Morgunblaðið - 24.10.1958, Blaðsíða 19
Föstudagur 24. okt. 1958
M O R C 11/V B L 4 ÐIÐ
19
— Ný ráðstefna
Framh. af bls. 1
íslendinga þó jáfnmikið og af-
greiðsla þess á réttarreglum á
hafinu, þar með stærð fiskveiði-
lögsögu.
Það mun hafa verið á fyrstu
þingum Sameinuðu þjóðanna að
sérstök alþjóða laganefnd var
skipuð. Verkefni nefndarinnar
var meðal annars að undirbúa
tillögur að alþjóðlegum reglum
á ýmsum sviðum og alþjóðleg-
um samningum um ýmis atriði.
Nefnd þessi lagði til við þing
Sameinuðu þjóðanna, að henni
yrði falið að rannsaka réttar-
reglur um úthafið. Hins vegar
var nefndin því mótfallin, að
henni yrði falið að gera heild-
arrannsókn á öllum þeim regl-
um, er gilda skyldu á hafinu,
þ. e. bæði í landhelgi og á úthaf-
inu, þar eð hún taldi, að það
væri algjörlega vonlaust verk
að semja reglur varðandi land-
helgina, þannig að nokkur nið-
urstaða fengist. Islenzka sendi-
nefndin á þingi Sameinuðu þjóð-
anna vildi ekki una þessu, er
málið var þar til meðferðar ár-
ið 1949. Bar sendinefndin því
fram tillögu um, að alþjóðalaga-
nefndinni yrði einnig falið að
fjalla um víðáttu landhelginnar.
Þessi tillaga mætti ákafri mót-
stöðu á þinginu og aðallega af
hálfu þeirra, sem töldu þriggja
mílna landhelgi hina einu réttu
að alþjóðalögum og því ekki
þörf frekari aðgerða. Eftir harða
viðureign fór þó svo, að íslenzka
tillagan var samþykkt. Síðar
reyndu formælendur þriggja
mílna landhelgi að fá þessu
breytt, en 'það tókst ekki. Það
er því fyrir frumkvæði íslend-
inga og baráttu þeirra, að Sam-
einuðu þjóðirnar og stofnanir
þeirra hófu tilraunir til að koma
á alþjóðlegum reglum um víð-
áttu landhelgi.
Alþjóðalaganefndin skilaði
heildarskýrslu sinni til þings
Sameinuðu þjóðanna 1956 án
þess að leggja fram tillögu um
víðáttu landhelginnar. Þingið
1956 setti engar reglur um víð-
áttu landhelginnar, en vísaði,
svo sem kunnugt er, heildar-
skýrslu nefndarinnar til sér-
stakrar ráðstefnu, sem haldin var
í Genf sl. vetur.
Genfarráðstefnan leysti mörg
merk og vandasöm viðfangsefni,
en gafst upp við að afgreiða
reglur um víðáttu landtlelgi og
fiskveiðilögsögu. Samþykkti ráð-
stefr.an að beina þeim tilmælum
til Allsherjarþings Sameinuðu
þjóðanna, að athuga á næsta
fundi (haustið 1958), hvort ekki
væri rétt að kveðja saman aðra
alþjóðaráðstefnu til að fjalla um
þau mál, sem ekki náðist sam-
komulag um í Genf, t. d. stærð
landhelgi og fiskveiðilögsögu. ís-
lenzka sendinefndin á Genfar-
ráðstefnunni greiddi ekki at-
kvæði um tillöguna, þar eð hún
taldi, að ef hún greiddi atkvæði
með henni, kynni að felast í því
skuldbinding um að ekkert yrðx
aðhafst varðandi útfærslu fisk-
veiðitakmarkanna við ísland að
svo stöddu. Ráðstefnunni I Genf
lauk því þannig, að engar al-
þjóðlegar reglur eru til um víð-
áttu landhelginnar eða fiskveiði-
lögsögu. Er þetta óumdeilt.
Fyrir þingi Sameinuðu þjóð-
anna nú liggur tillaga frá for-
stjóra þeirra um að kalla saman
nýja ráðstefnu til að mynda al-
mennar alþjóðlegar reglur um
víðáttu landhelgi og fiskveiði-
lögsögu.
íslenzka sendinefndin á Alls-
herjarþinginu hefur andmælt
hugmyndinni um nýja ráðstefnu.
Heldur nefndin því fram, að þing
Sameinuðu þjóðanna verði sjálft
að finna alþjóðlega lausn á mál-
inu, er tryggi sanngjörn rétt-
indi strandríkja og taki fullt
tillit til sérstöðu þeirra ríkja
er byggja afkomu sína að lang-
mestu leyti á fiskveiðum við
sterndurnar, eins og á íslandi.
Genfarráðstefnan og tillagan
um nýja ráðstefnu hefur verið
rædd í hinum almennu stjórn-
málaumræðum á Allsherjarþing
inu. Gerði ég þar grein fyrir af-
stöðu tslands. Málinu hefur nú
verið vísað til sjöttu nefndar,
sem tekur það fyrir í byrjun
næsta mánaðar og er talið, að
það verði afgreitt þaðan fyrir
lok nóvember.
Af umræðum í Allsherjarþing-
inu og af viðræðum við svo til
allar sendinefndir á þinginu er
ljóst, hver afgreiðslan verður.
Hugmyndin um að Allsherjar-
þingið finni efnislega lausn á
málinu fær ekki undirtektir,
næstum allar þjóðir vilja nýja
ráðstefnu og treysta henni bet-
ur en þinginu. Tvímælalaust er
því, að það eitt gerist, að ný
ráðstefna verður ákveðin. Spurn-
ingin er, hvenær hún verður og
hvar hún verður. Líkur benda
til að ráðstefnunni verði flýtt
og þá ekki hvað sízt vegna þess
ástands, sem hér ríkir. Ef til vill
verður hún haldin fyrri hluta
næsta árs.
Tækifærið hefur verið notað
til að kynna málstað Islands á
Allsherjarþinginu. Auk þess sem
ég flutti um það ræðu, hefur
verið rætt við næstum allar
sendinefndir á þinginu um nauð-
syn íslands á útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar, og tvö af þremur
ritum, sem utanríkisráðuneytið
hefur gefið út um landhelgismál-
ið seinustu mánuðina, eru í hönd
um allra fulltrúa þjóðanna á
þinginu.
Tækifærið var einnig notað til
að ákæra Breta í ræðu fyrir yfir-
gang þeirra við íslendinga. Form
leg kæra var hins vegar ekki
lögð fram, þar eð slíkt hefði
leitt til þess að landhelgismál
íslands hefði þá verið tekið fyrir
eitt sér og hafnað í Öryggis-
ráðinu, þar sem Bretar eiga sæti
og hafa neitunarvald.
Ég skal engu spá um, hvað
fram kemur á væntanlegri ráð-
stefnu. Hitt veit ég, að mál-
staður íslands mætir almennri
viðurkenningu, framferði Breta
við ísland er fordæmt og eng-
inn lætur sér til hugar koma
að hægt sé til frambúðar að
stunda fiskveiðar með árangri
undir herskipavernd. Kröfu ís-
lands að ofbeldi í viðskiptum
þjóða verði að hætta, var fagn-
að. Enginn efast um að íslend-w
ingar standi saman og víki
hvergi frá þeirri ákvörðun sinni
að fiskveiðilögsagan verði ekki
minni en 12 mílur frá grunnlín-
um, og öllum má ljóst vera, að
landhelgismálið verður ekki
leyst með vopnavaldi.
Eins og ég gat um áffan, þá voru
þaff íslendingar, sem fyrstir allra
kröfffust þess, aff Sam. þjóff-
irnar og stofnanir þess semdu
alþjóðlegar reglur um landhelg-
ina. Þrátt fyrir harffa andstöffu
fengu þeir því framgengt, og
íslendingar hafa aldrei hvikaff
frá þeirri stefnu sinni, aff al-
þjófflegar reglur yrffu settar á
vegum Sameinuffu þjóffanna.
Þeir hefffu kosiff aff Allsherjar-
þingið sjálft afgreiddi nú málið,
en sé þess ekki kostur munu þeir
fylgja málinu eftir á væntan-
legri ráffstefnu og í engu hvika
frá kröfum sínum og ákvörffun-
um.
Sem vopnlaus smáþjóff byggj-
um viff tilveru okkar á iögum
og rétíi, en fordæmum vopna
vald og ofbeldi.
18 brezkir land-
helgisbr jótar í gær
í GÆRKVÖLDI voru 18 brezkir
togarar að veiðum innan fisk-
veiðitakmarkanna hér við land.
Út af Vestfjörðum hafa her-
skipin nú aðeins eitt verndar-
svæði í stað þriggja áður. Frei-
gátan Palliser gætti 5 togara í
landhelgi út af Dýrafirði, en einn
var að veiðum utan 12 mílna
markanna. Auk þess voru 7 brezk
ir togarar að veiðum utan fisk-
veiðimarkanna út af Patreks-
firði.
Á verndarsvæði brezku her-
skipanna út af Langanesi voru í
gær 13 togarar að veiðum innan
12 mílna markanna. Þeirra
gættu freigáturnar Blackwood og
Hardy og einnig var birgðaskip
herskipanna á þessum slóðum.
Hardy hvarf til hafs laust eftir
hádegið.
-v-
Lokað í dag
rvk kl. 12—4 vegna jarðarfarar
Stimplagerðin, Hverfisgötu 50.
Skriftvélar, Hverfisgötu 50.
Myndamót hf., Hverfisgötu 50.
Lokað
í dag frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar
Glóbus hf.
Hverfisgötu 50.
Lokað
í dag frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar
Rolf Jóhansen
Hverfisgötu 50
Lokað eftir hádegi
í dag vegna jarðarfarar.
Endira-skoðunarskrifstofa
Ólafs Péturssonar og
Kristjáns Friðsteinssonar.
Gamanleikur i Þjóðleikhúsinu
Gamanleikurinn „Sá hlær bezt.....“ eftir Tauchmann og Kauf-
mann var frumsýndur í Þjóffleikhúsinu í gærkv. Það er fyrsti
gamanleikurinn, sem Þjóffleikhúsiff sýnir á þessu leikári. —■
í.eikstjóri er .Ævar Kvaran en með affalhlutverk fara Emilía
Jónasdóttir, Haraldur Björnsson, Indriði Waage, Lárus Páls-
son, ftóbert Arnfinnsson og Valdimar Helgason. — Myndin er
tekin á æfingu leiksins.
Innilegt þakklæti fyrir vinsemd og virðingu á fimm-
tugsafmæli mínu.
Sigurjón Ólafsson,
. myndhöggvari.
Hugheilar þakkir til allra vina og vandamanna fyrir
rausnarlegar gjafir, blóm, skeyti og heimsóknir á 50 ára
afmæli mínu.
Heilsa og hamingja fylgi ykkur öllum.
Martha Oddsdóttir,
Kaplaskjólsveg 50.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
GUÐMUNDUR JÓNSSON
andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík þriðjud. 21. þ.m. Jarð-
arförin er ákveðin mánudaginn 27. þ.m. og hefst með
húskveðju frá heimiii mínu Hringbraut 76, Keflavík kl.
14. — Jarðar verður að Kálfatjarnarkirkju.
Fyrir hönd okkar aðstandenda.
Matthías Guðmundsson.
Maðurinn minn
ÞÓRARINN ÓLASON
Hoffelli, Vestmannaeyjum, lézt að heimili sínu 19. okt.
Jónína Sigurðardóttir.
Móðir okkar
INGIBJÖRG ÞORLAKSDÓTTIR
lézt í Eliiheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikud.
22. október.
Elínborg Jónsdóttir, iljarni Jónsson,
Þuríður Jónsdóttir.
Útför mannsins míns
SVEINMARS JÓNSSONAR
fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 25. þ.m. kl.
10,30 árdegis. Athöfninni verður útvarpað.
Hólmfríður Þóroddsdóttir.
Útför konu minnar og móður okkar
KAMILLU JÓNSDÓTTUR
Sólvallagötu 14, Keflavík, hefst með bæn frá heimili
hennar laugard. 25. þ.m. kl. 2 síðdegis.
Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hennar, er
vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Kristinn Jónsson og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför föður okkar .tengdaföður, afa og langafa
ÓLAFS H. MAGNÚSSONAR
Ægisgötu 10.
Börn, tengdabörn og barnabörn.