Morgunblaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 3
MlðviKudagur 29. okt. 1958 MORGVTSBL 4 ÐIÐ 3 íslenzkir rithöfundar ræÖa um: Pasternak, sænsku aka- demiuna og r ússneskt vald MORGUNBLAÐIÐ hefur lagt eftirfarandi spurningu fyrir nokkra íslenzka rithöf- unda: Hvað hafið þér að segja um veitingu bókmenntaverð- launa Nóbels í ár og undir- tektir rússneskra stjórnar- valda og rithöfundasamtaka? Jóhannes úr Kötlum kvaðst ekki vilja segja neitt í bili. Hann hefði ekki lesið skáld- sögu Pasternaks. Hins vegar hefði hann hugsað sér að skrifa um málið og leggja þá fram sín sjónarmið. Þórbergur Þórðarson vildi ekki heldur segja neitt um þetta mál. Hann kvaðst búast við ao Pasternak hefði gefið eitthvert tilefni til fordæmingar- innar, sem hann hefði orðið fyr- ir, komið fram með einhverja krítík. „Ég hef líka ýmsa kritík á Rússa, þó ég sé sammála skipu- laginu. Það er nú svo sem ekki allt í lukkunni hjá okkur held- ur“, sagði Þórbergur. Hér fara á eftir ummæli þeirra manna, sem gáfu svör við spurn- ingunni: Guðmundur Böðvarsson skáld á Kirkjubóli svaraði spurningunni á þessa leið: Þvílík afskipti rússneskra stjórnarvalda af einum fremsta rithöfundi Rússa eru algjörlega óviðurkvæmileg. Ég er hræddur um, að okkur íslenzKum rithöf- undum þætti nærri okkur höggv- ið, ef íslenzkur höfundur hlyti svipaðar undirtektir íslenzkra stjórnarvalda. Um viðbrögð rit- höfundasambands Sovétríkjanna vildi ég segja það, að þau eru jafnóskiljanleg og framkoma So vétst j órnarinnar. Guðmundur Daníelsson Ég hafði mikla ánægju af því að sænska akademían skyldi veita Pasternak þessi verðlaun, en ég hafði spáð, að Rússar mundu gretta sig illilega, þegar það kæmi á daginn og spái því nú, að Pasternak fái ekki að fara til Stokkhólms að veita verð- laununum viðtöku. Ég sé ekki, að Vesturlönd geti betur verð- launað hugrekki og frjálsa hugs- un en með því að veita Paster- nak Nóbelsverðlaunin. Guðmundur G. Hagalín Hvað ég segi? Auðvitað koma mér ekki á óvart viðbrögð rúss- neska rithöfundasambandsins við þeim heiðri, sem Pasternak hefur verið sýndur. Ég hef í meira en 30 ár fylgzt eins nákvæmlega og mér hefur verið unnt með undir- okun bókmennta og hsta í Ráð- stjórnarríkjunum. Hitt e.r svo annað mál, að þeir r'thöfundar hér á Islandi, sem fram að þessu hafa látið skrökva þv: að sér, að andlegt ófrelsi sé ekki til í Rúss- landi, mættu sannfærast af hlut- skipti Pasternaks. — Hins vegar má vel vera, að ýmsir geri það ekkl, segi sem fyrr þrátt fyrir staðreyndir frá öðrum löndum: Þetta getur ekki gerzt hér, þótt kommúnisminn verði ofan á — alveg eins og þjónar Rússa á vettvangi stjórnmálanna hér láta sér ekki til hugar koma; að þeirra kynni að bíða undir kommún- ísku skipulagi það sama og for- ingjanna austan jávntjalds, sem hafa verið hengdir eða skotnir. Gunnar Gunnarsson — Kjör sænsku akademíunnar að þessu sinni gat ekki verið betra og viðbrögð sovézkra rit- höfundasamtaka og valdhafa ekki ákjósanlegri — frá vestrænu sjón armiði. Skriffinnar láta sér ekki nægja að fletta ofan af dæmafáu þýlyndi, heldur sýna um leið svo augljóslega, að ekki verður um villzt, að sovézk menning er raun verulega engin til. En bokkarnir í valdasessi afhjúpa átakanlega þá ömurlegu staðreynd, að um stjórn á siðmennilegan mæli- kvarða er alls ekki að ræða aust- ur þar, aðeins fáránlegar tiltektir ofstopaseggja, sem hegða sér eins og naut í flagi óðara en ein- hver gerist svo djarfur að liafa aðra skoðun en þá, sem fyrir- skipuð er í það skiptið, eða frem- ur það ódæði að vera trúr sjálf- um sér, sannleikanum og dýr- keyptri lífsreynslu og segja frá af óvenjulegri snilld og innblásn- um heiðarleik, svo sem Boris Pasternak í hinni miklu sögu sinni „Zivago lækni“. H. K. Laxness — Ég hef nú ekki lesið annað eftir Pasternak en þessa síðustu bók hans, skáldsöguna og ljóðin sem eru aftan við hana. Hún hafði mjög geðug áhrif á mig, er vel saman sett að mörgu leyti. Hann er mjög gáfað skáld og hefur frá mörgu að segja, það er mikið efni í bókinni ,og hann segir ákaflega vel frá, já gríðar- vel fi'á sumum persónum og sitúasjónum. En hann er ekki mikill foriiisnillingur, fer stund- um út úr rómanforminu yfir í fílósófíu og prédikun. En bókin er skáldleg og geðug. Ég get nú ekki séð að þetta hafi verið nein sérstök ádeila á Sovétríkin. Þeir eru tilfinninga- næmir þarna austur frá. Þessir hlutir eru sagðir hundrað sinn- um á dag hér vestra og kippir sér enginn upp við það. En hann kemur náttúrlega með yfirlýs- ingar og lýsingar á hlutum sem eru sóvétmönnum heilagir. Þetta er að ýmsu leyti kritísk bók, en hún er mjög mannleg í hugsun- arhætti, mikil tragík í henni. Það er rétt að ákveðin tegund mennta manna hefur farið illa út úr fram þróuninni í Sovétríkjunum, og Pasternak lýsir öx-lögum eins slíks manns. Hvort hann hafi fengið Nóbels- verðlaunin fyrir þessa bók eina? Nei, það held ég sé af og frá. Honum voru veitt verðlaunin sem skáldi, hann er gamalt skáld, fyrstu ljóð hans komu út fyrir fyrri ■heimsstyrjöldina. Annars bjuggust margir við, að Sjolokov stæði nær verðlaununum, hann er bezt metinn af sovéthöfund- um bæði út á við og inn á við, en þeir í akademíunni töldu að Pasternak væri að einhverju leyti bezti fulltrúi fyrir rússnesk- ar bókmenntir yfirleitt. Ég held þeir líti hvorki á málið frá sovétsjónarmiði né anti-sovét- sjónarmiði. Já, um brottvikningu hans úr rithöfundasamtökunum. Þetta er innanfélagspólitík, en annars þekki ég ekkert til þess, og get ekkert um það sagt. Ég hef ekki hitt Pasternak, þekki hann bara af orðspori frá sovétrithöfund- um, sem allir hafa talaða um hann af mikilli virðingu. Ég á bágt með að trúa öðru en hann fari til Stokkhólms, þó að rithöfundafélagsskapurinn sé honum andvígur. Kristján Alberfsson — Ég hefi ekki lesið bækur Pasternaks, en á síðustu mánuð- um marga dóma um hann á ýms- um málum, og ber öllum saman um, að hann sé einn af öndvegis- höfundum vorra tíma. Allur heimurinn veit nú, að hann er auk þess sannkölluð hetja, þar sem hann hefur þorað að greina á við fyrirskipaðar skoðanir í harðstjórnarlandi. Mér finnst brottrekstur hans úr rússnesk- um rithöfundafélögum vera enn einn smánarblettur á því valdi, f HÁSÆTISRÆÐU sinni í gær sagði Elísabet II Englandsdrottn- ing m. a.: Ráðherrar mínir munu halda áfram að veita fiskiðnað- inum aðstoð. Þeir styðja á vett- vangi S.þ. tillögu um að önnur ráðstefnan um réttarreglur á haf- inu komi saman hið bráðasta. Það er von þeirra, að hún leiði til varanlegrar lausnar deilnanna um lögsögu á höfum og fiskveiði- takmörk, sem valda brezkum sjó- mönnum miklum áhyggjum. Sem kunnugt er flytur drottn- ing jafnan hásætisræðu við setn- ingu nýs þings og túikar ræðan stefnu ríkisstjórnarinnar, sem sem hefur hneppt rithöfunda landsins í ánauð. Tómas Guðmundsson Ég hef áðeins lesið síðustu bók Pasternaks, Zivago lækni, og varð mög hrifinn. Er mér óhætt að segja, að ég hafi ekki í langan tíma orðið eins hrifinn af skáld- verki. Mér finnst bókin öll alveg sérstaklega geðfelld. Breiddin minnir á 19. aldar meistarana rússnesku. Auk þess er Pastern- ak ,eins og kunnugt er, eitt mesta ljóðskáld Rússa á þessari öld. — Ég er mjög ánægður með þessa veitingu og undarlegt er það, að skömmu eftir að ég hafði lesið Zivago lækni og áður en ég heyrði Pasternak bendlaðan við Nóbelsverðlaunin, sagði ég við kunningja minn: Þessum manni á að veita Nóbelsverðlaun. — Um viðbrögð rithöfundasam- bands Sovétríkjanna er ekkert að segja fram yfir þá lýsingu, sem þau virðast gefa af ástandinu í Sovétríkjunum. situr að völdum hverju sinni. Er drottning framlengdi síðasta þing um nokkra daga með ræðu hinn 23. þ. rft. minntist hún einnig á landhelgisdeiluna og sagði: Ríkisstjórn mín tók þátt í Gen- far-ráðstefnunni um rétmrreglur á hafinu og hefur undirritað sátt- mála, sem gerður var þar varð- andi reglur um úthafið, landhelgi, landgrunn og fiskivernd. Hún hefur haldið áfram tilraun til að ná samkomulagi við ísland um fiskveiðitakmörk og hefur boðizt til að leggja málið fyrir Alþjóða- dómstólinn. Á meðan veitir hún vernd brezkum skipum, sem eru að veiðum á opnu hafi umhverfis ísland. KTAKSTEI\AIÍ Rumskað við Öðru hverju rumska flokkar vinstri stjórnarinnar við vegna svika sinna við gefin loforð. Tákn þess getur að líta í forystu grein Þjóðviljans í gær. Ræðir blaðið þar um „svikin“ við lof- orðið um að reka ameríska varn- arliðið af íslandi og kemst m.a. að orði á þessa leið: „Það er mjög athyglisvert að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn bera ekki við að færa rök fyrir því, hvers vegna þeir hafa svikið samþykkt Al- þingis frá 28. marz 1956, tillög- una sem þessir flokkar fluttu sjálfir, hvers vegna þeir hafa brugðist heitum sínum úr kosn- ingabaráttunni 1956, hvers vegna þeir afneita í verki loforðum sín um úr stefnuyfirlýsingu stjórn- arinnar. Málgögn þessara flokka hafa nú þagað gersamlega um hernámsmálin í meira en ár og fást ekki til þess að taka upp neinar umræður, hvernig sem eftir er leitað. Aðferð þeirra er þumbarahátt- urinn“. Iðrun en ekki yfÍTbót Auðsætt er af þessum skrifum ■að iðrun og ótti hefur slegið kommúnistablaðið vegna svika vinstri stjórnarinnar í varnar- málunum. En enginn skyldi þó halda að kommúnistar hafi yf- irbót í huga. Þeir eru aðeins að reyna að koma ábyrgðinni á svik unum yfir á samstarfsmenn sína. Eitt stjórnarbiaðið upplýsti ekki alls fyrir löngu að ráðherrar kommúnista hefði aldrei hreyft kröfu um brottflutning varnar- liðsins síðan samningur var gerð- ur um áframhaldandi dvöl þess hér á landi haustið 1956, nokkr- um mánuðum eftir að vinstri stjórnin tók við völdum. Allur almenningur lætur þess vegna ekki blekkjast þegar kommar þykjast nú halda uppi harðri baráttu fyrir framkvæmd tillögunnar frá 28. marz 1956. Hjarta, sem rúmar mikinn kærleikn Á Alþingi íslendinga eru dag- arnir kyrrlátir um þessar mund- ir. Eitt og tvö mál eru á dags- skrá hverrar deildar daglega og fundir standa aðeins örfáar mín- útur. Frá stjórninni koma aðeins rumvörp um framlengingu tolla og skatta. Þannig hefur þetta verið öll þing vinstri stjórnarinnar. Al- þingi hefur setið svo að segja auðum höndum meginhluta þing tímans. Það hefur beðið allan vet urinn eftir „bjargráðum" vinstri stjórnarinnar. En bjargráð hafa aldrei komið, aðeins frumvörp um nýja skatta og álögur á al- menning. Þannig mun þetta að öllum líkindum verða enn á þessu þingi. Eysteinn kann engin úrræði nema skattpininguna, þó að hann hafi fengið kommúnista sér til aðstoðar. Hann hefur í allt haust verið að reikna út, hvern- ig hann geti náð nokkrum hundr- uðum milljóna kr. í nýjum skött- um af þjóðinni á næsta ári. Und- ir jólin, þegar þingi Alþýðusam- bands íslands er lokið, kemur ár- angur reikningslistarinnar i ljós. Þá verður Hermann búinn að hafa „samráð við vinnustéttirn- ar“ og allt í lagi með nýju skatt- ana. Hermann þreytist aldrei á að fórna sér fyrir „almúgann“. Hon- um þykir svo vænt um hann og er svo mikið áhugamál að bæta lífskjör hans, sérstaklega með því að gefa Eysteini tækifæri til þess að heimta af honum nýja skatta. Hjarta hins mikla veiði- manns er stórt og rúmar mik- inn kærleik til „vinnustéttanna"! Það haustar einnig suður í Evrópu. Deila, sem veldur brezk- um sjómönnum áhyggjum — sagði drotfning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.