Morgunblaðið - 29.10.1958, Síða 11

Morgunblaðið - 29.10.1958, Síða 11
Miðvikudagur 29. okt. 1958 MORGVNBLAÐIh 11 Skáldskapurinn er e/ns 09 grœnt eitur í blóðinu, sumpart meðfœtt, sumpart // malaríusýkill" Samtal v/ð sr. Sigurð i Holti sextugan EINN MESTI núlifandi orðsnill- ingur okkar íslendinga, sr. Sig- urður Einarsson, er sextugur í dag. Er hann var ungur drengur í barnaskóla í Vestmannaeyjum, sagði kennari hans við hann: „Þú skalt leggja rækt við þitt tungutak, því að þú hefur hæfi- leika til að verða málsnjall“. Sig- urður hefur æ síðan reynt að fara að ráðum síns gamla kennara og snemma varð hann þjóðkunnur fyrir ræður sínar, fyrirlestra og skáldskap. En hann hefur líka oft verið umdeildur maður. Oftar en einu sinni hefur hann vent seglum á skútu sinni. Menn hafa talað um það, að hann hafi stundum brot- ið brýrnar að baki sér. Þó hefur hann ekki þurft að brjóta neinar brýr að baki sér á leið einurðar og í leit að hinu rétta. Eða er þeirra hlutur skárri sem umhugs- unarlítið hafa látið leiðast gegn- um lífið af einhverjum flokks- samtökum? Hann situr nú austur í Holti, sem sálusorgari Eyfellinga og unir vel hag sínum. í tilefni af- mælisins skrapp fréttamaður Mbl. austur um daginn og bað skáld- ið og klerkinn að draga upp nokkrar myndir og minningar frá misvindasamri ævi. ★ — Ja, ujn mig er það helzt að segja, hefur sr. Sigurður mál sitt, að ég hef komið víða við, en ekki unnið nein stórvirki. En það sem mér þykir vænzt um frá langri ævi, eru ef til vill ljóðabækurn- ar mínar. Þykir þér t.d. vænt um þína gömlu Ijóðabók „Hamar og sigð“? — Já, mér þykir mjög vænt um hana, — af því að kvæðin voru mælt fram heilshugar og mér var mikið niðri fyrir. Þegar hún kom út Alþingishátíðarárið 1930 var fullt af fagurfræðing- um, sem sögðu: — Þetta er ekki nógu vel ort. Boðskapurinn situr í fyrirrúmi fyrir forminu. Eg var þakklátur fyrir gagn- rýnina og ég hugsaðí, að það væri bezt að yrkja það í fram- kvæmd, sem manni tækist ekki að orða svo vel þætti. Löng og mörg ár iiðu við bar- áttu og búannir. — Þá tók ég mig til eftir 21 ár og -af út aðra Ijóðabók „Yndi unaðsstunda". Mér þykir líka mjög vænt um hana. Hún fékk Ijómandi góða dóma, minnsta kosti eins góða dóma og hún átti skilið. En ég fékk að heyra það, að nú væri sr. Sigurður Einarsson þessi gamli baráttumaður og þrumu- klerkur dauður úr öllum æðum, farinn að sýsla við fagurfræðilegt dútl. — Hvað gerðirðu, þegar svo var komið? — Þá lét ég grafa nokkra fram ræsluskurði og fór að reyna að koma á vatnsveitú fyrir Holts- hverfið. — Nú geturðu fengið silf- urtært vatn hér, ger svo vel. — Og þegar því var lokið fór ég að yrkja nýja bók. skólafélagar hafi verið skáld- mæltir. — Það má vel vera. Ég var í hinum nafntogaða 14 skálda bekk — í næsta bekk fyrir ofan var Guðmundur Hagalín og í næsta bekk þar fyrir ofan Davíð Stefáns son. Það bac talsverðan klið ofan úr 6. og 5. bekk til okkar fjórðu- bekkinga. — Já, svo skemmti- legan klið, að það þótti í þá daga fremur virðing en vansi að brosa ofurlítið framan í skáldagyðjuna. — Hverjir voru í þessum nafn- togaða 14 skálda bekk? — Þar voru t.d. menn eins og Sigurður ívarsson, sem seinna varð þjóðkunnur sem gaman- vísnaskáldið Sigurður Zeta, og þar var Tómas Guðmundsson og þar var Halldór Guðjónsson frá Laxnesi og margir ‘aðrir ágæt- ir menn. Ég þori ekki að sverja fyrir að nokkrir í bekknum hafi sloppið við einhverja skáldskap- artilburði nema Helgi P. Briem núverandi sendiherra. Hann var aldrei við skáldagyðjuna kennd- ur. Við skáldin sáum flestir fyrstu listaverk okkar gengin út á þrykk í blaðinu „Fréttir“, sem Guð- mundur Guðmundsson skólaskáld ritstýrði síðustu árin áður en hann veiktist og dó. Þetta blað var Helgi P. Briem vanur að koma með upp í skóla og las lista verkin með svo góðlátlegum ertn- is- og glettnishreim að oss skáld- um féll allur ketill í eld og vildu sumir okkar helzt, að kvæðin hefðu aldrei kveðin verið. ★ — Svo þið voruð bekkjarbræð- ur, þið Halldór Laxness. — Já, við vorum það í 4. bekk og bjuggum saman á Laugavegi 28 hjá Árna kaupmanni Einars- syni, í gaflherbergi uppi á lofti, rúmgóðu og snotru. Þarna leið okkur ákaflega vel. Halldór var snillingur á orgel og við leigð- um okkur orgel. Ég held, að leig- an hafi verið einar 5 kr. á mán- uði og þeim útgjöldum deildum við bróðurlega milli okkar. Hall- dór spilaði á orgelið og kenndi mér heil ósköp í músikk og kunn- ingjar og skólabræður hópuðust saman hjá okkur og það var sung ið og „diskúterað". Tómas Guðmundsson og Sigurð ur Ólafsson verkfræðingur áttu heima í næsta húsi. Sigurður fvarsson var heimagangur hjá okkur og Þórbergur Þórðarson og Jón Pálsson frá Hlíð og alls konar undarlegir snillingar og ævintýramenn. Þetta var dá- samlegur timi, en þegar söng og gleðskap var lokið á kvöldin, settist Halldór öðrum megin við borðið og fór að skrifa „Barn náttúrunnar" en ég fór að læra latneskar beygingar. Tómas hefur annars lýst þessu dálítið hjákátlega í kvæði, sem heitir „Við Laugaveginn“, — en sambýli okkar Haldórs varð einkennandi fyrir örlög okkar beggja, eins og hver athöfn manns er og verður. — Hann skáldaði fyrst og lærði á eftir. — Ég lærði fyrst og skáldaði á eftir. Séra Sigurður Einarsson í vinnustofu sinni. — Og ég ætla að halda áfram að yrkja. Ég get ekki komizt undán því, — þessi skáldskapur er eins og grænt eitur í blóðinu. Að sumu leyti er þetta meðfætt, eitthvað sem maður hefur tekið frá öfum sínum og ömmum, en að sumu leyti er það eins konar malaríusýkill, sem maður hefur tekið og losnar aldrei við. — Þú hefur e. t. v. smitazt þeg ar þú varst í Menntaskóianum. Maður heyrir að margir þínir — Hefði þig langað til að geta skáldað fyrst og lært á eftir? — Ég skal segja þér. Foreldrar mínir voru bláfátæk og barn- mörg. Faðir minn varð að bregða búi, fara frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð. Þau fluttust til Vest- mannaeyja, þar sem helzt var að finna einhverja björg, fiskinn til að _fylla marga munna. Ég var fyrir innan fermingu. Þá var mér boðið að koma í byrjendaflokk í ensku. Sá sem bauð mér var föðurbróðir minn, Steinn Sigurðsson. Hann sagði: ■— Þú getur komið í byrjenda- flokkinn Siggi minn, en það ei dýr bók, sem þarf að r.ota, — hún kostar þrjár krónur, og hana get ég því miður ekki gefið þér, því að ég er fátækur maður eins og þú veizt. Ég var í vinnu niðri á Miðbúða bryggju, þegar hann sagði þetta. Ég fór heim og sagði mömmu allt sem farið hafði á milli okk- ar. Þann atburð man ég eins og hann hefði gerzt í gær. Við bjugg um í mjög lítilli kjallaraíbúð og húsgögnin voru fátækleg, en ég man að mamma fór og tók upp úr kommóðuskúffu tvo silfur- skúfhólka. Hún lyfti þeim fyrri upp og sagði: — Þennan smíðaði faðir minn og hann læt ég aldrei frá mér. En hinn skúfhólkinn skaltu fara með til hans Gísla Sigurðs- sonar gullsmiðs í Stakkagerði og vittu hvort þú getur ekki fengið fyrir hann það sem þarf til að kaupa þessa bók. Gísli í Stakkagerði var sóma- maður. Þegar ég kom til hans með silfurskúfhólkinn og skýrði fyrir honum hvers vegna ég ætti að selja hann svaraði hann: — Segðu henni móður þinni, að ég Móðir mín bar það með sér, að hún var dóttir hagleiKsmanns. Og hún elskaði menntir, Ijóð og listir. Ef til vill er þetta ollt sami eiginleikinn. Að yrkja er hag- virki hugans. Þú skalt ekki halda, þótt við höfum verið fátæk, að við séum af lágum ættum. Ég er tíundi maður frá Hjalta og Önnu á Stóru-Borg. En ætt min varð fátæk, þegar hún tapaði Barkar- stöðum í Fljótshlíð í málaferl- um. Móðir mín var stórættuð og frá henni hef ég skáldskapinn og uppreisnarhuginn. — Já, þú varst byltingaseggur á þínum yngri árum. Þið vilduð bylta öllu um, félagarnir. — Öllu er kannski fullmikið sagt, en við vildum heilmikla byltingu. Mér finnst það í raun- inni eðlilegt, að ungur maður, sem á allt lífið framundan sér telji sér ekki skylt að taka við veröldinni eins og pönnuköku á diski, heldur líti fremur á hana sem hús, er hann geti innréttað eftir sínu höfði, eða jafnvel byggt alveg að nýju. Mér finnst líka eðlilegra, að sá 1 sem á lífsverk sitt í öllu eins og það er, sé nokkru íhaldssamari. í stuttu máli: — Það er eitt- hvað bogið við atorku og dug | hlíða fellur mikill og hvltur foss og einhvers staðar þarna uppi í hlíðinni er Paradísarhellir. En utan af hafinu berst fjarlægur ómur sjávarniðs, þar sem brimið svellur við ströndina. Sigurð- ur kippir í snærið og benzín- vélin smellur í gang með braki og brestum. Jafnskjótt birtir í bænum, í hverjum krók og kima hans. Svo göngum við aftur til stofu. — Já ég hef komið viða við, segir sr. Sigurður um leið og hann kveikir í tuttugustu sígarettu sinni. Ég hef verið smali. Það gerði ég illa, af því að ég var nærsýnn. Samt langaði mig til að verða góður fjármaður. Ég hef verið sjómaður, meira að segja í tölu útgerðarmanna og gert út árabát á Austfjörðum að hálfu. Við fengum þá 35 kr. fyrir skippundið af labbranum. Útgerðin bar sig furðanlega, hefði þó borið sig betur, ef við hefð- um fengið niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Mig langaði um skeið til að verða sjómaður, því að ég hef alltaf haft yndi af að vera á sjó. En það fór út um þúfur af sömu ástæðum og fjármennskan. Eg sá ekki nógu vel. Einu sinni var ég í vorróðri hjá Ársæli Sveinssyni í Fögru- brekku í Vestmannaeyjum. Ég átti að gæta að bauju í þunga- stormi og þokumuggu. Þá var ég 15 ára og ekki hátt á mér risið, þegar ég kom niður í lúkarinn á gömlu Skuld og stundi upp að ég^væri búinn að týna baujunni. Ég gleymi því aldrei hvernig Ársæll henti frá sér kaffifantinum, en þegar hann komst að því að aðeins voru 5—10 mínútur síðan ég missti sjónar á baujunni, þá hló hann og sagði: — Vertu rólegur og fáðu þér kaffisopa. Við finnum hana. Og Ársæll fann baujuna og söng við stýrið á heimleiðinni en ég söng ekki, því að skipstjórnardraumar mínir lágu eftir á hafsbotninum einhvers staðar SV af Súlnaskeri. Ég hef reynt margt fleira. Var kennari árum saman, fyrst í Kennaraskólanum og seinna nokkur ár í Háskólanum. Eg hafði ákaflega gaman af að kenna. Það er langt í frá að ég vilji gefa í skyn að ég hafi verið góður kennari. En á þessum kenn araái'um mínum gafst mér tæki- færi til að kynnast mörgu unaðs- legu æsku" '1 ki einmitt á þeim árum, þegar þess var að minnsta kosti vænzt að ég væri sjálfur orðinn fullorðinn og hefði lagt niður æskuórana. sé hættur að smíða og kaupi ekki, þess æskumanns, sem ekki er lengur silfur. En um leið gaf hann mér 3 kr. Og þar með eign- aðist ég bókina. Skilúrðu nú, — ég varð að læra fyrst og yrkja svo. Þú sagðir að móðurfaðir þinn hefði smíðað annan silfurskúfhólk inn hennar móður þinnar. — Var hann gullsmiður? Hann hét Jón Erlendsson og bjó á Arngeirsstöðum. Hann var hagleiksmaður. Hugsaðu þér, einu sinni fór hann í kaupstað- arferð út á Eyrarbakka og sá þar olíulampa í fyrsta skipti. Þegar hann kom heim fann hann sér svolítið pjátur og smíðaði olíu- lampann eftir minni. Hann var heilsulítill maður, brjóstmæðinn og gat ekki unnið erfiðisvinnu, en á hverju sumri sendi hann í kaupstaðinn ávöxt sinnar vmnu. Það voru rokkar með hvalbeins- hnokkum og látúnshnokkatrjám, listasmíði. dálítið róttækur á æskuárunum. Og það er eitthvað bogið við hjartalag og vitsmuni þess manns, sem er ekki orðinn dálít- ið íhaldssamur, þegar komið er yfir miðjan aldur. Ég býst því ekki við að ganga í fararbroddi með rauðan fána byltingarinnar á næstunni. Þegar hér er komið sögu, er farið að rökkva nokkuð þar sem við sitjum í stofunni í Holti, svo það verður úr að við skreppum báðir út fyrir og niður í kjall- ara, þar sem komið er fyrir benzínknúnum rafal. Það er orðið dimmt yfir sveitinni, en hér ríkir logn og kyrrð — það er ekki alltaf rok undir Eyjafjöll- um. Hátt yfir bænum gnæfir Holtsnúpur og er nú myrkvaður svo að skuggarnir við hverja nípu fæða hugmyndir um þög- ult og dularfullt vald náttúrunn- ar, um huldufólk og tröll. Upp til — En hvað um þátttöku þína stjórnmálabaráttunni? — Þótt ég hafi ferðazt 14 sinn- um til útlanda, komst ég aldrei til Rússlands. Það næsta sem ég komst því var bærinn Sordavala í Finnlandi á strönd Ladoga- vatns. Ég hafði næsta lítið skot- silfur f sjóði, svo að útilokað var af þeim ástæðum að ferðast til Rússlands, þar sem verið var hröðum skrefum að leiða í veru- leikann hinn fullkomna hamingju draum mannkynsins og svo sat ég niðri við ströndina og horfði dreymandi augum á þetta vatn, sem var svo -‘uss.mt að bárur þess máttu kyssa strendur hins rauða Rússlands. Og þar sat ég og orti. Ég skal segja l.ár Þorsteinn, af því að þú ert blaðamaður, að ég tel mig eiga .-.nskunni óendanlega mik'ið að þakke.. Til þess að afla mér og fjölskyldu minni viðurværis varð ég frétta- maður við ríkisútvarpið. Það knúði mig til þess nokkuð á ann- an áratug, að kynna mér allt sem ég gat fundið um milliríkjavið- skipti. Ef mér hefði ekki verið falið þetta starf, er ég hræddur um að ég hefði aldrei á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.