Morgunblaðið - 24.10.1958, Blaðsíða 10
10
MORCUlSTtl 4 Ð 1 P
Föstudagur 24. okt. 1958
ITtg.: H.f. Arvakur. Reykjavtlc.
Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstiórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi ?.J045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
STARFS og markmiðs Sam-
einuðu þjóðanna er í dag
minnzt um allan heim.
Enda þótt aðeins séu liðin 13 ár
síðan þessi víðtækustu alþjóða-
samtök sögunnar voru sett á
laggirnar, er þó þegar orðið auð-
sætt, að heimurinn getur ekki án
þeirra verið. Þeim hefur að vísu
ekki tekizt að útrýma hættunni,
sem stafar af ógnum nýrrar
styrjaldar. Til þess þarf iengri
tíma en rúman áratug. Styrjöld-
um verður ekki útrýmt nema
með stórfelldri breytingu á mann
inum sjálfum og eðlj hans. Það
er ekki nóg að stofna alþjóðleg
samtök til þess að standa vörð
um frið og öryggi í heiminum,
forsenda varanlegs friðar er að
manninum takist að sigrast á
sjálfum sér, hneigð sinni til of-
beldis og yfirgangs. Alþjóðleg
samtök geta að vísu átt stóran
þátt í að ala mannkynið upp og
leiða það tfl þroska. Hinar Sam-
einuðu þjóðir og mörg önnur al-
þjóðleg samtök gegna einnig mik
ilvægu hlutverki á sviði uppeld-
ismála.
Raunar má segja, að Samein-
uðu þjóðirnar láti sér ekkert
mannlegt óviðkomandi. Þjóðirnar
taka mest eftir þeim þætti starf-
semi þeirrar, sem bundinn er við
Allsherjarþingið og Öryggisráðið.
Það er sá vettvangur sem forystu
menn heimsmálanna mætast á,
halda ræður sínar og marka
stefnuna frá ári til árs í hinum
þýðingarmestu stjórnmálum. En
á fjölmörgum öðrum stöðum
vinna stofnanir Sameinuðu þjóð-
anna merkilegt starf á sviði mann
úðar-, menningar- og efnahags-
mála. Af því starfi fara ekki eins
miklar sögur eða fréttir í blöð-
um. En við það eru engu að síður
tengdar miklar vonir um frið og
farsæld á jörðu.
Alþjóðleg lögregla
Eitt af stærstu framtíðarmálum
Sameinuðu þjóðanna er stofnun
alþjóðlegs löggæzluliðs, sem
fært sé um að fylgja fram álykt-
unum og ákvörðunum samtak-
anna, bera klæði á vopnin miili
stríðandi aðila og setja niður
deilur milli þjóða.
Sameinuðu þjóðirnar hafa þeg-
ar unnið merkilegt afrek í þess-
um efnum. Þær stöðvuðu ofbeldis
árás kommúnista á Suður-Kóreu
og komu í veg fyrir að vopnað
ofbeldi þeirra bæri þar sigur af
hólmi. Þær brugðust skörulega
við, þegar Bretar og Frakkar
hugðust mæta óbilgirni Nassex-s
Egyptalandsforseta með vopna-
valdi.
Hins vegar brast þær afl til
þess að koma ungversku þjóð-
inni til hjálpar, þegar Rússar
beittu hana hinum hróplegustu
fantatökum fyrir réttum tveimur
árum.
Tveir Norðurlandabúar í aðal-
ritarastarfi
Norðurlöndum er að því hinn
mesti sómi að tveir Norðurlanda-
búar, þeir Tryggvi Lie og Dag
Hammarskjöld eru tveir fyrstu
aðalritarar Sameinuðu þjóðarxna.
Val þeirra í þetta þýðingarmikla
starf sýnir það traust og álit, sem
Norðurlönd njóta í heiminum
Óhætt er að fullyrða að hug-
sjón Sameinuðu þjóðanna, trún-
aðurinn við frið og manrnéttindi,
eigi hvergi sterkari rætur en ein-
mitt meðal hinna norrænu þjóða.
Þessar þjóðir hafa einbeitt kröft-
um sínum að því að gera þegna
sína sem jafnasta í alit'i aðstöðu
þeirra í lífsbaráttunni. Og þeim
hefur orðið þar meira ágengt en
flestum öðrum þjóðum.
íslendingar, minnsta sjálf-
stæða þjóð heimsins, setja
traust sitt á Sameinuðu þjóð-
irnar og starf þeirra. Það er
ósk þeirra og von að þær megi
verða færari um það með
hverju árinru, sem líður að
tryggja rétt lítilmagnans,
standa vörð um réttlæti og
skapa frið og öryggi á jörðu.
SKILIÐ VIÐ ALLA ENDA LAUSÁ'
0LAFUR Björnsson alþing-
ismaður komst vissulega
réttilega að orði í ræðu
sinni um efnahagsmálxn í
fyrrakvöld, er hann sagði, að
vinstri stjórnin hefði með tillög-
um sínum á sl. vori, „skiíið víð
alla enda lausa“. Hann kvað eng
ar ráðstafanir hennar í efnanags-
málunum hafa hatt jákvæð áhrif
í jafnvægisátt. Auðsætt virtist
að siglt væri hraðbyri út í taum-
lausa verðbólgu.
Það sætir vissulega engri furðu
þótt ugg setji að almt-nningí þeg-
ar jafnmerkur og ágætur hag-
fræðingur og Ólafur Biörnsson
lítur þannig á ástandið. En sann-
leikurinn er sá, að það er ekki
hægt að komast hjá því að viður-
kenna sannleiksgildi þessara orða
hans. Hin stórfellda hækkun verð
lagsins, sem orðið hefur á síðustu
mánuðum, ásamt hinum mxkiu
kauphækkunum, sýnir greinilega
að í íslenzkum efnahagsmálum á
sér nú stað stjórnlaust kapphlaup
milli kaupgjalds og verðlags.
Stuðnirornr almennings.
Ólafur Bjorxisson ræddi einnig
I nokkuð ýmis atriði í sambandi við
nauðsynlegar viðreisnar-ráðstaf-
anir. Hann kvaðst ekki draga
! neina dul á það, að hvaða leið
sem farin yrði, hlyti nokkurra
fórna að verða krafizt af þjóðinni,
eins og ástandið væri nú orðið.
En hann varpaði fram þeirri
spurningu, hvort almenningur
fengist til þess að sætta sig við
þau óþægindi, sem nauðsynlegar
jafnvægisráðstafanir hefðu í för
með sér. Ráðstafanir í efnahags-
málum væru óframkvæmaniegar
nema þær nytu stuðnings almenn
ins, eða hann sætti sig að minnsta
kosti við þær. Þingmaðurinn
kvað brýna nauðsyn bera til þess
að segja þjóðinni sannleikarm um
ástand efnahagsmálanna og sýna
almenningi fram á, hverra kosta
væri völ. En það hefði núverandi
ríkisstjórn gersamlega vanrækt.
Sú vanræksla vinstrj stjórnar
innar er vissulega örlagarík.
Leiðtogar hennar gaspra sí-
fellt um, að þeir vilji hafa
góða „samvinnu við verkalýðs
samtökin". En í reyirdinni
hafa þeir tillögur þeirra að
engu.
UTAN UR HEIMI
f [/ / / •
orgcin ocj jrurncLr i gotunm
HVORT sem konur eru skapaðar
fyrir karlmenn eða karlmenn
fyrir konur — þá er Leslie Morg-
an þeirrar skoðunar, að Brigitta
Bardot, Jane Mansfield og Silv-
ana Mangano séu hans stúlkur
miklu fremur en konan hans.
Það segir konan hans a.m.k., því
að Morgan, sem á heima í
London fer á hverju kvöldi í bíó
til þess að horfa á þokkadísinar,
kemur síðan heim leiður og úr-
illur yfir því, að frú Morgan
skuli ekki jafnast á við þær.
Og á dögunum kom hann heim
síðla kvölds úr kvikmyndahús-
inu. Hann hafði þá séð Jayne
Mansfield. Hvað hún var dásam-
Frú Morgan
leg, eitthvað annað en þú, sagði
hann við onuha sína.
Frú Morgan sem er hinn snotr-
asti kvenmaður, enda ekki nema
27 ára, varð auðvitað æf, eins
og eðlilegt var. Þegar Morgan
fór að gera nákvæman saman-
burð á Jayne Mansfield og kon-
unn? sinni fannst hinni síðar-
nefndu nóg komið. „Er ég ekki
nógu góð fyrir þig?“ spurði hún.
Ekki vildi Morgan viðurkenna
það — og afleiðingin varð auð-
vitað sú, að hann slapp naumlega
óskaddaður út úr húsi sínu — og
varð að gista hjá nágrannanum.
Daginn eftir þrammaði Morg-
an á fund lögreglunnar og kærði
konuna sína, hann heimtaði skiln
að. í nágrenninu varð uppi fótur
og fit. Þessi dásamlegi maður,
hann Morgan ætlaði að skilja við
konuna, þau voru aðeins búin að
vera gift í 6 ár — og áttu tvö
börn. Þvílíkt og annað eins. Að-
eins af því að vesalingurinn hann
Morgan fór í bíó á kvöldin með-
an frúin sat yfir börnunum
heima. Ja, þetta kvenfólk, sögðu
karlmennirnir. Þvílíkar nöðrur
— þessi Bardot, Mansfield og
Mangano — sögðu frúrnar.
Og svo kom saklausi Morgan
og konan hans fyrir rétt. Jayne
Mansfield og þær hinar voru
ekki kallaðar fyrir, enda þurfti
þess ekki. Morgan ætlaði í bíó
um kvöldið.
Allir í réttarsalnum hrifust af
frú Morgan, allir nema eigin-
maðuiinn. Hann var með bíómið-
ann í vasanum. Frúin var glæsi-
leg og fögur, Lundúnablöðin töl-
uðu jafnvel um, að hún gæti orð-
ið kvikmyndastjarna. En þá
hefði Morgan sennilega hætt að
fara í bíó.
Og dómarinn hreifst líka af
Góð leiksýiiing
á Húsavik
HÚSAVÍK, 22. okt. — í gær-
kvöldi sýndi leikfélagið hér í
bænum sjónleikinn „Júpiter
hlær“, eftir Cronin. Húsið var
þéttskipað og var leik og leik-
endum mjög vel tekið, en Ragn-
heiður Steingrímsdóttir setti
leikinn á svið. Aðalleikendur eru
þeir Sigurður Hartmannsson,
Gunnhildur Guðjónsdóttir, Her-
dís Birgisdóttir, Steinunn Valdi-
marsdóttir, Páll Þór Kristinsson
og Njáll Bjarnason. Mesta at-
hygli einsaks leikara vakti Sig-
urður Hartmannsson, þótti leik-
ur hans frábær. — 1 réttaritari.
Eva Bartok giftist í 5 sínn
EVA Bartok lýsti því yfir í Lon-
don á dögunum, að hún ætlaði
að giftast í fimmta sinn. Loksins
hefði hún fundið manninn, sem
hún hefði þráð og beðið eftir allt
sitt líf. Þau hittust fyrst fyrir
10 dögum — og eru nú „leyni-
lega“ trúlofuð.
Og sveinninn er enginn annar
en Shiv prins, sonur hins ind-
verska Maharajah af Palitana.
Prinsinn er 27 ára en Eva ekki
nema 29 — og hún á eins árs
dóttur.
Það var opinbert leyndarmál,
að Eva hafði í sumar í hyggju að
giftast markgreifa einum, sem
gengið hefur með grasið í skón-
um á eftir henni um langt skeið.
Brúðkaupið var ákveðið í desem
ber.
„En prinsinn er maðurinn,
sem ég var alltaf að bíða eftir.
Hann er karlmaður í orðsins
fyllstu merkingu. Og trúið mcr,
það er ekki nafnbótin, ekki auð-
ævi hans, sem freista mín — að-
eins maðurinn sjálfur“, sagði
Eva.
Og, ef að líkum lætur fer brúð
kaupið fram á næstunni. Þetta
verður fimmta brúðkaup Evu
Bartok. Fyrst giftist hún 16 ára,
þá Ungverjanum Geza Kovacs.
| Næst kvikmyndaframleiðandan-
1 um Alex Paal, en þau skildu,
þegar Eva var tvítug. Þá kom
auglýsingastjórinn William
Wordsworth til sögunnar og sú
gifting var 1951. Og við fjórða
manninn skildi hún 1956. Sá var
Þjóðverji, Kurt Jurgens.
yndisþokka frúarinnar. Hann
las bölbænir yfir Morgan, sem
skalf eins og hrísla í vindi. Hann
fékk ekki skilnað, — þó að hann
ætti ekki skilið að eiga svona
fallega konu, eins og dómarinn
sagði. Nóttin í húsi nágrannans
var ekki næg sönnun fyrir því,
að kona hans hefði kastað honum
á dyr.
Enginn trúði heldur að þessi
fallega kona hefði hreyft hönd
við Morgan. Menn voru hissa á
því, að hún skyldi ekki freista
gæfunnar í kvikmyndaheimin-
um. Hún var þegar orðin keppi-
nautur stóru stjarnanna. Hún átti
umfram allt að halda áfram
sögðu blöðin, komast upp á tind-
inn — hví ekkj sjónvarp? Morg-
an auglýsti sjónvarpstækið sitt
daginn eftir.
—•—
Og, ef hún fer í kvikmyndirn-
ar? Þá mundi veslings Morgan
sennilega sitja heima öll kvöld
yfir börnunum, en eiginmennirn-
ir á götunni flykkjast í bíó. Því-
líkar nöðrur — þessi Bardot,
Mansfield og Morgan — mundu
frúrnar í götunni segja.
Bátarnir komnir
r
af Mandsmiðum
GAUTABORG. — Það hefir ver-
ið dauft yfir höfninni í Skárn-
hamn í sumar, en nú iðar þar
allt af lífi og fjöri þessa dagana.
Bátarnir eru komnir heim af ís-
landsmiðum eftir sumarlanga
útivist. í lestunum eru mörg
hundruð tunnur af saltaðri og
kryddaðri Íslandssíld. Skipstjór-
arnir eru ánægðir með aflann,
þrátt fyrir eitthvert veðrasam-
asta sumar í mörg ár með mikl-
um rigningum og þoku.
Hæstu bátarnir eru ,,Messina“
með 1370 tunnur og Regina“ með
1000 tunnur. Áöfnin á „Messina"
er sammála um að þeir hafi þurft
að leggja hart að sér og það má
sjá það á þeim, því þeir eru veð-
urbarðir með myndarleg víkinga
skegg.
Fyrir tunnuna eru gefnar 95
s.kr., þannig að þeir bátar sem
eru með um og yfir 1000
tunnur fá u.þ.b. 95000 krónur
fyrir aflann. Áhöfnin er 8—10
manns svo hásetahluturinn verð-
ur ekki svo slæmur þrátt fyrir
allt, þegar reiknað er með að
bátarnir hafa legið úti í fjóra til
fimm mánuði. — Fréttaritari.
Bartok og prinsinn — eftir 10 dae?.