Morgunblaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 4
4 MORGVNBL4Ð1Ð Miðvik'udagur 29. okt. 1958 llúagbókl I dag er 303. dagur ársins. Miðvikudagur 29. október. Árdegisflæði kl. 7,08. Síðdegisflæði kl. 19,20. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðirni er opin all- an sólarhringinn. LæKnavörður L. R. (fyrir virjanir) er á sama Stað, frá kl. 18—8T — Sími 15030. Næturvarzla vik 'na 19. til 25. október er í Vesturbæjar-apóteki, sími 22290. Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er ipið aila virka daga kl. 9-21, laugardaga kl. 9-16 og 19-21. Helpidaga kl. 13-16. Næturlæknir í Hafnarfirði er Ólafur Ólafsson, sími 50536. Kefli ikur-apótek cr opið alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apólek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—ZC, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23J00. EDDA 595810307 = 7 I.O.O.F. 7 = 14010298% = Fl. LIONS—ÆGIR 1958291012 « AFMÆLI ■:■ 53 ára er í dag Otto Þorvalds- son, fyrrum vitavörður að Sval- vogum í Dýrafirði. Hann á nú heima að Lyngholti í Garðahreppi. Kvenfélag Laugarnessóknar: — Bazarinn er 8. nóvember. — Kvenfél. Neskirkju. Konur í Nes- sókn og aðrir velunnarar. Hinn árlegi bazar verður fyrst í des- ember. IB5B Skipin Eimskipafélag íslands h. f.: — Dettifoss fór frá Siglufirði 28. þ. m. Fjallfoss og Goðafoss fóru frá Reykjavík í gærkv. Gullfoss og Lagarfoss eru í Reykjavík. Reykjafoss fór væntanlega frá Hamborg í gærdag. Tröllafoss er í Reykjavík. Tungufoss er í Aarhus. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á Siglufirði. Arnarfell er í Sölvesborg. Jökulfell fer væntan- lega frá Antwerpen í dag. Dísar- fell fer væntanlega frá Riga í dag. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell fór í gær frá Reykjavík til Eskifjarðar. — Hamrafell kemur til Reykjavíkur £ kvöld. Eimskipafélag Reykjavíkur K.f.: Katla er væntanleg til Reykjavík- ur í kvöld. — Askja lestar salt- fisk á Faxaflóahöfnum. Skipaútgerð ríkisins. — Hekla fór frá Reykjavík í gær. Esja er á Austfjörðum. Herðubreið fer frá Reykjavík í dag. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill ér væntan- .legur til Akureyrar í d-ag. Skaft- fellingur fór frá Reykjavík í gær. !5?3 Brúðkaup S.l. laugardag voru gefin s-am- an í hjónaband af séra Jóni Thor arensen ungfrú Ásta Jónsdóttir, Hofteigi 16 og Óli Ágústsson, Bjargi, við Suðurgötu. S.l. sunnudag voru gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns syni Guðrún Snjólaug Snjólfs- dóttir og Sigurður Bergsteinsson. Heimili þeirra er að Kárastíg 11. Ennfremur nýlega, Birna Magn úsdóttir og Sigurður Ólafur Stef- ánsson. Heimili þeirra er að Litla gerði 10. Einnig Margrét Pálsdóttir og Oddgeir Daníel Guðmundsson, Sog^vegi 150. Hjönaefm Þann 25. þ.m. opinberuðu trú- lofun sína Guðmunda Jónsdóttir, Miðskógi, Dalasýslu og Einar Kristinsson, Bústaðavegi 63, Rvík. BH Ymislegt Ord lífabts: — Og vit<mle&a er leyncia/rdómur guðhræðslmmar ViikUl: Hatvn sem ojiinberaðist í Iwldi, var réttlætUur i amda, bi/ri- isl englum, boðaður með þjóðum, itar trríeað í hjeimUi, varr iMfmn upp í dýrð (1. Tím. 3, 16). Spilakvöld lemplara í . lafnar- firði eru hafin. Spilað verður í kvöld í G.T.-húsinu og framvegis annan hvorn miðvikudag Verð- laun verða veitt á hverju kvöldi og heiidarverðlaun. Öllum gefst kostur á að vera með. Þessi spila- kvöld hafa notið vinsælda undan- farna vetur. Flugvélar Flugfélag íslands h.f.: Hrím- faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08,30 í dag. — Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 16,35 á morgun. — Gullfaxi fer til Lundúna kl. 08,30 í fyrra- málið. — Innanlandsflug. 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vest- mannaeyja. — Á morgun er áætl- að að fljúga til Akureyrar, Bíldu dais, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópa skers, Patreksf jarðar og Vest- mannaeyja. Loftleiðir h.f.: — Edda er væntanleg frá New York kl. 07,00, fer til Stavanger, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 08,30. Hekla er væntanleg frá Glasgow og London kl. 18,30, fer til New York kl. 20,00. fggAheit&samskot Áheit og gjafir til Háteigs- kirkju, afh. sóknarprestinum: — Gjöf frá frú Svanhildi Jörunds- dóttur kr. 1.000,00; áheit frá G. J. kr. 100,00; áheit frá I. G. kr. 100,00; M G 70,00; A E 50,00. — Alls krónur 1.320,00. Áheit og gjafir til Strandar- kirkju, afh. Mbl.; — F N kr. 100,00; G A 10,00; g. áheit Helga 100,00; G T 20,00; R E 10,00; H G 100,00; J K Hafnarfirði 50,00; áheit N N 1.000,00; áheit J B 20,00; G J K 25,00; Petrina 25,00; E J 200,00; Stefanía 100,00; Ragn heiður 25,00; G. Matth. 175,00; H 100,00; gamalt áheit frá ónefndum 50,00; E K, g. áh. 50,00; J S 20,00; G í A 350,00; G G g. og nýtt 150,00; tvö gömul áheit E G 200,00; ónefnd 100,00; Rósa FERDIIMAND 10,00; þakklát kona 15,00; B. Gunnarsson 50,00; þakklát 200,00; g. áheit Þ 500,00; drengur 2,00; Rú 2,00. Læktiar fjarverandl: Alma Þórarinsson fjarver- andi til 1. desember. Staðgengill: Guðjón Guðnason, Hverfisg. 50. Bjarni Bjarnason frá 25. okt. Staðgengill: Árni Guðmundsson. Guðm. Benediktsson frá 20. júlí í óákveðinn tíma. Staðgengill: Tómas Á. Jónasson, Hverfisgötu 50. Viðtalst. 1—1,30. Gunnar Cortes óákveðið. Stað- gengill: Kristinn Björnsson. Kristján Þorvarðsson til 28. þ. m. — Staðgengill: Eggert Stein- þórsson. — Úlfar Þórðarson frá 15. sept., um óákveðinn tíma. Staðgenglar: Heimilislæknir Björn Guðbrands son og augnlæknir Skúli Thorodd- sen. — Victor Gestsson frá 20 sept. — Óákveðið. Staðg.: Eyþór Gunnars son. Þorbjörg Magnúsdóttir. Óákveð ið. Staðg.: Þórarinn Guðnason. Jarþrúður Bjarnadóttir Fædd 15. apríl 1872 — Dáin 21. okt. 1958 M I N N I N G Það klökknar lund er kveðjast vinir hér og kært er þakkað fyrir tíma liðinn. En samfagna þó viljum, vina, þér að vera komin heim, í þreyða friðinn. I>ú þráðir lausn og fundinn frelsarans, því fjötrum sjúkdóms varstu hörðum bundin. Nú áttu hvíld f undra gæsku hans, því upp er runnin þreyða lausnarstundin. Þú vildir þræða vegu sannleikans og vannst af alhug, djörf að hugðarmálum. Og oft þú gladdir anda smælingjans, er orðin trúu fluttir þreýttum sálum. Styrkt af Drottni stefndir lífsins braut, staðföst gekkst með trúmennsku að verki. Sannri dyggð, í sælu jafnt og þraut, sífellt barstu örugglega merki. Oft þó lftil efnin væru í hönd, ötullega stríðið dagsins háðir. Frelsarinn góði frjóvgi vítt um lönd frækorn þau, er trú þú niður sáðir. Nú ertu horfin ljóss á dýrðar láð, að lifa hér til blessunar þú vildir. Og seint á burtu verður minning máð, er mæta eftir vinum þínum skildir. Ó. og B.H.Þ. Hvað kostar undir bréfin. Innanbæjar 20 gr. kr. 2.00 Innanl. og til útl. (sjóleiðis) 20 — — 2.25 Flugb. til Norðurl., Norðurlönd 20 — — 3,50 40 — — 6.50 Norð-vestur og 20 — — 3.50 .lið-Evrópu 40 — — 6.10 Flugb. til Suður- 20 — — 4.00 og A-Evrópu 40 — — 7.10 Flugbréf til landa 5 — — 3.30 utan Evrópu 10 — — 4.35 15 — — 5.40 20 — — 6.45 Ath. Peninga má ekki senda í almennum urefum. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29A. — Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 14—19. Sunnud. kl. 17—19. — Lestrarsalur fyrir fullorðna. Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13 —19. Sunnudaga kl. 14—19. ÚtibúiS, Hólmgarði 34. Útlána deild fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21, aðra virka daga nema laugardaga, kl. 17—19. — Les- stofa og útlánadeild fyrir börn: Alla virka daga nema laugardaga kl. 17—19. Útihúið, Hofsvallagötu 16. Út- lánadeild fyrir börn og fullorðna: Alla virka daga nema laugardaga, kl. 18—19. Þessi réttur er búitm til úr stór- um tómat og einu rauðspettu- flaki á mann. Takið rauðspettu- flökin af beinunum, stráið á þau salti og látið þau liggja svolitla stund. Þurrkið þau þá vel, vef jið þau saman og bindið utan um þau. Gott er að væta þau ofur- lítið i hvítvíni eða vatni með ofur litlu ediki. Skerið nú „lok“ af tó- mötunum, skafið maukið úr þeim, og hafið þá svolitla stund á hvolfi. Nú er salti og pipar stráð á botnr- inn á hverjum tómat, einu flaki stungið í hvern, mayonnaise smurt yfir og ofan á stráð sax- aðri eða heilli pétursselju. Ef til væru diskar, á botð við þessa á myndinni, væri regluieg ánægja að bera slikan rett á borð. Útibúið, Efstasundi 26. Útlána deild fyrir börn og íullorðna: — Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga, kl. 17—19. Barnalesstofur eru starfræktar í Austurbæjarskóla, Laugarnes- skóla, Melaskóla og Miðbæjar- skóla. Listasafn Einar Jónsson í Hnit- björgum er opið sunnudaga og miðvikudaga kl. 1,30—3,30. Þjóðminjasafnið er opið sunnu- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga kl. 1—3. Byggðasafn Reykjavíkur að Skúlatúni 2 er opið kl. 2—5 alla daga nema mánudaga. Náttúrtigripasufnið: — Opið a sunnudögum kl. 13,30—15 þriðju- dogum og fimmtudögum kl. 14—15 Gerður óvirkur Ungur maður kom laugardags- morgun nokkurn í bílaverkstæðið til að sækja bílinn sinn úr við- gerð, en fór fýluferð. — Nú, já, þér segizt hafa upp- götvað margt, sem þarf að lag- færa. Svo að ég verð víst að fara með strætisvagni heim í dag — eða hvað? — Já, vissulega — og ég held, að ráðlegast væri fyrir yður að kaupa strætisvagnamiða, sem end- ast allan næsta mánuð! ★ Frú nokkur kom inn í búð, þar sem verzlað var með ýmislegt mönnum til dægrastyttingar, og spurði afgreiðslumanninn: — Eigið þér ekki einhvers kon- ar spil fyrir tvo, sem við hjónin getum stytt okkur stundir með án þess að fara í hár saman? ★ — Ég hef lengi sætt mig við það að búa i gamalli, lélegri og ódýrri íbúð, sagði frú Margrét við manninn sinn. Allir kunn- ingjar okkar hæðast að þessu. Nú verðum við að láta til skarar skríða og verða okkur úti um betri og dýrari íbúð. Eiginmaðurinn hófst þegar handa, en það bar engan árang- ur. Dag nokkurn kom pósturinn með bréf. Eiginmaðurinn las það og hrópaði fagnandi: — Elskan mín, nú hefur þú fengið ósk þína uppfyllta. Húseig- andinn hefur sem sé hækkað leig- una töluvert!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.