Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. okt. 1938 M O R G V /V B L 4 Ð I Ð 3 Zivago læknir RÚSSNESKA skáldið Boris Past- | ernak, sem hlaut bókmenntaverð-1 laun Nóbels í ár, er umdeildasti höfundur Sovétríkjanna. Mennta málaráðherra Rússa lýsti því yf- ir á dögunum, að allir sovézkir borgarar viðurkenndu að Paster- nak væri ósvikið ljóðskáld og ó- viðjafnanlegur þýðandi. Hins vegar hafa rússnesku rithöfunda samtökin fordæmt skáldsögu hans, „Zivago lækni“, og eru horf ur á að hún verði ekki gefin út í Sovétríkjunum. Um ljóðlist Pasternaks hefur margt verið ritað. Upp úr fyrri heimsstyrjöld var hann eitt af fremstu ljóðskáldum Rússa, en þótti oft torræður, enda, braut hann nýja vegi í ljóðagerð, lærði margt af fútúristum og symból- istum í Vestur-Evrópu, en fann jafnframt sinn eigin tón. Enda þótt stjórn rússneska rithöfunda- sambandsins hafi lýst því yfir, að skáldskapur Pasternaks væri „hugmyndasnauður og framandi lífi fólksins", þá vill svo einkenni lega- til, að hvenær sem hann kemur fram opinberlega fyllast stærstu samkomusalir. Segja má að Pasternak hafi verið óvenjulega þolgóður og líf- seigur, þegar tekið er tillit til þeirra þrenginga sem hann hef- ur orðið að þola af valdhöfum Sovétríkjanna. Tveir mestu skáldbræður hans, Majakovskí og Ezenín, sviptu sig lífi fyrir 1930 vegna þess að þeir þoldu ekki hina andlegu áþján í heima- landi sínu. Pasternak hefur hins vegar lifað allár raunir og fundið sér athvarf í þýðingum á mörgum helztu verkum heimsbókmennt- anna. Ferill skáldsögu hans, „Zivag- os læknis" er furðulegur. Árið 1954 birtust kaflar úr sögunni í bókmenntatímaritinu Znamya, og var þá búizt við að hún yrði birt innan skamms. Hann lauk við söguna árið eftir og sendi ítalska útgefandanum Feltrinelli eintak af handritinu. En það dróst á langinn, að bókin kæmi út í Sovétríkjunum, og í fyrra- vor fékk Feltrinelli boð um að skila handritinu, þar sem höf- undurinn þyrfti að gera á því ýmsar breytingar. Þegar útgef- andinn þverskallaðist var Sur- kov, forseti rússnesku rithöf- undasamtakanna, sendur til Italíu til að telja Feltrinelli flokksbróð- ur sinn á að skila handritinu. Það bar ekki árangur, og sagan var gefin út í ítalskri þýðingu. Síðan kom hún út í mörgum lönd um Vestur-Evrópu, m.a. Dan- mörku, Englandi og Bandaríkjun um. Hennar er von á íslenzku hjá Almenna bókafélaginu á næsta ári. „Zivago læknir" er umfangs- mikil skáldsaga í svipuðum stíl og rússnesku stórverkin á síð- ustu öld. Einkum er henni jafn- að við „Stríð og frið“ eftir Tol- stoj, sem ekki hefur fengizt gefin út í Sovétríkjunum nema í stytt- um útgáfum. „Zivago læknir" er saga heillar fjölskyldu á ár- unum 1903—1929 með eftirmála sem nær fram yfir síðari heims- styrjöld. Hún hefst á táknrænni greftrun móður læknisins og henni lýkur á greftrun Zivagos sjálfs. Bókin er saga margþættr- ar mannlegrar reynslu, þar sem lífið í öllum sínum blæbrigðum er dregið upp í snilldarlegum iýsingum. „Skáldsaga mín er ekki pólitískt áróðursrit. Hún er að- eins saga manns og fjölskyldu hans, sem átti þau örlög áð lifa á umbrotatímum okkar“, sagði Pasternak á sínum tíma. Þetta er rétt, en hitt er jafnsatt, að ’æknirinn og fjölskylda hans lifa tíma og rúmi, þau lifa í Rúss- landi um og eftir byltinguna og örlög þeirra eru ákveðin af hinu nýja valdi, sem ríkir í landinu. Allar lýsingar á þessu skeiði hljóta að hafa pólitíska undir- tóna, og kjarni sögunnar er ein- mitt lýsingin á því, hvernig hin- ar ytri kringumstæður eitra og eyðileggja líf einstaklingsins, hvernig grimmdin og kúg- unin búa um sig í mannlegu þjóð- félagi og uppræta hið mennskasta í manneskjunni, einstaklingseðl- ið, samvizkuna, mannúðina. Bók in leiðir okkur fyrir sjónir, hvern ig ógnir, hræðsla, tilbeiðsla valds ins og trúin á huglægar hugsjón- ir afskræma manninn. Zivago er minnisstæð persóna einmitt af því hann er svo mennskur. Hann er að komast til þroska á árum rússnesku bylt- inganna í byrjun aldarinnar. Þetta er sá tími þegar æskumenn eru gagnteknir af hugsjónum: þeir eru stjórnleysingjar, upp- reisnarmenn, bolsévikar. En Zivago er fyrst og fremst mann- legur og reynir að varðveita kjarna sinn á hverju sem veltur. í vissum skilningi er Zviago illa hæfur til lífsins, en það er kannski þess vegna sem hann lif- ir hörmungarnar. Hann er alger andstæða hins eldlega hugsjóna- manns Antipovs, sem kastar sér út í iðustraum lífsins og trúir því statt og stöðugt að hann geti umskapað heiminn, en ræður sér bana þegar hann sér að draumur hans er svikinn. Zivago er líka ólíkur föður sínum, sem er tákn hins horfna Rússlands. Zivago tilbiður hvorki fortíðina né þau öfl sem eru að verki í samtímanum í nafni framtíðar- innar. Lífsviðhorf hans er ein- faldlega: „Fólk verður að laðast að því góða vegna góðleika síns“. Zivago er í víðasta skilningi saklaus, og þess vegna mun hann lifa allar ógnarstjórnir. f bókar- lok segir ein hinna þriggja kvenna sem elskuðu Zivago, þeg- ar hún kveður hann: „Gáta lífs- ins, gáta dauðans, töfrar snilld- arinnar, töfrar hinnar einföldu fegurðar — já, já, þetta áttum við. En hlutir eins og umsköpun hnattarins, þeir hlutir, nei takk fyrir, þeir eru ekki handa okk- ur“. Skáldsaga Pasternaks er lof- söngur til lífs, sem er umkringt af dauðanum, til sakleysis sem er umkringt spillingu. Málið á bókinni er ljóðrænt, og langir kaflar hennar eru í bundnu máli: það eru síðustu ljóð Pasternaks. Bókin er fyrst og fremst mikið listaverk, en hún geymir líka alvarlegar ákærur á hendur þeim mönnum sem lagt hafa fjötra á viðleitni einstaklingsins til að lifa sínu eigin lífi. Zivago, sem er bæði læknir og ljóðskáld, ber fram þessa þung- orðu ákæru á hendur rússneska kommúnismanum: „Ég held að þjóðnýtingin hafi verið bæði röng og misheppnuð, og af því ekki mátti viðurkenna það, var nauðsynlegt að taka í notkun allar tiltækar ógnarað- ferðir til að fá fólkið til að gleyma, hvernig það ætti að hugsa og dæma sjálfstætt, þvinga það til að sjá það sem ekki var til, og til að verja hið gagnstæða við það sem allir sáu með eigin augum. Af þessu stafaði hin dæmalausa grimmd Jesov-ógn- anna (Jesov var fyrirrennari Bería) og yfirlýsingin um stjórn- arskrá, sem aldrei var ætlunin að fara eftir, og kosningarnar sem ekki voru byggðar á grundvall- arreglu frjálsra atkvæða. Og þegar stríðið brauzt út, voru hinar raunverulegu ógnir þess, hinar raunverulegu hættur og hinar raunverulegu ógnanir við líf okkar blessun í saman- burði við styrkleika hinnar ó- mennsku lygi“. Á öðrum stað segir Zivago: „Byltingin er verk ofstækis- manna, einstrengingslegra og þröngsýnna". Lára, önnur aðalsögupersónan, segir að með byltingunni hafi falsið flætt yfir Rússland. Hún segir ennfremur, að hin mikla ógæfa og undirrót allra meina hafi verið útrýming trúarinnar á persónulega dómgreind manna. Fólk gerði sér í hugarlund, að það væri komið úr tizku að treysta og fara eftir sínum eig- in siðgæðishugmyndum, að allir yrðu að syngja með sama nefí og fara eftir skoðunum náung- ans, skoðunum, sem var troðið í fólk með góðu eða illu. Zivago hlær að þeirri yfir- lýsingu sovétleiðtoganna, að marxisminn sé vísindagrein: „Visindin hafa meira jafn- vægi. Ég veit ekki hvort nokk- ur kenning er í jafnríkum mæli sjálfri sér nóg og fjarlæg veru- leikanum og marxisminn. Fólk er venjulega áfjáð í að reyna Boris Pasternak á yngri ánim. Kristilegt æskulýðsstarf Ræða Sigurðar Gum við umræðu'r Herra forseti! ÉG GET með engu móti stillt mig um að standa hér upp og mæla hið bezta með áskorun þeirri, sem biskup hefur nú flutt og mælt fyrir. Ég tel hér mjög hóflega að farið með fjárkröfu til svo mikilvægrar uppeldis- starfsemi, en mun þó ekki flytja hækkunartillögu, þar sem ég tel varlegra og skynsamlegra að spenna ekki bogann of hátt, af því að hér er um nýja fjárbeiðni að ræða. Það verður væntanlega auðveldara að sækja á síðar. Það er alls engum vafa bund- ið, að hér er um mjög brýna og aðkallandi nauðsyn að ræða: að kirkjan hafi jafnan nokkurt fé, sem hún geti varið til eflingar kristni- og kirkjulífi í landinu, Og þetta þrennt, sem nefnt er í greinargerðinni: 1) að æskilegt sé, að kirkjan geti sent menn, einn eða fleiri, til fyrirlestrahalds um andleg mál, bæði í skóla landsins og til safnað- anna, 2) að nauðsyn beri til, að út- gáfustarfsemi kirkjunnar sé aukin, m. a. með því að gefa út leiðbeiningar til presta um sunnudagaskólahald og æskulýðsstarfsemi, og ýmis nauðsynleg gögn við þá starfsemi, og 3) að senda erindreka til þess að aðstoða presta í því að koma slíku starfi á fót, er allt knýjandi nauðsyn, auk margs annars, ef kirkjan ætlar að ná til hjartna æskunnar — og fylgjast með straumi tímans. Ég sagði: fylgjast með straumi tímans. Allt er breytingum háð í heimi vorum, og aldrei fyrr í sögu mannanna hafa slík straum- köst verið í lífi þeirra og nú á hinum síðustu árum. Um það sr öllum háttvirtum kirkjuþings- mönnum svo vel kunnugt, að ég þarf ekki að eyða dýrmætum tíma í það hér, að færa að því nein sérstök rök. — En einmitt vegna hinna miklu og sívaxandi straumkasta í lífi manna, — vegna hins mikla og ægilega blekkingamoldviðris, — svo að kenningar sínar á veruleikanum, að læra af reynslunni, en þeir sem með völdin fara eru svo áfjáðir í að staðfestu goðsögn- ina um sinn eigin óskeikulleik, að þeir snúa bakinu við sann- leikanum hvenær sem þeir geta.“ Bókin er full af umræðum eins og rússneskum skáldsögum er eiginlegt. Þar tala allir fullum hálsi og eru óhræddir við að láta í ljós skoðanir sínar. Þetta háværa tal skáldsögunnar hefur verið þaggað í bili, en „Zivago læknir“ vekur manni grun um, að hin mikla þögn sé þrátt fyrir allt bara stundarfyrirbæri, kommúnisminn geti ekki enda- laust haldið þessari lífsglöðu og leitandi þjóð í þagnargreipum. „Zivago læknir" er áhrifa- mikið sóknarskjal gegn allri kúgun og ómannúð heimsins; bókin áréttar þann aldagamla sannleik, sem alltaf verður að segja á ný í hverri kynslóð, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman, að mannkynssagan á sér miklu dýpri rök en „hina sögulegu nauðsyn" eins kenn- ingakerfis. Það er kannski af þessum sökum sem rússneskir valdhafar banna útgáfu þessarar skáldsögu, þótt þeir geti alls ekki neitað því, að Boris Paster- nak er mesta skáld Rússa á þess- ari öld. s-a-m. KAÍRÓ, 25. október. — Krúsjeff mun koma í opinbera heimsókn til Egyptalands einhvern tíma á næstunni, þó sennilega ekki fyrr en eftir áramót. íarssonar skólastjóra á Kirkjuþingi ég tali ekki lengur á neinu lík- ingamáli, — sem nú er, af ýms- um aðilum, markvisst þyrlað upp og hefur neikvæð og oft óbætan- leg áhrif á unga fólkið, — æsku þjóðarinnar, — þá verður kirkj- an að vera vel á verði, það er heilög skylda hennar. Og að mín- um dómi er enginn uppeldisaðili, nema traust og góð heimili, sem líklegri er til hinna beztu og æskilegustu áhrifa. Sem dæmi um hinn mikla og blygðunarlausa blekkingaáróður, sem rekinn er, vil ég aðeins nefna þrennt: Ósvífni þá, sem beitt er af áróðursmönnum áfengis og tóbaks, kvikmynda og hvers konar glæpa- og sorprita. Við vitum allir, að fjöldi lítt mót- aðra æskumanna og meyja bítur í þetta agn blekkinganna og bíð- ur þess oft aldrei bætur allt sitt líf. Um það eru fjölmörg dæmi, alltof, alltof mörg. Vegna þess, sem ég hef nú að- eins drepið á, held ég að segja megi með sanni, að erfiðara sé að vera ungur í dag en nokkru sinni fyrr. En þar sem æskan er framtíð og fjöregg hverrar þjóð- ar, skiptir í raun og veru meira máli en allt annað að verja hana og vernda gegn hvers konar nei- kvæðum áhrifum, og leggja hið mesta kapp á að innræta henni þau lífssannindi, sem gætu orðið henni tíl varanlegrar blessunar í lífi og starfi. Og þar er einmitt kirkjan sá aðilinn, sem líklegast- ur er, eins og nú horfir, að hafa hin æskilegustu og varanlegustu uppeldisáhrif. Ég fagna því innilega, að þjóðkirkjan skuli nú vera að hefja stóraukið eg markvisst æskulýðsstarf, og að nú skuli ákveðið miðað að því, að senda ágæta erindreka út í sóknir lands ins, til að stuðla að því að slíku starfi verði sem víðast komið af stað, — og þá væntanlega til að glæða jafnframt á ýmsan annan hátt hið þróttlitla safnaðarstarf okkar. Herra biskupinn veit, að ég hef einmitt alllengi haft í huga erindrekaleiðina, — að kirkjan hefði tvo erindreka, sem hún sendi út til safnaðanna, til þess að vinna markvisst, með sóknarpresti og safnaðarnefnd, að stórauknu starfi safnaðanna á ýmsum sviðum. Ég hef leitt að því rök á öðrum stað, að þetta er hægt, ef öruggt og markvisst er að unnið. — Og hvað er í raun og veru mikilvægara en að vinna að auknu kristilegu starfi meðal þjóðarinnar, bæði meðal hinna yngri og eldri? Öllum háttvirtum kirkjuþings- mönnum er kunnugt, að mörg fé- lagasambönd í þessu landi hafa fyrir löngu ráðið til sín sérstaka erindreka, til þess að ferðast milli hinna dreifðu deilda og flytja þannig til þeirra ýmsar nýjungar, og örva og hvetja til nýrra átaka. Við, sem búum úti á landi, víða í fámenni, vitum, hvaða gildi þetta hefur. Kirkjan má hér með engu móti heltast aftur úr. Hún verður að fylgjust með straumi tímans, eins og ég sagði fyrr, ekki staðna í gömlum formum. Hún verður að taka upp nýjar aðferðir, í sam- ræmi við breytta tíma, tiláróðurs fyrir þann málstað, sem við vit- um, að er mikilvægari en allt annað. Ég hef með mikilli gleði fylgzt með því, að síðustu missiri hefur hér á orðið mikil breyting til bóta, og á ég þá fyrst og fremst við hið stóraukna og athyglis- verða æskulýðsstarf þjóðkirkj- unnar. En það þarf að herða róð- urinn enn að miklum mun, og á fleiri sviðum. Og þar sem þessi tillaga miðar markvisst að því, og kemur á margan hátt heim við það, sem ég hef um þessi mál hugsað, gat ég ekki stillt mig um að segja þessi fáu orð og mæla hið bezta með henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.