Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. okt. 1958 Þjóðleikhúsið: Einn forstjóranna (Lárus Pálsson) ræðir við frú Láru Partridge (Emilía Jónasdóttir). „Sá hlœr bezt.." gamanleikur eftir Howard Teichmann og George Kaufmann Leikstjóri: Ævar R. Kvaran ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl. fimmtudagskvöld bandaríska gamanleikinn „Sá hlær bezt . . (The Solid Gold Cadillac) eftir rithöfundana Howard Teichmann og George Kaufmann. Munu margir hér kannast við hinn síð- arnefnda, því að hann samdi, ásamt Moss Hart, gamanleikinn „Er á meðan er“, sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu vorið 1955, við góða aðsókn og ágætar við- tökur áhorfenda. Leikurinn „Sá hlær bezt . . sem er í tveimur þáttum, gerist í New York og Washington nú á tímum. — Fjallar leikurinn um bandarískan auðhring og stjórn- endur hans, sem leggja megin- áherzlu á það, að ná sem mestu fé út úr fyrirtækinu sjálfum sér til handa og eru ærið stórtækir í því efni, en hirða lítt eða ekki um hag annarra hluthafa, eink- um hinna smærri. — En á aðal- fundi félagsins gerist það óvænta og óvenjulega atvik, að kona ein, frú Lára Partridge, sem er ein hinna smáu hluthafa, kveður sér hljóðs og deilir harðlega á stjórn- endur félagsins, sem hún kveður skammta sjálfum sér óhófleg laun, ekki minna en 100—150 þúsund dollara á ári. Verður for- stjórunum svo mikið um þessa „rödd hrópandans“, að þeir í of- boði sínu bjóða frúnni stöðu í fyrirtækinu, til þess að þagga niður í henni. En það hefðu þeir ekki átt að gera, því að frúin kemur þannig ár sinni fyrir borð í stöðu sinni, óafvitandi þó, að hún hefur, áður en lýkur, öll ráð forstjóranna í hendi sér. En sú saga verður ekki rakin hér. Þegar bornir eru saman leik- irnir „Er á meðan er“ og „Sá hlær bezt . . .“, getur maður ekki varist þeirri hugsun að hinum ágæta höfundi, mr. Kaufmann, hljóti að vera ærið mislagðar hendur (eða er hér Teichmann Hainarfjörður Okkur vantar mann á smurstöð og við bílamálun. Uppl. gefur Sveinn Magnússon. Mólningorstofan Lækjarg. 32 — Hafnarfirði Kjólaefni nýkomin — 15 litir, breidd 140 cm verð aðeins kr. 87,50. V í K, Laugaveg 52 Góður bíll til sölu Chevrolet ’53 með sjálfskiptingu, leðursætum, ný sprautaður og í ágætu lagi. Til sýnis að Ásvallagötu 61 kl. 1—7 í dag, sími 22536. um að kenna?), því að fyrrnefnd ur leikur var bráðskemmtilegur og prýðilega saminn, en það er meira en sagt verður um hinn síðarnefnda. Ég hef reyndar les- ið einhvers staðar að leikurinn „Sá hlær bezt . . .” hafi „gengið“ alllengi á Broadway og að verið sé að gera eftir honum kvik- mynd vestra. Skal það ekki dreg- ið í efa, þvi leikurinn er há- amerískur að efni og allri gerð og vafalaust saminn fyrst og fremst fyrir amerískan markað. Ég hef ekki hingað til verið þeirra á meðal, sem amast við því að Þjóðleikhúsið taki gaman- leiki til sýningar, enda lít ég svo á að þeir gegni nauðsynlegu hlutverki og eigi því fyllsta rétt skal þó ekki neitað að nokkur atriði leiksins eru dágóð, en hin eru þó miklu fleiri, sem eru svo lífvana, að -leikstjórinn og hinir ágætu leikarar hafa ekki fengið þar við neitt ráðið. Gera þeir þó allir til þess virðingarverða til- raun. — Má vera að þýðingin, sem er nokkuð þunglamaleg á köflum, eigi hér einhverja sök á. — Þeir Indriði Waage, Róbert Arnfinnsson, Valdimar Helgason og Lárus Pálsson, njóta sín hvergi nærri í hlutverkum fram- kvæmdastjóranna og hafa ekki einu sinni hirt um að klæða sig eins og sæmir forstjórum slíks „billjónafyrirtækis“, sem Gen- eral Products er. Þó bregður fyr- ir dágóðri kímni í leik Indriða og Lárusar og gervi þeirra eru góð. — Haraldur Björnsson, er leikur Mc Keever, fyrrverandi framkvæmdastjóra General Pro- ducts, er „svifléttur og sífjaður- magnaður" eins og svo oft og ger ir úr hlutverkinu það sem hægt er, og Bryndís Pétursdóttir leik- ur sæmilega einkaritara frú Part ridge, hlutverk, sem gerir sínar kröfur. — En sá leikandinn, sem tvímælalaust ber af, er Emilía Jónasdóttir í aðalhlutverki leiks- ins, frú Partridge, sem túlkar hið heilbrigða sjónarmið almúga- mannsins. — Hlutverkið gefur leikandanum mikið, en Emilía kann líka að færa sér það í nyt. Svipbrigði hennar og viðbrögð öll eru oftast skemmtileg og einnig þegar hryggðin slær hana er leikur hennar eðlilegur og sannur. — Er ekki ofmælt að Emilía beri leikinn uppi að þvl leyti se mhægt er önnur hlutverk eru smá. Skemmtileg nýbreytni er það að inn í leikinn er skotið tveim- ur sjónvarpsþáttum, þar sem fram koma aðalpersónur leiks- ins, þulir og blaðamenn. Óskar Gíslason hefur annazt töku sjón- varpsatriðanna. — Tóku leikhús- gestir þessum sjónvarpsþáttum feginshendi, enda lyfta þeir sýn- ingunni nokkuð. Leiktjöld hefur Gunnar Bjarna son gert. Híbýli Mc Keever’s í Washington eru hin glæsileg- ustu, en skrifstofur „biljónafyrir- tækisins" og húsbúnaður þar ótrúlega fátæklegur. Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi hefur þýtt leikinn. Sigurður Grimsson. Einkaritarinn (Bryndís Pétursdóttir), bréfberinn (Flosi Óiafs- son), McKeever (Haraldur Björnsson) og frú Partridge gleðj- ast yfir „litlu“ hlutabréfunum. Hugur og hönd á sér. En hitt er jafn víst, að ekki eru allir gamanleikir góð og gild vara og ber því að vanda val þeirra og ekki taka til sýn- ingar aðra leiki en þá, sem hafa eitthvað verulegt til brunns að bera. — Því miður hefur þessa ekki verið gætt, er leikur sá, er hér er um að ræða, var valinn til sýningar, því að hann á, að mínu viti, ekkert erindi á leik- svið hér. Það er þó ekki vegna þess, út af fyrir sig, að hann fjallar um fyrirbæri er stendur- okkur íslendingum svo fjarri, heldur blátt áfram af því að hér er um lítilfjörlegt leikhúsverk að ræða. — Það skiptir kannske ekki miklu máli að ádeilan sem í leiknum felst er svo fjarstæðu- kennd að hún missir algerlega marks. Hitt varðar miklu meiru, að leikurinn er hvorki nægilega skemmtilegur né vel saminn að öðru leyti til þess að hann geti talist boðlegur, — allra sízt á sviði Þjóðleikhússins. — Því SÝNINGIN á handavinnu sjúk- linganna á Kleppi er blátt áfram furðuleg. Ég hefði aldrei trúað því að óséðu, að hægt væri að fá þá til að sýna þann áhuga og það þolgæði, sem þurft hefur til að gera marga af mununum þar, bæði útsauminn, handknýttu teppin, körfumunina og alla smá- gripina úr béini, horni og fleiri efnum. Maður undrast bæði fjöl- breytnina og listfengnina, en mað ur dáist líka að þeim mun, sem er á því að sjá sjúkling festa yndi við vinnu og finna til starfs- gleði eða hinu, að sjá hann sitja dag eftir dag hreyfingarlausan og sokkinn í svartmyrkur þung- lyndisins. Víða úti um land, bæði á sjúkrahúsum og heimilum, er fólk, sem talið er öryrkjar, en gæti ekki aðeins unnið sér Inn nokkurt fé, heldur og aukið lifs- gleði sína stórlega, ef það ætti kost á slíkri kennslu sem sjúk- lingarnir á Kleppi. Við þurfum að eignast fleiri kennara, sem leggja stund á vinnulækningar, þótt ég efist um, að margir muni komast framar með tærnar en ungfrú Jóna S. Kristófersdóttir með hælana. Ég vil með þessum fáu línum vekja eftirtekt á sýningunni Hugur og hönd, sem haldin er í bogasal Þjóðminjasafnsins, en verður ekki opin lengur en til sunnudagskvölds. Það er bæði fróðlegt og gleðilegt að koma þangað. Auk þess fást þar ýmsir prýðilega gerðir gripir við mjög I lágu verði. P. V. G. Kolka. skrifar úr daglega lífinu J Reikningsmeistarar S. K. skrifar: Ú þarf að reikna og skipu- leggja þjóðarbúskap íslend- inga“, sagði hinn ágæti formaður Alþýðuflokksins við fjárlagaum- ræðurnar á Alþingi. Þetta er orð að sönnu, og mun margan undra að stjórnarflokkarnir skyldu ekki koma auga á þessa nauðsyn, þeg- ar þeir gengu saman til stjórnar- myndunar fyrir meira en tveim- ur árum. Hinu verður þó ekki neitað, að allmikið hefir borið á reiknimeist urum, svo að ekki hafa þeir sézt jafnmargir og slyngir í annan tíma. Reiknimeistarar e”u menn, sem gengið hafa í fína skóla og lært þar, ekki aðeins reiKnilistina, heldur og jafnframt mannvit, framsýni og hvers kyns búhygg- indi. En þrátt fyrir alit fór þó hér eins og fyrr þegar skrattinn fór að skapa menn. Erlendir meistarar voru pantaðir hingað til lands, til þess að segja fyrir um það hvernig íslendingar skyldu búa í landi sínu. Þeir reiknuðu sig sveitta og lögðu fyrir stjórnina mikla álitsgjörð. Efni hennar kvisaðist að vísu út, en hún var á þann hátt, að stjórn- ir. sá þann kost vænstan, að loka hana inni í paningaskáp og varð- veita hana eins og hernaðar- leyndarmál. Meisturunum var greidd allhá fúlga í erlendri mynt | og leystir út með gjöfum. Hurfu þeir síðan til síns heimalands. Nú vantar Sölva Helgason EGIR svo í ævisögu Sölva: Það var einu sinni þegar ég var erlendis, að heimsfrægur visinda- iðkari kom til Kaupmannahafnar. Hann var reiknimeistari og var ítalskur. Hafði hann keppt við alla helztu lærdómsmenn danska, en þeir ekki staðizt honum snún- ing . .. var sendur til mín maður beint frá hirðinni og ég beðinn að firra ríkið vandræðum og hneisu ... Við reiknimeistararnir vorum leiddir saman og settir sinn í hvorn enda á gríðarstórum sal ... Þetta var í konungshöllinni. Var fenginn maður einn eiðsvarinn, til að flytja boð okkar í milli Var það mesti hlaupagikkur í Danaveldi ... Blöð okkar voru vallardagslátta og ritblý okkar voru þrjár álnir danskar . .. Við reiknuðum nú lengi dags, en þá tókst þeim ítalska. að reikna barn í eina danska. Ég var viðbúinn og reiknaði það strax úr henni. Þá brá þeim ítalska og hugði á hefndir. í djöfulmóði rissaði hann með leifturhraða ... hamaðist tii kvölds alla nóttina og fram á há- degi. Þá tókst honum, með herkju brögðum þó, að hnoða tvíburum í eina ítalska. Nú tók ég til minna ráða. Ég reiknaði, mældi og krotaði. Sá ítalski var hróðugur og glotti. En ég gafst ekki upp. Og loks tókst mér að reikna tvíbura i eina afríkanska, og var annað barnið hvítt og hitt svart. Þá steinleið yfir pann ítalska ... Áreynslan var gífurleg, já piltar, þá var Sölvi sveittur.“ Gerður að prófessor JÓN Helgason prófessor kvað fyrir allmörgum árum til Sölva, og hafa þau orð reynzt spámannleg, en svona er niður- lagið: Aumingja Sölvi minn, ógæfa þín var sú, að aðeins þú lifðir vors þjóðfrelsis byrjandi vor, en ekki þess sumar, með vaxandi virðing og trú á vísindamönnum, sem frömuðu sig eins og þú. Nú stígum við orðið svo merkileg menningarspor, nú mundi landstjórnin gera þig prófessor.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.