Morgunblaðið - 29.10.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 29.10.1958, Síða 6
6 MORCVlSBLAÐIb Miðvikudagur 29. okt. 1958 Leikfélag Reykjavíkur: Allir synir mínir eftir Arthur Miller. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. LEIKFÉLAG reykjavíkur er nokkuð seint á ferðinni með | fyrstu leiksýningu sína á þessu leikári. Ekki er ég þó með þessum orðum mínum að álasa hinu merka félagi og þeim ágætu mönnum, sem þar hafa forustuna, því að félagið getur vissulega sagt eins og gamli Worse, skip- stjóri, í sögu Kiellands: „Jeg kommer sent men jeg kommer godt . . .“. Leikfélagið hóf sem sé starfsemi sína að þessu sinni með því að frumsýna sl. sunnudags- kvöld leikritið „Allir synir mín- ir“, eftir hinn mikla snilling, ameríska rithöfundinn Arthur Miiler, áhrifaríkt og stórbrotið skáldverk. Um höfundinn er óþarft að fara hér mörgum orð- um, því að margt hefur verið um hann rætt ög ritað hér og þrjú af öndvegisverkumhanshafa verið sýnd hér í Þjóðleikhúsinu á undanförnum árum við geysi- Helga Valtýsdóttir í hlutverki Kate Kellers og Brynjólfur Jó- hannesson (Joe). hrifningu áhorfenda, en þau eru „Sölumaður deyr“, „í deiglunni" og „Horft af brúnni". Arthur Miller er liðlega fert- ugur, fæddur 1915. Hann stund- aði háskólanám og blaðamennsku framan af, en tók snemma að semja leikrit. Með leikritinu „The Man Who Had All the Luck“, vakti hann á sér töluverða at- hygli dómbærra manna, er það Var sýnt í New York, enda þótt dagar þess á sviðinu væru taldir eftir fjórar sýningar. Næst samdi Miller leikritið „All My Sons“, og var það frumsýnt í New York í ársbyrjun 1947. Hlaut höfund- urinn mikla og almenna viður- kenningu fyrir leikiitið, enda voru allir gagnrýnendur á einu máli um það, að þetta væri eitt allra snjallasta leikrit, sem nýr höfundur hefði látið frá sér fara um langt skeið og að mikils mætti af höfundinum vænta í framtíð- inni. Má vissulega með sanni segja, að sú spá gagnrýnenaanna hafi rættst í ríkum mæli. Leikritið „Allir synir mínir“, er átakanleg harmsaga fólks, sem þungi gamalla misgerða bugar að lokum. Það segir okkur á áhrifa- mikinn hátt að gjörðir einstak- lingsins ná langt út yfir hann sjálfan, eru aðeins þáttur í marg- slungnu lífi fjöldans. Þess vegna bera menn ábyrgð gjörða sinna ekki aðeins gaghvart sjálfum sér og sínum, heldur og gagnvart öllum öðrum. Og þó að menn geti um sinn skotið sér undan þessari ábyrgð, þá rennur þó óhjákvæmi- lega upp áður en lýkur stund hinna vægðarlausu reikníngs- skila. Joe Keller er verksmiðjueig- andi og býr í úthverfi amerískr- ar borgar ásamt konu sinni og syni, sem verið hafði í stríðinu. Annar sonur þeirra hjóna hafði einnig verið í stríðinu, sem flug- maður. en kom ekki heim aftur, eins og svo margir, og var ókunn- ugt um afdrif hans. Telja flestir að hann hafi farizt enda liðin nokkur ár frá því er ófriðnum lauk. Heimili Kellers-fjölskyld- unnar virðist komið í samt lag eftir ófriðinn, en svo er þó í raun og veru ekki, því að kona Kellers er stórþjáð á sinninu út af hvarfi sonar síns og sættir sig ekki við tilhugsunina um að hann sé dá- inn. A stríðsárunum hafði verk- smiðja Joe Kellers selt banda- ríska flughernum gallaða véla- hluta, er leiddi til þess að tutt- ugu og einn maður létu lífið. Joe og félagi hans voru ákærðir fyrir þennan mikla glæp og lauk málinu með því, að Joe var sýkn- aður, en félagi hans var dæmdur í tugthús. Ýmsar getgátur og dylgjur voru manna í milli um þetta mál, sem þó smám saman virtist vera að fyrnast yfir. En hinum endanlegu reikningsskil- um var ekki lokið, er fangelsis- hurðin skall á hæla hins dæmda, — þau bíða síns tíma, — í leiks- lok og rís þá leikurinn hæst í sínum volduga dramatíska krafti. Gísli Halldórsson hefur sett leikinn á svið og stjórnað hon- um. Er þetta þriðji leikurinn, sem hann stjórnar á vegum Leik- félags Reykjavíkur. Hefur hann með þessu starfi sínu sýnt, að hann er ekki aðeins ágætur l°ik- ari, heldur einnig gáfaður og ör- uggur leikstjóri. Hann skilur við- fangsefnið til hlítar og hefur alla þræði í hendi sér. Er heildarsvip- ur leiksins óvenjulega góður og samleikurinn þannig, að vart verður á betra kosið og eru þó hlutverkin allmörg og vandasöm, Guðmundur Pálsson sem George Deever og Helga Valtýsdóttir (Kate). þó að auðvitað séu hlutverk Joe Kellers, Kate konu hans og Chris sonar þeirra langveigamest og erfiðust. Brynjólfur Jóhannesson leik- ur Joe. Þessi aldraði syndaselur, sem hugsar helzt í dollurum, er kannski ekki neitt verri maður þegar allt kemur til alls, en gerist og gengur, þrátt fyrir afbrot sín. Hann ann heimili sínu, konu sinni og syni, sem er honum í raun og veru allt, og hann er góðlátlegur og glettinn, nema þegar hann setur í sig hörku til þess að þagga niður í samvizku sinni. Hlutverk- ið er geysivandasamt, en Brynj- ólfur leikur það afburða vel. Svip brigði hans, látbragð og málróm- ur lýsir ágætlega hinum marg- víslegu sveiflum í hugarástandi hans og í átökunum miklu milli þeirra feðga, er leikur hans allur svo sannfærandi að maður „hef- ur ekki við að trúa“. Helga Valtýsdóttir ieikur Kate /Keller, líklega erfiðasta hlutverk leiksins. Eins og áður segir, er Kate sárþjáð kona, af því hún vill ekki sannfærast um að sonur hennar, sem hvarf í stríðinu, sé dáinn. En ástæðan fyrir því, á sér djúpar rætur. Húni hefur allt af vitað hlut mannsins síns í sölu hinna gölluðu varahluta, og hún Brynjólfur Jóhannesson í hlutverki Joe Kellers. getur ekki varizt þeirri hræði- legu hugsun, að ef sonur þeirra hafi farizt í flugslysi, þá hafi faðir hans raunverulega verið valdur að dauða hans. — Helga Valtýsdóttir hefur að undanförnu leikið hvert hlutverkið oðru meira, með þeim ágætum, að hún er nú tvímælalaust orðin ein allra mikilhæfasta skapgerðar- leikkona okkar. Ef til vill er Kate erfiðasta viðfangsefni hennar til þessa, en frúin leikur það hlut- verk frábærlega vel, af öruggum skilningi og sterkri innliíun. Kate virðist hafa hugboð um að dagur reikingsskilanna sé að nálgast og leikkonan túlkar á áhrifamikinn hátt ótta og angist þesarar hrjáðu konu. Jón Sigurbjörnsson leikur Chris, son Kellers-hjónanna. Chris þekkir ekki þá veröld, sem við honum tekur, þegar hann kemur heim úr stríðinu, finnst hún eigingjörn og ábyrgðarlaus. Hann er heiðarlegur maður og þráir betra og sannara líf og hann leitast við að sjá aðeins góðu hliðarnar á mönnunurn. Hann ann föður sínum og dáir hann og því sárari verða von- brigði hans, er honum verða ljós afbrot föður síns og því miskunn arlausari verða ásakanir hans, er hin miklu átök gerast milli feðganna. Jón Sigurbjörnsson er mjög vaxandi leikari, þrótt- mikill og karlmannlegur í öl'um viðbrögðum sínum og leikur jafn an af öruggum skilningi og inn- lifun. En aldrei hefur Jón leikið betur en að þessu sinni, enda hefur hann unnið hér veru- legt leikafrek. Helga Bachmann fer með hlut- verk Önnu Deever, dóttur félaga Joe’s, þess er dæmdur var. Anna hafði verið heitbundin syni Kell- ers-hjónanna, er hvarf í stríðir.u, en er nú gestur á heimili Kellers í boði Chris og hafa þau fellt hugi saman. Á Anna veigamiklu hlut- verki að gegna í lok leiksins. — Helga fer vel með hlutverk þetta af réttri hófsemi og góðum skiin- ingi. George Deever, bróðir Önnu, leikur Guðmundar Pálsson. Þau systkinin höfðu snúið baki við föður sínum, er hann var dæmd- ur, en nú hefur Georg, sem er orðinn lögfræðingur, heimsótt föður sinn í fangelsið og fengið að vita hið sanna í máli bans. Heldur hann þaðan beint á fund Joe Kellers til þess að krefja hann reikningsskapar. Hlutverkið er ekki mikið að vöxtum, en ger- ir þó verulegar kröfur. Fer Guð- mundur laglega með hlutverk þetta, með töluverðum þunga og skaphita. Vini Kellers-fjölskyldunnar, Jim Bayliss og Sue konu hans leika þau Ácni Tryggvason og Guðrún Þ. Stephensen. Er lækn- irinn orðinn langþreyttur á kvabbi hysteriskra kerlinga og á þá ósk eina, að geta gefið sig að vísindarannsóknum, en kona hans, sem getur verið ærið við- skotaill þegar því er að skipta, er raunsæ og mótfallin rannsókn- arstarfi bónda síns, sem ekkert muni gefa í aðra hönd. Þau Árni og Guðrún gera bæði hlutverkum sínum góð skil. Aðrir nágrannar Kellers-fjölskyldunnar er« Frank Lubey og kona hans Lydía, er þau Steindór Hjörleifsson og Sigríður Hagalín leika. Hlutverk in eru fremur smá, en vel með farin. Þá leikur Ásgeir litli Frið- steinsson Bert, skemmtilegan átta ára snáða, og stendur sig eins og hetja. Leiktjöldin hefur Magnús Páls- son gert. Eru þau hin prýðileg- ustu eins og reyndar sviðtð allt. Jón Óskar hefur þýtt leikinn á lipurt mál, en ekki hnökralaust. Leiksýning þessi er einhver sú heilsteyptasta og áhrifamesta, sem hér hefur sézt um langt skeið — listrænn viðburður, sem lengi mun vitnað til, enda hef ég sjald- an verið í leikhúsi þar sem hrifn- ing áhorfenda hefur verið jafn- mikil og í Iðnó þetta kvöld. Sigurður Grímsson. Kvenréttindafé- lagið mótmælir ofbeidi Breta Fundur í Kvenréttindafélagi ís- lands haldinn 21. okt. 1958 fagn- ar útfærslu fiskveiðilandhelginn- ar og mótmælir harðlega ofbeld- isaðgerðum Breta hér við land. Jafnframt þakkar fundurinn áhöfnum íslenzku varðskipanna fyrir drengilega frammistöðu, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Sömuleiðis þakkar fundurinn þeim þjóðum, sem hafa viður- kennt rétt íslendinga til að ráða yfir fiskveiðilandhelginni eða gefið fiskiskipum sínum fyrir- mæli um að virða hana. skrifar úr dqglega lifínu Þörf á matvælasýningu EYKVÍSK húsmóðir” skrifar Velvakanda eftirfarandi bréf: Reykvíkingum hefur að undan- förnu verið gefinn kostur á að sjá og skoða margs konar syningar, og þeim ber sannarlega að þakka er að því standa. En frá mínum bæjardyrum séð vantar pá sýn- ingu, sem mest þörf er fyrir, mat- vælasýningu. Matvæiainnkaup heimilanna eru svo stór ,iður í útgjöldum hvers og eins, að það hlýtur að vera krafa okkar neytendanna, að við fáum að greiða hverja tegund eftir gæðum hennar. Skemmda eða illa unna vöru ætti að útiloka af markaðinum. Um daginn var í Morgunblað- inu mjög athyglisverð grein um matvælasýningu eftir Friðrik Eiríksson, bryta. Benti hann rétti lega á, hversu nauðsynleg og lær- dómsrík slík sýning gæti verið, og tók dæmi frá Bandaríkjamönn um, sem munu standa allra þjóða fremstir hvað vöruvöndun snert- ir. Það er svo sem ekkert gaman, að þurfa að greiða hæsta verð fyrir vöruna, og sjá er heim kem- ur og á að fara að nota hana, að það er engin fyrsta flokks vara. Við höfum um þetta nærtæk dæmi: Hvað um mjólkina í sum- ar? Hvað um fiskinn? Og hvað um brauðin, kökurnar o. m. f 1.? Ef allir eru ánægðir með þetta, þá er allt í stakasta lagi. En ég hygg að mörg húsmóðir þessa bæjar sé sáróánægð, og þess vegna lít ég svo á að eitthvað beri [ að gera til að stuðla að meiri I vöruvöndun. Matvælasýning er ekki svo fráleitt skref í rétta átt“ Þetta var bréf „Reykvískrar húsmóður“. Matvælasýning væri | vafalaust gagnleg. Þá gæfist kost- ur á að skoða og bera saman. En þegar matvæli eru annars vegar, nægir ekki alltaf að skoða. Eins og húsmóðirin segir í bréfi sínu, kemur það oft ekki í ljós fyrr en heim er komið, hvernig matvaran er. En húsmæðurnar hafa eitt ráð, sem ég hygg að sé öllum ráð- um betra, og það er að láta sér það að kenningu verða ef þær fá slæma vöru, og leggja sér það á minni þegar þær fá góða. Einníg geta þæt- gengið í nokkurs konar bandalag, eins og sagt er að þær geri oft af minna tilefni, og varað hvora aðra við eða hrósað, þegar það á við. Þessa aðferð heid ég að þær hafi fundið fyrir löngu, blessaðar. Gagnvart einstöku vörutegundum er maður að vísu alveg varnarlaus, eins og t. d. mjólkinni, hana neyðast flestir til að kaupa, hvort sem þeim lík- ar betur eða verr. Eim um akstur strætisvagna EDESTER skrifar: „Fyrir nokkru var í dálkum þínum minnzt á akstur strætis- vagnastjóra í Reykjavík. Aðfinnsl ur, sem mér fannst sumar hverjar á rökum reistar, voru bornar fram. Síðar birtist svo svar, að mig minnir frá strætisvagna- stjóra. [ Strætisvagnastjórinn neitar því I ekki, að strætisvögnunum sé stundum ekið hraðar en lög mæia fyrir. Þetta vill hann telja rétt- mætt og afsakanlegt vegna þess, I að strætisvagnar fái að öðrum kosti ekki haldið áætlun. Af- skiptaleysi lögreglunnar, sem fyrri bréfritari átelur, afsakar strætisvagnsstjórinn einnig með þessu. Þarna erum við íslendmgar lif- andi komnir. Agaleysið í þjóðfé- lagi okkar er okkur til minnkun- ar og meira tjóns en margur hygg ur. Nær það í raun og veru nokk- urri átt, að hægt sé að afsaka of hraðan akstur svo stórra og þungra farartækja sem st.rætis- vagnarnir eru með því, að þeir geti að öðrum kosti haldið áætl- un. Á að skilja þögn lögreglunnar sem samþykki í þessu máli? Er strætisvagnastjóri sem slysi veld- ur í of hröðum akstri laus allra mála, ef hann getur sýnt fram á, að honum hafi verið nauðsyn- legt að aka of hratt til þess að komast í tæka tíð á áfangastað? Ég hefi greinilega orðið þess var, að strætisvagnarnir í Reykja vík aka oftar fram úr öðrum bif- reiðum en strætisvagnar erlendis. Er við því að búast að vel gangi að kenna fólki hér á landi um- ferðarreglur, ef svona hugsunar- hóttur er talinn réttur og heil- brigður? Væri ekki rétt að gera kröfur til þess, að áætlun strætis- vagnanna sé höfð í fullu sam- ræmi við vegalengd og ieyfilcgan aksturshraða?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.