Morgunblaðið - 29.10.1958, Side 19
Miðvikudagur 29. okt. 195S
MORGVISBLAÐIÐ
19
FullkomiÖ gefuleysi í kirkjubyggingar
málum vofir yfir á nœstu árum
— segir í álykfun trá kirkjuþinginu
A KIRKJUÞINGSFUNDI hefur
verið samþykkt áskorun til Al-
þingis um að lögleiða frum-
varp um kirkjubyggingar og
þátttöku ríkissjóðs í stofnkostn-
aði kirkjuhúsa. Var mál þetta
flutt á Alþingi 1946 af þeim Gisla
Sveinssyni og Jörundi Brynjólfs-
syni, þáverandi alþingismönn-
um, svo og Gunnari Thoroddsen
borgarstjóra. Er þar gert ráð
fyrir að. ríkissjóður greiði bygg-
ingarkostnað ' kirkjuhúsa að %
hlutum.
Á kirkjuþingi kom málið til
umræðu i fyrradag eftir að hafa
verið til meðferðar hjá allsh,-
nefnd þingsins. Er í greinargerð
fyrir ályktuninni þannig komizt
að orði að yfir vofi fullkomið
getuleysi i kirkjubyggingarmál-
um á komandi árum.
Kirkjuþing samþykkti áskorun
sína til Alþingis með samhljóða
atkvæðum, en flutningsmaður
þingsályktunartillögunnar er
Gísli Sveinsson. Framsögumað-
ur allsherjarnefndar Jón Ólafs-
son, fylgdi ályktuninni úr hlaði.
Hún er svohljóðandi:
Kirkjuþingið ályktar að
skora á Alþingi að lögleiða
frumvarp það um kirkjubygg-
ingar og þátttöku ríkissjóðs í
stofnkostnaði kirkjuhúsa, sem
áður hefir verið borið fram á
þingi, síðast 1946, þar sem
ákveðið er, að ríkissjóður
beri % hluta stofnkostnaðar,
en söfnuðir að öðrum hluta
ásamt viðhaldskostnaði kirkn-
anna. Telur Kirkjuþingið
æskilegast og eðlilegast, að
ríkisstjórnin annist um flutn-
ing þessa máls á Alþingi, en
ella verði það flutt úr hópi
þingmanna, enda myndi mál-
ið, ef framgang hlyti, leysa
til hlítar hinn mikla vanda
um kirkjubyggingar í þjóð-
kirkju landsins.
í greinargerð er komizt svo
að orði:
Frumvarpið, eins og það lá
fyrir Alþingi 1946, fylgir þess-
ari tillögu, og skýrir það sig í
rauninni sjálft. Þó skal þetta
tekið fram:
Nákvæm greinargerð fylgdv
málinu með frumvarpinu 1944,
svo að eigi þurfti að endurtaka
hana 1946. Að því hefur og ver-
ið vikið í greinum og ræðum
síðar um þessi atriði. En segja
Vil kaupa
nýlegan bíl, 4ra—5 manna
gegn greiðslu í skuldabréfum,
ríkistryggð. Tilboð sendist
afgr. Mbl. í dag eða á morgun,
| merkt: „1 dag“.
Samkomur
Hjálpræðisherinn
í kvöld kl. 20,30 sýnir Major
Helgi Hansen, kvikmyndir frá
Kongo. Söngur og hljóðfæraslátt-
ur, tvísöngur. Allir velkomnir.
Kristniboðshúsið Betanía,
Laufásvcgi 13
Almenn samkoma í kvöld kl.
8,30. — Frjálsir vitnisburðir. All
ir velkomnir.
Almennar samkomur.
Boðun fagnaðarerindisins
Hörgshlíð 12, Reykjavík, í
kvöld klukkan 8.
má, að höfuðmáli gegni eftir-
greind fern atriði:
A í fyrsta lagi. Ríkinu er
samkvæmt stjórnarskrá landsins
skylt að halda uppi þjóðkirkj-
unni, sem raunar fram að þessu
hefúr eigi verið staðið við að
því, er varðar kostnað við
kirkjuhúsin, sem það þó vissu-
lega á að bera mestan hluta af.
k í öðru lagi. Kirkja þjóðar-
innar á samkvæmt sögulegum
rökum of fjár hjá ríkisheildinni,
síðan er það vald lét greipar
sópa um allar kirkjueignir við
siðaskiptin.
A í þriðja lagi. Eins og nú er
komið fjármálalífi íslenzku þjóð-
arinnar (og reyndar fleiri) er
það algert ofurefli einstökum
söfnuðum að reisa á eigin spýtui
viðunandi kirkjuhús og mun svo
verða áfram, hvort sem til þess
yrði efnt að öðru leyti með lán-
tökum, samskotum eða því líku.
A I fjórða lagi. I frumvarp-
inu er ætlazt til, að á ríkið komi
sama hlutfall í kostnaði við bygg
ingu kirknanna eins og yfirleitt
á sér nú stað að lögum við aðrar
í GÆR var útbýtt á Alþingi til-
lögu til þingsályktunar um skipu
lagningu hagrannsókna. Flutn-
ingsmaður Ólafur Björnsson.
Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að skipa nefnd til
: þess að gera tillögur um skipu-
lagningu hagrannsókna á veg-
um hins opinbera. Skal nefndin
| skipuð 5 mönnum. Eftirtaldar
stofnanir skulu tilnefna sinn
manninn hver til þess að taka
sæti i nefndinni: Hagstofa ís-
lands, Landsbanki íslands, Fram
kvæmdabanki íslands og laga- og
viðskiptadeild háskólans, en einn
nefndarmanna skal skipaður af
ríkisstjórninni án tilnefningar.
Nefndin athugi, hvernig koma
megi á sem hagkvæmastri verka-
skiptingu milli þeirra opinberra
stofnana, er nú hafa með hönd-
um hagrannsóknir í einhverri
mynd, og geri erín fremur tillög-
ur um það, hvernig hagkvæmast
muni að leysa önnur viðfangsefni
á þessu sviði, er hingað til hefur
eigi verið unnt að sinna.
í greinargerð segir:
Þótt hagrannsóknum sé enn
svo skammt á veg komið hér á
landi, að varla sé hægt að tala
um meira en vísi til þeirra, má
þó telja tímabært, að hafizt sé
handa um skipulagningu þeirra
af hálfu hins opinbera. Verkefni
nefndar þeirrar, er hér er lagt
til að skipuð verði, væri í fyrsta
lagi bað að athuga, hvort koma
mætti á hagkvæmari verkaskipt-
ingu milli þeirra stofnana, er að
sambærilegar opinberar bygg-
ingar og stofnanir (mennta- og
heilsustofnanir), þar sem þær
eru þá ekki að öllu leyti á veg-
um ríkisins, svo sem er um sum-
ar þeirra.
í sjálfu sér ætti hvert þessara
atriða að véra nægilegt til þess
að réttlæta lögfestingu framan-
greindra frumvarpsákvæða,
hvað þá heldur þau öll saman.
Og þá yrði málið söfnuðunum
viðráðanlegt, en fyrr ekki. Nú er
það á valdi kjósendanna í land-
inu og fulltrúa þeirra á löggjaf-
arþingi, auk ríkisstjórnar og
kirkjuvalda, að sjá svo um, að
málið nái til fullnustu fram að
ganga. Má og sá vansi sízt henda
ráðamenn þjóðarinnar að doka
nú lengur við að gera þessu máli
rétt skil, enda fellur vitaskuld
á þessa aðila öll ábyrgð á með-
ferð og gangi málsins nú og
framvegis, því að án þessara að-
gerða, er nú hafa verið greindar,
vofir yfir kirkju- og kristnihaldi
þjóðkirkjunnar fullkomið getu-
leysi í kirkjubyggingarmálum
á komandi árum, og þar af leið-
andi tómlæti og auðn víðs vegar
um land, og mun þó mörgum
þykja sem nú sé nóg---------.
einhverju leyti hafa slík störf
með höndum nú, og í öðru lagi
að gera tillögur um það, hvern-
ig bezt verði sinnt öðrum við-
fangsefnum á þessu sviði, er að-
ksllandi má telja, þótt eigi hafi
enn verið unnt að taka þau til
meðferðar.
í nágrannalöndum vorum er
miklu fé varið til hagrannsókna,
bæði á vegum opinberra aðila og
einkaaðila. Er ekki ástæða til
þess að ætla annað en íslenzkum
atvinnuvegum og þjóðarbúskap í
heild gæti einnig orðið mikið
gagn að slíkum rannsóknum, ef
þeim væri skynsamlega hagað og
þær framkvæmdar af hæfum
mönnum.
Hvað kostnað við rannsóknir
þessar snertir, verðum við auð-
vitað að sniða okkur stakk eftir
vexti, enda er megintilgangur
tillögu þeirrar, er hér liggur fyr-
ir, sá, ef samþykkt verður, að
tryggja sem skynsamlegasta ráð
stöfun þess fjár, er hér er til
þessarar starfsemi veitt og veitt
kann að verða til viðbótar, eftir
því sem fært þykir að sinna nýj-
um viðfangsefnum.
Eðlilegt er, að nefnd sú, er hér
er lagt til að skipuð sé, verði
einkum skipuð fulltrúum þeirra
opinberu stofnana, er hingað til
hafa einkum haft slíka starfsemi
með höndum og hafa því eink-
um hagsmuna að gæta í sam-
bandi við afrgeiðslu máls þessa,
og eru þær tillögur, er hér eru
gerðar um skipun nefndarinnar,
úð það miðaðar.
Kaupendur
eru vinsamlega áminntir um að borga blaðið skil-
víslega. Kaupendum úti um land er um þessar mund-
ir sendar póstkröfur fyrir blaðgjaldinu. Athugið
að innleysa þær í tæka tíð. Þeim kaupendum, sem
ekki innleysa póstkröfuna eða greiða á annan hátt
verður hætt að senda biaðið án frekari aðvörunar.
Hagrannsóknir skipu-
lagðar af hinu opinbera
TilBaga þess efnis flutf á Alþingi
— Pasternak
Framh. af bls. 1
út, að Pasternak sé sjúkur
Fyrir nokkru hefði hann
þjáðst af hjartasjúkdómi, sem
nú hefði tekið sig upp. A
Vesturlöndum var ályktað,
að þetta væri e. t. v. fyrirboði
þess, að Ráðstjórnin mundi
segja umheiminum, að Past-
ernak gæti ekki farið til
Stokkhólms sakir sjúklcika.
Simanúmer
okkar er
2-24-80
2R0r@}in!>!u&i3>
Sigurður Ólason
Hæstarcttarlögmaður
Þorvaldur Lúðvíkssoo
Héraðsdómslögma5ur
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 14. Siini 1 -55-35.
BúÖarínnrétting
tóbaks- og sælgætisbúðarinnar Hverfisgötu 50,
ásamt ísskáp til sölu. Hagstætt verð.
PÉTUR GUÐJÓNSSON,
Sími 15167
Hjartanlega þakka ég vinum mínum og vandamönnum,
sem heimsóttu mig á 60 ára afmælisdaginn 14. október.
Ég bið guð að blessa ykkur,þegar ykkur liggur mest á.
Lárus Pétursson, Káranesi, Kjós.
Hjartans þakkir óska ég öllum þeim, sem heiðruðu mig
á 80 ára afmæli mínu með gjöfum, skeytum og heim-
sóknum.
Sigurður Guðbrandsson,
Helgafellsbraut 17, Vestmannaeyjum.
Ég þakka hjartanlega öllum þeim, sem sýndu mér
ógleymanlega vináttu á sextugsafmæli mínu 21. þ.m.
Jón Hörtur Jónsson.
Bróðir minn
JÖRUNDUR GÍSLASON
vélstjóri.
verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 30.
október kl. 1,30 e.h.
Jón Gíslason.
Jarðarför
SIGURBJARGAR GUÐBRANDSDÓTTUR
frá Litla-Galtadal, Sigtúni 53,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. okt. kl. 3
eftir hádegi.
Vandamenn.
Elskulegi maðurinn minn og faðir okkar
KRISTJÁN huseby
sem andaðist að heimili sínu 25. þ.m. verður jarðsunginn
föstud. 31. þ.m. kl. 10,30 f.h. frá Fossvogskirkju Jarðar-
förinni verður útvarpað.
Matthildur M. Huseby og böm.
Konan mín og móðir okkar
SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR
sem andaðist 22. október verður jarðsett frá ísafjarðar-
kirkju fimmtudaginn 30. október. Athöfnin hefst með
húskveðju kl. 2 e.h. frá heimili hinnar látnu.
Finnbjörn Finnbjörnsson, börn og tengdaböm.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
INGIBJARGAR ÞORLAKSDÓTUR
fer fram frá Þjóðkirkjunni, Hafnarfirði fimmtudaginn
30. október kl. 2 e.h.
Elínborg Jónsdóttir, Guðjón Benediktsson,
Bjarni Jónsson, Fanney Ófeigsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Jóhannes Jónsson,
Asta Halldórsdóttir.
Alúðarfyllstu þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærs eiginmans míns og föður okkar.
GUÐJÓNS JÓNSSONAR
kaupmanns, Hverfisgötu 50
Sigríður Pétursdóttir og böm.