að sjá sem réttur aflsins væri í fullu gildi. Grænlandsráðherrann Lind- berg kvað stjórnina mundu efla strandgæzluna við Grænland. — Hún styddi kröfur Grænlend- inga um 12 mílna fiskveiðilög- sögu, en biði eftir endanlegri niðurstöðu um fiskveiðilögsögu íslands og Færeyja. um flokksfélögum eða eiga blaðaviðtöl. Búizt er við, að aðeins einn þriðji hluti flokksþingsins muni styðja Larsen. Þá er einnig gert ráð fyrir, að samkvæmt óskum frá Moskvu verði horfið frá því að gera Jespersen að formanni flokksins. Boris Pasternak Boris Pasternak fékk Nóbels- verðlaunin 1958 Skáldsaga hans er bönnuð i Sovét- rikjunum S/ENSKA akademían veitti í gær rússneska skáldinu Boris Pasternak bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir árið 1958. Er hann fyrsti sovétborgarinn sem hlýtur þessa viðurkenningu. Pasternak hlaut alþjóðafrægð fyrir skáld- sögu sína „Zivago lækni“, sem hann skrifaði fyrir þremur ár- um. Hefur bókin verið þýdd á mörg tungumál, en útgáfa henn- ar var bönnuð í Sovétríkjunum á þeim forsendum, að „bók- menntagildi hennar væri ekki nægilega mikið“. Margir gagn- rýnendur hafa jafnað bókinni við stórverk Tolstojs, „Stríð og frið“. Morgunblaðið hefur fregnað, að Almenna bókafélagið hafi tryggt De Gaulle býður grið PARIS, 23. okt. NTB-Reuter. — De Gaulle forsætisráðherra Frakklands bauð í dag leiðtogum uppreisnarmanna í Alsír grið, ef þeir vildu koma til Parísar til að semja um vopnahlé í Alsír. Hann sagði jafnframt að stríðið í Alsír væri tilgangslaust og hét \ á uppreisnarmenn að hætta vopnaviðskiptum. Ummæli de Gaulles hafa vak- ið athygli í Túnis, Marokkó og London. í París er sagt, að tilboð hans til leiðtoga uppreisnar- manna sé djarfasta skrefið sem hann hefur stigið í Alsír-mál- inu. í Reutersskeyti frá Kaíró seg- ir, að stjórn uppreisnarmanna undir forsæti Fehrats Abbas hafi strax komið saman til að ræða boð de Gaulles. Fulltrúi Abbas í Túnis lét svo ummælt, að orð de Gaulles fælu f sér stírt skref fram á við og að þau væru mjög athyglisverð. í Lundúnum eru menn mjög ánægðir með tilboð de Gaulles til uppreisnarmanna og benda á, að nú hafi uppreisnarmenn gull- ið tækifæri til að ganga úr skugga um, hver sé hin raun- verulega stefna frönsku stjórn- arinnar til Alsír. sér útgáfurétt á „Zivago Iækni“ og ætli að gefa hana út á næsta ári. Um skeið var svo að sjá sem skáldsagan yrði gefin út í Sovét- ríkjunum, en kommúnistaflokk- urinn bannfærði hana, og reyndi þá Pasternak, að sögn, að fá endursent handritið, sem hann hafði sent ítölskum útgefanda. Útgefandinn var góður kommún- isti, en betri fésýslumaður, svo hann ákvað að gefa út bókina. Mesta skáldverk Sovétríkjanna Pasternak hefur verið eitt af mestu Ijóðskáldum Rússa undan- farin 40 ár. í tilvitnun sænsku akademíunnar er hann lofaður fyrir „hin miklu afrek hans í lýrískum nútímaljóðum og á vett vangi hinnar miklu rússnesku epísku bókmenntahefðar". í „Zivago lækni" er rakin saga 40 ára í Sovétríkjunum. Þar segir frá lækni úr miðstéttunum og fjölskyldu hans allt frá árum byltingarinnar fram á fimmta tug aldarinnar. Sagan er talin mesta skáldverk, sem komið hefur frá Sovétríkjunum í fjöldamörg ár. Fordæmir marxismann Pasternak er mjög gagnrýninn á sovétskipulagið í bók sinni. Á einum stað fordæmir Zivago læknir marxismann harðlega og kallar hann einn mesta glæp sovét þjóðfélagsins. En Anders Öster- ling, ritari sænsku akademíunn- ar sagði nýlega, að þetta snilld- arverk væri fyrir utan og ofan allar flokkslínur og í rauninni væri bókin andpólitísk mannlega viðhorfi sínu. í hinu Lýsing á reynslu einnar fjöl- skyldu Pasternak hefur sjálfur neitað, að bókin sé fordæming á sovét- þjóðfélaginu. Samkvæmt fregn- um frá Moskvu sagði hann, að bókin væri aðeins „lýsing á reynslu einnar fjölskyldu, ein hlið á lífinu“. Hann kvaðst harma það, að ýmis atriði bók- arinnar hefðu verið tekin úr samhengi og notuð sem einkunn fyrir bókina í heild. Ætlaði að verða tónlistarmaður Boris Pasternak, sem er 68 ára gamall, býr með konu sinni í Peredelkino, rithöfunda- nýlendu skammt frá Moskvu. Faðir hans, Leonid Pasternak, var þekktur listmálari, en móðir hans var píanóleikari. Upphaf- lega ætlaði Boris Pasternak að leggja út á tónlistarbrautina, en hóf í stað þess að skrifa árið 1912. í lok fyrri heimsstyrjaldarinn- ar var hann þegar viðurkenndur sem eitt fremsta Ijóðskáld Rússa, og árið 1922 vann hann sér al- þjóðarhylli með ljóðabók, sem Framh. á bls. 2 JttorgimÞÍitftib FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Skýrsla S. 1». um Ungverja- landsmálið verði gefin út á ís- íslenzku (þingfrétt). — 8: Æskan og framtíðin (Síða SUS) — 10: Forystugreinin: Sameinuðu þjóðirnar. — Morgan og frúrn- ar í götunni (Utan úr heimi). — 11: Dagur Sameinuðu þjóðanna. — 18: íslenzkur klerkur fer til Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.