Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 1
Laxness sárbænir Krúsjeff um oð milda illvígar árásir á Pasternak í FRÉTTAAUKA með kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í gær var skýrt frá því að Hall- dór Kiljan Laxness, Nóbel- skáld íslendinga, hefði þá um daginn sent Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra Sovét-Rúss- lands, skeyti vegna ofsókn- anna gegn Nóbelskáldinu Boris Pasternak. Síðan las Laxness skeytið sjálfur á íslenzku fyrir út- varpshlustendur. Það hljóð- aði svo: „Ég sný mér til yðar há- göfgi og sárbæni yður sem skynsaman stjórnarleiðtoga að beita áhrifum yðar til að milda illvígar árásir óum- burðarlyndra kreddumanna á gamlan rússneskan rithöf- und, sem hefur unnið sér verðskuldaðan heiður, Boris Pasternak. Hvers vegna gera sér leik að því að egna upp reiði skálda, rithöfunda, mennta- manna og sósíalista heimsins gegn Ráðstjórnarríkjunum í slíku máli? Fyrir alla muni þyrmið vinum Ráðstjórnarríkjanna við þessu óskiljanlega og mjög svo ósæmilega fargani“. Pasternak hefur haldið á lofti kyndli frjálsrar hugsunar og óháðrar listar Ávarp GiSs Guðmundssonar formanns rithöfundasambands Islands í útvarpið í gœrkvöSdi EFTIR að Halldór Kiljan Laxness hafði lesið upp í útvarpinu skeyti sitt til Nikita Krúsjeff, tók til máls Gils Guðmundsson, formað- ur rithöfundasambands íslands og fórust honum svo orð um Pasternak-málið: Eftir að tilkynnt var fyrir fá- um dögum hvaða rithöfundur hefði í ár hlotið merkustu bók- menntaverðlaun vorra tíma, Nóbelsverðlaunin, hafa gerzt at- ★-------------------------★ JÍl0rpinMtóií& yöstudagur 31. október Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Samkomulag um biskupafrum- vörpin á Kirkjuþingi? — 6: Vandræðaástand í mörgum ver- stöðvum. — Frá umræðum á Alþingi í gær. — 8: Síða Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. «— 9: Vitsmunir og tilfinningar. — Grein eftir Gunnar Bjarnason, Hvanneyri. mm 10: Ritstjórnargreinin nefnist: „Sporin í moldinni“. Ford-T olli þáttaskilum í bíla- sögunni (Utan úr heimi). —• 11: Á reiðhjóli um átta lönd.-Sam- tal við tvo íslenzka ferðalanga. —• 13: Sjóður stofnaður til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Frá Alþingi. — 18: íþróttir. burðir, sem hljóta að orka mjög á alla þá rithöfunda um víða veröld, sem líta svo á að frelsi til að túlka viðhorf sín og skoð- anir sé eigi aðeins nauðsynlegt til listrænnar sköpunar heldur sjálft frumskilyrði þess að ein- staklingar og þjóðir fái lifað mannsæmandi lífi. Um það er naumast deilt, að rússneski rithöfundurinn Boris Pasternak er mikið skáld, sem á 40 ára listferli hefir auðgað bók- menntir þjóðar sinnar og alls heimsins með ágætum listaverk- úm. Hin furðulega meðferð, sem hann hefir mátt sæta hina síð- ustu daga í föðurlandi sínu, virð- ist af því einu sprottin, að hann hefir haft karlmennsku og djörf- ung til að hafna forskrift frá valdhöfum um það hvernig skáldi beri að yrkja. Hann hefir leyft sér að fara eigin götur, leyft sér að gagnrýna og halda uppi merki frjálsrar hugsunar, en slíkt er aðal mikilla skálda. Fyrir það er hann nú for- dæmdur í föðurlandi sínu og hefir neyðzt til að afsala sér þeim verðlaunum, sem honum höfðu verið veitt og allir sanngjarnir menn telja, þeir er skáldskap hans þekkja, að hann væri vel að kominn. En hver, sem kunna að verða örlög Pasternaks og hvernig, sem valdhafar þjóðar hans og þjónar þeirra hamast að Hér sést skeytiff sem sænsku akademíunni barst i fyrraðag frá Boris Pasternak, þar sem hann hafnar Nóbels-verfflaununum. Skeytiff er á frönsku og hljóðar svo: — Þegar þess er gætt, hvernig þessi heiffur hefur veriff túlkaður í því þjófffélagi sem ég bý í, þá ber mér aff hafna þeim óverðskulduffu verðlaunum sem mér hafa veriff veitt. Takið því ekki illa er ég af frjálsum vilja afsala mér þessum verðlaunum. Pasternak. honum, mun hann aldrei sviptur þeirri sæmd, sem er hvað mest- ur vegsauki hverju skáldi, að hafa haldið á lofti kyndli frjálsr- ar hugsunar og óháðrar listar. Ég þykist vita, að íslenzkir rit- Framh. á bls. 2. Fyrir örfáum dögum hittu blaffamenn Boris Pasternak í garff- inum heima hjá honum og var þessi mynd þá tekin. Þá sagði Pasternak: — Ég er mjög, mjög glaffur. í fyrradag sendi hann svo skeytið, þar sem hann hafnar verfflaununum. ■* Skorað á rússneska rithöfunduté- lagið að vernda rétt Pasternaks Upplýst oð hann hefur komið til mála v/ð úthlutun Nóbelsverðlauna frá /947 STOKKHÓLMI, 30. október — NTB — Sænska rithöf- undafélagið sendi rússneska rithöfundafélaginu í dag bréf, þar sem það biður rússneska rithöfunda að standa á verði um andlegt frelsi og styðja að því, að Pasternak megi endurskoða ncitun sína á við- töku Nóbelsverðlaunanna. í bréfinu segist sænska rithöf- undafélagið ekki vilja blanda sér í innanfélagsmál rússneska rithöfundafélagsins, en vill samt ekki láta hjá líða að lýsa þeirri skoðun sinni að ákvörðun sænsku akademíunnar um að veita Pasternak Nóbels-verð- launin var eingöngu byggð á bók menntalegu mati. Má benda á það í þessu sambandi, að Paster- nak hefur verið nefndur í hópi hugsanlegra verðlaunamanna síðan 1947. Sænska rithöfundafélagið seg- ir, að allt af hafi að vísu mátt búast við að blöð um víðan heim myndu nota verðlaunaveitinguna til pólitísks áróðurs, en akademí- an hafi ekki viljað láta slíkt hræða sig frá að veita verðugum listamanni verðlaunin, heldur hafi hún treyst á frjálslyndi sovétþjóðfélagsins gagnvart rit- höfundum. Þá segist sænska rithöfunda- félagið vera þeirrar skoðunar, að það sé hlutverk þess og hins rússneska systuríélags þess að standa vörð um frelsi orðsins og um rétt rithöfunda til þess að láta í ljós skoðanir sínar á mestu vandamálum samtímans. Að lokum segir í bréfinu: „Sænska rithöfundafélagið skorar einróma á yður, að standa vörð um réttindi Pasternaks og hjálpa honum til þess að honum verði gert kleift að endurskoða afstöðu sína til Nóbelsverðlaun- anna. í þeirri von, þykjumst við enn mega vænta þess, að hann komi til Nóbels-hátíðarinnar, sem haldin verður í Stokkhólmi 10. desember nk, og hann taki þar við verðlaununum." Rússar neita oð stöðva afóm- sprengjutilraunir frá I. nóv. Moskva, 30. okt. — (NTB/Reuter). SÁ ALVARLEGI atburð- ur gerðist í dag, að ríkis- stjórn Sovétríkjanna hafn aði algerlega tillögu Breta og Bandaríkjamanna um að stöðva tilraunir með kjarnorkuvopn frá og með 1. nóv. Það var tillaga Vestur- veldanna, að tilraunir yrðu fyrst í stað bannað- ar í eitt ár, en síðan mætti framlengja það bann, ef vel reyndist og það kæmi í ljós að allir aðilar hlýddu banninu. í hinni endanlegu neit- un rússnesku stjórnarinn ar segir, að stefna Breta og Bandaríkjanna í þessu máli gefi Rússum fullkom inn siðferðislegan rétt til að halda áfram kjarn- orku- og vetnissprenging- um, þar til þeir hafa s p r e n g t jafnmargar sprengjur og Bretar og Bandaríkjamenn h a f a samtals sprengt síðan 31. marz. Rússar bæta því hins vegar við, að ef Bretar og Bandaríkjamenn vilja undirrita sáttmála um að stöðva atómsprengjutil- tilraunir um aldur og ævi, þá skuli Rússar hætta sínum tilraunum strax og það enda þótt þeir séu ekki búnir að sprengja jafnmargar sprengjur og hinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.