Morgunblaðið - 29.10.1958, Side 12

Morgunblaðið - 29.10.1958, Side 12
12 MORCUNTilAÐlh Miðvikudagur 29. okt. 1958 Theódóra árdal — HUN lézí í Landsspítalanum í Reykjavík 9. sept. sl. Hafði hún kennt nokkurrar vanheilesu hin síðari ár, en hafði þó fótavist þar til síðastl. vetur, að hún dvaidi nm tíma í Sjúkrahúsinu hér í bæ. Létti þá vanheilsu hennar í bil! og hvarf hún þá af sjúkrahúsinu. En bráðlega vildi sækja að því sam’a. Fór hún þá til Rvíkur og lagðist inn á Landsspítalann í þeirri von, að hún fengi bót á vanheilsu sinni. En sú von brást, og smátt og smátt jukust þrautir og þungi sjúkdómsins, þar til 9. sept., að hún var kvödd héðan yfir á land lifenda. Þar hvarf af sjónarsviðinu merk kona og mætur borgari Siglufjarðaj bæjar um iangt skeið. Frú Theódóra var dóttir hins þjóðkunna Ijóðskálds og sórigva svans okkar Norðlend’.rga Páis J. Árdal og konu hans, Áifhe’ðar Eyjó'fsdóttur. Var Páii, svo sem kunnugt er, af ágætum eyfirzkum ættum. Páll, afi Páls Árdal, var giftur Rannveigu Davlðsdóttur, systur Sigríðar ömmu -Jóns Magn- ússonar fyrrv. forsætisraðherra, en Davíð faðir þeirra systra var móðurbróðir Jónasar Hallgríms- sonar. Álfheiður kona Árdals var ættuð af Fljótsdalshéraði. Bjuggu foreldrar hennar Þoorgerður Jóns dótíir og Eyjólfur Magnússon á Hamborg í Fljótsdal. Voru það merkishjón af góðum og greind- um bændaættum þar eystra. Þó fljótt sé hér yfir sögu farið, má þá merkja, að frú Theódóra var af stórmerkum ættum komin sem settu sinn svip á íslenzkt sveitalíf og tóku merkan og Pálsdóttir sninsiingi ógleymanlegan þátt í íslenzku þjóðlífi á sinni tíð. Frú Theodóra var fædd á Akur byri 15. okt. 1885. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum þar, og naut ágætrar kennslu föður síns, og var sú leiðsögn henni gott vega- nesti út í lífið. Ung að árum giftist frú Theó- dóra Magnúsi Franklín verzlun- armanni og eignuðust þau einn son, Karl að nafni, er dó í æsku. Eftir fárra ára sambúð slitu þau samvistum. Árið 1913 fluttist frú Theódóra til Siglufjarðar. Hér kynntist hún ungum glæsilegum manrti, Guðmundi Hafliðasyni kaup- manni og síðaT hafnarstjóra.Sama ár gengu þau í hjónaband og stofnuðu hér heimili. Heimili ungu hjónanna varð brátt mjóg snoturt og híbýlaprýði þar mikil. Bæði voru þau hjón með afbrigð- um vinsæl. Sótti fjölda gesta þang að, enda bæði hjónin aðlaðandi, greind og menntuð og fylgdust vel með á sviði mennta og menn ingar. Þá voru þau bæðí list- hneigð, voru söngvin, og þegar húsbóndinn greip í hljóðfærið voru gestirnir leiddir inn i un- aðsheima sönglistarinnar. Höfð- ingsbragur var þar á öllu, og veitt af mikilli rausn. Munu bæði innlendir og erlend • ir menn, sem nutu góðs af gest- risni þeirra, minnast þeirra ávallt með hlýjum huga. Sérstætt fyrir þetta heimili var það, að jafnhliða því, sem tekið var á nióti virðulegu ög hámennt uðu fólki, gleymdust ekki þeir, sem lægra voru settir í mann- félaginu. Til þeirra, sem í skugga bjuggu, var fært ljós, olnboga- barna jarðlífsins var gætt, og mörg voru þau einnig fostur- börnin, sem heimilið rétti hjálp- arhönd. Er það enn í fersku mmni margra. Þessi ágætu hjón eignuðust sér lega mannvænlegan barnahop, en þau eru: Sigríður, gift Hirti Ármanns- syni lögregluþjóni, Hafliði, kenn- ari við gagnfræðaskólann hér, kvæntur Þuríði Helgadóttur, Álf- heiður, gift Emil Björnssyni, presti Óháða fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík, Páll Árdal, giftur Æsu Karlsdóttur sálfræðingi og Jóhannes, tónlistarmaður, dó ung ur í Kaupmannahöfn. Allir eru þessir niðjar gott fólk, vel gefið og mjög listhneigt, eins og það á kyn til í báðar ættir. Auk þess átti frú Theódóra einr. son, Inga Árdal, heildsala í Rvík. Frú Theódóra var mjög glæsi- leg img stúlka, tæplega meðalhá, snotur í vexti og bauð af sér kven legan yndisþokka. Hún var frið N ý h úð RScCaíPs 4470 McCall’s 4469 J V' Ný Mac Call-snið Nýjar vörur I»vottekta Orlon kjólaefni. Hvít nælonsloppaefni. Amerískt fóðurtaft 18 litir. ÚJpu- og galla-orlon margir litir Ný amerísk og þýzk kjólaefni, ^fUoGiue Skólavórðustíg 12. sýnum, augun dökk, stundum dálítið hvöss, gáfuleg og að jafn- aði hýr og góðleg. Skapgerðin var dálítið ör en hrein. Hún vilai öllum til góðs vera og lifa í sátt og samlyndi við allt og alla. Enda átti hún fjölda vina. Þó frú Theódóra væri viðkvæm og tæki mjög sárt mótlæti sam- ferðamannanna, var hún, þegar hún sjálf átti í hlut, andlega sterk. Hún var gáfuð kona og glögg í mótstreymi í mannlegu lífi og því sýndi hún frábæran hetju- skap, er hún varð fyrir þeim stóru áföllum að missa sinn ágæta eigin mann fyrir tímann, og son sinn Jóhannes, sem var að hefja lista- mannsbraut sína. Við fráfall feðganna, sá frú Theódóra hverf- ulleik mannlegs lífs, vonir og óskir bundnar við þessa feðga, brostnar og verða að engu. Við þetta sætti frú Theódóra sig, og var það hennar mesta fró- un, að mega hlynna að börnunum sínum, sem hún síðar naut verð- skuldraðrar umönnunar og ást- úðar hjá. Við söknum frú Theódóru úr samferðamannahópnum, en gleðj umst með henni yfir kærkomnum endurfundi vinanna, sem yfir móðuna miklu eru komnir á und- an henni. Blessuð sé minning hennar. Páll Erlendsson, Siglufirði. Nýr vafnsgeymir í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI 19. okt. 1958. Togarinn Þorsteinn þorskabítur kom til Stykkishólms í íyrrinótt með um 270 tonn af karfa af Ný- fundnalandsmiðum. Var hann rúman hálfan mánuð í túrnum. Er þetta góð vara og var þegar hafin uppskipun úr togaranum og taka nú bæði fiskiðjuverin við aflanum og er gert ráð fyrir að lokið verði vinnslu fyrir miðja þessa viku. i’ogarinn mun svo fara á veiðar í kvöld með við- komu á ísafirði til að taka ís þar. ★ Grundfirðingar og Stykkis- hólmarar kepptu í gærkveldi í Axelskerfinu í íþróttahúsinu i Stykkishólmi. Komu Grundfirð- ingar með tvo flokka, eldri og yngri drengi og stóð keppnin í tæpa tvo tíma. Var hún bæði drengileg og skemmtiieg. Sigraði eldri flokkur Grundfirðinga, en yngri flokkur Hólmara. Axel íbúðarhœð Ytri-Njarðvík Til sölu er efri hæð í nýlegu steinhúsi, 3 herbergi og eldhús á bezta stað i Ytri-Njarðvík. Laus til íbúðar. Bílskúr fylg- ir. Uppl. gefur: EIGNASALAN Keflavík. — Sími 49. Andrésson stjórnaði keppninni og ávarpaði keppendur og gesti, en aðsókn var góð. Axel hefir nú um skeið æft í Grundarfirði og voru þetta lokin. Iðnskólinn í Stykkishólmi var settur sl. miðvikudag í barna- skólahúsinu í Stykkishólrni, þar sem hann eins og undanfarin ár verður til húsa. Skólastjóri verð ur sem áður Ólafur Haukur Árna son en nemendur verða 6 í vetur þriðji bekkur starfar nú ekki. ★ Undanfarna daga hefir verið unnið að því að steypa vatns- geymi í Stykkishólmi og hefir hann verið steyptur upp með skriðmótum. Var lokið að steypa hann upp í gær, laugardag, en eftir er að loka honum, en það verður gert mjög bráðlega. Var unnið að þessu á vöktum jafnt nótt sem dag og gekk verkið vel, þrátt fyrir vont veður, rigningu og rosa. Er þá góðum áfanga náð í þessu hagsmunamaxi kauptúns búa, en ákveðið hefir verið að gera stór átök til að bæta úr vatnsskortinum í bænum.. Eru nú komnir tveir geymar undir vatn og eru þessar framkvæmdir á vegum hreppsnefndar Stykkis- hólmshrepps. Þá er hreppsnefndin einnig að láta byggja stóran áhaldaskúr, þar sem fyrírhugað er að geyma tæki bæjarins, svo og slökkvi- tæki o ,fl. — Árni. HAFNARFJÖRÐUR Börn, unglinga, eða eldra fólk vantar nú þegar til bíaðburðar í: SUÐURGÖTU (I hluti) og BREKKUGÖTU Talið s^ax við afgreiðsluna. Álfaskeið 40. Sími 50930. fltorgiifiiiKit&ife LEIGA Lítið verzlunarpláss við miðbæinn eða Laugaveginn, óskast til leigu. Tilboð merkt: „7112“ sendist af- greiðslu blaðsins fyrir mánaðarmót. Bílleyfi óskast Vil kaupa leyfi fyrir brezkum eða V-þýzkum fólks- bil. Þeir sem vilja sinna þessu, leggi tilboð á afgr. blaðsins fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Bílleyfi — 7117“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.