Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 17
Sunnudagur 26. okt. 1958 MORCVTSBLAÐlt 17 Jóhanna Sigtíður Snjólisdóttir minningarorð F. 21. júní 1868. D. 16. okt. 1958. UM Jónsmessuleytið fyrir níutíu árum fæddist, á Horni í Nesja- hreppi, stúlka, sem hlaut nafnið Jóhanna Sigríður. Þá voru sum- arsólstöður, og nóttin björt, eins og dagurinn. 1 gær var Jóhanna Sigríður borin til hvíldar í Bjarnanes- kirkjugarði. Þá var fyrsti vetrar- dagur, og nóttin myrk og þung- búin. Meðalfelli skilað drjúgu dags- verki. Enda sagði þá ellin orðið til sín. Eitt dásamlegasta kvæðið, ort á íslenzka tungu, er „Ekkjan við ána“, eftir Guðmund Friðjóns- son. Sú ekkja bjó á árbakka í Þingeyjarþingi. I kvæðinu er rakin baráttu- og hetjusaga ís- lenzku alþýðukonunnar, sem vinnur skyldustörfin, kyrrlát og fórnfús. Höndin kreppist á prjón um og hrífuskafti. Og móður- brjóstin þorrin, sogin af mörg- um munnum. Jóhanna Sigríður Snjólfsdóttir var líka ekkja við ána — ekkja við Laxá í öðrum landsfjórð- ungi. Og sama líkingin er niður- lagið á ævisögunni: í vefstól var vefur sleginn. Gamall og slitinn er hann svipt- ur voðinni. Sprek hrekkur i tvennt, án héraðsbrests. Hlutverkinu er lokið. Þá er gott að fá að leggja út á djúpið mikla. Og þó að ýtt sé úr vör kring- um haustjafndægrin, þegar nótt gerist myrk og þungbúin, er siglt móti sumarsólstöðum, þangað, sem nóttin er björt, eins og dag- urinn. Hún Jóhanna á Meðalfelli þarf ekki að kvíða landtökunni hand- an við hafið. Sigurjón Jónsson. Vegferðinni var lokið. Jóhanna var dóttir hjónanna Hólmfríðar Ófeigsdóttur og Snjólfs Sigurðssonar. Fiuttist hún með foreldrum sínum úr Hornafirðinum austur að Karls- stöðum á Berufjarðarströnd og ólst þar upp. Rúmlega tvítug giftist hún Einari Þorleifssyni frá Horni. Kom hún þá suður í fæðingarsveit sína. Hófu þau hjónin búskap í Stórulág. Fáum árum seinna flytja þau að Holt- um á Mýrum og búa þar fram undir aldamót. Þá losnaði Meðal- fell í Nesjum úr ábúð. Jóhanna og Einar færa sig aftur austur fyrir Hornafjarðarfljótin og setj- ast að uppi undir fellinu f-agra við Laxána. Jóhanna og Einar eignuðust þrettán börn. Tvö þeirra dóu kornung, ein dóttir varð þrettán ára, tíu komust á þroskaaldur. Eru sjö þeirra á lífi: tvær dætur og fimm synir. Einar Þorleifsson andaðist árið 1918. Voru þá tveir yngstu dreng- irnir átta og tíu ára. Ekkjan bjó áfram með börnum sínum. Og tíminn rann fram, eins og vatnið í Laxá, sem á farveg við túnfót- inn á Meðalfelli. Börnin dreifðust í ýmsar átt- ir, stofnuðu heimili, eignuðust börn og barnabörn. Hafa þau Meðalfellshjónin, Jóhanna og Einar, orðið býsna kynsæl, þvi að tala afkomenda þeirra — nú á lífi — mun fylla níu tugi. Einn af sonum Jóhönnu bjó með henni áfram á Meðalfelli. Það er Þórólfur. Jóhanna hugs- aði um arininn, hýr í bragði, minnug á liðna tíð og fróð um skaftfellskar ættir. Og þegar Þórólfur kvongaðist og ung hús- móðir tók við störfum á heimil- inu, hafði gamla húsfreyjan á Þórarinn Olason — minning F. 1. marz 1893 — D. 19. okt. 1958. HANN var fæddur í Kílakoti í Kelduhverfi, sonur hjónanna Hólmfríðar Þórarinsdóttur frá Grásíðu og Óla J. Kristjánsson- ar frá Víkingavatni. Móðurfað- ir hans, Þórarinn á Grásíðu, var albróðir Sveins amtsskrifara Þórarinssonar, föður séra Jóns Sveinssonar (Nonna), en móðir þeirra Þórarins og Sveins var Björg skáldkona Sveinsdóttir frá Hallbjarnarstöðum á Tjör- nesi. Systir Bjargar var Guðný í Krossdal, móðir Kristjáns Fjallaskálds. — Óli faðir Þórar- ins var sonur Kristjáns Árna- sonar umboðsmanns í Árnanesi, Þórðarsonar á Kjarna í Eyafirði, og er sú ætt alkunn. Þórarinn var þriðja barn for- eldra sinna, en alls voru þau systkinin sex og eru fimm þeirra á lífi: Árni blaðamaður í Reykja- vík, Kristjana skrifari í Vest- manneyum, Kristján verslunar- maður á Húsavík, Guðbjörg i kaupmannsekkja á Húsavík og ' Sigurður forstjóri í Vestmann- eyum. Þórarinn ólst upp í Keldu- hverfi, en er hann hafði þroska til, réðist hann til smíðanáms á Húsavík. Var honum smiðsnátt- úran í blóð borin, því að bæði faðir hans og föðurfaðir höfðu verið þjóðhagasm-iðir bæði á tré og járn. Varð Þórarinn og lista- smiður, vandvirkur og smekk- vís. Þessa iðn gat hann þó ekki stundað nema stuttan hluta ævi sinnar, vegna þess að hann fatl- aðist í hendi og mátti ekki leggja á sig neina erfiðisvinnu. Var hann þá kominn til Vestmanneya og stundaði upp frá því önnur störf er ekki kröfðust líkamlegr- ar áreynslu. Var hann hin sein- ustu árin hjá Sjúkrasamlagi Vestmanneya. í Vestmanneyum kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Jónínu Sigurðardóttur, hinni mætustu konu. Bjuggu þau síð- an í farsælu hjónabandi á Hof- felli í Vestmanneyum. Einn son eignuðust þau, Óla, sem nú er verslunarmaður í Eyum. Þegar í æsku tók að bera á þeim eiginleikum, sem einkenndu Þórarin alla ævi, en það var ljúflyndi, samvizkusemi og ein- dreginn vilji til þess að gera ekki á hluta nokkurs manns. Hann var hreinn og beinn, og yfirdrepskapur og undirhyggja var honum andstyggð. Hann lét jafnan leiðast af meðfæddri rétt- lætiskennd, og hvikaði aldrei frá því er samvizka hans sagði hon- um að væri rétt og satt. Og dómur samtíðarinnar um hann genginn verður sá sem beztur er, að hann hafi verið dreng- skaparmaður í hvívetna. HESSIAN 72“ breiður TVz oz., — fyrkliggjandi O. V. JÓHANNSSON & CO. Hafnarstr. 19, símar 12363 og 17563 íbúð óskast 2ja hetrb. íbúð óskast til leigu nú þegar eða 1. desember. — Upplýsingar í síma 23719. | HIJGIVIYNDAS4IVIKEPPIMI Veggflísar hvítar og litaðar, 10x10 cm. nýkomnar. /. Þorláksson & Norðmánn h.f. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 Sekkiatrillur á gúmmíhjólum, 3 stærðir fyrirliggjandi Kristinn Jónsson Vagna- og bílasmiðja Frakkastíg 12 — Reykjavík RELIABLE CORK COMPANY S. A„ Gerona, Spáni korkframleiðendur hafa á undanförnum árum selt Eínangrunnarkorh í fjölda frysti- og íbúðarhúsa hér á landi. — Korkið er framleitt eftir sérstakri aðferð, sem verksmiðjan hefur einkaleyfi á. Það er léttara en annað kork og gæðin ótvíræð. Mjög hagstætt verð. — Gerið fyrirspurnir. Jónsson & Júllusson Garðastræti 2, símar: 15430 & 19803 F r á i J I tilefni 50 ára afmælis Hafnarf jarðarkaupstaðar, ákvað stjórn „RAFHA“ að gefa fjárupphæð til lagfæringar á „Læknum“, til framtíðarskipulags og fegrunar, og í því sambandi láta fara fram liiigmyndasamkeppni. A'eitt verða verðlaun sem hér segir: 1. verðlaun kr. 12.000,00 2. — 8.000,00 3. — 5.000,00 Gögn varðandi keppnina verða afhent í skrifstofu „RAFHA“ í Hafnarfirði, frá og með 27. október 1958, gegn 200 kr. skilatryggingu. Úrlausiiuin sé skil- að fyrir 1. febrúar 1959. Dómnefndin. Tékkóslóvakíu Rafknúnar Zig-zag SAUMAVÉLAR í TÖSKU Söluumboð í Reykjavík: Vilberg & Þorsteinn Laugavegi 72, sími 10259 nni 1 y nkmlDigira lláMfit&Qfl F li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.