Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 15
Sunnudagur 26. okt. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 15 Leikfélagið Mimir, Selfossi: „Ljúfa Maren" í i I i SKAK i 1 i SÍÐASTLIÐINN föstudag sýndi Leikfélagið Mímir á Selfossi sjónleikinn „Ljúfa Maren“, (Godvakker Maren), eftir norska höfundinn Oscar Braaten. Leik- stjóri er Gunnar R. Hansen. Leikrit þetta er gamanleikrit fléttað utan um alvöru hins dag- lega lífs. Á köflum heldur ris- lítið, en afburða leikmeðferð einstakra leikenda setur sinn sterka svip á heildarmynd leiks- ins og lyftir honum í hærra veldi. Kristmann Guðmundsson, skáld hefur þýtt leikinn. Ég hefi ekki lesið þýðinguna, en hún virðist fremur lipur í munni leik- enda, kjarnyrt alþýðumál, eins og við var að búast frá hendi skáldsins. Persónur og leikendur eru: Niels Andrésson, nýlenduvöru- kaupmaður, leikinn af Guðmundi Jónssyni. Honum tekst snilldar- lega vel að túlka þessa persónu svo að hún stendur manni ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum. Maður verður að játa það, að vart sé hægt að gera þetta betur, enda er Guðmundur enginn við- vaningur á sviðinu. Matthildj konu hans leikur frú Ólöf öster- by, með sinni öruggu leikmeð- ferð og skýra framburði, svo að lítið hallast á hjá þeim kaup- mannshjónum. Maren vinnukonu þeirra leikur Svava Kjartans- dóttir. Ef það á nokkurn tíma við að segja að einhver sé fæddur leikari eða leikkona þá á það við frk. Svövu. Hún er stöðugt vaxandi í hlutverkum sínum og skilur og túlkar þau af svo mikilli tilfinningu að hún hrífur áhorfendur. Staðsetningar henn- ar eru einnig öruggar og réttar. Vinnumanninn, Axel, leikur Ólaftur Ólafsson, nokkuð eðlilega á köflum, en staðsetningar hans virðast mjög óvissar og stundum næsta óeðlilegar. Karen vinnu- kona er leikin af Elínu Arnolds- dóttur. Gervi hennar er mjög gott í fyrsta þætti og leikur hennar sannfærandi. Elínu hefur farið mikið fram. Hún skilur nú hlut- verkin betur og leikurinn er þar af leiðandi ekki eins yfirdrifinn og oft áður. Axel Magnússon leik ur Þóri, ungan bóndason, sem virðist vera hálfgerður kjáni, og auli að koma sér áfram. Enginn vill hafa hann í vinnu. Er það leti eða heimska, eða hvort tveggja, sem stjórnar þessari persónu? Hvort sem það er og hver svo sem tilgangur höfundar er þá virðist mér Axel skila þessu hlutverki með hinni mestu prýði. Gervið er ágætt og framkoman hæfilega græðgisleg, þegar mat- ur er annars vegar, enda virðist hann ekki raunverulega „lang- soltinn", þótt hann láti svo. Gerv ið og persónan sjálf sýna það. Einar, ungur bóndasonur, er leik- inn af Páli Sigurðssyni. Páll er nýgræðingur á leiksviði, enda ber hann það með sér. Hann er mjög myndarlegur elskhugi þar sem hann stendur á sviðinu, en leikur hans mætti vera svolítið innilegri og heitari þar sem hann er elskhugi hinnar ljúfu Maren- ar í lok leiksins. Leikstjórinn, Gunnar R. Han- sen, er orðinn landskunnur fyrir leikstjórn og leiksviðsútbúnað. Hann hefur sett á svið fjölda leikrita í Reykjavík og úti á landi. Nafn hans er trygging fyr- ir góðum vinnubrögðum og ár- angri eftir því. Hann hefir sjálf- ur málað sviðið og tekizt mjög vel. Þakkir skulu þessum fjöl- hæfa listamanni færðar fyrir þann skerf, sem hann hefur lagt til menningar hér á Selfossi, með uppfærslu þessa leikrits, og sömuleiðis leikendum öllum fyr- ir að skila flutningi leikritsins með hinni mestu prýði. Ég vil segja að sumir leikendurnir hafi gert það með meiri sóma en efni stóðu til frá hendi höfundar. Það er áreiðanlegt að hér mætti koma upp stóru leikriti. Ég á við leik- rit, sem virkilega gefur leikur- unum tækifæri. Hér er margt ágætra leikara. Það hefur Leik- féfagið Mímir þegar sýnt, þótt ungt sé að árum. Húsið var þétt setið og að lok- um voru leikendur og leikstjóri kallaðir fram, hvað eftir annað. Leikstjóra og leikendum bárust fagrir blómvendir. Það var auð- heyrt á leikhúsgestum, að þeir höfðu haft góða skemmtun þetta kvöld. Að lokum vil ég svo þakka framkvæmdastjóra félagsins, frú Áslaugu Þ. Símonardóttur, fyrir sérstakan dugnað við að endur- vekja og koma vel af stað leik- starfsemi hér á Selfossi. Ég get ekki látið hjá líða að hafa orð á því, hvort ekki væri tiltækilegt að hafa númeruð sæti eða sætaraðir líkt og tíðkast víð ast hvar annars staðar, til þess að firra fólk óþarfabið, troðningi og langri setu áður en leiksýning- ar hefjast. L. E. MUNCHEN, 15 okt. — f 4. um- ferð tefldum við gegn Dönum og töpuðum með 1 Vz gegn 2%. Ekki gefa þessar tölur þó rétta mynd af gangi skákanna, því ég stóð betur að vígi allan tímann gegn Larsen, en fann ekki afgerandi leið, og í tímahrakinu fórnaði ég skiptamun á röngum stað og tap- aði! Guðmundur vann mann af Bþrge Andersen í byrjuninni og þar með skákina. Freysteinn vann skiptamun af J. Enewoldsen og átti að vinna auðveldlega, en náði aðeins jafntefli. Arinbirni tókst aldrei að jafna taflið á móti E. Pedersen og tapaði. Ég læt skák mína við B. Larsen fylgja hér á eftir, en hún var mjög hörð og auðug af möguleikum. Hvítt: Ingi R. Jóhannsson Svart: Bent Larsen Hollenzk vörn 1. c4, f5; Larsen beitir þessari vörn mikið. 2. d4, e6; 3. g3, Rf6; 4. Rf3, Be7; 5. Bg2, o-o; 6. o-o, c6; 7. Dc2, De8; 8. Rbd2, d5; 9. Re5, Rbd7; 10. Rd3, Re4; 11. Rf3 Ég hef náð settu marki og ræð nú yfir e5 auk þess sem Rd3 er fljót- ur að grípa inn í sókn á kóngs- væng. 11. — g5? Með þessum leik vill Larsen láta í ljós að hann tefli til vinnings, en leikur- inn veikir svörtu kóngsstöðuna. 12. Rfe5! Leikið til þess að geta sprengt upp miðborðið ef svartur gerir sig líklegan til sóknar með Dh5 og Hf6. 12. — Kh8; 13. b3, a5; 14. f3 Liður í áætluninni um mið- borðssókn. 14. — Rd6; 15. Bd2 Hér stendur biskupinn betur en á b2. 15. — Bf6; 16. Hael, b5!; Besta úrræðið. Hvítur var reiðu- búinn að leika e4 við fyrsta tæki- færi, en þá verður g5 mjög veikúr blettur. 17. c5! Bezt 17. — Bxe5; 18. dxe5, Rf7; 19: e4, fxe4; 20. fxe4, d4 Þvingað 21. b4! Leikur, sem Larsen hefur ekki reiknað með. Eftir þennan ieik er Bc8 fangi sinna eigin peða. Slæmt væri 21. Db2 vegna b4, Dxd4 Ba6. 21. — axb4; 22. Db2, De7; 23. Dxd4, Hxa2; 24. Bxb4. Svai'tur er nú í slæmri klípu og á mjög erfitt um vik. 24. — Kg8; 25. Hf3 Mun sterkara var 25. Hal og hvítur hefði örugglega uppskorið laun erfiðis síns. 25. — Bb7; 26. Hefl, Haa8; 27. Hf3-f2, Had8; 28. Dc3 Ekki 28. Ba5, vegna Rdxe5 29. Bxd8, Hxd8; 30. Hxf7, Rxf7 og svartur hefur unnið peð. 28. — Rh6; 29. Bf3 Sterkara var 29. Ba5 og hvítur hefur ennþá von um að vinna. 29. — g4; 30. Be2 Betra var 30. Bdl, Hxf2; 31. Rxf2! og síðan Dg5 32. Bb3, Rf8; 33. Hdl og erfitt er að koma auga á hvernig hvítur getur tapað. 30. — Hxf2; 31. Hxf2, Dg5; 32. Hf4 Ennþá var 32. Ba5 bezt. 32. — Rf8; 33. Dcl, Dg7; 34. Hf6, Rf7; 35. Dfl? Betra var strax Df4. Eftir hinn gerða leik á hvítur erfitt um vörn. Bezt var 35. Rf4! og svartur er stöðugt í klípu. 35. — Bc8; 36. Df4, Rg6; 37. Dxg4, Hxd3! 38. Bxd3, Rfxe5; 39. Hxg6, hxg6; 40. De2, Dd7! og hvítur gaf. Félog framreiðslumonna Fundur verður haldinn í félaginu þriðjud. 28. okt. klukkan 5 að Hótel Borg. Fundarefni: Undirbúningur fyrir stjórnarkosningu o. fl. Stjórnin. * LESRÓK BARNANNA Strúturínn R A S l\l IJ S Hvern haldið þið, að býflugan hafi stungið? Hún stakk aumingja Samma í afturendann, á allra versta stað. Hann var nefnilega inni í fíln- um. Hjálp, kallaði Sammi og stökk upp í loftið. Hann stökk svo hátt, að Simmi varð að bera hann og nú sýndist fólkinu fíll- inn vera farinn að ganga á höndunum. Því miður missti fillinn nú jafnvæg- ið og datt niður í stóra baðkerið, sem stóð á miðju sviðinu. Það var nú meiri gusugangmrinn! Baðkerið rann nú út af sviðinu beina leið yfir til dýranna, sem öll voru lasin ennþá. Þá gekk Rasmus aftur inn á sviðið — hann þóttist nú vera meistaraskyttan Vísunda- bani — (bara miklu dug- legri). átti hún nú að taka til bragðs? Hvernig átti hún að ná í þessa ljómandi góðu jarðarberjasultu? Látum okkur nú sjá! Til hvers skyldi svo sem vera að hafa langa og fallega rófu, ef ekki til að nota hana! Niður í sultuna með hana, og svo er ekki annað en að sleikja á eftir. — Namm, namm! — Stúdentinn og prófessorinn STÚDENT og prófessor voru saman í klefa á ferðalagi með járnbraut- arvagni. Til þess að tím- inn væri ekki eins lengi að líða, stakk prófessor- inn upp í því, að þeir skyldu spyrja hvorn ann- an spurninga. — í hvert skipti, sem þér getið ekki svarað, borgið þér mér krónu og á sama hátt borga ég yð- ur, geti ég ekki svarað, sagði prófessorinn. — En þekking yðar er miklu meiri en mín, sagði stúdentinn, þess vegna finnst mér sanngjarnt, að ég borgi aðeins 50 aura. — Ef til vill hafið þér rétt fyrir yður, svaraði prófessorinn. Við skulum þá hafa keppnina þanmg. Þér skuluð byrja. — Hvaða fugl fæðir lifandi unga? spufði stú- dentinn. — Það veit ég ekki, svaraði prófessorinn. — Hérna fáið þér eina krónu. — Hvað heitir ann ars fuglinn, sem þér vor- uð að spyrja um? — Það veit ég ekki. — Hérna fær prófessorinn 50 aura. Felumynd Vesalings konan veit ekki hvað hún á að gera„ því að einhver óþokki hefur tekið barnið hennar og falið það. Getur þú hjálp- að henni til að finna barnið. — ★ — Skrítla Það eru til svo nískir Skotar, að þeir fara af frjálsum vilja þangað, sem troðningurinn er mestur, aðeins til að fá fötin sín pressuð ókeypis. Bambí Á STRÖNDINNI stendur lítið fallegt hús. Það er reist á staurum og flétt- að úr bambusreyr og tág- um. I þessu húsi á Bambi heima hjá mömmu sinni og pabba. Bambi er lítill negrastrákur. Sé hann spurður, hvað hann sé gamall, telur hann á litlu, svörtu fingrunum sínum: Einn, tveir, þrír, fjórir,' fimm. Hann þarf ekki að fara í neinn skóla, en getur leikið sér úti árið um kring. Þar í Afríku, sem hann á heima, er alltaf hlýtt. Þar er líka alltaf sumar. — Bambi leikur sér í fjör- unni við litla fílinn, hann Jumbó og skjaldbökuna, Soffíu. En dag nokkurn tóku pabbi hans og mamma eftir því, að krókódíll var kominn í ána, sem rann hjá hús- inu, og þá var gamanið úti. Bamba var ekki leyft að leika sér við ána, því krókódílar eru mjög hættulegir. Jumbó litli ráfaði einn um og sakn- aði leikbróður síns. Hann var ekki hræddur við krókódílinn, því hann var stór og sterkur. Og Soffía gat dregið höfuð og fætur inn undir skel- ina og þá var henni borg- ið. Dag nokkurn sagði mamma við Bamba: Við pabbi þmn ætlum í kaup- Á ströndinni stendur lítið, fallegt hús. staðinn í dag. Buxurnar þínar eru orðnar útslitn- ar og ég ætla að kaupa þér nýjar. En mundu, að þú mátt ekki fara út, þvi að niðri í ánni er krókó- díllinn og situr um að éta þig. Bambi lofaði að gæta sín og svo tók pabbi spjótið sitt, og hann og mamma réru bátnum niður ána. Bambi horfði á eftir þeim og veifaði, en mamma kallaði til hans og bað hann að vera góðan dreng og halda sig inni. Þá skyldi hún gefa honum fallegar, nýjar buxur, rauðar og hvítar. Dagurinn var langur og Bamba leiddist. Inni í húsinu var heitt og mollu- legt. Löngunaraugum horfði hann niður að fljótinu, þar sem Jumbó lék sér og buslaði í vatn- inu. — Jumbó, kallaði hann, heyrðu mig snöggvast. Komdu hingað og gefðu mér bað. Fíllinn saug vatn upp í ranann, og sprautaði því á, litla negrastrákinn. — Svalandi, finnst þér ekki? Komdu niður, það er svo leiðinlegt, að hafa þig ekki til að leika sér við, kallaði Jumbó. — Ég má það ekki, svaraði Bambi mæðulega. — Þú ert hræddur, sagði Jumbó storkandi. — t Komdu bara. Ég skal , hjálpa þér, ef krókudíll- , j inn ætlar að gleypa þig. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.