Morgunblaðið - 26.10.1958, Side 22

Morgunblaðið - 26.10.1958, Side 22
22 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 26. okt. 1958 Félag íslenzkra leikara: .9 M> 3 JO ‘E Jp 53 Revíettan Rokk og Rómantlk Sýning í Austurbæjar- bíó þriðjudag kl. 11,30. Aðgör.gumiðasala í Austurbæjarbíó, simi 11384. f Höfum opnað Raftœkjavinnustofu að Lokastíg 4. — Önnumst hverskonar raflagnir og viðgerðir á heimilis- tækjum. — SPENNIR H.F. Sími 22830. Til sölu 4 stór eikarkör (5 fet í þvermál) — Ennfremur: SKF kúlulegur, öxulstál, rafmagnsmótorar o. fl. vélahlutir, allt nýlegt. — Til sýnis og sölu næstu daga í Pípuverksmiðjunni h.f. Rauðarárstíg 25 v., ,»< eí)\\\e9v bandbox sham poo faest í flestum verzlunum hár yöar er ‘óeðllleca þurrt. þá mun Bandbox Cre*** ihampoo leysa vandrædl jöar. Ef þaö aftur á mótl er eólileca fit- ugt. þá skulué UA fljótandl Bandbox shámpoo. Góð aðsókn hefir verið að sýningu Guðmundar frá Miðdal, sem hann hefir í húsakynnum sínum að Skólavörðustíg 43. Gestir eru orðnir 600 og 29 myndir hafa selzt. Myndin hér að ofan heitir: „Svanir“. Taugaslappleiki - vöðva spenna - og að kunna að anda rétt Stutt samtal við Vigni Andrésson iþróttakennara EF menn almennt gerðu sér þess fulla grein hve mikilvægt það er, fyrir alla líkamsstarfsemina, að kunna að anda rétt, myndu ekki vera eins mikil brögð að því að mönnum líði illa á sál og líkama, eins og raun ber bitni. Tauga- slappleiki er fyrirbæri, sem til heyrir 20. öldinni í óhugnanlega ríkum mæli, og einnig það sem kallað er vöðvaspenna. Um daginn hitti ég Vigni Andrésson, leikfimikennara, og hann fór að tala um þetta: tauga- slappleikann og vöðvaspennuna. I þessum efnum er hægt að hjálpa fjölda manns, sagði Vign- ir. Fórust honum svo orð í þessu sambandi: Árið 1949 var ég í Danmörku, og lagði þar stund á svonefnda rytmiska öndun hjá kunningja mínum, sem hefur víðtæka þekk- ingu á þessu sviði og hefur æft hana í tugi ára. Hér í Reykjavík I. O. G. T. Víkingur Fundur annað kvöld. Félagsmál Kvikmyndasýning, nýjar myndir frá bindindisstarfseminni. Fjöl- sækið stundvíslega. — Æ.t. Stúkan Framtíðin nr. 173 Fundur á mánud. kl. 8,30. Guð- mundur Hagalín talar og Loftur Guðmundsson les upp. — Æ.t. „Svava nr. 23“ Fundur í dag. Kosning embætt ismanna, inntaka, kvikmyndasýn- ing o. f 1. — Gæzlumenn. Barnastúkan Æskan nr. 1 Fundur í dag kl. 2. Innsetning embættismanna. Spurningaþátt- ur. Verðlaun veitt. Leikir. Gæzlumenn. Félagslíf Ármenningar — Handknattleiksdeild Æfingar verða um helgina sem hér segir: Sunnudag kl. 3, 3. fl. karlar; mánudag kl. 9,20 kvenna flokkar; kl. 10,10 meistara-, 1. og 2. flokkur karla. — Vaxmynda- safnið verður til sýnis frá kl. 9,30 —11, á mánudag. Aðeins þetta eina sinn. — Mætið vel og stund- víslega. — Þjálfarinn. Skrifstofa f.R. Verður opin mánudaga, þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtu- daga kl. 5 til 7. Framkvæmda- stjóri félagsins gefur allar upp- lýsingar um vetrarstarfið og tek- ið verður á móti árs- og æfingar- gjöldum. Sskrifstofan er í Í.R.- húsinu (niðri) og eru félagar hvattir til að hafa samband við hana. Síminn er 14387. — Stjórn Í.R. Aðalfundur Knattspyrnufél. Vals verður annað kvöld, mánudag, í félagsheimilinu að Hlíðarenda. Stjórnin. Knattspyrnufélagið Víkingur Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 28. okt. kl. 8, í Tjarnar-café, uppi. — Stjórnin Vignir Andrésson hef ég lítið fengizt við að kenna vöðvaslökun og rytmiska öndun, en nú í vetur ætla ég að reyna að halda námskeið. Er það fyrst og fremst fyrir áeggjan nokk- urra lækna og þá sérstaklega Gríms Magnússonar, að ég fer út í þetta. Hann hefur skýrt mér svo frá, að í Þýzkalandi og Austurríki og jafnvel fleiri lönd- um fari tauga- og vöðvaslökun í sambandi við öndunaræfingar mjög ört vaxandi. Hinn mikli hraði vélaaldar- innar, einhliða störf í mörgum greinum, samfara ríkjandi ör- yggisleysi og andlegri ofraun á ýmsum sviðum, hefur valdið þvi að lífsleiði gerir meira vart við sig en í gamla daga. Þannig má segja að tækniöldin hafi þrátt fyrir sína mörgu kosti orðið jarðarbúum tvíeggjað sverð, sva sem bezt sanna tvær undan- gengnar heimsstyrjaldir og hið óvissa ástand í heiminum. Af- leiðing alls þessa birtist svo i andlegri spennu eða taugastríði, sem svo mjög fer vaxandi meðal fólks í öllum löndum heims, sagði Vignir. Síðan ræddi Vignir nokkuð um orsakir tauga- og vöðva- spennu og sagði að vöðvaspenn- an stafi yfirleitt af skökkum lík- amsstellingum og oft á tíðum ófullnægjandi vinnuskilyrðum. Á þessu má auðvitað oft ráða bót með einföldum lagfæringum. Tíðum eru notaðir hitageislar, stuttbylgjur, nudd o. s. frv. Að- ferðir við vöðvaslökun sagði Vignir að væru margs konar. Hann sagði að slík spenna gæti líka stafað af hugaræsingi. Sagð- ist hann muna vel bílstjóra einn, sem hánn hafði verið með í lang- ferð. Bílstjórinn hafði það fyrir vana, er bíllinn erfiðaði upp brekkur, að hann reis upp í sæt- inu til hálfs og ýtti á stýri bíls- ins. Hnúarnir hvítnuðu er hann greip f astar og fastar um bílstýr- ið og allur líkami mannsins var í mikilli spennu og orkueyðslan sýnilega gífurleg. Svona vöðva- spenna, margoft endurtekin, get- ur verið heilsu mannsins mjög hættuleg, sagði Vignir. Taugaspennan, sem allir full- tíða þekkja, stafar oftast frá vit- undarlífinu og getur verið af óteljandi orsökum, svo sem ótta, öryggisleysi, áhyggjum, hatri o. fl. o. fl. Allt veldur þetta mikilli áníðslu á taugakerfi mannsins. Allir vita hvert tjón mikil taugaspenna getur haft í för með sér fyrir heilsu og lífsgleði mannsins. Læknar og sérfræð- ingar veita fólki veigamikla að- stoð, en sannleikurinn er sá, sagði „Vignir Andrésson, að fólk gerir sér ekki ljóst, að það verð- ur sjálft að vera virkur þátttak- andi í þeirri aðstoð. Það gerir það bezt með því að temja sér rólega rytmiska öndun. Hún kemur ró á hugarstarfsemina, og slakar á þreyttum taugum og spenntum vöðvum, veitir mann- inum hvíld og ró. Það verður auðveldara fyrir hann á eftir að einbeita huganum að já- kvæðu lífsviðhorfi. Ég gæti sagt þér miklu meira um þetta, en hætt er við að þér þættu allar skýringar minar gerast rúmfrek- ar í dálkum þínum. Ég er ekki að segja þetta af því, að ég telji mig hafa yfir þe.ún vísdómi að ráða er leyst geti allra vanda í þessum efnum. —. Þessi leiðbeiningastarfsemi mín, er námskeiðin hefjast, sem verð- ur væntanlega 27. þ. m., er að- eins hlekkur í þeirri viðleitni að ráða bót á þessum meinsemdum í lífi 20. aldar mannsins, sagði Vignir að lokum. — Sv.Þ. Leikfélag Reykjavikur frumsýnir ,,Allir synir mínir" eftir Arthur Miller í KVÖLD, sunnud., frum- sýnir Leikfélag Reykjavíkur leik ritið „Allir synir mínir“ eftir Arthur Miller. Er þetta fyrsta leikritið í Iðnó á leikárinu. Inn- an skamms verða aftur teknar upp sýningar á „Nótt yfir Na- poli“, sem sýnt var í fyrra. „Allir synir mínir“ er sjónleik- PILTAR. ef pið elqlð unnustuna pa ð éq hrinqanð * tyrtó/jtís/n</s?l(s4onA \[r /fJstef/ver/ 8 \ ' ^ ”** ALLT 1 RAFKERFIÐ Bilaraf tæk javerzl un Halldórs Ólafssonar Rauðararstig 20 — Simi 14775. ur í þrem þáttum, og var hann frumsýndur í New York árið 1947. Síðan hefur hann verið sýndur víða um heim og hlotið mjög góða dóma og góða aðsókn. Höfundurinn, Arthur Miller, er íslenzkum leikhúsgestum vel kunnur. Iiér hafa áður verið sýnd þrjú af leikritum hans, „Sölumaður deyr“, „í deiglunni“ og „Horft af brúnni“. Jón Óskar hefur þýtt „Allir synir mínir“, og leikstjóri er Gísli Halldórsson. Leikendur eru Brynjólfur Jóhannesson, Helga Valtýsdóttir, Helga Backman, Jón Sigurbjörnsson, Guðmundur Pálsson, Guðrún Stephensen, Sigríður Hagalín, Árni Tryggva- son, Steindór Hörleifsson og Ás- geir Freysteinsson. Leiktjöld gerði Magnús Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.