Morgunblaðið - 29.10.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.10.1958, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIh Miðvikudagur 29. okt. 1958 iiftMitfrife Utg.: H.f Arvakur. Reykjavik. 6'ramkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. ASamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fró Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi ?,á04t Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 AsKriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. LAXNESS OG PASTERNAK UTAN UR HEÍMI Sonorama" franski á hljómplötum Halldór kiljan lax- NESS hefur ætíð verið ómyrkur í máli um það, sem hann hefur talið miður fara í íslenzku þjóðfélagi. Sumum hefur stundum þótt þjóðfélags- ádeila hans bera listina ofurliði. Enginn hefur þó efazt um, að Halldór hafi flutt þær skoðanir einar, sem sannfæring hans segir til um. Enda hefur hann hér inn- anlands yfirleitt ekki farið dult með, hverjum megin hann væri í stjórnmálaátökunum. Hann hef- ur hvað eftir annað lánað komm únistadeildinni hér á landi, und- ir hvaða heiti, sem hún þá kann að hafa gengið, nafn sitt henni til prýði, t. d. við framboð til Alþingis. Halldór hefur þannig gengið í lið með flokki, sem meg- inþorri íslendinga telur þjóðinni óhollan og beinlínis berst fyrir annarlegum hagsmunum. Þrátt fyrir þessar stjórnmála- skoðanir skáldsins hefur vegur þess stöðugt farið vaxandi. Viðhorf þjóðarinnar í þessu kom glögglega fram, þegar Hall- dór Kiljan hlaut Nóbelsverðlaun- in. Þá töldu allir, að heiður Hall- dórs væri heiður íslenzku þjóð- arinnar. Háir sem lágir, and- stæðingar sem samflokksmenn, allir kepptust við að votta skáld- inu virðingu sína og þakka hon- um sæmdina, er hann hafði aflað íslandi. Á þetta er ekki minnzt nú vegna þess, að það sé í frá- sögur færandi. — Annað hefði beint verið þjóðarskömm, enda andstætt eðli íslendinga. — Við teljum sjálfsagt að meta af- rek manna, eftir gildi þess, sem gert er, en ekki hvernig okkur líkar við einhverja aðra fram- komu afreksmannanna. Eins að hyllustum við kenningu frjáls- byggjumannsins, er sagði: — Ég er skoðun þinni innilega ó- sammála, en ég vil leggja allt í sölurnar til þess, að þú megir halda henni fram. ★ Berum þetta saman við það, sem síðustu dagana hefur gerzt í Rússlandi. Einn fremsti rithöf- undur þeirrar miklu þjóðar fær Nóbelsverðlaun. Enginn neitar honum um framúrskarandi hæfi- leika. Skömmu áður en hann hlaut verðlaunin, hafði einn mesti valdamaður í Rússlandi um bókmenntaefni dáðst í al- manna óheyrn að ljóðum hans og þýðingum úr erlendum málum. En Pasternak, því að sá er maðurinn, hafði gerzt svo djarfur að skrifa skáldsögu, þar sem bregður fyrir skoðunum, sem einvöldunum í Rússlandi líka ekki. Þjóðviljinn segir raunar, að alltof mikið sé úr þessu gert. í gær birti Þjóðviljinn t. d feitletraða skammargrein tii Morgunblaðsins fyrir það, sem þar hafi staðið um Zivago lækni. Upphaf Þjóðviljagreinarinnar hljóðar svo: „Aróðurshýenur Atlantshafs- bandalagsins hafa eins og kunn- ugt er reynt að gera sér mat úr „Sívago lækni“, skaldsögu sov- ézka nóbelsverðlaunaskáldsins Pasternaks, og með því lagt þeim lið sem hindrað hafa út- gáfu bókarinnar í föðurlandi hans. Aðferðin er sú að slíta úr samhengi einstakar klausur úr 500 blaðsíðna verki. Kynning a bókinni í Morgunblaðinu í fyrra- dag ber merki áróðursmoldviðr- isins, þar er beinlínis um fölsun að ræða.“ í framhaldinu segir Þjóðvilj- inn, að algerlega sé rangt, að Pasternak hafi fordæmt þjóðnýt- inguna í Rússlandi, heldur ein- ungis samyrkjuskipulagið í land- búnaðinum. Hann hafi þvert á móti sagt í viðtali við þýzkan blaðamann nýlega: „Þýðingarmesti árangur bylt- ingarinnar var afnám einka- eignaréttarins (á framleiðslu- tækjum). Það gerði okkur að nýrri þjóð“. ★ Hér skiptir ekki máli, hvor réttara hefur fyrir sér um skýr- ingar á skoðunum Pasternaks, Morgunblaðið eða Þjóðviljinn. Sjálfsagt má eitthvað togast á um hverjar þær eru, enda er ætíð nokkuð hæpið að telja höf- undinn sjálfan hljóta að vera sammála öllu því, sem einhver persóna í ritum hans er látin segja. Víst er, að það, sem Past- ernak hefur sagt til áfellis hinu rússneska þjóðskipulagi, er skuggi miðað við lýsingar Lax- ness á hinu íslenzka. Aðalatriðið er, að valdhafarn- ir í Rússlandi hafa tekið veitingu Nóbelsverðlauna til Pasternaks með fullum fjandskap. Fyrst er reynt að dylja veitingu verðlaun- anna fyrir öllum almenningi. Síð an er bókmenntarit látið hella úr skálum reiði sinnar yfir skáldið. Loks samþykkir rithöfundafélag- ið þar í landi að reka Pasternak úr félaginu, af því að hann hafi farið óvirðingarorðum um þjóð- félagið og nú fengið verðlaun frá andstæðingum þess fyrir ó- þokkaskap sinn! Hvernig er andlegu frelsi komið, þar sem annað eins getur átt sér stað? Von er, að jafnvel Þjóðviljinn sé hikandi í vörnum sínum. En þó er athyglisvert, að Þjóðviljinn segir í tilvitnuðum orðum, að þeir af andstæðingum kommúnista, sem reyni að gera sér mat úr skoðunum Pasterrtaks, „hafi með því lagt þeim lið, sem hindrað hafa útgáfu bókarinnar í föðurlandi hans.“ Vörn Þjóðvilj ans byggist sem sagt á því einu, I að Pasternak hafi ekki haldið fram þeim skoðunum, sem and- stæðingar kommúnista og vald- hafarnir í Rússlandi auðsjáanlega telja felast í bókum hans. Ef „áróðurshýenur Atlantshafs- bandalagsins“ skildu rit skáids- ins rétt, er svo að sjá sem Þjóð- viljinn hefði ekkert við að at- huga bannið á skáldsögunni í föðurlandi höfundarins! Af þessu má sjá, að ókyrrð kommúnista hér vegna yfirgengi legs ofstækis og ofsókna flokks- bræðra þeirra í Rússlandi, bygg- ist ekki á raunverulegum skoð- anamun, heldur sprettur einung- is af því, að þeir telja ekki hag- kvæmt að verja athæfi, sem okkur er svo framandi og óskilj- anlegt. Þeir um það. En í hvoru þjóðfélaginu vilja menn heldur lifa? Hinu rúss- neska, sem tekur verðlaunaveit- ingunni til Pasternaks af fullum fjandskap? Eða hinu íslenzka, sem fagnar sæmdum þeim, sem Halldóri Kiljan Laxness eru veittar? UM þessar mundir er að hefja göngu sína í París „talandi" tímarit, o-m hlotið h;fur heitið „Sonorama". Ef vel tekst til, mun „Sonorama" marka þátta- skil í sögu tímarita og einnig í framleiðslu hljómplatna, því að efni tímaritsins er lesið inn á hljómplötur. „Sonorama“ á að koma út mánaðarlega og flytja de Gaulle Frökkum „lifandi, sögulegar fra- sagnir af þeim tímum, sem við lifum á“. Segja má, að hér sé um að ræða alveg nýja aðferð við að flytja fólki frásagnir til fróðhiks og skemmtunar. Eintakið tiltölulega ódýrt Hvert eintak af „Sonorama“ er albúm, sem í eru sex hljóm- plötur og að auki stuttar greinar og myndasíður. Þannig er frá albúminu gengið, að hægt er að láta það liggja opið á borði og draga hljf mplöturnar auðveld- lega út og smeygja þeim á sinn stað aftur. Það tekur 40 mínútur ján-Louis Barrault að spila „greinarnar". „Sonor- ama“ er samt tiltölulega ódýrt. Eintakið kostar aðeins 500 franka, og er ástæðan sú, að hljómplöturnar eru gerðar úr nýju, ódýru plastefni. Plöt- urnar eru allt að því gagnsæjar og beygjanlegar. Útgefendur „Sonorama" segja, að þrátt fyrir þetta megi spila plöturnar á venjulegan grammófón allt að 100 sinnum, án þess að vart verði nokkurs slits á þeim. — ♦ — f fyrsta eintaki „Sonorama" er uppreisninni í Alsír í maí s. 1. og öllum þeim vandræðum, sem af henni leiddi heima í Frakk- landi, lýst á tveimur plötum. Valdir eru kaflar úr ræðum og yfirlýsingum de Gaulles, Pfliml- ins, Cotys forseta og Massus hers höfðingja. Þar að auki eru upp- tökur frá óeirðunum í Algeirs- borg og París. „Sonorama" flyt- ur ekki aðeins fréttir og frásagn- ir af nýafstöðnum atburðum, heldur og greinar um menning- armál og ýmislegt til skemmtun- ar. f fyrsta eintakinu les t. d. Jean-Louis Barrault formálann að Soulier de Satin eftir Claudel, og leikflokkur Barraults leikur atriði úr Madame Sans-Gene. Hinn vinsæli franski söngvari, Gilbert Becaus, segir frá óperu, sem hann er að semja og leikur úr henni kafla á flygil. Einnig er í þessu eintaki viðtal við Brigitte Bardot og unnusta hennar, og þessu fyrsta eintaki tímaritsins lýkur með „jamsession" rokk- hljómsveitar nokkurrar. Hugmyndina að þessu „tal- andi“ tímariti átti Claude nokk- ÁFENGISVARNARÁÐ hefur sent út fréttatilkynningu, þar sem greint er frá sölu áfengis eins og hún var fyrstu 9 mánuði þessa árs, en þar er þess getið m. a- að Áfengisverzlunin hafi selt áfengi til neyzlu fyrir nær 101,2 milljónir króna. í fréttatilkynningunni segir m. a. svo: „Samkvæmt upplýsingum frá Áfengisverzlun ríkisins hefir sala áfengis verið frá verzluninni þriðja ársfjórðung (1. júlí til 30. sept.) 1958, eins og hér segir: Heildarsala: Selt í og frá Rvík kr. 30.897.240,00; Akureyri kr. 4.518.633,00; ísaf. kr. 1.427.646,00; Seyðisfirði kr. 1.207.756,00; Siglufirði kr. 2.130.471,00. — Sam tals kr. 40.181.746,00. Sala í pósti til héraðsbann- svæðis frá aðalskrifstofu í Rvik: Vestmannaeyjar kr. 515.928,00. Áfengi til veitingahúsa selt frá aðalskrifstofu: kr. 813.720,00. Á sama tíma 1957 var salan sem hér segir: Selt í og frá Rvík kr. 28.202.211,00; Akureyri kr. 4.165.429,00; ísaf. kr. 1.462.781,00: Seyðisfirði kr. 925.289,00; Siglu- firði kr. 2.153.039,00. Samtals kr. 36.908.749,00. Sala í pósti til héraðsbann- svæðis: Frá aðalskrifstofu i Reykjavík. Vestmannaeyjar kr. 450.890,00. Áfengi til veitingahúsa selt frá aðalskrifstofu kr. 1.007.943,00. ★ Fyrstu níu mánuði ársins 1958 hefur sala áfengis til neyzlu frá Áfengisverzlun ríkisins numið alls kr. 101.792.515,00, en á sama tíma 1957 kr. 93.326.195,00. Allt I árið 1957 nam salan kr. — tímarif ur Maxe, sem undanfarin ár hef- ur fengizt við auglýsingastarf- semi. Tókst Maxe að vekja áhuga forráðamanna Hachetteútgáfufyr irtækisins — sem m.a. gefur út stærsta dagblaðið í París, France- Massu Soir — á ,,Sonorama“, og fyrir at beina Maxe stendur einnig Vega fyrirtækið, sem framleiðir hljóm- plötur, að útgáfu tímaritsins. Út- varpsstöðin Evrópa nr. 1, sem sendir um Saar, leggur að mestu til efnið í „Sonorama“. „Sonorama" mun fyrst koma út í 50 þús. eintökum, og útgef- endurnir eru svo bjartsýnir á gengi tímaritsins, að þeir eru þeg- ar teknir að undirbúa „alþjóða útgáfu“, eins og þeir orða það. — ♦ — Svo kann að fara, að í framtíð- inni verði auglýsingavígorð blaða útgefenda eitthvað á þessa leið: Kaupið ........blaðið, takið það heim með yður — og hlustið á það. 129.223.023,00. Það skal tekiðfram að nokkur verðhækkun varð á áfengum drykkjum 1. marz sl. Rétt er að geta þess, að mikill hluti af áfengiskaupum vínveit- ingahúsa (en þau eru 5 að tölu og öll í Reykjavík), fer ekki sér- staklega gegnum bækur Áfengis- verzlunarinnar, þar sem um kaup er að ræða úr vínbúðunum. Sala til veitingahúsa nemur því raunverulega ailmiklu hærri upp- hæð en framanrituð skýrsla ber með sér.“ Tónlistarskóli Isafjarðar ÍSAFIRÐI, 22. okt. — Tónlistar- skólinn hér byrjaði 11. starfsár sitt 3. okt. sl. Aðsókn að skólan- um er mjög góð og sóttu fleiri um skólavist en hægt var að veita inntöku. í vetur munu 40 nemendur taka þátt í píanó- og orgelleik. Þá hafa borizt 30 um- sóknir um kennslu á blásturs- hljóðfæri og er vafamál, að öll- um þeim umsóknum verði hægt að sinna. í nóvember mun byrja kennsla á blokkflautu fyrir börn og verður það 6 mánaða nám- skeið. Skólastjóri tónlistarskólans er Ragnar H. Ragnar. Auk hans kenna Guðmundur Árnason, Elísabet Kristjánsdóttir, Jónas Tómasson og ísak Jónsson. ísak réðist að skólanum í haust og kennir á blásturshljóðfæri í stað Harry Herlufsen, sem kenndi í fyrravetur. Auk þess mun ísak kenna á blokkflautunámskeiði skólans — G. K. Afengissalan rúmlega 100 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.