Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 18
18 VORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 31. okt. 1958 Á körfuknaftleiksœfingu hjú Ármanni Kvennaflokkurinn hvarf — og strákarnir hafa fengið sér nýja búninga ALLS KYNS dynkir og drunur heyrðust út á götu, þegar við Ólafur Ijósmyndari nálguðumst íþróttahús Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Þetta er meiri trölladansinn, hugsuðum við er við komum í anddyrið. En þegar við kíktum gegnum skráargatið sáum við að við vorum á réttri leið. Við ætluðum að kynnast lítið eitt starfi körfuknattleiks- deildar Ármanns. Það var frá æfingu hennar, sem gnýrinn barst. Þetta var enginn tröila- dans. Það voru kraftmiklir og ærslafullir ungir piltar sem voru að þjálfa sig — en bergmálið frá timburgólfinu er nokkuð hátt. Hvellt blístur í flautu fyllti eyrun og síðan skipandi rödd þjálfarans, Ásgeirs Guðmunds- sonar. — Hann skipaði ein- um hópnum að æfa „körfu- skot“ öðrum á mitt vallargólfið að æfa sendingar, grip og köst o.s.frv. Ásgeir leiðbeindi öllum hópunum, gerði allt eins og pilt- arnir áttu að gera það — gaf hið rétta fordæmi. Ásgeir er ungur íþróttakennari, sonur Guð mundar Jónssonar skólastjóra bændaskólans að Hvanneyri. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni — og þó. Báðir feðgarnir kenna — en annar kennir bænda mennt, hinn líkamsmennt. En sennilega eru báðir jafnrögg- samir við kennsluna. Boltarnir svifu um salinn, ofan í körfurnar — þó ekki alltaf þó sú væri ætlunin. Það var líf og fjör á æfingunni. Þannig leið hún, unz tíminn var búinn og piltarnir hurfu til bað- herbergja. Næsti flokkur kom inn — flokkur hinna eldri. Ný æfing hófst, ný hlaup, nýjar skiptingar í flokka eða lið. Æf ingar og aftur æfingar. — Þeir ætla að æfa mikið þessir piltar og þeir keppa að því að verða íslandsmeistarar. — Eða er ekki svo? spurðum við, er við höfðum króað af fjóra þeirra. Það voru þeir sem hafa æft lengst hjá deildinni og skipa stjórn hennar nú. Það voru þeir Davíð Davíðsson formaður deild- arinnar sem er 17 ára, Sigurjón Ingvason varaformaður, 17 ára, Ingvar Ingvarsson gjaldkeri, 18 ára og Birgir Birgis ritari, 16 ára. — Jú, við ætlum að reyna að halda íslandsmeistaratitlinum. Við unnum íslandsmót 2. flokks í fyrra og munum gera heiðar- lega tilraun til að verja titilinn. Það verður nú annars erfiðara núna, sagði einhver þeirra. Sum- ir sem voru með í fyrra eru „vaxnir upp úr“ að vera í öðrum flokki — eru orðnir of gamlir. En við getum allir verið með í Reykjavíkurmótinu. í það mót sendum við 2. og 3. flokk — ekki meistaraflokk. Við reynum kannski að senda meistaraflokk í íslandsmótið eftir áramótin — Davíð DavWsson, formaður deildarinnar, kastar að körfunni .... við sjáum til. — Hafið þér lengi þjálfað? — Við þessir fjórir erum elztir í deildinni núna. Við byrj- uðum 1954. Og það hefur gengið ágætlega. Deildin sigraði í 2. flokki á fslandsmótinu 1955, 1956 og síðast 1957. — Er mikið líf í starfi deildar- innar? - Við erum að reyna að hafa það sem mest. . . . . og knötturinn hafnar á réttum stað. — Fjárhagurinn? — Hann er bágur. Við greið- um ársgjald 125 krónur til fé- lagsins. Af því fær deildin ekkert til ráðstöfunar, en fyrir þetta er okkur séð fyrir þjálfara og húsnæði þrisvar í viku. Strák- ar yngri en 16 ára borga 75 kr. fyrir veturinn. Svo erum við að vinna inn peninga fyrir deildina með spjald happdrætti o.fl. — Hvað gerið þið við það fé? — Við vorum að kaupa bún- inga (ameríska) og viljum gjarn an kaupa skó líka. — Það er naumast þið ætlið að punta ykkur. Er kvenfólk í deildinni? — Nei ekki núna. Það var kvennaflokkur, en þær hurfu eftir íslandsmótið. — Hvað er að heyra þetta. Það er von að þið hafið lagt mikið á ykkur til að fá fallega bún- inga, og við skulum vona að ykk- ur haldist betur á kvenfólkinu núna. — En hvað starfar deildin svo annars? — Við viljum reyna að koma á skemmtifundum jafnvel með öðrum deildum félagsins. Og svo hyggjum við á ferðalag — höfum Laugarvatn í huga. Við fórum í fyrra til Vestmannaeyja dásam- leg ferð. Og við höldum að það yrði gaman að koma til Laugar- vatns. . . . ★ Þannig töluðu strákarnir. Ás- geir þjálfari sagði okkur að þeir væru duglegir mjög. Þó þeir séu ungir, sjá þeir einir um málefni deildarinnar, að efla hana og styrkja félagslega og íþróttalega. Það er annar veigamesti þáttur- inn í íþróttastarfinu. Piltarnir þroskast í félagsstörfum, setja sér mark í þeim efnum sem á íþróttasviðinu, og þessir strákar hafa oftast náð því marki sem þeir hafa sett sér. ★ Þannig var heimsóknin til körfuknattleiksdeildar Ármanns. Þetta er svipmynd af starfi einn- Eldri piltarnir í körfuknattléiksdeild Ármanns. Til hægri er Ásgeir Guðmundsson, þjálfari. (Myndirnar tók Ól. K. M.). ar deildar í einu af mörgum íþróttafélögum í bænum. Aðeins þarna eru 40—50 piltar að æfing- um — og kannski kemur kvenna- flokkur síðar. Hvert hinna stóru félaga hefur margar deildir og félögin í Reykjavík skipta tug- um. Það er því lítið brot af stórri heild sem við höfum kynnzt. En heimsóknin þangað gefur hugmynd um umfangsmik- ið starf, sem ekki er svo þýðing- arlítið. Körfuknattleikur er ein yngsta íþróttagreinin hér á landi, en á æ vaxandi vinsældum að fagna. Síðar munum við svo heimsækja aðrar deildir annarra félaga — kynnast fleiri greinum íþrótta. A. St. Glímimámslceið að lief jast GLÍMUFÉLAGIÐ Ármann hefur ákveðið að efna til námskeiðs í glímu fyrir byrjendur og hefir Kjartan Bergmann verið ráðinn kennari. Væntanlegir þátttak- endur gefi sig fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu, á miðvikudögum og laugar- dökum kl. 19—20. Þeim, sem iðkað hafa glímu og hefðu hug á að iðka hana áfram, er bent á að mæta á fyrr- greindum dögum og tíma. Það skal tekið fram, að félagið hefur í hyggju glímuför til útlanda á næsta sumri. Hefur félaginu borizt boð urn þátttöku í hátíð, sem haldin er suður á Frakk- landi. Á hátíð þessari eru meðal annarra fornra keltneskra menn- ingarleifa sýnd keltnesk fang- Knálega er glímt — — brögð. Þeim, sem iðka glímu hjá félaginu í vetur og ná tilskildri færni í glímu, gefst kostur á þátt- töku í för þessari. Hann var íslendingur, ekki Þjóðverji Móðir hans œtlar að skrifa þýzku konunni — Ég varð mjög hrærð, þegar ég las bréf þýzku konunnar í blað- inu og sá myndina af syni henn- ar, sem hún leitar enn — svona löngu eftir stríðið, sagði reyk- vísk frú, ein þeirra mörgu, sem hringdu til blaðsins í gær vegna fréttarinnar og myndanna, þar sem sagði frá árangurslausri leit þýzkrar móður að syni sínum, er hvarf í stríðinu og ekki hefur enn komið fram. Frúin í símanum var engin önnur en móðir unga sjómanns- ins, sem myndaður hafði verið við fisklöndun í Reykjavíkur- höfn og þýzku konunni fannst líkjast syni sínum svo mjög. — Ég get vel ímyndað mér hvernig það væri að missa son sinn og bíða svo í óvissu ár eftir ár, þetta er hræðilegt. En hún er víst ekki sú eina, sagði frúin, sem er Guðveig Hansen, kona Karls Hansen, bifreiðastjóra, Laugavegi 163. Sonur hennar, Gunnar Guð- jónsson, var með frænda sínum, Jóhannesi Guðjónssyni, á m.b. — S.U.S. siða Framh af bls. 8 er 1. hefti þessa árgangs komið út, og næsta hefti er væntanlegt fljótlega. Sú breyting varð með útgáfu síðasta heftis, að þeir Gunnar G. Schram, Matthías Jó- hannessen og Þorsteinn Ó. Thor- arensen létu af ritstjórn, sem þeir höfðu gegnt síðan í marz 1955. Vil ég nota tækifærið til þess að þakka þeim fyrir hönd stjórnar S.U.S. fyrir mjög vel unnin störf, en undir þeirra stjórn var efni ritsins fjölbreytt og oft mjög athyglisvert. Með næsta hefti mun Guðmundur H. Garðarsson taka við ritstjórn Stefnis, en ritnefnd sú, sem sá um útgáfu síðasta heftis, mun starfa með honum. Eitt brýnasta hagsmunamál samtakanna nú, er aukin útbreiðsla Stefnis, og von- ast ég til, að ungir Sjálfstæðis- menn um land allt leggist á eitt og breiði ritið út eftir föngum, því að eftir því sem kaupendum fjölgar þeim mun auðveldara verður að gera ritið vel úr garði og því betur getur það gegnt hlutverki sínu. fslendingi í sumar og var mynd- in við Reykjavíkurhöfn tekin, er þeir komu úr einni veiðiförinni. Gunnar vinnur um þessar mund- ir í Hraðfrystistöðinni. Hann er 19 ára, á sama aldri og þýzki pilturinn, Johann Abstreiter, var 1943, þegar mynd sú, sem birtist í blaðinu í gær, var tekin. — Siminn hefur bara ekki þagnað, ég er alveg hissa á því hvernig fólk hefur haft uppi á mér. Meira að segja hafa Þjóð- verjar hringt og spurt, hvort sonur minn væri kannske fóst- ursonur, þýzkur. Ég vissi varla hvernig ég átti að svara þessu, en mig langar til þess að skrifa þýzku konunni — okkur langar til þess að senda henni einhvern smáhlut frá Gunnari. Henni þætti kannske vænt um það, sagði frú Guðveig. Vafalaust yrði það kærkomin kveðja fyrir móður Johanns Abstreiter — vonbrigðum bland- in, því enn verður hún að leita „drengsins síns“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.